Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐEÐ,1 roSTUDÁGÚÁ^Ý’3 * ‘ Fríðindi kennara eftirMagnús Kristinsson Nú hefur kjaradeila fjármála- ráðuneytisins við kennara í Hinu íslenska kennarafélagi staðið í slétta viku. í raun hefur hún þót varað á annan tug ára. En þetta er í fyrsta sinn sem vinnuveitandinn hefur þurft að semja. í fyrri kjara- deilum virðist hann hafa talið óþarft að teygja sig langt í átt til sam- komulags, því deiluefnunum mátti alltaf vísa til kjaradóms. Úrskurðir kjaradóms hafa verið á þann veg, að kjör uppeldisstétta hafa stöðugt og ótrúlega hratt versnað, með þeirri afleiðingu að í heilu kjördæmunum tekst ekki að fínna kennara nema í 60% stöðu- gilda. Þá meina ég að sjálfsögðu kennara með menntun og réttindi til starfsins, en ekki nýstúdenta eða aðra sem hlaupa í skarðið. Kjararýrnun kennara hefur verið svo mikil á undanfömum ámm, að margir neita að trúa því, halda að einhvetju hljóti að vera leynt. Enda hefur stéttin sjálf haft sig lítið í frammi til að kynna starf sitt. í mars 1985 sögðu fjölmargir kennarar lausri stöðu sinni. í fyrsta lagi höfðu margir þeirra tæpast efni á að gegna starfinu lengur og í öðm lagi töldu þeir sig sýna óvetj- andi ábyrgðarleysi með því að bíða lengur aðgerðarlausir og horfa upp á það sem virðist vera markviss eyðilegging á skólastarfí. Þeir drógu þó uppsagnir sínar til baka er þeir þóttust hafa nokkur vilyrði frá fjármálaráðuneyti og forsætis- ráðherra um að kjör skyldu leiðrétt. Sú von brást hrapallega. Sem dæmi um hvemig þróunin hefur verið undanfarin ár má nefna, að samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands var í maí 1984 mismunur á dagvinnulaunum kennara og sam- bærilegra stétta á ftjálsum markaði 68.36%. Samkvæmt samskonar út- reikningi Hagstofunnar var munur þessi í september síðastliðnum 92,04%. Og hann hefur aukist mik- ið síðan. En það er margt fleira varðandi störf kennara og uppeldisstétta, sem almenningur gerir sér litla grein fyrir. Þetta kemur t.d. fram hjá GARRA, dálkahöfundi Tímans, „Einnig heyrist því stundum fleygt, að 26 kennslustunda kennsla á viku og undirbúning- ur hennar jafngildi alls ekki 49 vinnustundum í raun. Þessar raddir sýna fyrst oog fremst þá vanþekkingu og það vanmat á eðli kennslu- starfsins, sem enn virðist ríkja hér á landi.“ hinn 19. mars. GARRI virðist alls ekki neikvæður í garð kennara, en þekking hans á starfi þeirra nær álíka skammt og þekking flestra annarra á störfum, sem þeir hafa hvorki lært né kynnst af eigin raun. Umræðuefni GARRA á meira erindi til okkar allra en flest annað sem skrifað er um. Þar sem ég er auk þess viss um að fjölmargir aðrir vita ekki betur en hann fínnst mér ástæða til að skýra fáein höfuðat- riði um eðli kennslustarfsins ögn nánar. Samkvæmt samningum skal vinnutími kennara í HIK vera 40 klukkustundir á viku til jafnaðar yfír árið. í skóla með 9 mánaða starfstíma skiptist vinnutími kenn- ara í bóklegri grein þannig: a) Viðverutími, þ.e. kennsla og önnur störf í skólanum (t.d. við- talstímar, umsjón með bekkjar- deildum, námsmat, kennara- og foreldrafundir og samstarf kennara), 28 klst. og 20 mín. á starfstíma skólans. b) Undirbúningur undir kennslu, 20 klst. og 50 mín. c) Undirbúningur undir kennslu utan árlegs starfstíma skólans (þ. á m. sumamámskeið), sam- tals 160 klst. Samkvæmt þessu er vikulegur vinnutími kennara til jafnaðar 49 klst. og 10 mín. í 9 mánuði á ári. A móti kemur einum mánuði lengra sumarfrí en almennt tíðkast. Þriðji sumarmánuðurinn, þ.e. 160 klst., er ætlaður til námsefnisgerðar, end- umáms og hvers konar undirbún- ings undir vetrarstarfíð. Eins og margir aðrir telur GARRI að þessi mánuður, sem munar á lengd sumarfrís kennara og flestra annarra, sé hlunnindi sem meta megi til tekna. Eflaust gætu einhvetjir fleiri samið við vinnuveitendur sina um að vinna tveggja klst. ólaunaða eft- irvinnu á hvetjum degi, en fá mánuði lengra sumarfrí í staðinn. En ég er ekki viss um að það yrðu almennt talin fríðindi, sem meta mætti til launa. Pjörutíu og níu stunda vinnuvika á 32.851 krónu mánaðarlaunum er nefnilega ekki sérlega eftirsóknarverð. En þegar þetta er ritað eru þetta einmitt byijunarlaun kennara með háskóla- próf og full réttindi. Eins og mörgum fleirum verður GARRA tíðrætt um þau „fríðindi" kennara að fá sérstaklega greitt fyrir önnur störf en innifalin eru í áður skilgreindu ársstarfi. Nefnir hann til dæmis leiðréttingavinnu (sem er greidd langt undir tíma- kaupi) og stjómunarstörf. Bæta mætti við vinnu við stundaskrár- gerð. Ég geri ráð fyrir að GARRI sé blaðamaður að atvinnu. Laun hans eru miðuð við ákveðinn klukku- stundafjölda á mánuði og vissa starfslýsingu. Hugsum okkur nú að hann tæki að sér bókhald fyrir útgáfufélag blaðsins eða setu í blaðsstjórn, að sjálfsögðu fyrir utan umsaminn vinnutíma. Ætli honum þættu þá sérstök fríðindi að fá greitt fyrir það aukalega? GARRI segir réttilega, að margir kennarar hafí yfirvinnu og fái því miklu hærri upphæð í launaumslag- inu sínu en grunnlaunin. Síðan kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þess vegna sé erfitt fyrir forystu- menn stéttarinnar að koma fyrir alþjóð og óska eftir stuðningi í kjarabaráttu. Skyldi vera óvenjulegt meðal annarra stétta, að þeir sem vinna yfírvinnu fái þykkara launaumslag í mánaðarlokin en hinir, sem aðeins vinna dagvinnu? Hveijar skyldu annars vera helstu ástæðumar fyrir yfírvinnu kennara? Auðvitað neyðast kennar- ar oft til að vinna yfirvinnu vegna lágra launa eins og aðrar lítils metn- ar stéttir. En margir fá heldur enga aukavinnu þótt þeir gjama vildu. Það fer eftir því hvemig stendur á Magnús Kristinsson í kennslugreinum þeirra. Sá vinnu- samningur (stundaskráin), sem gerður er í upphafí annar eða skóla- árs, gildir síðan út tímabilið. Þeir kennarar eru þó áreiðanlega mun fleiri, sem taka að sér miklu meiri kennslu en þeir kæra sig um til að nemendur geti fengið lög- boðinn kennslustundafjölda. Yfirleitt reyna kennarar að af- stýra neyðarástandi vegna kenn- araskorts með því að taka á sig þann yfírvinnustundafjölda sem þarf til, enda getur vinnuveitandi hvort eð er samkvæmt lögum skyld- að kennara til að skuldbinda sig til að vinna allt að 33% yfírvinnu í heilt ár í senn. En þetta jafngildir meira en 65 klukkustunda vinnu á viku. Með hliðsjón af 33% yfirvinnu- kvöðinni er kannski ekkert undar- legt, þótt fjármálaráðuneytið sæki fast í yfirstandandi kjaradeilu að lækka yfírvinnuálag kennara úr 40% í 30% eða jafnvel enn meira til að vega á móti útgjaldaaukningu vegna tilboðs þess um nokkurra prósentu hækkun á 32.851 krónu dagvinnulaunum! Og þetta gerist á meðan lágrnarkskaup iðnaðar- manna samkvæmt desembersamn- ingunum er kr. 35.000. Víða er svo samið um miklu meira. Sem dæmi má nefna nýgerða samninga Slipp- stöðvarinnar á Akureyri (sem er að meirihluta ríkisfyrirtæki). Sam- kvæmt þeim er byijunartaxti sveina kr. 53.470 á mán. og yfirvinnuálag 73%. Er ekki annars merkilegt hve fáir steypa sér í stórskuldir með því að leggja á sig margra ára há- skólanám eftir stúdentspróf til að gerast kennarar! Og ennþá merki- legra, að aðeins lítið brot af nýútskrifuðum kennurum hefur undanfarin ár skilað sér til skól- anna. Hefur „þjóðarbúið" fremur efni á þessu en að greiða kennurum laun? Úr því að minnst er á kenn- aranám má nefna svona rétt í leiðinni, að af 122 innrituðum ný- nemum í haust voru aðeins 15 karlmenn. Skyldu vera tengsl þama á milli? Þegar svona er í pottinn búið er kannski ekkert undarlegt, þótt heyra inegi raddir um að undirbún- ingur einstakra kennara fyrir kennslustundir sé ekki alltaf jafn- góður. Einnig heyrist því stundum fleygt, að 26 kennslustunda kennsla á viku og undirbúningur hennar jafngildi alls ekki 49 vinnustundum í raun. Þessar raddir sýna fyrst og fremst þá vanþekkingu og það van- mat á eðli kennslustarfsins, sem enn virðist ríkja hér á landi. Til samanburðar má nefna, að í ná- grannalöndum okkar er kennslu- skylda mun minni en hér, eða 20—22 vikustundir. Vel menntaður kennari er líklegri til að sjá ýmsa möguleika til fjöl- breyttrar og góðrar kennslu, sem aðrir sjá ekki. Og ég fullyrði að flestir kennarar, sem fylgjast vel með í kennslugreinum sínum og aðferðafræði þeirra, sem leita fyrir sér og reyna nýjar kennsluaðferðir, sem búa til og bæta kennsluefni þar sem á vantar og reyna auk þess að fylgjast með og sinna ein- stökum nemendum eftir getu, uppfylla að minnsta kosti áður- nefnda vinnuskyldu. Þeir vildu gjama gera betur, því þótt kennslan sé bæði krefjandi og slítandi er hún líka gefandi og oft skemmtilegt starf. En það eru takmörk fyrir því, hve dýra skemmtun menn geta veitt sér. Vonandi tekst sem fyrst að ná samkomulagi í yfirstandandi deilu um framtíð menntunar á íslandi. En ef við teljum uppeldi og almenna upplýsingu komandi kynslóða ein- hvers virði, er þó samkomulag sem ekki felur í sér algjört endurmat á uppeldis- og kennslustörfum verra en ekkert. Við verðum að vona að báðir samningsaðilar beri gæfu til að skilja það. Höfundur er framhaldsskólakenn■ ari á Akureyri. \n\n skhkv rn / - 53 rJ ^ ! ^ " ■ -M*m ®23«^23 *aaBIOIBia HUNDRAD OG FIMMTÁN ÁRA passíusAlmar IHI JIMtS Austurstrœti 18, símar 18880 og 14255 og í Nýja bœ, Eiðistorgi 11, sími 611700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.