Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Minning: ^ Magnús Agústsson Kveðjuorð í Fossvogskapellu Texti: í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. Sm. 4, 9. Þetta ritningarvers hefur ómað í huga mér frá því ég fékk fregnir af því, með hvaða hætti kvaðningin hinsta barst frænda mínum, Magn- úsi Ágústssyni. „í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drott- inn, lætur mig búa óhultan í náðum." En þegar ég frétti í viðbót við þetta, að einn var sá sálmur, sem Magnús dáði umfram þá flesta, væri „Þú Guð míns lífs ég loka " áugum mínum í líknarmildum föð- urörmum þínum“, fannst mér hér saman ofíð í fagran vefnað sú yfír- skrift, sem best hæfði þeirri stund, sem nú eigum við. Og er ekki ólík- legt, að skáldjöfurinn mikli á Sigurhæðum hafí haft í huga þessi stef frá hörpu Davíðs, þegar hann orti sálm sinn, máttugan og mik- inn. Svo er hugsunin lík og trúar- styrkurinn. „Þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum,“ „Og hvfli sætt þó hverfí sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta." Og svo kom kvaðning til farar snögglega, að ekki hefði frú Magnea mátt vera hinum megin við ^nda gangs til að ná að rúmi bónda síns, áður en líf vék úr líkama. Enda var hún ekki íjarri. Hvorki þá né fyrr. Höfðu átt góða daga fyrir skömmu í bænum sínum kæra, fyrir austan Hellisheiði, þar sem þau höfðu lagt svo ríkulega eftir hinum bestu leiðum og um leið fegr- að svo, að aðdáun vakti með samstarfí sínu við ríkulega gróður- mold og mildan jarðvarma. Höfðu setið hóf Leikfélags Hveragerðis á merkum tímamótum, þar sem litið var til baka og liðið þakkað. En íjíðan var farg lagt á höfuð Magn- úsi innanvert, eða einhver sá máttur, sem svo tíðhöggur hefur verið í ranni ættmenna hans með þeim hætti. Læknirinn var fluttur Einar Hjörleifsson verkstjóri og ég vorum nánir samverkamenn í tæpa Qóra áratugi og aldrei bar neinn skugga á það samstarf. Það lýsir Einari ef til vill nokkuð að hann vildi aldrei láta kalla sig verkstjóra, en játaði þó að það væri hann, sem leiddi vinnuna í verk- smiðjunni og það gerði hann svo sannarlega, fyrst í Ásgarði, síðan í Smára og síðast í Smjörlíki hf. Einar var einn af þessum traustu, harðduglegu og dyggu mönnum, sem aldrei er nóg til af í neinu þjóð- félagi. Það þurfti aldrei að hafa áhyggjur af neinu, sem Einar tók að sér, og útsjónarsemi og verklagni hans var einstök. Fyrir örfáum árum vildi hann minnka við sig vinnuna og fór í annað streituminna starf innan fyrir- ■^tækisins. Við það starf unnu tveir ungdr menn á besta aldri, sem gjarn- an kvörtuðu yfír því hve starfið væri erfitt. Einar fór nú að vinna við hlið þeirra. Nokkrum vikum síðar kom Einar til mín, sagðist vera bú- inn að sjá út hvernig best væri að vinna verkið og ef við flyttum vélarn- ar aðeins til og hagræddum vinnurá- sinni smávegis gæti hann auðveld- lega annast þetta einn og hefði ekkert við þessa tvo ungu menn að gera. Að sjálfsögðu fórum við að venju __ að hans ráðum, ungu mennimir voru ' Tluttir til og Einar, þá tæplega átt- ræður, fór létt með að framkvæma starfíð á hálfum degi. Helga, kona Einars, veiktist fyrir nokkrum árum og kom drengskapur Einars og trygglyndi þá vel í ljós. Það var bæði lærdómsríkt og eftir- breytnivert að fylgjast með natni Einars og umhyggjusemi við Helgu suður á sjúkrahús, umvafinn kær- leika ástvina og aðnjótandi afrakst- urs þeirrar greinar vísinda, sem hann hefur sjálfur helgað starfs- krafta sína og þekkingu ævina langa. En svo var kvaðningin hinsta snögg, að helst minnti á, þá læknir- • inn fékk ekki alltaf mikinn tíma til þess að búa sig til farar, er eftir var leitað um hjálp og aðstoð, þeg- ar sjúklingar biðu og angist bjó í hugum. Mun ekki síst á fyrri helm- ingi starfs í Borgarfírði, sem svaðilfarir margar vom famar, hik- laust og ákveðið og hestur knúinn, svo sem framast mátti en ár óbrúað- ar. En slíkt var traustið, sem héraðsbúar bám til læknis síns, að nóg þótti þeim að vita hann í byggð- um Borgarfjarðar, því þá mundi allt vel leysast. Enda var Magnús lánsamur læknir og þótti sérstak- lega góður fæðingarlæknir, og vom því verðandi mæður ekki síst í þeim hópi, sem þótti allt tryggt, ef hann var ekki víðs ijarri, þegar stund þeirra nálgaðist. Vom viðbrigðin mikil, er bfll leysti hest af hólmi, þótt óbrúuð vatnsföll væm enn til trafala og Reykjadalsá títt erfíð. En árin á Kleppjámsreykjum vom veitandi og þroskandi og ekki síst sérstök fyrir þær sakir, að þangað flutti hann brúði sína, leikkonuna Magneu Jóhannesdóttur úr Reykjavík og þar fæddust böm þeirra þijú, Guðrún, Jóhannes og Skúli. Gekk Magnea fram við hlið manni sínum í öllu góðum málum og aðstoðaði svo mikill styrkur var að. Og gestkvæmt var í Borgarfírði, sem og Hveragerði síðar. Enda var Magnús gleðimaður mikill og naut góðra stunda í vinahópi. Og slíkt þrek var honum búið, að stundir teigðust í dægur, án þess hann léti það koma niður á starfí og að- gæslu. Og var hann sömuleiðis þeim íþróttum búinn að tónar lutu honum ljúflega og slík var rödd hans, að engir gleymdu, sem heyrðu. Var í hennar veikindum, þá sjálfur orðinn fársjúkur. Helgu sína missti Einar fyrir nokkmm vikum, þannig að þung högg ríða nú á bömum og bama- bömum þeirra og vona ég að þau muni leita til mín, ef ég get eitthvað liðsinnt þeim. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þennan lærimeistara minn og okkar allra hér í Smjörlíki hf. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur leitað ráða hjá honum og ég mun líka sakna þess að nú getur hann ekki lengur sagt mér til synd- anna, þegar þörf krefur. Blessuð sé minning Einars Hjör- leifssonar. Davíð Sch. Thorsteinsson Tengdafaðir minn, Einar Hjör- leifsson, sem lést að morgni 16. mars sl. á 82. aldursári, var fæddur í Keflavík 3. september 1905. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir frá Jaðri í Hmna- mannahreppi og Hjörleifur Einars- son, sjómaður frá Holti undir Eyjafjöllum. Hann verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudag, kl. 10.30 f.h. Æskuár Einars liðu í foreldrahús- um, á alþýðuheimili þar sem guðsótti og góðir siðir vom í hávegum hafðir og fyrstu störfín tilheyrðu sveitinni og sjónum til skiptis, eins og títt var á þessum tíma. Marga söguna um svaðilfarir og sjómannasiði heyrði ég af vömm Einars, en hann var vel fróður um þéssi mál og hafði gaman af að segja frá þeim þegar sá gállinn var á honum. Ennfremur man ég hann oft minnast Bæjar- skeija í Sandgerði frá þessum tíma, en sá bær var á tímabili hans annað heimili og fólkið sem hann var samtíma þar var eftir hans orðum næmi hans og listfengi með ólíkind- um, svo vart þurfti hann að heyra stef nema einu sinni til þess að geta svo sest við píanóið og leikið það hiklaust og sungið. Þreytist heldur aldrei frændi okkar, sem ég oft hitti, á því að hafa yfír þessa setningu: „Hann Magnús læknir, frændi okkar, er músíkalskasti maður á íslandi." Ekki legg ég þar dóm á, en hitt þekki ég, að list hans hefur óbeint orðið til þess, að skyldleiki einn var látinn nægja til þess að betra þótti en efni standa til, þegar síðri geta miklu varð þó að opinberast hjá þeim, sem til frændsemi kallaði og naut orðstírs Magnúsar. Og svo var með ljóð sem tóna. Fáir hafa meir kunnað af ljóðum en hann og virtist hann allt fram undir hið síðasta ekki hafa neitt fyrir því að tileinka sér kveðskap. Og sálmarnir voru heldur ekki fáir sem hann kunni. Naut hann þar fyrstu ára, þá hann sat við fótskör Guðrúnar ömmu í Birtingaholti og las fyrir hana, en hún kenndi honum í staðinn sálma og kvæði. Mundu ekki myndavélar hafa þá verið á hverri hillu og þó varðveitist mynd af þeim, þar sem Magnús situr ungur sveinn við fótskör og les fyr- ir ömmu. Var honum bemskan í Birtingaholti kær og virt og þótti ekki lítils virði að geta veitt föður og móður og stundað þau þegar andlátsstund þeirra nálgaðist og svo þakkað fyrir sig. Gleymi ég heldur ekki, þá hann stóð á söng- palli Hrepphólakirkju við jarðarför móður sinnar og söng henni kveðju- mikið gott fólk. Nám af hálfu Einars var af skom- um skammti utan bamaskólanám þess tíma og að afla heimilinu pen- inga á erfíðum árum var forgangs- verkefni sem ég minnist að hann hafði oft á orði. Einn bróður átti Einar, Siguringa, sem eflaust eldri Reykvíkingar minnast, en hann var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Hann þótti ennfremur vel liðtækur listmálari og liggja eftir hann mörg góð verk á því sviði. Ingi, eins og Einar kallaði alltaf bróður sinn, var ennfremur mikill skógræktarmaður °g liggja dagsverkin eftir hann að því er ég veit að Háabjalla við Grindavíkurveg og í garðinum að Alviðru í Grímsneshreppi. Siguringi dó fyrir nokkrum ámm. Að föður sínum látnum flutti Ein- ar með móður sinni og bróður til Reykjavíkur, þar sem sameinast var um að byggja fjölskyldunni sama- stað á Sóleyjargötu 15. Nokkrum árum eyddi Einar í það verkefni og að sjálfsögðu öllum sínum tekjum og man ég eftir því þegar ég lagði út í að byggja yfír mína íjölskyldu að Einar hafí haft á orði að þetta væri nú sú hermennska sem félli okkur íslendingum í skaut. Árið 1933 kvæntist Einar Elínu Helgu Sveinbjömsdóttur, sem ný- lega er látin, en þau áttu sér heimili stef. Lét hann viðkvæmni víkja en þann styrk einan ráða, sem hann réði svo vel yfír og virtist geta kall- að fram að vild. Enda voru þær ekki fáar stundimar, sem hann söng fyrir Móeiði móður sína og gleymd- ust þá títt staður og stund og þau flugu í dýrðarheimi listarinnar. En stærstir allra snillinga vom í huga hans Mozart og Grieg og fann hann alltaf aukið yndi í verkum þeirra. Og verður á eftir orðum mínum flutt eitt verka Griegs, „Jeg elsker dig“, og mun þó texti ekki síður en lag ráða vali Magneu og hans, þegar litið er til baka yfír næstum því hálfrar aldar samfylgd, samstöðu og samstarf í þeim kær- leika, sem burt sviftir skýjum, svo sól baðar hug og hjarta, hvemig sem annars allt virðist. En það höfðu þau rætt hjónin, Magnús og Magnea, eins og vel- flest annað, hvemig að skyldi standa, er kveðjustundin rynni upp. Kaus hvomgt að vísu hitt að lifa, en ljúft var Magneu að beina sínum styrk til stuðnings bónda, er elli kerling og krankleikur þyngdi hon- um spor og spillti verkum. Hafði Magnús oft haft orð á því, að ekki yrði hann hissa, þótt hann næði 86 ára aldri svo sem faðir hans Ágúst hafði gjört og reyndist það svo, því 86 ára varð hann 11. febrúar sl. Kaus hann útför í kyrrþey og bál- för síðan. Þótt gott þætti honum í fjölmenni og kynni sig alls staðar vel af meðfæddri kurteisi og þeirri háttvísi, sem sumir tengja þó höfð- ingjasölum einum, var hann í eðli sínu hógvær, svo hann dró aldrei athygli að sjálfum sér þótt ekki kæmist hann hjá því vegna hæfi- leika sinna og útlits. Virtist jafnvel á stundum, sem feimni ríkti enn í huga hans, líkt og þegar hann var að hleypa heimdraganum og fyrr en hann kynntist eigin landi og framandi þjóðum og þótti alls stað- ar aufúsugestur hinn mesti. En þakklæti vegna Magnúsar læknis Ágústssonar býr í svo ótrúlega mörgum hjörtum, að engin kirkja rúmaði væm þar allir saman komn- ir. En þær þakkir gjörast bænir, er hann er kvaddur. Og mun honum það vel að skapi, því alla tíð naut hann vel fyrstu gerðar og mótunar. hvað lengst af á Hringbraut 24 hér í borg. Frá 1967 höfðu þau svo búið á Seltjamamesi og núna síðast í íbúðum aldraðra á Nesinu. Þau hjónin eignuðust þijú böm, Guðrúnu Valgerði, sem gift var Gunnari Bjamasyni stýrimanni, sem nú er látinn fyrir aldur fram; Svein- bjöm Þór, en hans kona er Olöf Jóhannsdóttir; og Hjörleifu, sem er eiginkona mín. Við flutningana hingað til Reykja- víkur hóf Einar störf sem bifreiðar- stjóri á áætlunarbílum Steindórs og ók sérleyfísleiðina suður með sjó til Keflavíkur og Sandgerðis, en hann var handhafi ökuskírteinis nr. 2 í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Að lo- kinni vemnni hjá Steindóri, sem ég man vel eftir að hann bar vel sög- una, fór hann að aka sínum eigin bíl á bifreiðastöð Hreyfíls. Árið 1945 hóf hann svo störf hjá Ásgarði, smjörlíkisgerð, við fram- leiðslu smjörlíkis og við sameiningu þess fyrirtækis við Smára og seinna Ljóma og núna Smjörlíki hf., var hann til dánardægurs starfsmaður þeirra fyrirtækja. Það má því með sanni segja að ævistarf Einars fram- ar öllu öðm hafí verið gerð smjörlík- is. Hann bar mikið hlýjan hug til samstarfsmanna sinna og stjómenda hjá Smjörlíki hf. og ég veit að ég mæli fyrir hans hönd er ég þakka þeim tryggðina við hann, sérstak- lega seinustu árin, að leyfa honum að taka þátt í þeim störfum sem hentuðu hans getu á hveijum tíma. Einar var dagfarsprúður maður og hæglátur að eðlisfari og undi sér mikið við lestur. Mér em líka sérs- taklega minnisstæð okkar fyrstu kynni, móttökur þeirra hjóna er ég fyrst tengdist þeim íjölskyldubönd- um. Þar sveif góður andi yfír vötnunum og hlýhugur ásamt hæfí- legri varfæmi gagnvart nýju andliti að ógleymdum áhuganum á því hvaðan maður kom, hverrar ættar maður var, en Einar var margfróður um þau efni og hafði yfír að ráða geysilegu minni um allt og alla. Einar var trúrækinn maður og Einar Hjörleifsson verkstjóri - Minning Las hann konu sinni sálma, er svefn vildi ei vitja og bænir hans vom heitar hennar vegna, bama sinna og þeirra fjölskyldna. Þakka þau líka öll og bý ég ekki þel þeirra búningi orða, þar er allt ríkulegt, heitt og tært, en sérstakar kveðjur vil ég flytja frá fjölskyldu Jóhannes- ar úti í Svíþjóð og Huldu systur Magneu í Englandi. Magnús Ágústsson hefur skilað sínu dagsverki og vel það. Hljótt var orðið allt og stundum of fá- mennt undir lokin. Hann naut þó vel kyrrðar við Miðleitið og stórra svala, sem opnuðu sýn til veraldar. Og undirbúinn vel var hann til þeirr- ar farar, er hann var kvaddur til. Reiðubúinn og hiklaus sem til farar fyrr og í þeirri trú er hann líka kvaddur. Fjölskyldan, systkinin bæði, Ásdís og Sigurður sem ein em hér á meðal okkar úr hópnum stóra og glæsta, frændagarður og venslamenn og hinir fjölmörgu vinir þakka og kveðja og fela Guði. Góð- ur maður og mætur er ekki lengur meðal okkar, sá sem stundaði sjúka og rétti öllum hjálparhönd og hafði fætur báða á jörðu niðri en sveif þó einnig skýjum ofar í þeirri heiðríkju listar og anda, sem tengir veraldir háum himni. „í friði leggst ég til hvfldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.“ Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ijósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. Já, svefn, sá sem dauðinn leiðir til, er upphaf nýs og þó framhald þess, sem var. Þar vitum við líka Magnús, sælan og traustan, sem hann ætíð var. Við biðjum Guð að blessa hann í Jesúnafni og ástvini hans alla og kveðjum í bæn, svo sem hann kvaddi líf og fagnaði nýju: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Amen, í Jesú nafni, Amen. Sr. Ólafur Skúlason mikill fríkirkjumaður í eina tíð og þjónaði kirkjunni sinni sem með- hjálpari um margra ára skeið í prestskapartíð séra Þorsteins Bjömssonar. Það starf vann hann af sinni alkunnu ræktar- og sam- viskusemi og hafði mikla ánægju af. Ekki get ég skilið svo við greinar- stúf þennan að ég minnist ekki þeirrar einstöku háttprýði og ástúð- ar, sem hann í verki sýndi á þrauta- tímum í lífi þeirra hjóna, er Helga missti heilsuna fyrir nokkmm ámm og hann tók að sér á sinn einstaka hátt hjúkmnar- og umönnunarstörf, sem okkur afkomendunum fannst á stundum ganga kraftaverki næst hveiju hann gat afkastað, því í raun hefur Einar ekki gengið heill til skógar nokkur undanfarin ár. Þar fannst mér sem viljinn risi mun hærra en getan. Eitt virðist Einari og Helgu hafa verið lagið, að eiga fáa en góða vini. Ég minnist þessa hér vegna þess tryggfyndis er þau hafa orðið aðnjót- andi frá fomvinum sínum, Stefaníu og Einari Jósepssyni og enn á ný tek ég mér það bessaleyfi að leggja þeim í munn þakklæti fyrir óeigin- gimi og ræktarsemi þeirra hjóna frá fyrstu tíð. Það er gott að minnast góðra vina. Og öll komum við að leiðarlokum og hið óumflýjanlega verður ekki flúið, eins og Éinar sagði oft sjálf- ur, að hverfa yfir móðuna miklu til austursins eilífa. Það mikið þekkti ég Einar Hjörleifsson að ég veit að því kveið hann ekki, svo mjög var hann sannfærður um lífíð eftir dauð- ann. Þessi fátæklega upprifjun mín, sem hefur verið mér bæði heiður og ánægja að framkvæma, em kveðju- orð mín til góðs manns sem hlýtt verður að minnast og margt gott mátti af læra. Við sem eftir stöndum biðjum honum blessunar Guðs á leið- um hans og erum sannfærð um að ef eitthvað er til þama hinum megin hafa endurfundir þeirra hjóna verið góðir. Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.