Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri Gunnlaugur. Mig lang-
ar að biðrja þig að athuga
núverandi aðstöður ( korti
mínu og áhrif þeirra með til-
liti til húsanna. Ég hef mikinn
áhuga á sálarfræði, en hvem-
ig efiii yrði ég í sálfræðing?
Einnig vil ég gjaman að flall-
að yrði um áhrif plánetanna
á næstunni. Ég er fædd þann
27.04. 1970 kl. 7.15 I
Reykjavík.
Svar:
Þú hefur Sól, Merkúr og Ven-
us í Nauti, Tungl og Miðhimin
í Steingeit, Mars í Tvíbura
og Krabba Rísandi.
Félagslíf
Júpíter er í 11. húsi í Hrúts-
merkinu. Það táknar að þetta
og næsta ár mun einkennast
af auknum áhuga á félags-
málum, á því að gerast
þátttakandi í þjóðfélaginu og
jafnframt í leit að stöðu þinni
innan þjóðfélagsins og hóps-
ins. Óskir þínar, vonir og
framtíðaráætlanir skipta nú
máli.
Vinna og
heilsumál
Satúmus er í 6. húsi vinnu
og heilsumála. Það táknar að
nú er góður tími til að huga
að þessum málum. Æskilegt
er að þú hugsir um matar-
æði, heilbrigði og hveijir
starfshæfileikar þínir era.
Samskipti
Neptúnus er á þessu ári f 7.
húsi maka og náins sam-
starfs. Það táknar að þú ert
næmari á annað fólk en áður
og finnur hjá þér köllun til
að hjálpa öðram. Þú þarft
hins vegar að fara varlega á
þessu sviði, varast að vera
of tillitssöm og bláeyg. Hætt-
an þegar Neptúnus er annars
vegar er sú að trúa því sem
þú vilt trúa en horfa framhjá
staðreyndum. Þú þarft því að
varast að setja fólk á stall
og ímynda þér að það sé
öðravísi en það er í raun og
vera. Slíkt getur leitt til von-
brigða.
Hreinsun
Plútó er á leið inn í 6. hús
og hefur verið í mótstöðu við
Sólina. Það táknar að þú ert
að breytast, að gamlir og
neikvæðir þættir era að falla
í burt og annað að fæðast.
Síðastliðin ár og það næsta
era því góð fyrir sálfræði og
sjálfsrækt. Staða Plútós í 6.
húsi á næstu áram táknar að
viðhorf þín til heilbrigðismála
og vinnu verða lík aðferðum
garðyrkjumannsins. Þú reytir
arfann. Jafnframt fellur þér
vel að stunda rannsóknir og
sálræn störf.
Áhugi
Varðandi sálfræði og út frá
því síðari störf: í fyrsta lagi
tel ég alltaf best að við fylgj-
um okkar innri rödd, eigin
sannfæringu og áhuga. Ef
sálfræðiáhugi þinn er brenn-
andi ættir þú hiklaust að
leggja stund á það fag. Regl-
an er sú að ef við höfum
áhuga gengur okkur yfirleitt
vel í starfí.
JarÖbundin
Kortið þitt í heild, Naut og
Steingeit, gefur til kynna að
þú sért jarðbundin og raunsæ.
Sem sálfræðingur ætti at-
hygli þín því að beinast að
hagnýtum við fangsefnum,
að raunveraleikanum. Staða
margra pláneta í 8. og 12.
húsi gefur til kynna áhuga
og hæfileika á sálrænum
málum. Hvað varðar nánustu
framtíð, þá fer Júpíter í Naut
1988. Það verður þenslu- og
lærdómstími. Veturinn
1989/90 verður síðan góður
tími til að byija á nýjum verk-
eftium.
DÝRAGLENS
UÓSKA
SMÁFÓLK
THE MEETIN6 OF THE
CACTU5 CLUB UUILL
COME TO ORPEK...
10-11 ©1985 United Feature Syndicate.lnc.
Fundur í Kaktusklúbbn-
um er settur ...
THE SECRETARY UJILL
REAP THE MINUTE5 OF
THE LA5T MEETIN6...
Ritari mun lesa upp
fundargerð síðasta fund-
ar...
1A 5U66E5TI0N WA5 MAPE
THAT UJE PURCHA5E A
COMPUTER TO KEEP TRACR
OF OUR MEMBER5HIP"
Lagt var til að keypt yrði
tölva til að fylgjast með
félagatalinu.
1 AFTERTHE LAU6HTER
PIEP POUUN, 10E HAP
REFRE5HMENTS "
„Eftir að hlátrinum linnti
fengum við okkur hress-
ingu.“
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Vestur hélt hann yrði blóðug-
ur upp fyrir axlir í þeirri slátrun
sem framundan var. Makker
hafði komið fijálst inn á hætt-
unni og andstæðingamir komnir
í geim. Og vestur hélt á KG984
S trompi!
Suður gefur, allir á hættu.
Norður
♦ 1063
♦ G965
♦ K3
♦ DG95
Austur
II ♦ KD10843
♦ G765
♦ K32
Suður
♦ ÁD752
♦ Á
♦ Á104
♦ Á1086
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 1 grand 2 hjörtu 3 lauf
Pass 3spaðar Pass 4 spaðar
Dobl Pass Pass Pass
VestuT'
♦ KG984
♦ 72
♦ D982
♦ 74
í reyndinni var það vestur sem
var dreginn eins og lamb til
slátranar eftir mjög upplýsandi
dobl. Spilið kom upp í rúb-
ertubrids í Cavendish-klúbbnum
í New York nýlega. I sagnhafa-
sætinu var kunnur spilari frá
Venezuela, David Berah.
Berah fékk fyrsta slaginn á
hjartaás, fór inn á blindan á
tígulkóng og trompaði hjarta.
Þegar vestur gat ekki yfirtromp-
að var stærsta hindranin úr vegi.
Næst var tígulás tekinn og tígull
trompaður. ítrekuð svíning í
Iaufi fylgi í kjölfarið:
Norður ♦ 106 ♦ G9 ♦ - ♦ 9
Vestur Austur
♦ KG98 ♦ -
♦ - II ♦ KD104
♦ D ♦ G
♦ - Suður ♦ ÁD75 ♦ - ♦ - ♦ 10 ♦ -
Vestur trompaði þriðja laufíð
og átti út í þessari stöðu. Allt
er slæmt, en kannski er skást
að spila spaðagosa. Sem hann
gerði. Suður fékk þá níunda
slaginn á trompdrottninguna og
sótti þann tíunda með því að
spila laufi og stytta vestur í
trompinu. Slagir vamarinnar
urðu því aðeins þrír á tromp.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í franska bænum
Capelle La Grande í byrjun mán-
aðarins kom þessi staða upp í
skák alþjóðlegu meistaranna
Giffard, Frakklandi, sem hafði
hvítt og átti leik, og Petran,
Ungveijalandi.
40. Rxg6! — hxg6, 41. Dxg6+
- Rg7, 42. He4 Hótar 43. f5
og síðan Hh4) Hf5 43. Kg2 —
Df7, 44. Dh6 - Df8, 45. Hhl
og svartur gafst upp, því eftir
45. — Rf7, 46. Dh7+ verður
hann mát.