Morgunblaðið - 07.04.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.04.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips: Umfjöllun um verðmæti hlutabréfa of einfölduð Morgunblaðið/Júlíus Þyrla landhelgisgæslunnar sótti höfuðkúpubrotinn pilt til Borgarness á laugardag. Pilturinn varð fyrir grjóthruni í Hafnarfjalli. Höfuðkúpubrotnaði í grjóthruni „ÉG er sammála því að um- fjöllun um verðmæti hluta- bréfa er allt of einfölduð og tel nauðsynlegt að dýpka hana svo að fram komi réttari mynd,“ sagði Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskipafé- lags Islands, um samanburð á arðgreiðslum Iðnaðarbankans annars vegar og Eimskips og Flugleiða hins vegar, sem fram kom á aðalfundi Iðnaðarbank- ans fyrir lielgina. Hörður sagði að hlutabréfa- markaðurinn hér væri ennþá ÞYRLA landhelgisgæslunnar sótti slasaðan pilt til Borgar- ness á laugardag. Pilturinn hafði höfuðkúpubrotnað. Það var um kl. 16 á laugardag sem óskað var eftir aðstoð land- helgisgæslunnar við að flytja piltinn á sjúkrahús í Reykjavík. Hann hafði verið á gangi í Hafnar- íjalli með foreldrum sínum þegar gijóthrun varð í fjallinu. Pilturinn fékk stein í höfuðið og höfuðkúpu- brotnaði. Hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík og kom þyrlan með hann þangað kl. 17.15. INNLENT Slitnað upp úr viðræðum náttúrufræðinga og ríkisins: Strandar á verðtryggingar- ákvæðum fyrir næsta ár SAMNINGAVIÐRÆÐUR Félags íslenskra náttúrufræðinga og Matvæla- og næringarfræðinga- félags íslands annars vegar og samninganefndar ríkisins hins vegar hjá ríkissáttasemjara sigldu í strand seinnipartinn í gær og lauk fundi án þess að til nýs væri boðað. Viðræðurnar stranda á kröfu félaganna um endurskoðunar- og uppsagnar- ákvæði á næsta ári verði verð- bólga meiri en gert er ráð fyrir, en samkomulag er fyrir hendi í grundvallaratriðum um aðra liði kjarasamnings milli þessara að- ila. Viðræður við önnur aðildar- félög BHMR, sem eru í verkfalli, eru í biðstöðu, en þau hafa einn- ig gert kröfu um uppsagnar- eða verðtryggingarákvæði á árinu 1988 og Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, segir að hann sjái ekki ástæðu til þess að boða fund nema aðilar óski sérstak- lega eftir því. Samninganefnd FlN og MNÍ gerði um helgina samninganefnd ríkisins tilboð, sem felur í ser „að samningur verði uppsegjanlegur af beggja hálfu ef kaupmáttarrýmun byijunarlauna verði meiri en 7% á árinu 1988, miðað við þann kaup- mátt sem verður 1. október 1987. Með þessu tilboði hafa félögin boð- ist til að taka á sig allt að 7% kaupmáttarskerðingu á árinu 1988 áður en til endurskoðunar samnings kæmi, ef efnahagsþróunin fer úr böndum og forsendur samningsins standast ekki,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu, sem félögin dreifðu á blaðamannafundi, sem þau boðuðu til í gær. Hjá samninganefndinni„ kom fram að einhvers konar verðtrygg- ingar ákvæði fyrir árið 1988 eru skilyrði af hennar hálfu fyrir samn- ingi til tveggja ára, en samninga- nefnd ríkisins hafí ekki boðið upp á möguleika á samningi til eins árs. Segist hún með tilboði sínu um helgina hafa teygt sig eins langt til samkomulags og henni sé nokk- ur kostur og samningur sem gengi lengra yrði felldur af félagsmönn- um. Segjist nefndin allt eins viðbúin löngu verkfalli, en hálft þriðja hundrað náttúrufræðinga hafa ver- ið í verkfalli frá 31. mars og 24 næringarfræðingar frá 1. apríl. Indriði H Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að verðtryggingakröfur FÍN og MNÍ væru alleinkennilegar. Félögin mið- uðu við kaupmátt 1. október á þessu ári, þegar hann væri hæstur. Auk þess gerði tillaga þeirra ráð fyrir því að litið væri framhjá 3% kaup- hækkun 1. janúar, þegar kaup- máttur ársins 1988 væri reiknaður, en í samningsdrögum væri gert ráð fyrir samtals 7% kauphækkun á því ári. „Þeir eru því ekki að tala um að reikna út kaupmátt með neinum venjulegum aðferðum, heldur með mjög afbrigðilegum og furðulegum hætti. Við gerum þeim tilboð á móti, sem miðaðist við kaupmátt meðallauna á árunum 1987 og 1988, með hliðstæð ákvæði að öðru leyti um uppsegjanlegan samning, ef kaupmáttur hrapaði niður fyrir mjög ófullkominn og hæpið að samanburður á milli fyrirtækja og á milli ára geti talist marktæk- ur. Fyrirtækin hefðu mismunandi stefnu við ákvörðun á arðgreiðsl- um. „Spurningin er hvort hagnaðurinn er greiddur út úr fyrirtækinu eða notaður innan þess til að skapa betri afkomu í framtíðinni. Það hefur verið stefna stjórnar Eimskips að nýta peningana áfram innan fyrirtæk- isins, en Eimskip hefur þó greitt út arð á hveiju ári í hálfan annan áratug og gefið reglulega út jöfn- unarhlutabréf á undanförnum árum,“ sagði Hörður. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði þegar álits hans var leitað, að það væri venjan í íslenskum fyrirtækjum að greiða arð af nafnverði hlutabréfa og hefðu Flugleiðir greitt út 10% arð síðastliðin þijú ár. Hann sagði að það væri ekki venjan að gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir öllu eigin fé fyrirtækjanna, sérstak- lega væri það óráðlegt í áhættu- rekstri eins og flugi þar sem komið gætu erfið tapár. Sagði Sigurður að ef til vill væri banka- rekstur stöðugri atvinnugrein og þetta væri því mögulegt þar. Þá gat hann þess að Flugleiðir hefðu þrefaldað hlutaféð í fyrra og aft- ur núna og hugsanlega yrðu arðgreiðslurnar því sex sinnum hærri á næsta ári en í fyrra. ákveðið mark. Þeir neituðu að ræða þá tillögu eða nokkra aðra, en þessa furðulegu útgáfu sína,“ sagði Ind- riði. Indriði sagði að í þeim samning- um, sem tekist hefðu við önnur félög ríkisstarfsmanna, væru ákvæði um rauð strik á þessu ári á sama hátt og í samningi ASÍ og VSÍ og hins vegar væru ákvæði, sem tryggðu félögunum sömu launabreytingar milli áranna 1987 og 1988, eins og yrðu í þjóðfélag- inu. „Við teljum því að það sé búið að bjóða upp á mjög góða tryggingu á þessum samningi og undir þessi ákvæði hafa skrifað núna félög með 8—9 þúsund opinbera starfsmenn innan sinna vébanda. Þessi ákvæði standa til boða, en þessir hópar telja sig ekki getað unað við það sama og aðrir og það er þessi þrá- hyggja sem veldur því að ekki semst. Að öðru leyti er samnings- grundvöllur fýrir hendi að okkar mati,“ sagði Indriði H. Þorláksson að lokum. Símamenn boða verk- fall 21. apríl FÉLAG íslenskra símamanna hefur samþykkt með at- kvæðagreiðslu að boða verkfall frá og með 21. apríl næstkomandi. Alls voru 918 á kjörskrá og voru 510 fylgj- andi verkfalli, 185 voru á móti og 18 atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Áður höfðu póstmenn boðað verk- fall sem tekur gildi 9. apríl. Félag íslenska símamanna hefur undanfarið verið í viðræð- um við ríkið og að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur formanns FÍS hefur ekki slitnað upp úr þeim viðræðum. Hinsveg- ar hefði samninganefndinni þótt lítið þokast og því brugðið á það ráð að fá verkfallsheimild. Ragnhildur sagði að félagið hefði lagt fram kröfugerð fýrr í vetur þar sem meðal annars var farið fram á breytingu á launatöflu og endurröðun í flokka, lengra fæðingarorlof og styttri vinnuviku. Farið var fram á að laun félagsmanna yrðu ekki lægri en laun viðmiðunar- hópa hjá ríkinu og nefndi Ragnhildur sem dæmi að tækni- hópamir hefðu til skamms tíma fylgt kennurum og hjúkruna- rfræðingum en nú væru þeir hópar komnir langt fram úr tæknimönnum í launum. Ef af verkfalli símamanna verður, fellur niður öll símaaf- greiðsla, þar á með’al skeyta- sendingar, talsamband við útlönd og öll handvirk af- greiðsla. Einnig falla niður viðgerðir, hvort sem er vegna bilana á símstöðvum eða eink- asímtækjum. Fjarskiptastöðin í Gufunesi mun þó starfa áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.