Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 23

Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 23 Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og Heilsugæsiustöð Suðurnesja í Slökkvistöð Brunavarna Suðumesja. Morgunbiaðið/EG Keflavík. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. ekki falin öðrum, t.d. launanefnd sveitarfélaga, en stjórn SSS fer með ákvörðunarvald. Ástæðurnar fyrir þessum breyt- ingum voru fyrst og fremst nauðsyn samræmingar og vandaðri vinnu- bragða. Nú er leitast við að vinna þannig að málum, að íjárhagsáætl- anir sameiginlegu fyrirtækjanna séu í samræmi við vilja og fjár- hagslega getu sveitarfélaganna. Hvað launamálin varðar verður reynt að tryggja, að launakjör í fyrirtækjunum og stofnunum sveit- arfélaganna, séu í eðlilegu sam- ræmi við þau launakjör sem bjóðast hjá sveitarfélögunum sjálfum." — Hve umfangsmikið er sam- starf sveitarfélaganna og hvað greiða sveitarfélögin mikið til sam- eiginlegra fyrirtækja? „Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum er orðið býsna um- fangsmikið og margbrotið og nær til flestra þátta í mannlegu sam- félagi. Til þess að gefa örlitla hugmynd um umfang samstarfsins mætti taka fáein dæmi: Hitaveita Suðumesja er alhliða orkuveita sem framleiðir og dreifir mestallri orku sem notuð er á svæð- inu. Sveitarfélögin eiga 80% hita- veitunnar en ríkið 20%. Áætlaðar tekjur veitunnar á yfirstandandi ári nema tæpum 800 milljónum króna. Sveitarfélögin reka sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs í samvinnu við ríkið og Heilsugæsla Suðumesja er einnig rekin af öllum sveitarfé- lögunum sameiginlega. Framhaldsmenntun á Suðumesj- um fer fram i Fjölbrautaskóla Suðumesja, sem einnig er rekinn af öllum sveitarfélögunum. Sama máli gegnir um heilbrigðiseftirlit, sorphirðu og sorpeyðingu. Hins vegar er Dvalarheimili aldr- aðra á Suðumesjum rekið í sam- vinnu 6 sveitarfélaga af 7 og Brunavamir Suðumesja af 5 þeirra. Beinar greiðslur sveitarfélag- anna til samstarfsverkefna, sem fjárhagsnefnd SSS fjallar um, em áætlaðar um 110 milljónir króna á yfirstandandi ári.“ — Hvemig er kostnaði vegna samstarfsins skipt milli samstarfs- aðila? „Kostnaði er nær undantekning- arlaust skipt í hlutfalli við íbúatölu í sveitarfélögunum." — Eftir sveitarstjórnarkosning- amar sl. sumar náðu margir nýir aðilar kosningu í sveitarstjórnir á svæðinu og hafa ýmsir þættir sam- starfsins verið til skoðunar í sveitar- stjómunum. Em einhveijar breytingar hvað varðar samstarfið í sjónmáli? „Að sjálfsögðu em ekki allir jafn- ánægðir með samstarfið, frekar en annað sem gert er. Flestir em þó sammála um, að öll samstarfsverk- efnin séu nauðsynleg og flest reyndar óhjákvæmileg. Flestir em jafnframt þeirrar skoðunar, að þessi verkefni séu betur af hendi leyst og fyrir minni fjármuni, heldur en unnt væri, ef samstarfsins nyti ekki við. Það er reyndar fullvíst að sum verkefnin væm nánast óleysanleg a.m.k. fyrir sum sveitarfélögin án samstarfs. Hitt er svo annað mál að sjálf- sagt er að þessi mál séu í stöðugri endurskoðun. Slíkri endurskoðun er nýlokið, hvað samstarf okkar varðar og þær breytingar sem hér em til umræðu em afleiðing eða árangur hennar. Það er vissulega rétt að miklar breytingar urðu í liði sveitarstjórn- armanna á Suðumesjum eftir síðustu kosningar, þegar hvorki meira né minna en 60% kjörinna fulltrúa var nýtt fólk. Að sjálfsögðu koma alltaf ein- hveijar nýjungar og nýjar áherslur með nýju fólki. Ég hef þó ekki get- að merkt neinar róttækar áherslu- breytingar enn sem komið er í samstarfsmálum. Þó er því ekki að neita að æ oftar heyrist nú að ekki sé rétt að halda áfram að fjölga samstarfsverkefnum, heldur beri að snúa sér að sameiningu sveitarfé- laganna, og það sem fyrst. Ef ekki takist að sameina þau öll skuli byija þar sem sameiningarviljinn er mest- ur.“ - EG Fimmhundruð titlar áfor- lagsútsölu Vöku og Helgafells Forlagsútsala hófst á fimmtu- dag hjá útgáfufyrirtækinu Vöku- Helgafelli í verslun þess í Síðu- múla 29 i Reykjavík. Á útsölunni eru nærri fimmhundruð bókatitl- ar, gefnir út af Vöku og Helgafelli gegnum tíðina. Verð bókanna er mjög breytilegt en algengt er að veittur sé allt að 80-90% afsláttur frá skráðu verði bókanna og fást þarna meðal annars tugir bó- katitla á aðeins 50 krónur stykkið. Margar bókanna á forlagsútsöl- unni hafa komið í leitirnar við flokkun og flutning á gömlum bóka- lagerum Helgafells og hafa ekki sést í búðum eða á mörkuðum árum og jafnvel áratugum saman. Svo sem menn rekur minni til voru þessi tvö forlög sameinuð fyrir rúmu ári. Þarna verða á boðstólum bækur úr fjölmörgum ólikum flokkum: Inn- lend og þýdd skáldverk, fjöldi ljóða- bóka, ævisögur og endurminningar, mannlífsþættir, bækur um listir og listamenn, þjóðlífsþættir, þjóðsögur, greinasöfn, leikrit, fjölfræðibækur og handbækur, heimildafrásagnir, barna- og unglingabækur og bækur fyrir allra yngstu lesenduma. Þótt bækur af öllu tagi frá síðustu áratugum séu í meirihluta á þessum bókamarkaði forlaganna tveggja kennir þama ýmissa grasa annarra og má finna á markaðsborðum fá- gætar bækur frá enn eldri tímum. Ráðgert er að forlagssalan standi í rúmar tvær vikur eða til 11. apríl næstkomandi. FRISTUND Þrumandi góð afþreying Frístund er stútfull af krossgátum, myndagátum, þrautum, leikjum, léttum | gátum og skopi. ' Alltaf nýtt og áður óbirt. plnr^ívwMítíiii^ ?WL- Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.