Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 15
Stykkishólmur:
Aldrei fleiri
bátará
netaveiðum
Stykkishólmi.
UNDANFARNA daga hefir verið
rysjótt tíð hér og í nágrenni. Þó
hafa samgöngur ekki teppst
þrátt fyrir snjóél og nokkra
skafla á Kerlingarskarði. Frost
hefir komist mest í 6 stig og ef
þar fer upp fyrir getur gamla
höfnin okkar fyllst af ís, en
Hvammsfjörður er fljótur að
taka við sér í frosti og svo ýtir
hann jökunum til okkar. Þetta
var árlegur viðburður fyrir
nokkrum árum en tiðarfar hefir
yfirleitt mildast.
Sjór er stundaður af kappi og
líklega hafa aldrei verið fleiri bátar
á netaveiðum héðan úr Hólminum
en nú. Afli hefir oft verið góður en
misjafn eins og gengur. Þrjú fisk-
iðjuver sjá um að koma aflanum í
góða vöru, þ.e. Sig. Ágústsson hf.
sem hefir gott og stórt og vel vél-
vætt frystihús, þá er Þórsnes hf.
með góða aðstöðu og batnandi og
loks má nefna Sæborg hf. sem einn-
ig er með batnandi aðstöðu til
góðrar verkunar. Bátum flölgar
sérstaklega smáum því það virðist
eins og þeir séu mest í tísku.
Skelfiskveiði og vinnsla liggur
nú niðri eins og vanalega um þetta
leyti árs, en þegar kemur fram á
sumar, er byrjað aftur. Vonandi að
ekki verði gengið það nærri að
framtíðin sýni minnkaða veiði. Það
er svo með allan gróður og állt líf,
að því má ofbjóða og þessvegna er
gott að hafa varúð með hverri
vinnslu.
— Arni.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
Hönnim: Einar Ágúst.
15
■
„ÍVERU" - Unglingahúsgögnin eru sérlega vönduð húsgögn í bama- og ung-
lingaherbergi.
„ÍVERA" er fáanleg í hvítu eða beyki.
„ÍVERA" em raðeiningar sem hver og einn getur raðað inn í herbergið sitt að vild.
„ÍVERU" svefnbekkurinn er óvenju stór og sterkur, og með honum fylgir 12cm
þykk dýna, 75x200 og þrír púðar.
,tVERU"-skrifborðið.
Hægt er að setja tölvuskúffu í
FRAMLEIÐANDI
Grensusueq3 simi G81144
ÉllL. iinPL rSiiliTíBn 1
m "'SB ! 'ItHI!
1 ^ t! . A
—
s
*
: - —
Viðskiptavinir, vinsamiega athugið breytingu
á símanúmerí okkarfrá og með 5. apríl.
£
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu33
Sími62-37-37
CT AUGlYSINGAPlONUSTAN sia