Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 34

Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Bjartsýnisfólk í Borgarfirði ^ Stafholti. Á ÞESSU ári á leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna í Borgarfirði 10 ára afmæli. í tilefni af þessum tímamótum frum- sýndi hún „revíukabarett" í Félagsheimilinu Þinghamri laugardaginn 21. mars sl. Kabarett þessi hefur hlotið nafnið Bjartsýni og höfundamir nefna sig BROSA. Hér er um að ræða upphafsstafi á nöfnum þeirra en þeir era: Bjartmar Hannesson, Ragnhildur Einarsdóttir, Orðabelgir, Snorri Þor- steinsson og Andrea Davíðsdóttir. Og að sjálfsögðu er þetta allt heimafólk. í leiknum er flallað um menn og málefni líðandi stundar í léttum dúr þar sem skiptast á stuttir leik- þættir, vísnasöngur með viðeigandi látbragðsleik o.s.frv. Allt gekk þetta snurðulaust fyrir sig, leiksýn- ingin rann fram með hæfílegum ærslagangi. Auk leikatriðanna sjálfra vöktu kynningamar á þeim oft mikla kátínu. Er greinilegt að leikstjórinn G.Margrét Óskarsdótt- ir hefur unnið þrekvirki og tekist að setja upp heilsteypta sýningu úr tiltölulega sundurlausu efni. Enda skemmtu frumsýningargest- ir sér konunglega, sátu raunar við borð í salnum og gátu fengið sér kaffí og piparkökur á meðan á sýningu stóð. Alls komu 23 leikendur fram í sjálfri sýningunni í misstórum hlut- verkum. En öllum var þeim það sameiginlegt að leikgleðin sat þar í fyrirrúmi. I vandaðri leikskrá sem jafn- framt er afmælisrit kemur fram að þetta er 6. verkefni deildarinnar á þessu 10 ára tímabili. Fyrsti formaður hennar var Erla Krist- jánsdóttir en núverandi stjóm skipa: Davíð Magnússon, Snæ- bjöm Reynisson og Þórður Þor- steinsson. Þess skal að lokum getið að leik- deildin færði félagsheimilinu u.þ.b. 20 blómaker að gjöf af þessu til- efni. Fréttaritari Stjóm og varastjórn Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík, talið frá vinstri: Ágúst Einarsson í vara- stjórn, Jón Grétar Guðmundsson, varaformaður, Hannes Vigfússon, formaður, Þorbjöm E. Jónsson í varastjórn, Ásbjöra R. Jóhannesson ritari og Böðvar Valtýsson meðstjóraandi. Á myndina vantar Guð- mund Ó. Baldursson. Félag löggiltra rafverk- taka í Reykjavík 60 ára FÉLAG löggiltra rafverktaka í Reykjavík er 60 ára um.þessar mund- ir. Það var 29. mars 1927 sem fimm rafvirkjameistarar komu saman í skrifstofu bræðranna Ormsson og stofnuðu með sér félag er þeir nefndu „Fjelag rafvirkjameistara í Reykjavík". Stofnendur voru fimm: Edward Jensen, Eiríkur Hjartarson, Jón Ormsson, Jón Sigurðs- son og Júlíus Björnsson Leikarar sem taka þátt í „revíukabarettinum" Bjartsýni. Á þessum sama fundi voru sam- þykkt lög í 16 greinum og segir í 2. gr. um tilgang félagsins: „að styrkja samstarf meðal félags- manna og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna, svo og að halda uppi áliti og virðingu stéttarinnar með sam- heldni, framtakssemi og bættum vinnuaðferðum." Fyrsta verkefni félagsins var að semja við rafvirkja- félagið, sem stofnað hafði verið árið áður. Samningurinn var í 19 greinum og þar var vinnuvikan ákveðin 60 klst. og kaupið 1,70 á klst., en 2,00 í skipum og fyrir þetta kaup tóku rafvirkjarnir ábyrgð á vinnu sinni í 6 mánuði. Árið 1934 var nafni félagsins breytt í „Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík“ og 1937 gerðist félag- ið aðili að Landssambandi iðnaðar- manna. í febrúar 1958 var í fyrsta sinn tekin í notkun sérstök kennslu- stofa fyrir verklega kennslu raf- virkja í Iðnskólanum í Reykjavík. FLRR tók að sér að safna tækjum og kostaði innréttingar að fyrirsögn prófnefndar, en þessi aðstaða nýtt- ist bæði fyrir kennslu og próftöku. í maí 1959 ritaði stjóm FLRR ýmsum samtökum og stofnunum bréf og benti á að mikilvægt væri að koma betra skipulagi á útboð og tilboð, sem leiddi til þess að ráð- herra skipaði nefnd sem samdi staðal er fjallar um þetta efni. (ÍST—30). Sama ár komst félagið í samband við dönsku og norsku rafverktakasamtökin þegar fram- kvæmdastjórar þeirra komu hingað í heimsókn. „Landssamband íslenskra raf- virkjameistara" (LÍR) hafði verið stofnað 1949, fyrst og fremst sem félag rafverktaka utan Reykjavíkur og í samvinnu við það hófst útgáfa tímarits, sem fékk nafnið „Raf- virkjameistarinn". Árið 1960 var Niðurgreiðslur á ull til ull- arverksmiðianna hækkaðar RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hækka niður- greiðslur á ull til íslensku uUarverksmiðjanna um 30,15 krónur, þannig að greiddar verða 105,88 krónur á hvert kíló. Er þetta nokkru minna en ullarverksmiðjuraar telja þörf á til að íslenska ullin sé á heimsmarkaðsverði til þeirra, og munu þær ekki hefja móttöku á ull að svo stöddu. Mismunurinn er 16 krónur á kOó, sem í heild er 20 miUjónir kr. í ár. Ullarverksmiðjumar fara fram á að ríkið greiði 122 krónur með hverju ullarkflói sem þær kaupa hjá bændum, auk þess sem þær hafa farið fram á rúmlega 40 milljóna kr. aukagreiðslur vegna of lágra ullamiðurgreiðslna á síðasta ári. Ríkisstjómin sam- þykkti heldur lægri niðurgreiðslu Póstmannafélag íslands boðar verkfall: Tæp 79% félaga því samþykkir MIKILL meirihluti félagsmanna Póstmannafélags íslands samþykkti í atkvæðagreiðslu að boða tíl verkfalls frá og með 9. april hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Á kjörskrá í atkvæða- 64% félagsmanna fái greidd greiðslunni voru 783 en 646 greiddu atkvæði sem er 82,5% kjörsókn. Já sögðu 508 eða 78,64%, nei sögðu 119 eða 18,42% og auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 19 eða 2,94%. í frétt frá félaginu segir að laun eftir launafiokki 56-58. Byijunarlaun í launaflokki 58 eru 24.576 krónur og eftir átján ára starf eru launin 33.444 krónur. Mikill meiri- hluti félagsmanna í Póst- mannafélaginu eru konur. og ákvað að setja á fót nefnd til að kanna nánar kröfu verksmiðj- anna um greiðslur fyrir síðasta ár. Sigurður Þórðarson, skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að embættismenn í fjár- mála- og landbúnaðarráðuneytun- um legðu annað mat á heimsmarkaðsverð ullarinnar en ullarverksmiðjumar og greiddu fyrir ullina samkvæmt því. Verk- smiðjumar hefðu flutt út verstu ullina og því fengið lægra verð fyrir hana en rétt væri að miða við. Þá teldu þeir að ullarþvotta- kostnaður íslensku verksmiðjanna væri óeðlilega mikill og yrðu þær sjálfar að bera þann kostnað eða hagræða rekstrinum. Sigurður sagði að íslensku ull- arverksmiðjumar væru skyldugar til að taka við íslensku ullinni, samkvæmt gildandi samkomulagi, sem tryggði þeim forgang að notkun hennar. Ingjaldur Hannibalsson, for- stjóri Álafoss, sagði að íslenska ullin væri enn of dýr miðað við erlenda ull til að verksmiðjumar gætu keypt hana, hvort sem það væri vegna þess að bændumir fengju of hátt verð fyrir hana eða niðurgreiðslur ríkisins væru of litl- ar. Því myndu verksmiðjumar ekki heija móttöku hennar að svo stöddu, nema frekari leiðrétting fengist á þessu og of háu verði á síðasta ári. Hann mótmælti því að mat verksmiðjanna á heimsmarkaðs- verðinu væri rangt, ef ráðuneytis- menn hefðu kaupendur sem vildu greiða hærra verð, væri sjálfsagt að selja þeim ullina. Verksmiðj- umar vildu þó gjaman kaupa alla íslensku ullina. Sagði hann að ekki væri hægt að ásaka verk- smiðjumar fyrir samningsbrot þó þær tækju ekki við ullinni, það væri ríkið sem bryti samninga með því að láta verksmiðjumar greiða of hátt verð fyrir hana. Ólafsvík: Verkalýðs- félagið Jök- ull 50 ára í TILEFNI 50 ára afmælis verkalýðsfélagsins Jökuls þann 23. mars sl. færði stjórn félagsins dvalarheimilinu Jaðri 100 þúsund króna gjöf. Að sögn Bárðar Jenssonar formanns verkalýðsfélagsins getur stjóm Jaðars ráðstafað fénu eftir eigin geðþótta fyrir vistmenn eða eftir frekari til- mælum stjómar Jaðars. Afmælishátíð verkalýðsfé- lagsins Jökuls verður í haust. farin fyrsta hópferðin á mót nor- rænna rafverktaka, sem þá var haldið í Noregi og í árslok voru samþykktar siðareglur fyrir félagið. Árið 1962 stofnuðu samtökin litla heildsölu er þau nefndu „Söluumboð LÍR“. Var þetta gert til að geta haft opna skrifstofu og standa und- ir kostnaði að hluta. Skömmu seinna festu samtökin kaup á hús- eigninni Hólatorgi 2, ásamt Vinnu- veitendasambandi íslands og sama ár var samið um að taka í notkun ákvæðisvinnutaxta, sem verið hafði í 3 ár í smíðum, en við það verk aðstoðaði Iðnaðarmálastofnun ís- lands. Um mitt ár 1967 var nafni félagsins breytt í „Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík". Árið 1971 hófst útgáfa fjölritaðs fréttabréfs, en útgáfu tímaritsins hafði þá verið hætt. Árið eftir var félagssvæðið fært út til Hafnarfjarðar. Það sama ár var skipulagi LIR breytt þannig að það hætti að vera félag raf- verktaka utan Reykjavíkur og varð að sambandi, en þá höfðu verið stofnuð rafverktakafélög í öllum landshlutum, sjö talsins og um svip- að leyti var ráðinn framkvæmda- stjóri í fullu starfí fyrir samtökin. Nú tók LÍR við hlutverki því sem FLRR hafði haft allt frá stofnun, að annast kjarasamninga og færð- ust ýmis önnur verkefni FLRR til Landssambandsins við þessa breyt- ingu, en áhrif FLRR innan LÍR eru og hafa alltaf verið sterk, enda meira en helmingur rafyerktaka á félagssvæði FLRR. Árið 1977 keyptu samtökin hlut VSÍ í Hóla- torgi 2 og tveim árum seinna voru vinnusvæði rafmagnsveitna Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sam- einuð. FLRR hefur síðan 1956 haldið árshátíðir á eigin vegum, sem hafa verið vel sóttar flest árin. Þar eru afhent sveinsbréf og hefur svo verið frá upphafí, en þetta setur nokkuð sérstæðan blæ á hátíðina. Þá má geta þess að nærri eins lengi hafa rafverktakar komið saman á miðvikudagsmorgnum og drukkið saman kaffi, fyrst í Naustinu en síðan í eigiri húsakynnum. Á síðasta ári keyptu samtökin, ásamt Rafíðnaðarskólanum og Ákvæðisvinnunefnd rafíðna, hús- eignina Skipholt 29a og seldu Hólatorgið. Á því ári komu danskir rafverktakar úr rafverktakafélagi Kaupmannahafnar í heimsókn, ásamt húsfreyjum, 36 manns og var þeim haldið hóf eitt mikið í Laugardalsgarðinum og sýnd mannvirki við Svartsengi. Hópurinn fór víðar, m.a. yfir hálendið til Akureyrar og hittu rafverktaka þar. Laugardaginn 28. mars verður haldið upp á afmælið á hinni árlegu árshátíð og mun sá gleðskapur standa fram á afmælisdaginn, 29. mars. Hófíð fer fram í Þórskaffí, Norðurljósasalnum hinum nýja. Stjóm félagsins skipa nú: For- maður Hannes Vigfússon, vara- formaður Jón Grétar Guðmundsson, ritari Ásbjöm R. Jóhannsson, gjald- keri Guðmundur Ó. Baldursson og meðstjómandi Böðvar Valtýsson. (Frétt frá FLRR.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.