Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri, Hans Andreas Djur-
huus sendiherra Dana, Ólafur G. Einarsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason
og Knut Ödeg-árd.
Helsingfors-sátt-
málinn 25 ára
ÍSLANDSDEILD Norðurland-
aráðs, Norræna húsið og
Norræna félagið gengust fyrir
hátíðardagskrá síðastliðið
mánudagskvöld í tilefni af því
að 25 ár voru þá liðin frá undir-
ritun Helsingfors-sáttmálans.
Sáttmálinn er grundvöllur
norræns samstarfs þjóðþinga
og ríkisstjórna Norðurlanda.
Knut Ódegárd, forstjóri Nor-
ræna hússins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að um 50 gestir
hafí komið á dagskrána, fólk sem
tengt er norrænu starfi auk
áhugamanna um norræn málefni.
Allir sendiherrar Norðurlandanna
mættu auk fleiri sendiráðsstarfs-
Dagskráin hófst kl. 20.30 með
setningu forstjóra Norræna húss-
ins. Þá flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason,
formaður Norræna félagsins,
ávarp. Ólöf Kolbrún Harðardóttir
söng lög eftir Atla Heimi Sveins-
son tónskáld við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar. Ólafur G. Ein-
arsson alþingismaður og formað-
ur íslandsdeildar Norðurlandar-
áðs flutti ávarp um samstarf
þjóðþinga og að lokum sá Hjörtur
Pálsson um bókmenntadagskrá.
Lesið var úr verkum Snorra Hjart-
arsonar og Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar, sem báðir hafa fengið
bókmenntaverðlaun Norðurland-
aráðs.
manna.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Björk Melax og
Haraldur Ólafsson ræðast við.
Morgunblaðið/RAX
Frá blaðamannafundi utanríkisráðherra Norðurlanda i gær. F.v. Uffe Elleman-Jensen, Paavo Vayryn-
en, Matthías Á. Mathisen, Thorvald Stoltenberg og Sten Andersson.
Kjamorkuvopnalaust svæði á norðurslóðum:
Athugnn embættísmanna á
grundvelli skuldbindinga
Ánægður með niðurstöðuna, segir Matthías A. Mathiesen
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Norðurlanda komust að sam-
komulagi um það á fundi sínum
í gær, að fela forstöðumönnum
stjórnmáladeilda eða jafnsettum
embættismönnum i ráðuneytum
þeirra, að semja greinargerð um
forsendur fyrir kjarnorkuvopna-
lausu svæði á norðurslóðum er
væri liður i viðleitni til að draga
úr spennu og vígbúnaði í Evrópu.
Matthías Á. Mathiesen, utanrík-
isráðherra, sagði á fundi með
blaðamönnum í gær, að hann væri
ánægður með þessa niðurstöðu,
enda væri með henni fallist á sjón-
armið íslendinga.
I yfirlýsingu norrænu utanríkis-
ráðherranna segir, að embættis-
mennimir skuli í störfum sínum
leggja til grundvallar skuldbinding-
ar þeirra ríkja, sem eru í vamar-
bandalagi og stefnu hinna, sem
hlutlaus eru. Þá skuli taka mið af
samþykktum norrænu þjóðþing-
anna varðandi stefnu í öiyggis- og
afvopnunarmálum svo og skýrslum
og greinargerðum ríkjanna í því
efni.
Þá segir í yfírlýsingunni, að nið-
urstöður af þessari könnun skuli
leggja fyrir utanríkisráðherra Norð-
urlanda til þess að auðvelda þeim
frekara pólitískt mat í þessum
málaflokki. Tekið er fram, að ráð-
herramir hafi rætt hvað felist í
hugtakinu „norðurslóðir", en
ákveðið hafi verið að binda sig ekki
við neina fasta landfræðilega skil-
greiningu. Ráðherramir séu
sammála um, að athugunin geti náð
til landsvæða Norðurlandanna
fímm, þar með talið Grænlands, og
aðliggjandi hafsvæða og land-
svæða, t.d. Kólaskagans.
Á blaðamannafundinum i gær
sagði Matthías Á. Mathiesen, að
engin tímamörk hefðu verið sett
varðandi samningu greinargerðar-
innar.
Á fundi ráðherranna fimm var
skipst á skoðunum um alþjóðamál,
sem efst em á baugi, og auk sam-
komulagsins um kjamorkufriðlýs-
ingu vom samþykktar yfírlýsingar
um málefni Suður-Afríku og Aust-
urlanda nær. I ályktun um Suður-
Afríku er hvatt til þess, að aukinn
verði þrýstingur á stjómvöld þar
um að falla frá aðskilnaðarstefn-
unni. í ályktun um Austurlönd nær
er tekið undir hugmynd um alþjóð-
lega ráðstefnu um málefni ríkjanna
á vegum Sameinuðu þjóðanna með
þátttöku allra aðila. Þá var ákveðið
að næsti fundur ráðherranna yrði
í Helsinki 1.-2. september n.k.
Píanótónleikar á
Akranesi og í Keflavík
SELMA Guðmundsdóttir píanó-
leikari heldur tónleika í Safnað-
arheimilinu Vinaminni á
Akranesi laugardaginn 28. mars.
Einnig verður hún með tónleika
í Tónlistarskólanum í Keflavík
mánudaginn 30. mars.
Tónleikamir á Akranesi em á
vegum tónlistarskólans á staðnum
og hefjast kl. 15.00.
Tónleikamir í Keflavík em á veg-
um tónlistarfélagsins þar og hefjast
kl. 20.30.
Á efnisskrá hvorra tveggju tón-
leikanna em verk eftir Jón Leifs,
Pál ísólfsson, Franz Liszt, Frédéric
Chopin og Leos Janácek.
Selma Guðmundsdóttir píanó-
leikari.
Blönduós:
11,4 milljóna
tap á rekstri
Pólarprións
Blönduósi.
HALLI var á reksti Pólarpijóns árið 1986 að upphæð 11,4 milljónir
króna og nemur því tapið 21,8% af veltu. Meginástæður þessa halla-
reksturs eru málaferli fyrirtækisins við Dorette Egilsson í Banda-
ríkjunum og óhagstæð gengisskráning. Þessar upplýsingar komu
fram á aðalfundi Pólarpijóns sem haldinn var á Blönduósi sl. laugar-
dag. Á aðalfundinum var jafnframt ákveðið að auka hlutafé fyrirtæk-
isins um 10 milljónir króna.
Það kom fram í ræðu formanns
stjómar Pólarprjóns, Ingjaldar
Hannibalssonar, að töluverðar
breytingar hefðu átt sér stað í hús-
næðismálum fyrirtækisins á sl. ári.
M.a. flutti fyrirtækið starfsemi sína
í nýtt húsnæði í Hnjúkabyggð 30
og er starfsemin núna öll á einum
stað og taldi Ingjaldur þetta hag-
kvæmt þó þröngt væri um starf-
semina í bili. Eitt er það mál sem
Ingjaldur Hannibalsson taldi alvar-
legast fyrir framtíð Pólarprjóns en
það eru málaferlin við Dorette Eg-
ilsson í Bandaríkjunum vegna
skuldar hennar við Pólarpijón að
upphæð rúmlega 210 þús. dollara,
eða á milli 9 og 10 milljónir króna.
Það kom fram í máli Ingjaldar að
þessi málaferli hefðu dregist mjög
á langinn og lögfræðikostnaður orð-
inn mjög mikill. Sem dæmi má
nefna að málareksturinn á árinu
1986 kostaði Pólarpijón 3,7 milljón-
ir króna og að sögn Ingjaldar er
ekki séð fyrir endann á þessu máli.
Ingjaldur Hannibalsson sagði að
það væri ekki neitt sem ylli eins
mikilli óvissu um framtíð fyrirtæk-
isins og þessi málaferli. „Það er
hugsanlegt að Pólarpijón geti tapað
á þessum málaferlum 14—15 millj-
Morgunbladið/Jón Sig.
Það er vel unnið þó þröngt sé setið.
ónum króna og þá yrði fyrirtækið
væntanlega gjaldþrota. Ef málið
vinnst, sem mestar líkur eru á, þá
þarf að greiða lögfræðikostnað af
stærðargráðunni 4—5 milljónir og
það sem þá stæði eftir af kröfuupp-
hæðinni færi í að greiða annan
kostnað vegna þessa máls." Þrátt
fyrir þessa miklu óvissu í málefnum
Pólarpijóns þá var Ingjaldur
Ingjaldur Hannibalsson formaður,
Hilmar Kristjánsson og Gísli J.
Grímsson.
Hjá Pólarpijón vinna núna 36
manns og er Baldur Valgeirsson
framkvæmdastjóri þess.
— Jón Sig.
Hannibalsson bjartsýnn á framtíð
fyrirtækisins og sem dæmi nefndi
hann að hagnaður væri á rekstrin-
um samkvæmt bráðbirgðauppgjöri
fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Stjórn Pólarpijóns var endurkjör-
in á aðalfundinum en hana skipa