Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
11
„Hann er við ..segir Elleman Jensen í lauslegri þýðingu Morgun-
blaðsins, en Djurhuss sendiherra er ekki beinlinis sannfærður ...
og 4 hvor. Mesta klappið fékk
embættismaðurinn er hann dró
10—12 kg þorsk. Mesta hláturrok-
an hvað við er blaðamaðurinn
danski landaði eftir harðan leik
karfa einum sem stóð varla út úr
hnefa hans er hann losaði úr hon-
um.
Tíminn þvarr óðum og utanrík-
isráðherrafundurinn nálgaðist.
Mál var að halda til lands, en
meðan fiskar voru dregnir undir
Hafnarbergi hafði hvesst til muna
og versnað í sjóinn. Heilsufarið
um borð stóð í járnum, en enginn
var þó veikur. Nú var fiskur um
borð og fuglinn fylgdi bátnum. Á
leiðinni til lands spurði Elleman-
Jensen margs um Eldey sem blasti
við með sína stærstu súlubyggð
veraldar. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins gat frætt ráðherranum
allt sem snerti Eldey, enda hafði
hann verið félagi í eina leiðangrin-
EUeman-Jensen, blaðamaðurinn Falk og Friis Arne Petersen, aðalritari ráðherrans, með hluta aflans,
Friis með þann stóra, en EUeman-Jensen með „faUegasta" fiskinn.
„Det er en kæmpefisk," stundi EUeman Jensen og tók á. Það veitti
ekki af heljartökum, því við sjálfan hafsbotninn var að etja í þetta
skipti.
um sem farinn hefur verið í Eldey
í marga áratugi. Ráðherrann var
að sjá sæll og glaður á heimleið-
inni, fékk sér kjúkling og skolaði
niður með bjór. Hann brosti föður-
lega til landa síns úr blaðamanna-
stéttinni þegar heilsan brast og
hann þusti að borðstokknum. Um
leið og hann laut út fyrir, gaf
hressilega yfir bátinn og var engu
líkara en að bróðurparturinn af
ágjöfinni hæfði blaðamanninn of-
anverðan að framanverðu. En
hann virtist hreinlega hressast
við, enda ekki síður afkomandi
víkinga en heimamennimir um
borð.
Þeir vom kaldir og þreyttir
mennimir sem príluðu frá borði í
Höfnum á Reykjanesi upp úr há-
deginu eftir fimm klukkustunda
veiði og volk. En hressir á sál og
líkama og ánægðir.
- gg-
og sýnir á sér ýmsar hliðar. Hann
bregður meira að segja fyrir sig stepp-
dansi! Önnur atriði sem vert er að
nefna eru „Unter einem Regensc-
hirm“, sem Guðmunda Jóhannesdóttir
og Philippe Talard dansa, og „Ein
bischen Leichtsinn", sem Öm Guð-
mundsson skilar á mjög kómískan
hátt. Loks vil ég nefna atriðið „Ich
bin so leidenschaftlich" sem Ásgeir
Bragason leysir vel af hendi. í hópat-
riðunum koma fram nokkrir ungir
Islenskir karldansarar sem standa sig
alveg prýðilega. Þeir eiga vonandi eft-
ir að dansa meira með íslenska
dansflokknum.
Hópatriðin eru flörleg og lifandi,
sérstaklega síðasta atriði fyrir hlé,
tarantellan, og lokaatriði verksins.
Sýningin öll er aðstandendum hennar
tií sóma. Umgjörðin er einföld og bún-
ingar líka, það er dansinn og söngur-
inn sem blífur.
MARLEE MATLIN
Ástin, eina tungumálið
sem þau þurftu að skilja
r*--
WILLIAM HURT
Guð gaf
mér
eýra
phttdrpn
Jesser
goa
5 ÓSKARS-
TILNEFNINGAR
BESTA KVIKMYNDIN.
BESTI KARLLEIKARI í aðalhlntrerkl, (William Hort).
BESTI KVENLEIKAR í adalhlutverki, (Marlee Matlin).
BESTI KTENLEIKARI í aukahlutverki, (Piper Laurie)
BESTA HANDRIT byggt á efni frá öðrum miðli.
691140
691141
Með einu símtali er hægt að
VERIÐ VELKOMIN f
GREIÐSLUKORTA-
VIÐSKIPTI.