Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 27. MARZ
21
er viðhaft. Þess má geta, að aldrei
var leitað álits lyfjanefndar á þess-
ari breytingu.
Hvað eru samsvarandi
lyf og- hvað eru
sambærleg lyf?
Ljóst er, að í hugum margra er
ekki gerður greinarmunur á sam-
svarandi lyflum annars vegar og
sambæriegum lyQum hins vegar.
Verður nú reynt að skýra þessi
hugtök með dæmum. Samsvarandi
lyf: Lyfið valium innheldur virka
lyfjaeftiið diazepamum. Lyfið Díaz-
epam inniheldur einnig virka lyfla-
efnið diazepamum. Bæði lyfín eru
framleidd í sams konar lyQaformi,
þ.e. sem töflur, og bæði innhalda
sama virka efnið og í jafnmiklu
magni. Sýnt hefur verið fram á, að
lyfin verka bæði á sama hátt. Hér
er því um tvö samsvarandi lyf að
ræða.
Sambærileg lyf: Sem dæmi hér
um má nefna magnýl, töflur og
parasetamól, töflur. Annað lyfið
inniheldur virka lyfjaefnið acidum
acetylsalicylicum, þ.e.a.s. magnýl.
Hitt lyfíð, parasetamól, inniheldur
virka lyfjaefnið paracetamolum.
Acidum acetylsalicylicum og para-
cetamolum eru ekki eitt og sama
efnið. Hins vegar eru bæði þessi lyf
notuð sem verkjastillandi lyf og þau
hafa álíka verkjastillandi verkun.
Þetta eru því sambærileg lyf.
„Sekkjavara“
í grein landlæknis segir m.a. að
„íslenzku lyfjafyrirtækin kaupi inn
„hráefnið" í „sekkjum". Allir, sem
eitthvert vit hafa á lyfjum og lyfja-
framleiðslu vita, að hráefni til
lyQaframleiðslu eru flest það við-
kvæmur vamingur, að ekki er um
neina „sekkjavöru“ að ræða. Öðru
máli gegnir um sement, kartöflur
og fóðurbæti.
Umpökkun lyfja
í greinargerð alþingismannsins
Ama Johnsen segir: „Apótekin
kaupa nú inn í stórum skömmtum
að öllu jöfnu og umpakka gjaman
í smærri einingar til þess að ná upp
álagningu."
Þetta er rakalaus þvættingur.
Það varðar við lög á íslandi að
umpakka lyfjum úr stórum (svo-
nefndum „bulk") pakkningum í
minni pakkningar. Staðrejmdin er
sú, að það er í örfáum undantekn-
ingartilvikum að afgreiddur er hluti
af neytendapakkningu og þarf
læknir þá að rita lyfseðil á sér-
stakan hátt. Að öðram kosti ber
lyfjafræðingi að breyta ávísuðu
magni á lyfseðli í þá skráðu neyt-
endapakkningu, sem næst liggur
ávísuðu heildarmagni lyfsins.
Nokkur orð um
penícillín
Penicillín era lyf, sem era sér-
staklega vandmeðfarin. Margir
hafa ofnæmi fyrir þessum efnum,
en slíkt ofnæmi getur verið
lífshættulegt. Fýrst eftir að penic-
illin komu á markað var ekki vitað
til að fólk hefði ofnæmi fyrir þeim,
enda er í mörgum tilvikum um svo-
nefnd „áunnið ofnæmi" að ræða. í
ljósi nýrrar reynslu og aukinnar
þekkingar er framleiðslu og með-
ferð penicillín-lyfja þannig háttað
nú, að krafist er sérstaks hús-
næðis, þar sem engin önnur lyf eru
meðhöndluð vegna hættu á meng-
un, þ.e. að penicillín mengi önnur
lyf.
Til að heimild fáist í dag til fram-
leiðsiu (þ.m.t. umpökkun) á penic-
illíni þarf framleiðandi að leggja í
ýmsar kostnaðarsamar aðgerðir
vegna sérstaks húsnæðis, sérstakr-
ar loftræstingar og sérþjálfaðs
starfsfólk svo nokkuð sé neftit, og
yrðu lyfin þá að líkindum töluvert
dýrari en ýmis erlend penicillín-lyf,
sem hér eru á markaði.
Hver ákveður hvaða lyf
er afgreitt og hvaða
lyf eru notuð?
Bæði landlæknir og alþingismað-
urinn láta að því liggja í greinum
sínum, að það sé lyfjafræðingurinn,
sem velji þau lyf, sem afgreidd era.
Hið rétta er, að þegar lyf er af-
greitt samkvæmt lyfseðli er það
alfarið læknirinn, sem skrifar
lyfseðilinn, er ákveður hvaða lyf
sjúklingurinn fær. Lyfjafræðing-
urinn hefur ekkert ákvörðunar-
vald um það hvaða iyf sjúklingur-
inn fær, hvort það er erlent eða
innlent, dýrt eða ódýrt. Hins veg-
ar er það skylda hans að afhenda
það lyf, sem iæknir hefur skrifað
á lyfseðil og hefur lyfjafræðing-
ur enga heimild til að afgreiða
annað lyf, enda þótt til sé sam-
svarandi, ódýrara eða dýrara lyf.
Þess skal þó getið, að lyfjafræð-
ingar geta haft áhrif á lyfjaval
sjúklinga, þegar um er að ræða
lyf, sem seld era án lyfseðils, svo-
nefnd lausasölulyf, en láta mun
nærri að þau séu um 9% af heildar-
lyfjasölu apóteka.
Ef lyf er af einhveijum ástæðum
ekki til í apótekinu er það skilyrðis-
laust útvegað.
I þessu sambandi leyfi ég mér
að lýsa því yfir, að fullyrðingar
Ama Johnsen, alþingismanns, þess
efnis, að lyfsalar taki ekki innlend
lyf til sölu vegna lágrar álagningar
eru helber ósannindi, enda er apó-
tekum skylt að afgreiða þau, ef
læknir ávísar þeim, og ber lyfja-
fræðingur ábyrgð á því, að sjúkling-
ur fái nákvæmlega það lyf, sem
læknir ákveður að nota.
Um lyfjaverðskrá
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið gefur út fjórum sinnum
á ári (1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og
1. október) LyQaverðskrá II, sem
hefur að geyma upplýsingar um
útsöluverð allra skráðra sérly^a á
íslandi. Apótekum er skylt að selja
lyf á því verði, sem tilgreint er í
Félag fata- og text
ílhönnuða stofnað
FÉLAG fata- og textílhönnuða,
FAT, var stofnað nýlega. FAT
er hagsmunafélag starfandi
fata- og textQhönnuða. Með
stofnun þessa félags eru mörk-
uð tímamót í sögu fataiðnaðar
hér á iandi.
Á undanfömum áram hefur
aukist mjög sá fjöldi útlærðra
hönnuða sem komið hafa fram á
sjónarsviðið auk þess sem stór
hópur er við nám erlendis. FAT
er ætlað að standa vörð um hags-
muni þessara hönnuða og styðja
við bakið á þeim sem koma úr
námi.
Félagar era 22 talsins og á
framhaldsaðalfundi sem haldinn
var 17. mars sl. var eftirtalin
stjóm kosin: Eva Vilhelmsdóttir
formaður, Sigrún Guðmundsdóttir
gjaldkeri, Bima Pálsdóttir ritari,
Hulda Kristín Magnúsdóttir með-
stjómandi og Þórdís Kristleifs-
dóttir meðstjómandi.
Iðnrekendur geta fengið félaga-
tal FAT hjá formanni félagsins.
(Úr fréttatilkynningu.)
HRLNGDU
og fáðu áskriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta-
reikning þinn mánaðarlega.
SÍMINN ER
691140
691141
pÍmrDwmMðhií)
þessari skrá. Þessi lyfjaverðskrá er
ekkert leyndarmál heldur opinbert
plagg, sem er til sölu í ráðuneytinu.
Upplýsingar um verð þeirra lyQa,
sem skráð era hér á landi, eru því
alls ekki óaðgengilegar læknum,
sem skrifa lyfseðla, og geta læknar
því hæglega kjmnt sér gildandi
lyflaverð og miðað lyflaávísanir
sinar með tilliti til þess.
Eftirlit með lyfja-
ávísunum lækna
3. málgr. 15. gr. ljfyalaga nr.
108/1984 hljóðar svo: „Landlæknir
hefur eftirlit með lyfjaávísunum
lækna."
Lyfjasalaúr
höndum lækna
Landlæknir segir í grein sinni:
„Ljrfjasala er nú að öllu lejrti úr
höndum lækna, svo ekki hagnast
þeir á því að ávisa dýrum fyfjum."
Landlækni til fróðleiks skal þess
getið, að fyfjasala í Búðardal, á
Hólmavík, Hvammstanga, Eski-
fírði, Kirkjubæjarklaustri, Vík í
Mýrdal og Laugarási í Biskups-
tungum er í höndum lækna.
Um skráning’arkerfið
Landlæknir segir í grein sinni að
„reglur þessar“ (og á þá við skrán-
ingarkerfíð) „era of strangar því
eftirlit með lyijaframleiðslu er nú
orðið allt annað og strangara en
áður“. Þessu er til að svara að
strangari reglur era afleiðing auk-
inna krafna, sem era til komnar
af því, að við viljum fá fyrsta flokks
lyf, en ekki annars eða þriðja flokks
lyf. Hægt er að fá ódýrari fyf en
nú fást hér, en gæta verður þess
að ekki verði sleppt kröfum um að
þau séu fyrsta flokks.
Landlæknir virðist ragla saman
kröfum varðandi framleiðslu ljrfja
(fyfjaefna- og lyfjagerðarfræðilegra
þátta framleiðslunnar) annars veg-
ar og kröfum varðandi verkunar-
máta og notagildi hins vegar. PIC
(Pharmaceutical Inspection Con-
vention) era samtök 14 þjóða um
lyfjaefna- og ljrQagerðarfræðilegan
hluta framleiðslunnar. Þessar þjóðir
hafa sameinast um þær kröfur, sem
gerðar era til framleiðslu lyflanna,
en hafa hins vegar ekkert með mat
á verkunarmáta og notagildi ljifj-
anna að gera.
Um „rammagrein“
landlæknis
í feitletraðri „rammagrein" land-
læknis segir: „Faglegt mat fyfja-
fræðinga vegur þungt þegar teknar
eru ákvarðanir um gæði lyíja (lyfla-
nefnd) en það verður að teljast í
hæsta máta óeðlilegt að ljrQafræð-
ingar séu ráðandi aðilar við stað-
setningu á verði lyfya (Ljrfjaeftirlit
ríkisins) ...“
Rétt er það að faglegt mat fyfja-
fræðinga í ljrfjanefnd vegur þungt
varðandi ljrQaefna- og fyfjagerðar-
fræðileg gaeði lyfja. Hins vegar era
það læknar, sem meta notagildi
ljrQa og aðra þætti svo sem um
verkunarmáta fyfjanna. Fleiri lækn-
ar eiga sæti í lyfyanefnd en ljrfja-
fræðingamir, þ.e. tveir ljrfjafræð-
ingar og þrír læknar, auk þess sem
tveir dýralæknar taka sæti í nefnd-
inni, þegar fjallað er um dýralyf.
Ljrfjaeftirlit ríkisins staðfestir
ekki verð IjrQa. Það gerir ráðuneyt-
ið. LjrQaeftirlit ríkisins veitir
umsögn um innkaupsverð erlendra
ljrfja og heildsöluverð innlendra
ijrfja, sem sótt er um skráningu á.
Með tillögum fyfjanefndar til
ráðuneytisins um skráningu sér-
ljrQa, og við ákvörðun um meðmæli
með skráningu fyfja, tekur lyfja-
nefnd tillit til verðs ljr^anna, að
fenginni umsögn Ljrfjaeftirlits ríkis-
ins. Er það ýmist, að verð telst
viðunandi eða ekki og þá vegna
þess að lyfíð telst of dýrt. Þetta
atriði ásamt fleiram kemur fram í
bréfum fyfjanefndar til ráðunejrtis-
ins um tillögur um skráningu lyfja.
Ljósrit af öllum þessum bréfum era
send landlækni, sem hefur fengið
ljósrit af hundraðum slíkra bréfa á
umliðnum áram.
Landlækni og öðram til fróðleiks
skal þess getið, að innkaupsverð
fjölmargra erlendra ljrfja hefur
lækkað í kjölfar skráningar inn-
lendra lyfja.
Upplýsingar um lyf
Rétt er hjá landlækni, að lyfja-
framleiðendur kynna vörur sínar.
Það er einnig rétt, að æskilegt
væri að heilbrigðisjrfirvöld sinntu
meira upplýsingagjöf um ljrf tiT
lækna en nú er gert. Ekki verður
þó framhjá þvi litið, að gefin er út
á hveiju ári í nafni heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins ljrfja-
handbók, einkum ætluð læknum og
lyfjafræðingum, þ.e. Sérlyíjaskrá.
Þessi bók nær yfir öll skráð sérlyf
á íslandi, þó með mismunandi mikl-
um upplýsingum um lyfin. Þessa
bók hefur verið reynt að bæta ár
hvert, eftir því sem tök hafa verið
á. Sérljfyaskrá 1987 telur liðlega
800 blaðsíður, svo nokkuð hefur
verið gert af hálfu heilbrigðisjrfir-
valda í þá vera að veita læknum
upplýsingar um þau ljrf, sem á
markaði eru. Viðaukar og brejrting-
ar við Sérlyfjaskrá era gefnir út
þrisvar sinnum á ári.
Að lokum
Telja verður mjög vafasamt, að
það yrði þjóðhagslega hagkvæmt
að framleiða öll ljrf hérlendis, sem
þörf er á. Sérhæft húsnæði og
tækjabúnaður til framleiðslu vissra
ly§a myndi leiða af sér hátt lyQa-
verð og í mörgum tilvikum mup
hærra verð, en samsvarandi er-
lendra ljrfja.
Innlenda ljrfjaframleiðslu ber að
auka og efla, en jafnframt skal
miða hana við það, að hún sé þjóð-
inni til hagsbóta.
Höfundur er skrifstofustjóri lyfja-
nefndar.
Utleiga á teppahreinsivélum
Margir hafa á undanförnum árum sann-
reynt hversu frábærar teppahreinsivél-
ar við leigjum út. Fyrir páskana er rétt
að panta vél tímanlega ef hreinsa þarf
teppið, sófasettið eða bílinn.
Við bjóðum einungis nýjar, öflugar
hreinsivélar með háþrýstikrafti og frá-
bæru hreinsiefni.
ítarlegar leiðbeiningar fylgja. En hreins-
unin sjálf er reyndar jafnauðveld og
ryksugun og þetta er ódýrara en þig
grunar.
Teppa/and Dúkaland
Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430
Ath.: Pantanir teknar í síma.
Opið á laugardögum til kl. 12.