Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
23
JUPS
PHIUPS!
-miPS
PHlUPSj
ÍPHIU!
PMIUPS
PHIUPÍ
PHILIPS
íslenskir ljóðatónleikar í Sví-
þjóð, Finnlandi og á Álandsejjum
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
ÍSLENSK tónlist er kynnt á
ljóðatónleikum í Svíþjóð, Finn-
landi og Álandseyjum þessa
dagana og á næstunni. Er það
ungnr Svíi, Martin Ringmar, sem
stendur fyrir dagskrá þessari og
hefur hann þýtt öll íslensku ljóð-
in á sænsku og syngur þau sjálfur
við undirleik Guðmundar Eiríks-
sonar á píanó, Gunnars Bernburg
á kontrabassa og Peters Gullin á
saxófón.
Martin Ringmar talar alveg lýta-
lausa íslensku, svo vel að engum
dettur í hug að hér sé ekki landi
^kkar á ferð. Hann hefur dvalið á
íslandi um þriggja ára skeið, m.a.
við nám. Nýlega flutti Martin þátt
um íslenska málvemd í sænska út-
varpið, enda mjög áhugasamur um
íslenskt mál og afkastamikill þýð-
andi.
Dagskrá tónleikanna ber heitið —
Min okánda dikt — og er tónlist
um íslenska ljóðlist. Þeir félagamir
fluttu hana þrisvar sinnum í desem-
ber sl. í Kungelv, Lundi og Stokk-
hólmi.
Tónleikaferðalagið, sem hófst 29.
mars, byijaði í Sundsvall og Svanö.
Síðan var haldið til Umeá 30. mars,
Vasa í Finnlandi daginn eftir og
1. apríl léku þeir og sungu hluta
af dagskránni, er Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands var gestur
í Helsingfors. Fer sá þáttur fram í
Finlandia-húsinu um kvöldið og er
auðvitað hápunktur ferðarinnar. Þá
flytja þeir Martin, Guðmundur,
Gunnar og Peter ljóð og lög í Ábo
2. apríl, kvöldið eftir í Bláa leik-
húsinu í Mariehamn á Álandseyjum
og að lokum í norræna háskólanum
á Biskops Amö í Svíþjóð að kvöldi
8. apríl.
Dagskrá tónleikanna er kynnt í
mjög óvenjulegri tónleikaskrá, sem
um leið er fréttablað, sem gestir
geta lesið sér til afþreyingar á und-
an sýningunni eða á leið til eða frá
henni eins og Martin komst að orði.
Heitir „blaðið" Foldin og eru þar
þýðingar úr Öldinni okkar frá ýms-
um tímum. Sum lögin á tónleika-
skránni eru þjóðlög, en önnur eftir
Bergþóru Ámadóttur, Jón Nordal,
Guðmund Eiríksson, Jón Ásgeirs-
son, Þórarin Guðmundsson, Hjálm-
ar Ragnarsson og Torfa Olafsson.
Eru flest laganna eftir Bergþóm
og flest ljoðanna eftir Halldór Lax-
ness og Stein Steinarr, en Vatn-
senda-Rósa, Jónas Hallgrímsson,
Davlð Stefánsson, Jóhannes úr
Kötlum og Stefán Hörður Grímsson
eiga eitt til tvö ljóð hver.
Er hér mikið í fang færst og víða
farið og jafnvel um heldur afskekkt-
ar slóðir og má vænta þess, að
Martin Ringmar og félögum hans
verði vel tekið af Islendingum, ís-
landsvinum og öðrum áhugamönn-
um um norræna tónlist.
— G.L. Ásg.
Frá vinstri: Martin Ringmar, Guðmundur Eiríksson, Gunnar Bern-
burg, Peter Suldin.
Ingólfur Hjörleifsson
Nýr ritstjóri
Skinfaxa
INGÓLFUR Hjörleifsson, blaða-
maður, hefur verið ráðinn rit-
stjóri Skinfaxa, málgagns
ungmennafélags Islands. Skrif-
stofa hans er á Öldugötu 14, í
hinu nýja húsnæði UMFÍ.
Ingólfur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund árið
1978 og BA-prófí í almennri bók-
menntafræði 1985 frá Háskóla
íslands. Hann starfaði sem blaða-
maður við Þjóðviljann frá 1985 til
1987. Skinfaxi er tímarit sem gefíð
er út af ungmennafélagshreyfing-
unni og hefur komið út óslitið í tæp
80 ár og segir í fréttatilkynning-
unni frá UMFÍ, að Skinfaxi sé fyrst
tímarita hérlendis sem er sett og
brotið um í Pake Maker-forriti á
Macintosh-tölvu á skrifstofu UMFÍ.
Ingólfur er fæddur í Reykjavík,
13. marz árið 1958. Sambýliskona
hans er Steinunn Jónsdóttir kenn-
an.
PHIllw] [PHIIIPS1 [PHIUPS' fpHUIPs) |PHUIPS| |PHIIIPS| jPHIUPS
' '"%* t-t S'‘5 ;
MPSj ÍPHIIIPS
PHlUPSj
[pHIMPSj [pMILIPs] fpNIUP5