Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Á réttri leið?
Orð og efndir í tollamálum
eftir Kristmann
Magnússon
Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig
nú af því að hann sé á réttri leið,
og svo sannarlega hefur margt
áunnist í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar. En eitthvað hefur nú flokkurinn
farið út af þessari réttu leið í tolla-
málum, en það er m.a. sá mála-
flokkur, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur stýrt í núverandi ríkisstjóm.
Hafa ekki færri en tveir ráðherrar
úr röðum Sjálfstæðisflokksins hald-
ið þar um stjómvölinn. í það
minnsta þijú fmmvörp og tillögur
um breytingar á tollamálum hafa
verið samin á stjómartímabilinu,
en ekkert bólar á raunverulegum
aðgerðum í málunum. Að vísu var
fyrir stuttu lagður fyrir Alþingi
lagabálkur um tollskrá, en aðalat-
riðið, þ.e.a.s. breytingin á sjálfri
tollskránni, hefur enn ekki séð
dagsins ljós. Ekkert virðist bóia á
nýrri tollskrá þrátt fýrir marggefin
loforð og fagrar yfirlýsingar um að
breyta þeim vanskapnaði, sem
íslensk tollskrá er í dag.
Við raftækjasalar höfum ámm
saman reynt að sannfæra ráðamenn
um að nauðsynlegt væri að breyta
tollum á raftækjum, þar sem gifur-
Iegu magni af þeim væri smyglað
til landsins. Stór hluti smærri raf-
tækja er keyptur erlendis vegna
miklu lægra verðs á þeim í öllum
öðmm löndum.
Ertu með raftæki?
Já, þetta er búið að vera ein vin-
sælasta spuming tollvarða á
Keflavíkurflugvelli þegar ferða-
menn ganga í gegnum tollinn þar.
Það virðist vera eitt mesta böl þjóð-
félagsins að menn skuli ætla að
voga sér að koma með raftæki í
farangrinum, tæki, sem erlendis
kosta aðeins brot af því sem þau
kosta hér á landi. Hvenær skyldum
við mega eiga von á því að íslensk-
ir neytendur fái að versla í íslensk-
um búðum á svipuðum eða sömu
kjömm og fólk í nágrannalöndun-
um. Væmm við ekki á réttri leið
ef við gætum breytt sumarlejrtfis-
ferðunum úr innkaupaferðum í
hressingar- og skemmtiferðir. Vær-
um við ekki á réttri leið ef íslending-
ar fengju að sitja við sama borð
og annarra þjóða fólk, líka þegar
þeir em að versla?
Og hvemig skyldi svp ástandið
vera með stærri tækin? í umræðu-
þáttum um fjölmiðlun fyrir rúmlega
ári, kom það fram tvo daga í röð
að líklega væri myndbandatækja-
eign landsmanna um 30 þúsund
tæki, og þar af væm um 30—40%
smygluð tæki. Skyldi nokkur aðili
í opinbera kerfinu hafa reiknað út
hve miklu ríkissjóður tapaði á þess-
um smygluðu tækjum?
Tollatekjur —
söluskattstekjur
Þegar ráðamenn setja upp hátíð-
lega svipinn sinn og þykjast vera
að vemda tekjur ríkisins, segja þeir
gjaman að því miður séu ekki póli-
tískar aðstæður til þess að ríkið
geti misst tollatekjur að svo stöddu
máli. Það mætti ætla að þessir
menn hefðu aðeins lært, eða reynt
að læra mengið, sem tekið var upp
á sínum tíma eins og margt annað
böl frá frændum vomm Svíum. Það
er eins og þessir menn kunni bara
alls ekki að reikna. Staðreyndin er
nefnilega sú, að þótt tollatekjur
ríkisins lækki koma aðrar tekjur
af sömu vömm í staðinn. Þessir
spekingar og ráðamenn vilja ekki
skilja þær einföldu staðreyndir að
ef tollar era lækkaðir eða felldir
niður verður löglegur innflutningur
með þær vömr meiri og heildartekj-
ur ríkisins vaxa en minnka ekki.
Þannig urðu t.d. heildartekjur
ríkisins af innflutningi rakvéla og
hársnyrtitækja 30% meiri en þær
vom fyrir tollalækkunina á síðasta
ári. Og tekjur ríkisins hefðu aukist
enn meir ef tollar og álögur hefðu
verið lækkaðar meira. Við raftækja-
salar höfum sölutölur frá öðmm
Kristmann Magnússon
„Við raftækjasalar höf-
um árum saman reynt
að sannfæra ráðamenn
um að nauðsynlegt væri
að breyta tollum á raf-
tækjum, þar sem gífur-
legu magni af þeim
væri smyglað til lands-
ins. Stór hluti smærri
raftækja er keyptur
erlendis vegna miklu
lægra verðs á þeim í
öllum öðrum löndum.“
löndum í Evrópu, tölur sem sýna
árlega sölu miðað við íbúatölu þess-
ara landa. Ef við bemm þær saman
við sölutölur hér á landi kemur í
ljós, að sala á þessum tækjum hér
er miklu minni en annars staðar.
Ég ætla að taka hér eitt dæmi um
sölu á rakvélum.
Land Sala á rakvélum Heildartala íbúafjöldi f millj. Stykkjafjöldi Sala miðuð við 1.000 fbúa
Svíþjóð 330.000 8,3 39,8
Danmörk 115.000 5,1 22,5
Noregur 160.000 4,1 39,0
Bretland 1.200.000 56,0 21,4
V-Þýskaland 2.400.000 61,4 39,1
ísland 3.000 0,24 12,5
Tölurnar hér að ofan fýrir Dan-
mörku lækkuðu úr 150 þús. stykkj-
um í 115 þús. stykki eftir að þarlend
stjómvöld settu 20% lúxustoll á
rakvélar. Ef eldri talan, 150 þús.
stykki, er tekin inn í dæmið væri
salan þar 36,6 vélar pr. 1.000 íbúa.
Salan þar í landi lækkaði sem sagt
um 25% við það að aðeins 20% toll-
ur var settur á þessi tæki. Nú
kaupir sem sagt fjórðungur Dana
sínar rakvélar í Svíþjóð, V-Þýska-
landi eða öðmm löndum þar sem
þær em ódýrari.
Hin lága tala fyrir Bretland á sér
þá skýringu að þar sé blautrakstur
algengari svo og vegna þess að í
Bretlandi vanti rafmagnstengla í
baðherbergi.
En síðast kemur talan 12,5 fyrir
ísland. Skyldi hún eiga sér þá skýr-
ingu að við íslendingar rökum
okkur síður með rafmangsrakvélum
en aðrar þjóðir? Nei, hún á sér ein-
faldlega þá skýringu að vegna
óhóflegra tolla og annarra gjalda
hins opinbera kaupa íslendingar
þessar vélar erlendis.
En lítum nú á önnur dæmi, sem
sýna einmitt að tekjur ríkisins vaxa
við það að lækka tolla. Bæði þessi
dæmi era reiknuð út frá tölum úr
innflutningsskýrslum Hagstofu ís-
lands.
Sýna þessar tölur ekki einmitt
að lækkun tolla gæti komið öllum
aðilum til góða? Viðskiptavinurinn
fær lægra vömverð í sínu heima-
landi, verzlunin með þessar vömr
kemur inn í landið og ríkissjóður
fær auknar tekjur í kassann. Ef
ekki felst þjóðarhagur í þessu veit
ég ekki hvar hann er að finna.
Breytingar á tollskrá
Á þriðja ársfjórðungi 1985 stóð
loksins til að leggja margumrætt
tollafmmvarp fram á Alþingi. Ég
hefi fyrir satt að búið hafí verið að
dreifa því á borð þingmanna, en
það tekið þaðan jafnharðan og búið
var að dreifa því. í desemberbyijun
1985 tjáði fjármálaráðherra mér að
það væri því miður ekki hægt að
gera neinar breytingar á tollamál-
um að sinni, það væri „pólitískt
harakiri“ að ætla sér að breyta ein-
hveiju í þeim málum að sinni.
Aðeins tveimur mánuðum seinna
sitja svo Guðmundur J. og fleiri
góðir menn að kjarasamningagerð
í Garðastræti, allt í einu snýtir
Guðmundur J. sér hressilega og það
var eins og hugsun allra í salnum
yrði skýrari, lausnin á kjaradeilunni
var tollalækkun. Nú var allt í einu,
og það án þess að þurfa að fremja
„pólitískt harakiri" hægt að lækka
tolla á ákveðnum vömflokkum,
stómm raftækjum, bílum og meira
að segja var ákveðið að lækka tolla
á hlutum, sem flármálaráðherrann
var stuttu áður búinn að hugleiða
að yrðu hækkaðir við næstu lagfær-
ingu á tollskránni!!! Nú þurfti ekki
faglegar eða rökstuddar ástæður
fyrir nauðsyn tollalækkunar. Eða
þurfti kannski að hressa upp á ein-
hveija vísitöluna til að halda
almenningi rólegum?
Og nú rétt fyrir þinglok í mars
Samanburður 1985 og 1986. Rafmagnsrakvélar
Innflutt 1985 Tekjur rfkisins Innflutt 1986 Tekjur ríkisins
CIF-innfl. 3.190 6.129
Tollur 80% 2.552 2.552 40% 2.452 2.452
Vömgj. 30% 1.723 1.723 2.574 2.574
7.465 11.155
ÁlagrninR 3.033 4.531
10.498 15.686
Sölusk. 25% 2.624 2.624 3.921 3.921
13.122 6.899 19.606 8.947
Hluti ríkis af úts. verði 52,5% 45,6%
Tekjur ríkisins eftir tollalækkun 1986 8.947,- Tekjur rfkisins fyrir tollalækkun 1985 6.899,-
Tekjuauki 2.047,- eða 29,7%.
Samanburður 1985 og 1986. Hársnyrtitæki
1 Innflutt 1985 Tekiur ríkisins Innflutt 1986 Tekjur rfkisins
Cif-innfl. 2.881 5.648
Tollur 80% 2.305 2.305 40% 2.259 2.259
Vörugj. 30% 1.556 1.556 2.372 2.372
6.742 10.279
Álagning 2.739 4.176
9.481 14.445
Sölusk. 25% 2.370 2.370 3.614 3.614
11.851 6.231 18.069 8.245
Hluti ríkis af úts. verði 52,6% 45,6%
Telgur ríkisins eftir tollalækkun 1986 8.245,- Tekiur ríkisins fyrir tollalækkun 1985 6.281,-
Tekjuauki 2.014,- eða 32,3%
X — allar tölur f þús. króna.
Efsta stig í auglýsing-
um og fullyrðingar
eftirElínu
Káradótturog
HilmarBraga Jónsson
Undanfarið hefur fýrirtækið Ice-
land Review verið að dreifa auglýs-
ingaverðlista vegna tímarits sem
fyrirtækið ætlar að gefa út í sam-
vinnu við VISA-ísland.
í vaxandi samkeppni við aðra
fjölmiðla um auglýsingar em allar
klær hafðar úti og Iceland Review
kynnir þetta nýja tímarit sitt sem
„stærsta og ódýrasta auglýsinga-
miðilinn".
Þessa efstu stigs fullyrðingu sína
styður fyrirtækið svo með saman-
burðartölum um upplag og verð á
heilsíðu auglýsingum í lit hjá öðmm
tímaritum og blöðum sem tilgreind
em. Tölum, sem í mörgum tilfellum
em ósannaðar með öllu (enda útgáf-
ur ekki aðilar að upplagseftirliti),
og í okkar tilfelli þ.e.a.s. Gestgjaf-
ans, með tölum um seld en ekki
prentuð eintök. Hinir gefa upp tölur
um prentuð eintök nema Morgun-
blaðið sem gefur einnig upp seld
eintök.
Síðan deilir þessi auglýsingaaðili
í þessar mjög svo furðulegu tölur
með verði á heilsíðuauglýsingu í lit
(sem í okkar tilfelli er 20% of hátt)
og fær þá út tölur sem eiga að
vera verð á auglýsingu pr. eintak.
Til samanburðar er svo þeirra eigið
verð, pr. eintak, miðað við prentað
upplag, sem sagt er að verði 50.000
eintök, þ.e.a.s. eitt eintak á hvem
VISA-korthafa á landinu.
Lítum nú á staðreyndir.
Á okkar heimili em fjórir ein-
staklingar sem allir em VISA-
korthafar. Við fengjum því
væntanlega fjögur eintök af þessu
tímariti inn um bréfalúguna. Af
þeim má því ætla að þijú fæm strax
í mslakörfuna. Við höfum ekkert
að gera við fjögur eintök af sama
auglýsingablaðinu, sem við höfum
ekki beðið um eða gerst áskrifendur
að.
Okkar heimili er engin undan-
„Á okkar heimili eru
fjórir einstaklingar
sem allir eru VISA-
korthafar. Við fengjum
því væntanlega fjögur
eintök af þessu tímariti
inn um bréfalúguna. Af
þeim má því ætla að
þijú færu strax í rusla-
körfuna.“
tekning. Á flestum heimilum, þar
sem einhver fjölskyldumeðlimur er
VISA-korthafí, er oftast einn eða
fleiri sem einnig em fulgildir kort-
hafar þessa sama fyrirtækis. Hvað
verður þá mörgum eintökum af
þessu tímariti hent í ruslið ólesn-
um? Fyrir hvað em þá auglýsendur
að greiða?
Fullyrðingar, sem ekki er hægt
að sanna, ættu aldrei að sjást í
Elín Káradóttir
HOmar B. Jónsson
auglýsingu og svona óstaðfestar
fullyrðingar um upplagstölur tíma-
rita og að auki rangar upplýsingar
um verð á auglýsingum ber vitni
um óheiðarleg vinnubrögð. Viðmið-
unin verður að vera rétt, þ.e.a.s.
réttar tölur um prentuð eða seld
eintök og rétt verð miðað við að
auglýsingin komi tilbúin og fullfrá-
gengin.
Það er reyndar einnig undarlegt
að ennþá, eftir alla þá miklu um-
fjöllun sem auglýsingamál hafa
fengið að undanfömu, skuli enn
finnast aðilar, sem aðeins einblína
á verð auglýsinga án þess að hafa
fyrir því að fá uppgefnar staðfestar
tölur um upplag, þ.e.a.s. seld og
lesin eintök tímarita, og bera ekki
saman líftíma auglýsinga.
Ennþá einu sinni viljum við benda
auglýsendum á að treysta aðeins
tölum frá þeim sem þora að taka
Íiátt í upplagseftirliti Verzlunarráðs
slands.
Höfundareru útgefendurtíma-
ritsins Gestgjafans.