Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 17
17
J
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
bærri túlkun Daniel Day Lewis, er
svona grínútgáfa af tilfinningageld-
um menntamanni og uppskafningi
sem hefur alltaf eitthvað gáfulegt
fram að færa hvenær sem er og
hvar sem er og hefur meira gaman
af að líta í bók en leika tennis með
hinum. Allt í lífi hans er ákveðið
Eyrirfram og af nákvæmni. Daniel
Day Lewis hefur það af að stela
senunni í hvert einasta sinn sem
hann birtist á tjaldinu með fínlegum
og grátbroslegum töktum upp-
skafningsins. Það er hreinasta yndi
að fylgjast með honum útmála
fölskvalausa sjálfsánægju Vyce.
George, sem flytur með föður sinum
í nágrenni við Lucy af algerri tilvilj-
un, er fullkomin andstæða Vyce,
fordómalaust náttúrubam með heit-
ar tilfinningar og hann er innilega
ástfanginn af Lucy á þann hátt sem
Vyce getur aldrei orðið. Julian
Sands leikur hann afbragðsvel. Og
svo er það hin indæla og skynsama
Lucy, sem veit ekki í hvom fótinn
hún á að stíga. Helena Bonham
Carter gefur mjög sannfærandi
mynd af henni og lýsir vel þeirri
baráttu sem á sér stað í henni um
hvort hún eigi að viðurkenna ást
sína á George.
Og það em fleiri persónur stórar
og smáar í þessari skoplegu aldar-
farslýsingu, sem fylgjast með gangi
mála. Það er hinn sérkennilegi
Emerson eldri sem Elliott leikur af
stakri prýði, séra Beebe sem Simon
Callow leikur á skemmtilega óprest-
legan máta, Honeychurch móðir
Lucy, ástarsöguhöfundurinn La-
vish, sem Rosemary Leach og Judy
Dench leika og ferðalangamir Cat-
herine (Fabia Drake) og Teresa
Alan (Joan Henley), sem em orðnar
háaldraðar en sjá aldrei nóg af
heiminum.
Allar hafa þessar persónur sínar
skoplegu hliðar og hvernig er hægt
annað en að hrífast með þegar
kaflaheitin í myndinni em eitthvað
einsog „Hvemig ketill Charlotte var
þreytandi" og þar fram eftir götun-
um.
Kjúklingur í ediki
Kjúklingur í ediki (Poulet au
vinaigre). Leikstjóri: Claude
Chabrol. Handrit: Dominique
Roulet og Claude Chabrol. 1985.
Löggur í Frakklandi munu vera
kallaðar kjúklingar (Poulet) og þeg-
ar leikstjórinn Claude Chabrol
kallar myndina sína Kjúklingur í
ediki vísar heitið til löggunnar í
henni og þeirra bragðvondu mála
sem hún rannsakar af mddalegri
hörku.
Lögreglan í myndinni varð raun-
ar svo vinsæl í Frakklandi að næsta
mynd Chabrols eftir þessa var ein-
göngu um hana. Morðin sem löggi
er fenginn til að rannsaka í Kjúkl-
ingi í ediki, 37. mynd leikstjórans,
gerast í smábæ í Frakklandi en
atburðarásin er flókin og Chabrol
er ekkert að gera manni auðveldara
fyrir í frásögn sinni.
Það er fjöldinn allur af fólki sem
tengist morðmálinu en aðalpersón-
urnar em fötluð móðir og sonur
hennar, er búa í stóm húsi, sem
fasteignabraskarar vilja sölsa undir
sig. Þau sæta ofsóknum þeirra og
strákurinn svarar fyrir sig með
hryðjuverkum í smáum stíl, sem
hann vinnur á eignum, aðallega
bílum, braskaranna; hann stingur
gat á dekk, rispar lakkið og einu
Úr myndinni Kjúklingur i ediki
eftir Chabrol.
sinni setur hann sykur í bensíntank-
inn hjá einum þeirra með þeim
afleiðingum að sá deyr í bílslysi.
Skömmu seinna er framið annað
morð.
Uppúr því vaknar spumingin um
tvær tegundir morða; þau sem
framin em af ásetningi og þau sem
framin em af gáleysi. Sleppur
strákurinn við refsingu? Ásetnings-
morðið í myndinni er ástríðuglæpur
að frönskum sið, sem löggan flettir
ofan af með hörku og hyggindum.
Það besta við myndina er leikur-
inn, skemmtilega unnar persónur
og góð kímni sem skín hvarvetna
í gegn og léttir andrúmsloftið.
Löggan er frábær.
UTHLUTUN HOFUNDARLAUNA
í LANDSBANKANUM
ER MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI
KJÖRBÓKAREIGENDUR
FENGU TÆPAR 69 MILLJÓNIR
NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN
eyjam'kisins. Upp úr því linnti ekki
deilum páfastóls og keisara.
Horst Stern skrifar minningar
Friðriks keisara II sem hann nefnir
„Mann aus Apulien". Stem fetar í
fótspor Robert Graves (Claudiusar
minningarnar) og Marguerite Youc-
enar (Hadrian). Hann lifir sig inn
í hugsanlegt andrúmsloft 13. aldar,
styðst við samtímaheimildir og það,
sem fyrir liggur um keisarann,
fuglabókina og stjómarathafnir og
allt það sem ber honum vitni. Síðan
skrifar hann minningarnar. Sjálfs-
lýsing, heimspekilegar hugrenning-
ar, viðskipti keisarans við
embættismenn, aðra fursta, ætt-
ingja og síðast en ekki síst allan
þann kvennaskara sem hann átti.
Sagan er vel skrifuð og persón-
an, sem segir hana, gæti allt eins
verið Friðrik II. Hvort höfundi hafi
tekist að „segja söguna eins og hún
raunverulega gerðist“ veit enginn
lifandi maður, en honum tekst að
skrifa minningarbrot og hugrenn-
ingar manns sem var á sinni tíð
kallaður „stupor mundi et immutat-
or mirabilis".
Hver var heilagur Patrekur?
Hann hefur löngum verið álitinn
hafa snúið ímm til kristni og verið
starfandi um miðja 5. öld. Thomp-
son styðst við Játningar hl. Patreks
og ævisögur hans sem ritaðar vom
á 7. öld og síðar.
Thompson álítur Patrek hafa
verið af bresku bergi brotinn og
hafi hann alist upp sem kristinn
maður. Honum var rænt af írskum
ræningjum þegar hann var 16 ára
og var seldur í þrældóm á írlandi.
Eftir sex ár slapp hann úr haldi.
Hann verður síðar biskup og fara
af honum miklar sögur. Talið er
að hann hafi sett saman Játning-
arnar og annað rit.
Thompson raðar saman öllum
þeir heimildum og brotum sem
finnast um þennan sögufræga
mann, en mikið af þeim sögum tel-
ur höfundur tilbúning gerðan í
hagsmunalegum tilgangi í sam-
bandi við kirkjudeilur. Rit Patreks
em einkum merkileg fyrir það að
vera fyrsta rit bresku kirkjunnar
og hann varð síðan þjóðardýrlingur
írlands og fjöldi kirkna þar og um
Evrópu em helgaðar honum. Hann
var og er mjög dýrkaður af öllum
almenningi og við hann em kennd-
ir staðir vítt um Bretlandseyjar og
allt norður við Dumbshaf. Messu-
dagur 17. mars. Aðrir dagar
helgaðir honum em 24. mars og
10. júní.
Farymann
Smádíselvélar
5.4 hö við 3000 SN.
8.5 hö við 3000 SN.
Dísel-rafstöðvar
3.5 KVA
■Le_JL
SÖtunrdgKUiDtuiir
Vesturgötu 16,
sími 14680.
Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að
vera ánægðir með uppáhaldsbókina.
Nú um mánaðamótin( fengu þeir greiddar tæpar
69 milljónir í uppbótá innstæður sínar fyrir síðustu
3mánuði vegna verðtryggingarákvæðis
Kjörbókarinnar.
Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári.
1. þrep (16 mánuðir) 21,4%
2. þrep (24 mánuðir) 22%
Ársávöxtun á Kjörbók miðað vió fyrstu 3 mánuði
ársins er 25% og enn hærri á þrepunum.
Svo má ekki gleyma því
að Kjörbókin er óbundin.
Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir
bjarta framtíð.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
••