Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
29
Stj órnarmyndun í Finnlandi:
Valdabarátta milli Mið-
flokks og Jafnaðarmanna
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
LÍKAST til munu Miðflokkurinn
og jafnaðarmenn beijast um að
komast í næstu stjórn Finnlands.
Hægri menn unnu hlutfallslega
mest á í þingkosningunum 15.
og 16. mars og er því næsta víst
að þeir muni silja í stjórn. Jafn-
aðarmenn héldu flokksráðsfund
í gær og ákváðu að stefna að því
að komast i stjórn, þrátt fyrir
að flokkurinn tapaði fylgi í kosn-
ingunum.
Jafnaðarmenn og miðflokksmenn
eru nú helstu andstæðingarnir í
Bretland:
Hagstæður greiðslu-
jöfnuður við útlönd
London, AP.
GREDDSLUJÖFNUÐUR Breta
við útlönd var hagstæður um 376
milljón pund (yfir 24 milljarða
ísl. kr.) i febrúar og því hagstæð-
ari en nokkru sinni í 14 mánuði
á undan. Skýrði brezka við-
skiptamálaráðuneytið frá þessu
í gær.
Þessi hagstæði greiðslujöfnuður
kom sérfræðingum mjög á óvart,
en þeir höfðu spáð því, að hann
yrði óhagstæður. Er þessi árangur
þakkaður aukningu í útflutningi og
samdrætti í innflutningi.
Hlutabréf í eigu brezka ríkisins
hækkuðu í verði, eftir að tilkynning-
in um þetta var birt í gær. Jafn-
framt hækkaði pundið og komst
jrfir 1,60 dollara.
Sérfræðingar gera nú ráð fyrir
0,5% vaxtalækkun í Bretlandi. Haft
var þó eftir heimildum innan stjóm-
arinnar í gær, að of snemmt væri
að segja fyrir um, hvort þessi ár-
angur ásamt með 73 millj. punda
Gengi gjaldmiðla
BANDARÍKJADOLLAR hækk-
aði í gær gagnvart ýmsum helztu
gjaldmiðlum heims. Verð á gulli
lækkaði.
Síðdegis í gær kostaði brezka pund-
ið 1,6050 dollara (1,6070), en
annars var gengi dollarans þannig,
að fyrir hann fengust 1,8255 vest-
ur-þýzk mörk (1,8270), 1,5275
svissneskir frankar (1,5285),
6,0950 franskir frankar (6,0800),
2,0670 hollenzk gyllini (2,0655),
1.304,50 ítalskar lírur (1.301,75),
1,3123 kanadískir dollarar (1,3120)
og 149,45 jen (149,35).
Gullverð lækkaði og kostaði það
411,00 dollara únsan (413,50).
hagstæðum greiðslujöfnuði í janúar
væru merki um þátttaskil á þessu
sviði.
í fyrra varð greiðslujöfnuður
Breta óhagstæður um alls 1,600
millj. pund og hafði þá ekki verið
óhagstæður síðan árið 1979. Lægra
verð fyrir brezka olíu og aukning
á innflutningi neyzluvamings leiddu
til þess, að greiðslujöfnuðurinn var
óhagstæð’ur í hvetjum mánuði frá
maí til desember.
fínnskum stjómmálum. Þessir
flokkar hafa hingað til setið í stjóm
saman. Jafnaðarmanna virðast
fyrst og fremst vilja koma í veg
fyrir að Miðflokkurinn fái að ráða
lögum og lofum. Þegar eftir kosn-
ingamar töluðu margir jafnaðar-
menn um að fara í stjómarandstöðu
og leyfa borgaraflokkunum að
mynda stjóm.
Á fundinum í gær var sú afstaða
ríkjandi að stjómarsamstarf væri
betri kostur en að leyfa hægri
mönnum að mynda stjóm með Mið-
flokknum.
Leiðtogar jafnaðarmanna gagn-
rýndu harðlega hægri menn og
Sænska þjóðarflokkinn fyrir að láta
Miðflokkinn stjóma sér í þessum
efnum. Jafnaðarmenn leggja einnig
mikla áherslu á að forsetinn eigi
ákveði hveijir mynda stjóm. Mauno
Koivisto forseti er í skíðafríi í Lapp-
landi um þessar mundir og hann
neitar að greina frá afstöðu sinni.
Þegar fréttamenn sjónvarps höfðu
upp á honum á skíðagöngu fyrir
nokkrum dögum, kvaðst hann ekki
einu sinni kæra sig um að íhuga
málið að svo stöddu.
Reuter
Vantrauststillaga á Spáni
Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, dottaði í gær þegar
foringi hægri manna bar fram vantrauststiUaga á stjórn hans
á spænska þinginu. Hægri menn eru í minnihluta og er þessi
tilraun til að bola Gonzales frá dauðadæmd frá upphafi. Sósíli-
staflokkur Gonzalez hefur meirihluta á þingi.
Lokið viðræðum um meðaldrægar kjarnorkuflaugar:
Enn deilt um eftirlit og
skammdrægar flaugar
_c \\i_i.* _* n T)_4 —
Genf, Washington, AP, Reuter.
VIÐRÆÐUM samninganefnda
stórveldanna um útrýmingu
meðaldrægra kjarnorkuflauga í
Evrópu lauk í gær án samkomu-
lags. Ríkin greinir enn á um
skammdrægar kjarnorkuflaug-
ar, sem eftir yrðu ef samið yrði
um að uppræta hinar meðal-
drægu, og eftirlit. Samninga-
mennirnir voru sammála um að
lítt hefði miðað en næsta lota
viðræðnanna hefst liklega 23.
apríl.
„Enn eru flókin mál óleyst,"
sagði Maynard Glitman, helsti
samningamaður Bandaríkjastjóm-
ar, að fundinum loknum. Hann
kvaðst þó telja að viðræðurnar
hefðu verið gagnlegar og sagði að
vinna þyrfti að lausn ýmissa ágrein-
ingsefna og tæknilegra atriða áður
en unnt yrði að ræða hugsanleg
samningsdrög. Þessi lota viðræðn-
anna hófst eftir að Mikhail Gorbac-
hev féll frá kröfu sinni um að
jafnframt yrði samið um takmörkun
á tilraunum með geimvopn.
Skammdrægar f laugar
Glitman sagði að Bandaríkja-
stjóm myndi ekki víkja frá kröfu
sinni um að einnig yrði samið um
-
. ■
Wi
Reuter
OSPRUNGIN SPRENGJA
Forvitnir afganskir flóttamenn, vopnaðir rifflum, virða fyrir sér sprengju, sem ekki sprakk, þegar
flugvélar frá Afganistan gerðu loftárás á landamæraþorpið Terimangel í Pakistan fyrir nokkrum
dögum.
takmörkun skammdrægra kjam-
orkuflauga. Bandaríkjamenn
kveðast ekki ráða yfír þess háttar
vopnabúnaði og hafa sett það skil-
yrði að þeim verði tryggður réttur
til að koma sér upp skammdrægum
flaugum til mótvægis við eldflaugar
Sovétmanna. Sovétmenn telja að
semja beri fyrst um meðaldrægar
flaugar áður en tekið er að ræða
um hinar skammdrægu. Samninga-
menn Sovétstjómarinnar vildu ekki
tjá sig um viðræðumar. Á miðviku-
(dagskvöld hvöttu utanríkisráðherr-
ar Varsjárbandalagsríkja til þess
að þegar yrði gengið til samninga
um meðaldrægar flaugar í Evrópu.
Maynard Glitman mun nú sækja
leiðtoga Aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins í Evrópu heim og
fræða þá um gang viðræðnanna.
Vestrænir sendimenn í Genf
sögðu að stjómir beggja ríkja hygð-
ust bíða niðurstöðu fundar utanrík-
isráðherra risaveldanna, þeirra
Eduards Shevardnadze og Georges
Shultz, í Moskvu 13. til 16. apríl.
Þá fyrst yrði ljóst hvort unnt yrði
að ná samkomulagi um Evrópu-
flaugarnar.
Þingnefnd samþykkir
breytingatillögur
Fjárveitinganefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, sem fjallar um
ijárlagafrumvarp stjómarinnar fyr-
ir næsta fjárlagaár, samþykkti á
miðvikudagskvöld tvær tillögur
varðandi afvopnunarmál. Nefndin
samþykkti með 35 atkvæðum gegn
19 tillögu um að skylda stjóm Reag-
ans Bandaríkjaforseta til að virða
ákvæði SALT II samningsins frá
árinu 1979. Bandaríkjaþing hefur
ekki staðfest samkomulag þetta en
stjómin ákvað að fara fram úr
ákvæðum þess í nóvember á síðasta
ári þar eð Sovétmenn hefðu þráfald-
lega brotið gegn þeim.
Nefndin samþykkti einnig tillögu
um að kjamorkutilraunir skuli
framvegis verða takmarkaðar við
eins kílótonns sprengjur svo fram-
arlega sem Sovétmenn framkvæma
engar slíkar tilraunir. Breytingatil-
lögumar munu verða lagðar fyrir
fulltrúadeildina í næstu viku og telja
þingmenn demókrata víst að þær
verði samþykktar. Tillögumar
verða einnig lagðar fyrir öldunga-
deildina. Demókratar hafa meiri-
hluta í báðum þingdeildum. Hljóti
tillögumar samþykki beggja þing-
deilda er búist við að Reagan forseti
beiti neitunarvaldi sínu. Þurfa þá
tveir af hveijum þremur þingmönn-
um beggja deilda að samþykkja þær
til að hnekkja neitunarvaldi forset-
ans. Fulltrúadeildin samþykkti
svipaðar tillögur á síðasta ári en
horfíð var frá þeim þar eð forsetinn
sagði að þær myndu veikja samn-
ingstöðu hans er hann hélt til
fundar við Mikhail Gorbachev í
Reykjavík.
Fiskflutningar í lofti:
Samkomulag
um þéttar
umbúðir
Washington, frá tvarí Guðmundssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Samkomulag hefir náðst milli
Alþjóðaf lugmálastof nunarinnar
(IATA) og Fiskimálastofunar
Bandaríkjanna (NFI) um umbúð-
ir fisks í flutningum loftleiðis.
Umbúðimar eiga að koma í veg
fyrir leka. En lekar umbúðir hafa
löngum staðið í vegi fyrir því, að
flugfélög tækju að sér fískflutn-
inga. Oft og tíðum hafa umbúðir
farið að leka með þeim afleiðingum
að vatn hefur komist að rafmagns-
leiðslum. Þá er hætta á að öryggis-
búnaður þeirra bili.
Talið er, að svo vel sé um hnút-
ana búið með samningnum, að
bæði fiskseljendur og flugfélögin
muni nota reglur hans í fískflutn-
ingfum í framtíðinni.