Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
usn
SAKHAROVS
að hafa verið í hungurverkfalli um
skeið.
„Þeir voru nánir vinir í Moskvu
hér áður fyrr,“ segir hún, „og ég
er sannfærð um að þeir hafa verið
saman í hungurverkfallinu."
„Aleksandr I.
Ogorodnikov“
Sovézka ríkið hefur gert mála-
miðlunarsamkomulag við rússnesku
rétttrúnaðarkirkjuna, en ekki við
allan söfnuðinn, sem áætlað er að
í séu um 40 milljónir manna. Kirkj-
an nýtur nokkurs frjálsræðis —
heimilt er að halda guðsþjónustur
og skímir em leyfðar — en trúboðs-
störf og störf í þágu fátækra em
bönnuð.
Ogorodnikov er einn þeirra
mörgu rétttrúuðu sem ekki geta
sætt sig við þessar takmarkanir.
„Staða okkar innan opinbem kirkj-
unnar, sem er fjötruð á höndum og
fótum, veldur því að við sitjum ein
uppi með vandamál okkar," sagði
hann í bréfi sem smyglað var til
Vesturlanda úr vinnubúðunum.
Árið 1973 var hann rekinn úr
kvikmyndaháskólanum í Moskvu,
þar sem hann var að læra kvik-
myndastjóm, fyrir að reyna að gera
kvikmynd um ungt fólk og trúna.
Ári síðar stofnaði hann ásamt fleiri
ungum og trúræknum mennta-
mönnum samtök er þeir nefndu
Kristilega málstofu, þar sem þeir
komu saman til að ræða um trú
og heimspeki og gefa út tímarit sem
nefnist Samfélagið.
Hann var handtekinn árið 1978
fyrir að vera „sníkjudýr", og hand-
tekinn á ný í vinnubúðum í
Khabarovsk fyrir and-sovézkan
áróður og dæmdur í sex ára þrælk-
unarvinnu og fimm ára útlegð. Árið
1985, þegar útlegðin átti að hefj-
ast, var hann dæmdur í þriggja ára
þrælkunarvinnu til viðbótar fyrir
að bjjóta reglur vinnubúðanna.
Keston College, stofnun nálægt
London sem fylgist með trúmálum
í kommúnistaríkjunum, segist hafa
ábyrgar heimildir fyrir því að Og-
orodnikov hafi verið misþyrmt,
hann hafi misst flestar tennumar
og sé hálf blindur. En Ogorodnikov
var svo látinn laus um leið og Kory-
agin.
„Mikhail G. Rivkin“
Á stúdentsárum sínum á áttunda
áratugnum var Rivkin, sem er son-
ur blaðamanns í Moskvu, í félagi
við hóp ungra Moskvubúa sem voru
hrifnir af skrifum kommúnista í
Vestur-Evrópu.
I tímariti, sem þeir nefndu Af-
brigði og gefið var út í aðeins sex
eintökum, hélt þessi hópur því fram
að frá því byltingin var gerð árið
1917 hefði vaxið upp ný yfirstétt í
Sovétríkjunum. Móðir hans, Inna
Golubovskya, segir að Rivkin hafí
aðeins skrifað þtjár greinar í tíma-
ritið, og að hann hafi sagt skilið
við hópinn sex mánuðum áður en
hann var handtekinn þar sem hon-
I um hafi ekki þótt hinir nógu
alvarlega þenkjandi. Margir félagar
úr hópnum voru handteknir árið
1982. Allir nema Rivkin hafa síðan
lýst yfir iðrun sinni.
„Misha," segir móðir hans, „er
persóna með stóru P-i. Hann sagð-
ist ekki hafa brotið neitt af sér, og
auk þess gæti hann ekki bmgðizt
vinum sínum."
Fýrir þremur vikum var Rivkin
skyndilega fluttur frá Chistopoi-
fangelsinu yfir í Lefortovo-fangel-
sið í Moskvu. Fjórða febrúar sagði
svo móðir hans að hann hefði undir-
ritað einhverskonar yfirlýsingu og
yrði látinn laus. Þau mæðgin ætla
að búa og starfa í Moskvu.
„Alexei Smirnov“
Smimov ólst upp í íbúð í Moskvu
sem var einskonar samkomustaður
fyrir andófsmenn á sjöunda ára-
tugnum. Afi hans, Alexei Kosterin,
var þekktur rússneskur rithöfund-
ur, sem gekk í kommúnistaflokkinn
fyrir byltinguna, en gerðist síðar
málsvari þjóðabrota í Kákasus og
á Krímskaga. Móðir hans, Yelena
Kosterin, var svipt flokksskírteini
sínu seint á sjöunda áratugnum
fyrir að hafa undirritað stuðnings-
yfirlýsingu við Solzhenitsyn og fleiri
andófsmenn.
Alexei, sem er tölvuinnritari, fet-
aði í fótspor fjölskyldunnar. Hann
safnaði efni fyrir Skrá yfir atburði
líðandi stundar, og starfaði síðar
fyrir ólöglega fréttablaðið „V“.
Hann var handtekinn árið 1982 í
herferð yfirvalda gegn ólöglegu
blöðunum, og neitaði þá allri sam-
vinnu við yfirvöld eða að bera vitni
við eigin réttarhöld. Hann var
dæmdur í sex ára fangelsi og fjög-
urra ára útlegð.
„Hann neitaði að játa á sig sök,“
segir móðir hans. „Alyosha er þann-
ig gerður að hann trúir því sem
Bulgakov skrifaði í bók sinni
„Meistarinn og Margarita": „Versta
syndin er hugleysi.““
Móðir hans, eiginkonan Ludmilla
og 14 ára sonur þeirra hjóna, Ser-
gei, hafa ekki fengið að sjá hann
síðan í ágúst í fyrra.
Móðir Smimovs skýrði frá því
snemma í febrúar að hún hefði frétt
að sonur hennar hefði verið fluttur
í Lefortovo-fangelsið í Moskvu, og
að honum hefði verið boðið frelsi
gegn þvi að hann undirritaði ein-
hveija yfirlýsingu. Hún kvaðst ekki
vita hvað stæði í yfirlýsingunni, né
hvort hann ætlaði að skrifa undir,
en sagðist hafa heyrt að ef hann
neitaði yrði hann sendur til baka
til Chistopol.
„Merab Kostava“
Kostava var tónlistarkennari í
Tblisi, höfuðborg Griisíu, og virkur
féiagi í mannréttindasamtökunum
þar. Árið 1974 stofnaði hann ásamt
tveimur félögum sínum Grúsíudeild
samtakanna Frumkvöðlar að vemd-
un mannréttinda, og þremur ámm
seinna var hann einn af stofnendum
Helsinki-nefndar Grúsíu, sem fylg-
ist með því hvort sovézk yfirvöld
haldi alþjóðasamninga um mann-
réttindi.
Hann var handtekinn árið 1977
og sakaður um and-sovézkan áróð-
ur og óhróður, og fyrir að hafa
þýtt ýmis verk yfir á grúsísku, þar
á meðal verk eftir Sakharov og
Yuri Orlov.
Dómurinn yfir honum hefur
tvisvar verið framlengdur þar sem
hann var sagður hafa brotið reglur
vinnubúðanna, og nú er álitið að
hann sé í vinnubúðum fyrir glæpa-
menn nálægt Ksani í Grúsíu. Arið
1984 var komið að 24 ára syni
hans, Irakliy, sem fannst hengdur
á heimili sínu. Yfírvöld segja hann
hafa framið sjálfsmorð, en vinir
hans segja að ýmsar aðstæður hafi
verið grunsamlegar.
„Eg held að yfirvöld vilji ekki
láta Kostava lausan því þau óttist
að honum verði tekið sem þjóðhetju
þegar hann birtist í Grúsíu," segir
Ludmilla Alexeyeva.
„Hann er mjög harður af sér,
mjög virðulegur, hann Merab
Kostova," segir Andrei Sakharov.
„Þessvegna vilja þeir ná sér niðri á
honum. Vinnubúðir og fangelsi geta
verið erfið fyrir þá sem ekki vilja
gefa eftir."
Höfundur er fréttaritari á skrif-
stofu Mew York Times í Moskvu.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson nældu í íslandsmeistaratitilinn í fyrra á Ford Escort RS. „Ég er búinn
að vinna alla titla sem hægt er að vinna. Nú tekur maður þessu mátulega rólega_“ segir Jón Ragnarsson.
Tommarall BÍKR:
Kominn tími til að
njóta rallsins án
áhyggja af velgengni
- segir íslandsmeistarinn Jón Ragnarsson
FEÐGARNIR Jón Ragnarsson
og Rúnar Jónsson hefja titilvörn
sína í Tommarallinu sem fram
fer um helgina. Er keppnin sú
fyrsta af sex sem gilda til ís-
landsmeistaratitils og aldrei
hefur bilakosturinn verið öfl-
ugri. Snjór og hálka gætu gert
ökumönnum lífið leitt og þeir
sem ekki verður fótaskortur
krækja í dýrmæt stig til meist-
aratitils, sem ökumenn leggja
orðið mikla áherlsu á að ná.
Tommarall Bifreiðaíþrótta-
klúbbs Reykjavíkur hefst kl. 18.00
í kvöld við Tommahamborgara á
Lækjartorgi, en lýkur á sama stað
á laugardag kl. 17.00. Aðeins sext-
án bílar leggja af stað, sumir
keppnisbílar eru enn í „vetrar-
hýði“, en allir helstu ökumennirnir
mæta þó í slaginn. í skjóli vetrar
hafa nokkrir bílar gengið kaupum
og sölum, keppendur hafa endur-
bætt bíla sína og spáð í sumarið.
Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður
Jensson keyptu Peugeot Talbot
Bjarma Sigurgarðarssonar, sem
ekki keppir vegna augnmeiðsla, og
seldu um leið Toyota Corolla til
Ásgeirs Sigurðssonar og Braga
Guðmundssonar.
Þessir kappar eru hvað líkleg-
astir til að veita titilhöfunum harða
keppni. Birgir Bragason mætir til
keppni á ný eftir árshlé. Hann festi
kaup á Datsun 180 sem er þokka-
lega búinn en ekki eins kraitmikill
og bestu keppnisbílamir. Það er
nokkuð ljóst hveijir munu slást um
toppsætin í sumar og Morgun-
blaðið spjallaði við helstu ökugarp-
ana.
Jón Ragnarsson/Rúnar Jóns-
son, Ford Escort RS, 250 hestöfl:
„Ég er búinn að vinna alla titla
sem hægt er að vinna og nú fer
maður mátulega rólega," sagði
Jón. „Það þýðir ekki að við keyrum
hægt en ég stressa mig ekki eins
mikið upp við undirbúning. Ég
græt heldur ekkert þó ég keyri
útaf og missi stig. Nú fer maður
bara að leika sér. Ég er búinn að
vera í þessu í þrettán ár og það
er kominn tími til að njóta rallsins
án eilífra áhyggja af velgengni."
Hjörleifur Hilmarsson/Sig-
urður Jensson, Peugeot Talbot,
250 hestöfl: „Við verðum að læra
Hraðskreiðir eru Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Peugeot Talbot og efsta sætið verður
markmiðið í sumar, þó þeir eigi eftir að venjast nýkeyptum og velgerðum bílnum.