Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ usn SAKHAROVS EFTIR BILL KELLER Nú eru UÖnir rúmir tveir mánuðirfrá því MikhailS. Gorbachev leitogi Sovétríkjanna hringdi tilþekktasta andófsmanns landsins, Andrei D. Sakharovs, til aÖ fœra honum þœr fréttir aÖ hann hefÖi veriÖ náÖaÖur. Sakharov svaraÖi meÖ því aÖ undirstrika mikilvœgi mannréttindamála. „ÉgsárbaÖ hann um aÖ beita sér fyrirþessum málstaÖ, “segir Sakharov, „vegna mikilvœgis hans fyrir virÖingu landsins ogfyrir alþjóÖatraust til yÖar, persónulega, Mikhail Sergeyovich, ogfyrir framgang allra viÖfangsefna yÖar. “ Til að reyna á hvort í raun væri verið að vinna að auknu frjáls- ræði í Sovétríkjunum minnti Sakharov, sem nú er 65 ára, Gorbac- hev á að hann hefði sent leiðtogan- um lista með nöfnum 14 manna, sem haldið væri í fangelsum, vinnu- búðum og geðveikraspítölum fyrir að hafa skýrt frá skoðunum sínum varðandi stjórn- eða trúmál. Vildi hann að þeir yrðu iátnir lausir. Gorbachev sagði hvorki af né á í símtalinu. En á næstu vikum fóru að berast til fjölskyldna sumra fanganna á listanum — og til margra annarra Þ— gleðilegar fréttir. Serafím Yevsyukov, áður sigl- ingafræðingur hjá flugfélaginu Aeroflot, sem var á geðveikrahæli vegna þess að hann hafði sótt um að fá að flytjast úr landi, var látinn laus 24. janúar. Yuri Shikhanovich, í vinnubúðum fyrir að hafa skrifað fyrir ólöglegt tímarit um mannrétt- indamál, kom heim til sín 6. febrúar. Sergei Grigoryants, bókmennta- gagnrýnandi, sem sat í fangelsi fyrir að semja áskorun um aukin mannréttindi, kom til Moskvu 7. febrúar. Eiginkonum Anatoly Kory- agins og Sergei Khodorovichs var tilkynnt að eiginmenn þeirra yrðu leystir úr haldi með því skilyrði að þeir flyttust úr landi. Þegar Kory- agin kom svo heim til sín í fyrri viku sagði hann að sér hafí verið sleppt án nokkurra skilyrða. Margir aðrir á listanum hafa verið fluttir til fangelsa nær heimaslóðum þeirra, og er reiknað með að þeim verði sleppt næstu daga. Tugum annarra fanga var sleppt úr haldi með opinberri tilskipun dagsettri 2. febrúar, og er það fyrsta fjöldalausn fanga frá því Nikita Khrushchev leysti úr haldi fómarlömb ofsókna Stalíns. Sakharov hafði enga tilhneigingu til að þakka sjálfum sér frelsun þessara fanga, en var fljótur til að gefa í skyn að þessum viðbrögðum bæri að svara í sömu mynt. Eftir að hann var látinn Iaus leituðu margir andófsmenn ráða hjá Sak- harov, og hann sagði þeim að þeir skyldu láta í Ijós stuðning við Gorbachev — ekki taka undir með þeim efasemdamönnum sem halda því fram að náðanimar séu aðeins áróðursbragð. „Auðsjáanlega er hér eitthvað raunhæft að gerast," sagði hann í viðtali 8. febrúar. „Það er erfitt að sjá fyrir hve langt verður gengið, en sjálfum er mér fullljóst að ástandið er breytt." Andófsmenn segjast reikna með að náðunum verði haldið áfram, í bili. Og Gorbachev hefur hvatt til setningar nýrra laga, sem enn liggja aðeins fyrir í grófum dráttum, sem tryggi tjáningarfrelsi, opni nýjar áfrýjunarleiðir og leysi dómstólana undan pólitískum áhrifum. Fyrirætlanir Gorbachevs — að ekki sé talað um möguleika á að þær nái fram að ganga — liggja ekki ljósar fyrir. En hann virðist í það minnsta staðráðinn í að höggva á þá rót er veldur erlendum þrýst- ingi og erfíðleikum. Sumir bjartsýn- ismenn telja að Gorbachev, sem er lögfræðingur að mennt, hafí annað raunhæft markmið í huga - löngun til að virkja eitthvað af þeirri al- mennu framtakssemi sem kæfð er með geðþóttalegri beitingu lög- regluvaldsins, eins og fram kemur í málum mannanna á lista Sak- harovs. Mennirnir á listanum mynda ekki neina „hreyfingu". Ef þeir byggju ekki í landi þar sem það er alvar- legt afbrot að láta í ljós ákveðnar skoðanir — rússneska nafnið á and- ófsmanni er „inakomyslyashchi", „öðruvísi sinnaður" — skipuðu þeir enganveginn neinn samstæðan hagsmunahóp. í röðum þeirra eru meðal annarra eistneskur þjóðemis- sinni, hebreskukennari, rússnesk- kaþólskur maður og fylgismaður evrópsks kommúnisma. Sakharov talar um þá sem.félaga í „karass", en það nafn bjó rithöf- undurinn Kurt Vonnegut til og notaði í bók sinni „Cat’s Cradle" um hóp manna sem „vinna Drottni til dýrðar án þess að gera sér ljóst hvað þeir eru að aðhafast". Þetta karass á lista Sakharovs er skipað mönnum sem neita að hræðast þótt þeir búi í samfélagi þar sem óttinn þykir sjálfsagður. Þeir eru, eins og Sakharov tekur ákveðið fram, aðeins úrtak. A lista yfír pólitíska fanga í Sov- étríkjunum, sem Cronid Lubarsky, stjamfræðingur og flóttamaður, gefur út árlega í Miinchen og geng- ur leynilega manna á milli meðal andófsmanna, eru birt æviágrip með myndum 706 karla og 49 kvenna sem nú em í haldi. Lub- arsky áætlar að um 3.000 manns til viðbótar, sem hann skortir næg- ar upplýsingar um, séu einnig svona „samvizkufangar". Nathan Sharan- sky, andófsmaður af gyðingaættum sem fluttist til ísrael í fyrra, áætlar fjölda fanganna í það minnsta 10.000. Gorbachev sagði í samtali við franskan blaðamann í fyrra að innan við 200 manns sætu í fangels- um fyrir „and-sovézkar aðgerðir". Það er ekki fjöldinn sem í raun skiptir Sakharov máli. Andófsmenn og stuðningsmenn þeirra hafa alltaf verið fámennur og lítt vinsæll minnihluti í Sovétnkjunum. En sú staðreynd að Sovétríkin beita valdi sínu til að dæma skáld og stærð- fræðinga til þrælkunarvinnu fyrir að undirrita áskoranir, þýða bann- aðar bækur, gefa út óvönduð „samizdat“-tímarit sem ekki fylgja stefnu yfirvalda, eða fara fram á heimild til að flytjast úr landi, er rothögg á það sem eftir lifir af frels- isþrá óttasleginnar þjóðar. Þær upplýsingar sem hér fara á eftir eru unnar úr viðtölum við ættingja og vini, hafðar eftir mann- réttindahópum í Moskvu og á Vesturlöndum, og fengnar úr frá- sögnum vestrænna blaðamanna og sovézkra flóttamanna. Þessar heim- ildir eru ekki alltaf hlutlausar, en þær eru oft einu heimildimar. Sovézka utanríkisráðuneytið hét því í fyrstu að viðtal fengist við emb- ættismann sem væri málunum kunnugur, en sagði síðar að ekki væri unnt að segja hvenær viðtalið gæti farið fram, ef úr því yrði á annað borð. Hér fer á eftir listi Sakharovs. „Yuri Shikhanovich“ „Þetta er bezti vinur okkar, þetta er maður sem verður daglegur gest- ur í íbúð okkar nú þegar hann er orðinn frjáls," segir Yelena Bonner, eiginkona Sakharovs, sem dvaldist í útlegðinni með eiginmanni sínum í tvö ár. Shikhanovich, sem oft hafði staðið við hlið Sakharovs í mann- réttindabaráttunni, var öllum á óvart sleppt lausum úr vinnubúðum 6. febrúar eftir að hafa afplánað þijú ár af tíu ára dómi. Hann er virtur vísindamaður og höfundur kennslubóka í stærðfræði sem þýddar hafa verið á mörg tungumál. Dóttir hans, Katya, segir að hann hafi verið rekinn úr kennslustarfi sínu þegar hann undirritaði árið 1968 skjal til varnar Aleksandr Yesenin-Volpin, þekktum stærð- fræðingi sem sendur hafði verið í geðsjúkrahús fyrir að semja ljóð er yfirvöldum þótti móðgandi. Fyrir framlag sitt til áhrifamesta leynirits mannréttindahópsins sem nefnist Skrá yfir atburði líðandi stundar var Shikhanovich hand- tekinn árið 1973, úrskurðaður vera haldinn einkennum geðklofa og lok- aður inni í geðsjúkrahúsi. Sakharov og Bonner tókst með vestrænum stuðningi að fá hann látinn lausan þaðan tveimur árum seinna. Shikhanovich var handtekinn á ný þegar lögreglan fann við húsleit Sergei D. Khodorovich, 47 ára Serafim Yevsyukov, 54 ára Alexsei Smirnov, 36 ára Mikhail G. Rivkin, 32 ára Yuri Shikhanovich, 53 ára Genrikh O. Altunyan, 53 ára í íbúð Yelenu Bonner síður úr vænt- anlegri útgáfu Skrárinnar leiðrétt- um með rithönd Shikhanovich. Bonner segir að þótt hann hafi verið hálf blindur og heymarlaus hafí Shikhanovich verið látinn í það að hreinsa prentvélamar í prent- smiðju vinnubúða í Perm við rætur Úralfjalla. í ágúst í fyrra lenti hann með hægri höndina í einni prentvél- inni og missti þijá fíngur. Skömmu áður en honum var sleppt var fjöl- skyldu hans tilkynnt að hann hafi verið fluttur í sjúkrahús, án frekari skýringa. „Genrikh O. Altunyan“ Altunyan átti aðild að fyrstu al- varlegu tilrauninni til að koma skipulagi á mannréttindabaráttuna í Sovétríkjunum. í maí 1969 undir- rituðu hann og 14 aðrir, sem nefndu sig Fmmkvöðla að vemdun mann- réttinda, áskorun til Mannréttinda: nefndar Sameinuðu þjóðanna. í áskoruninni er vitnað í réttarhöld yfir pólitískum andófsmönnum og sagt frá því hvemig geðsjúkrahús væra notuð til að refsa mönnum sem höfðu aðrar skoðanir en til- hlýðilegar þóttu. Fram til þess tíma var lítið vitað um þessa notkun sjúkrahúsanna. Innan sex mánaða höfðu flestir úr hópnum verið fangelsaðir, sendir í útlegð innanlands eða neyddir til að flytjast úr landi. Altunyan, sem er útvarpsverkfræðingur frá Úkraínu, sat þijú ár í vinnubúðum fyrir brot á 190. grein hegningar- laganna — „rógburð um Sovétrík- in“. Þegar yfírvöld hófu herferð til að sundra_ mannréttindasamtökun- um fyrir Ólympíuleikana í Moskvu 1980 var Altunyan handtekinn á ný fyrir brot á lögum sem oftast er beitt gegn andófsmönnum, 70. greininni, sem fjallar um „and- sovézka baráttu og áróður". Samkvæmt leynilegum gögnum um réttarhöldin yfír honum bára vitni að í einkaviðræðum hafí Alt- unyan gagnrýnt hersetu Sovétríkj- anna í Tékkóslóvakiu og Mongólíu, að hann hafí sagt að vinur hans sem lokaður var inni í geðsjúkrahúsi væri pólitískur fangi, og að hann hafí talað óvirðulega um leyniþjón- ustuna, KGB. Þetta nægði til að hann var dæmdur til hámarksrefsingar sam- kvæmt grein 70: sjö ára vist i vinnubúðum og fimm ára útlegð innanlands. „Þeir gátu í raun engar sakir sannað á hann,“ segir Ludmilla Alexeyeva-, sem starfaði við ýmis bönnuð tímarit áður en hún var neydd til að flytjast úr landi til Bandaríkjanna árið 1977. „Ég held að þeir hafi hreinlega óttazt að ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.