Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 45 Rósa Lárus- dóttir — Kveðja Nú, þegar Rósa Lárusdóttir er öll, reikar hugur minn aftur til þess tíma þegar ég var tíður gestur á heimili þeirra ágætu hjóna, Rósu og Þórarins Ámasonar, fyrir meira en aldarfjórðungi. Ég kynntist Þór- arni á sameiginlegum vinnustað okkar og síðan æxluðust hlutimir svo, að ég fór að koma öllum laus- um stundum á heimili þeirra hjóna. Ekki fór leynt, hve samrýmd þau hjón vom og tengd sterkum bönd- um við böm sín og bamabörn. Eigi var þó hægt að segja, að þau hjón væru lík í skaplyndi eða framkomu. Þórarinn var þá a.m.k. mjög opinskár maður, glaðlyndur og margræðinn, og þótt fundum okkar hafi lítt borið saman seinni árin grunar mig, að hann kunni enn að skjóta fyrir sig orði, ef að krepp- ir. Rósa var hins vegar eigi mjög margmál og yfirbragðið var mun alvarlegra. Hún lét gjaman nægja að bregða tempruðu brosi við gam- anyrðum bóndans og kunni hún þó held ég vel að meta húmor, enda hefði annað verið með ólíkindum eftir áratuga sambúð við Þórarinn Ámason. Hefi ég þá einnig í huga, hve hljónaband þeirra var gott og ástúðlegt. Munu þau vart hafa litið fullglaðan heilan dag án þess að hittast í þau sextíu og fimm ár, sem þeim var samvista auðið. Raunar var það nú þannig með bóndann, að alvöruleysið var aldrei eins mikið og látæði og yfírbragð gáfu stundum til kynna. Og þótt þau hjón væru ólík í fasi og tján- ingu á margan hátt bjuggu bæði yfír þeirri lífsgleði, sem ástríkt hjónaband með bamafarsæld skap- ar. — Einnig voru bæði trúuð og efuðust eigi um tilvist Guðs né ann- að líf eftir þetta. Það kemur sér vel fyrir þá, sem unnast heitt, að mega endumýja kynni sín að loknu jarðlífí. Kannski er þá loksins óhætt að gefa ótempmðu brosi lausan tauminn? Mér er þakklæti í huga þegar ég minnist þeirrar gestrisni og hlýju, sem ég naut á heimili þeirra hjóna á ofangreindum árum. Ég var þá fremur óframfærinn, ungur maður í lausamennsku hjá sjálfum mér, og mér var það sérstök lífsreynsla að kynnast svona frjálslegu og glöðu menningarheimili. Vil ég nú, þótt seint sé, þakka Rósu Lárus- dóttur þann stóra hlut, sem hún átti í þeirri vinsemd er ég naut á heimili hennar. Þórami Ámasyni og afkomend- um þeirra hjóna öllum votta ég samúð mína. Sveinn Kristinsson Á afmælisdaginn minn, þann 17. mars, var hringt í mig og mér sagt að hún amma Rósa væri að deyja. Ég neitaði að trúa þessu, hún amma sem ég var búin að hafa svo lengi og gat talað við hvenær sem á þurfti að halda og trúað fyrir öllum mínum málum. Nú væri hún ekki á sínum stað lengur. Hún amma hafði alltaf tíma fyrir alla í sinni stóru fjölskyldu og þau voru mörg hjartasárin sem hún græddi á sinni ævi, en aldrei kvartaði hún. Hún var bara þarna svo hljóð og góð. Þegar ég var búin að fara og kveðja hana hinstu kveðju þakkaði ég guði fyrir að hún skyldi fá að fara svona snöggt. Hún hefði átt erfitt með að sætta sig við að verða ósjálfbjarga sjúklingur. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á svona stundu og erfítt að koma þeim á blað, en fyrst og fremst er það hugsunin um hann afa sem hefur misst það dýrmæt- asta sem hann átti. Áfi og amma voru búin að vera gift í 65 ár, sem er jú meðalmannsævi. Þau voru alla tíð svo ástfangin og samrýnd. Amma var alltaf eins og klettur í ólgu hafsins, sama hvað á bjátaði. Mér verður ósjálfrátt hugsað til þess er við sátum saman á gamlárs- kvöld og vorum að ræða um lífið og dauðann. Þau voru bæði sam- mála um að afí ætti að fá að að fara á undan. Þá fannst mér ekki tímabært að þau töluðu um dauð- ann því þau áttu eftir að vera hér svo lengi. Ég gat ekki afborið þá tilhugsun að þau yrðu ekki hjá mér um næstu jól. En enginn veit ævina fyrr en öll er. Afi og amma eignuðust 9 dætur, 3 létust ungar. Við erum þijár sem heitum í höfuðið á ömmu, en al- nöfnu eignaðist hún ekki fyrr en í langömmubaminu sínu, Rósu Lár- usdóttur. Hún er dóttir Þórhildar systur minnar og Lárusar Valbergs- sonar. Það er erfitt að lýsa henni ömmu, hún var svo stórbrotin þó róleg væri, hún gat allt. Fyrstu tónlistarmenntun mína fékk ég hjá henni. Hún var alla tíð með orgel og á það lærðu margir sínar fyrstu nótur. Hún spilaði fram á síðasta dag og það vom ekki margir sem skákuðu henni þar. Núna síðast spilaði hún fyrir okkur á hljómborð Einars Þórs, elsta langömmubamsins síns, og þar sannaðist hvað hún var tónelsk því það var unun á að hlusta. Já, það var margt sem hún amma kenndi mér. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar hún kenndi mér að pijóna, en hún var annáluð handavinnumann- eskja. Hún pijónaði ekki bara peysur og sokka heldur málaði hún, óf, saumaði út og smíðaði og margt fleira. Það er ekki ofsögum sagt að hún amma gat allt. Það er ótrú- lega margt sem liggur eftir hana og öll fjölskyldan á minningar í einu eða öðm sem hún bjó til sjálf og gaf. Hún gaf aldrei svo gjöf, að ekki væri eitthvað með, sem hún hafði búið til sjálf. Það var mikil list í öllu sem hún gerði, eins og sannast á mynd sem hún gaf okkur hjónunum og margri hafa spurt eftir hvaða listamann væri. Hún var líka frábær húsmóðir alla tíð, enda þurfti hún oft á því að halda með sína stóm íjölskyldu og alla aðra sem til hennar sóttu. Já, það er erfitt að lýsa henni ömmu, en hún er konan sem ég vildi helst líkjast. Þar englar engli fagna, og allar sorgir þagna og deyja í dýrðarhljóm. Ó, mikli drottins dagur, ér dauðinn verður fagur, hvert tár sem lífdögg laugi blóm. (Guðmundur Guðmundsson) Rósa Einarsdóttir og fjölskylda Nú er hún amma mín, Rósa, horfin sjónum okkar og Guð einn veit hve sárt hennar er saknað. Hún sem var hvers manns hugljúfí. Þá vakna minningamar. Ékki var það svo sjaldan sem við krakkamir sátum við eldhúsborðið hjá afa og ömmu og amma bakaði pönnukökur sem hurfu jafnóðum ofan í okkur„ og þær komu á diskinn. Ekki sá maður ömmu öðmvísi en með ptjón- ana eða hekludótið, því hún var alltaf að, enda barnafjöldinn mikill í kringum hana og nóg að pijóna á þann mikla fjölda. Núna síðustu árin bjuggu þau hjónin á Dalbraut og var amma iðin við föndurvinnu með aldraða fólkinu og eigum við íjölskyldan marga fallega muni eftir hana, því að mjög var hún laghent. Oft kom fyrir að ég svæfi hjá afa og ömmu er ég var barn og unglingur og dvaldi maður þá ætíð í besta yfir- læti því ekki skorti ömmu um- hyggjusemina. Ég bið Guð að blessa þig, afi minn, og gefa þér styrk til að bera þessa þungu sorg. Rósa Ólafsdóttir Lögfrœðileg mistök Lítils háttar gáleysi eða aðgerðarleysi af hálfu lögmanns getur valdið skjólstæðingi hans verulegu fjárhagstjóni. Slík lögfræðileg mistök geta síðan leitt til þess að lögmaðurinn þurfi að greiða skaðabætur. Þá kemur starfsábyrgðartrygging SJÓYÁ til skjalanna. Hún er vátrygging gegn kröfu á hendur vátryggingartaka í slíku tilviki. Starfsábyrgðartryggingar SJÓYÁ eru ný tegund vátrygginga á íslandi. Vátrygging sem enginn lögmaður ætti að vera án og ýmsar aðrar starfsstéttir munu taka fegins hendi. Markaðsdeild SJÓYÁ veitir allar nánari upplýsingar um Starfsáby rgðartry ggingar. Vátryggingarfélag í einu og öllu. Sióvátryqqingarfélag islands hf., Suðurlandsbraut 4, simi (91)-82500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.