Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
Sinfóníuhljómsveitin:
Frumflutningur á óper
unni Fjalla-Eyvindi
eftir dr. Franz Mixa
Á Hveravöllum með Hrútfell í baksýn.
Vikuferð á jeppum
yfir jöklana þijá
! jöklaferðinni kynntust sexmenningarnir alls konar veðri, þarna
ræður góða veðrið ríkjum.
Sinfóníuhljómsveit íslands
frumflytur á fimmtudagskvöld í
Háskólabíói, ásamt einsöngvur-
um og Söngsveitinni Fílharm-
óníu, óperuna Fjalla-Eyvind,
eftir dr. Franz Mixa. Stjórnandi
verður Páll P. Pálsson. Dr. Mixa,
sem er Austurríkismaður að
uppruna, er nú búsettur í Munch-
en í Þýskalandi. Hann verður
sérstakur gestur Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á þessum tónleik-
um.
Dr. Franz Mixa starfaði hér á
landi á árunum 1929 til 1938 og
markaði á þeim tíma djúp spor í
tónlistarsögu íslendinga og vann
hér ómetanlegt brautryðjandastarf.
Tónskáldið fluttist héðan aftur til
Austurríkis vorið 1938 og lauk við
óperuna Fjalla-Eyvind þá um haust-
ið.
Textann við óperuna unnu dr.
Mixa og fyrri kona hans, Katrín
Ólafsdóttir, upp úr leikriti Jóhanns
Siguijónssonar. Tónlistin er samin
við þýska gerð textans, en verkið
verður nú flutt á íslensku, í nýrri
þýðingu Óskars Ingimarssonar.
Með stærstu hlutverkin fara:
Anna Júlíana Sveinsdóttir, (Halla),
Erlingur Vigfússon (Kári/Eyvind-
ur), Viðar Gunnarsson, (Björn
hreppstjóri) og Halldór Vilhelmsson
(Ames).
Dr. Franz Mixa var upphaflega
fenginn hingað til lands árið 1929
til þess að undirbúa og stjóma tón-
listarflutningi á Alþingishátíðinni
Á FUNDI stjórnar Landsmálafé-
lagsins Varðar þriðjudaginn
fyrir viku var samþykkt álykt-
un, þar sem lýst er yf ir stuðningi
við forystu Sjálfstæðisflokksins
og helstu stofnanir flokksins
varðandi mál Alberts Guð-
mundssonar og flokksstofnunar
að hans hálfu.
í samþykktinni segir, að um
vandasamt mál hafi verið að ræða
árið 1930. Eftir hátíðina varð hann
við beiðni forvígismanna í menning-
armálum um að dveljast hér áfram.
Dr. Mixa átti sinn þátt í stofnun
Tónlistarskóla Reykjavíkur, Hljóm-
sveitar Reykjavíkur, sem var
undanfari Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, og Tónlistarfélagsins og átti
ríkan þátt í vaknandi tónlistarlífi á
þessum árum, bæði sem hljómsveit-
arstjóri, píanóleikari og kennari.
Dr. Franz Mixa fæddist í Vínar-
borg árið 1902. Þegar 15 ára
gamall var hann farinn að vinna
fyrir sér sem tónlistarmaður. Hann
útskrifaðist úr Tónlistarskóla
Vínarborgar árið 1927 sem hljóm-
sveitarstjóri. Doktorsritgerð varði
hann við skólann tveimur árum
síðar. Eftir síðari heimsstyijöldina
var dr. Mixa skólastjóri Tónlistar-
skólans í Graz í Austurríki og kom
því meðal annars til leiðar að nokkr-
ir tónlistarmenn þar, þeirra á meðal
Páll P. Pálsson, sem stjómar flutn-
ingi á óperunni á fimmtudagskvöld,
komu hingað til lands til starfa. Frá
1958 hefur dr. Franz Mixa búið í
Munchen í Þýskalandi og helgað
sig tónsmíðum. Síðari kona hans
er Hertha Töpper, söngkona. Dr.
Franz Mixa hefur víða hlotið lof og
viðurkenningu fyrir verk sín. Hann
er heiðursfélagi Tónlistarfélags
Reykjavíkur og hann hefur verið
sæmdur riddarakrossi Hinnar
íslensku fálkaorðu.
Fréttatilkynning frá Sinfóníuhljómsveit
Islands.
og engir góðir kostir hafi verið til
staðar þegar til skamms tima var
litið. Vörður hvetji alla sjálfstæðis-
menn í Reykjavík að meta allar
aðstæður með yfirveguðum hætti
og fylkja sér órofa um lista Sjálf-
stæðisflokksins í næstu kosningum
og tryggja þannig þá festu í
íslensku stjómmálum sem Sjálf-
stæðisflokknum sé einum treyst-
andi fyrir.
SEXMENNINGARNIR, sem óku
yfir hálendið þvert og þar með
yfir Vatnajökul, Hofsjökul og
Langjökul, komu heilu og höldnu
til byggða á laugardagskvöld
eftir vel heppnaða vikuferð á
jeppum. Fyrir ellefu árum gengu
sex félagar úr Flugbjörgunar-
sveitinni sömu leið á gönguskí-
ðum, en leiðin hefur ekki verið
farin fyrr né síðar. Þeir, sem nú
fóru í jeppaleiðangurinn, eru all-
ir vanir ferðalögum um hálendi
landsins, bæði á vélsleðum og
gönguskíðum. Fjórir þeirra eru
úr Flugbjörgunarsveitinni, þeir
Arngrímur Hermannsson, Gylfi
Gunnarsson, Ástvaldur Guð-
mundsson og Guðlaugur Þórðar-
son. Tveir leiðangursmanna
komu úr 4x4 klúbbnum, þeir
Gunnar Jensson og Eiríkur Kol-
beinsson.
„Við vildum verða fyrstir til þess
að fara þessa leið á jeppum auk
þess sem við vildum sýna fram á
að hægt er að skipuleggja jeppaferð
með tilliti til þeirra aðstæðna sem
fyrir hendi eru í stað þess að treysta
á skyndiaðstæður hveiju sinni.
Björgunarsveitir mættu gjaman
huga að því að eiga góða jeppa svo
samspil þeirra, snjósleða og snjóbíla
geti átt vel saman," sagði Amgrím-
ur Hermannsson, leiðangursstjóri.
Hann sagði þá félaga vera reynsl-
unni ríkari eftir ferðina auk þess
sem þeir hefðu fengið þjálfun í notk-
un Loran C staðsetningartækja.
Sexmenningamir söfnuðu punktum
á leiðinni sem þeir segja örugga til
keyrslu og þeir prófuðu talstöðvar-
og farsímasamband á afskekktustu
stöðum landsins. Þeir telja díselbfla
mun heppilegri í siíka leiðangra en
bensínbíla. Þeir geta borið með sér
tvisvar til ijórum sinnum meira af
eldsneyti en bensínbflar.
„Við lentum aldrei í vandræðum
með gangsetningu þrátt fyrir
hörkufrost, yfír 20 stig. Við notuð-
um um 1.000 lítra af díselolíu í
ferðina. Við ókum hátt í 600 km.
Hæst var farið í 2.000 metra hæð
hjá Bárðarbungu og vindhraðinn fór
mest í ofsaveður. Amgrímur leið-
angursstjóri lýsir ferðalaginu á
eftirfarandi hátt:
Lagt upp í góðu veðri
„Við lögðum af stað frá
Reykjavík laugardagsmorguninn
28. mars og héldum rakleiðis austur
á Egilsstaði. Á leiðinni kom upp
smábilun í lorantæki, sem gert var
við á Höfn og seinkaði okkur um
tvo tíma. Á sunnudagsmorguninn
þegar við ætluðum að leggja af
stað, kom í ljós að hitunarkerfíð í
einum bílnum var bilað svo við kom-
umst ekki af stað fyrr en um hádegi.
Við keyrðum beint í Grenisöldu inn
með Lagarfljóti. Þar lentum við
strax í þungum snjó, en glampandi
sól var, gott veður og sjö stiga
frost. Við héldum áfram gegnum
Þrælaháls að Snæfelli. Á þessari
leið og upp á austurhluta Vatnajök-
uls höfðum við fengið loran stað-
setningarpunkta frá Sveini
Sigurbjartarsyni snjóbflstjóra frá
Eskifírði. Við komum að Snæfelli
um kl. 16.00 þennan dag og þar
sem að ferðin hafði gengið vel og
skyggni var gott, var ákveðið að
taka stefnuna á Goðahnjúka, í skála
Jöklarannsóknafélagsins sem var
um 50 km aukakrókur fyrir okkur.
Við fórum upp í 1.500 metra hæð
í Goðahnjúkum í glampandi sólskini
og vorum komnir þangað kl. 20.00.
Veðurfræðingar voru í verkfalli,
en gefin hafði verið út stormaðv.ör-
un. Því ákváðum við að reyna að
keyra um Vatnajökul í einum
áfanga, frá Goðahnjúkum og niður
í Vonarskarð og í Nýjadal á Spreng-
isandi.
Stormaðvörun
og ofsaveður
Við fórum snemma að sofa þetta
kvöld, en á mánudagsmorguninn
þegar við vöknuðum, var mikill
bylur í kringum Goðahnjúkana og
frostið 17 stig. Við þreifuðum okkur
niður Goðahnjúkana, lentum í hlið-
arhalla vegna lélegs skyggnis og
það affelgaðist af dekkjunum þrisv-
ar sinnum. Við héldum áfram vestur
með Vatnajökli og tókum punkt
rétt sunnan við Kverkfjöll, vel suður
fyrir það sprungusvæði þar sem að
maður hrapaði niður fyrir tveimur
árum síðan og margir leituðu að.
Þegar við komum þangað milli kl.
16.00 og 17.00 á mánudag, var
tekin annar punktur rétt sunnan
við Bárðarbungu í námunda við
þann stað þar sem flugvélin Geysir
fórst árið 1950. Ákveðið var að
halda stíft áfram áður en ofsaveðr-
ið myndi skella á.
Á ferðinni í 30 tíma
Seint um kvöldið fór að blása að
norðan en við héldum ótrauðir
áfram og um miðja nótt vorum við
komnir vel fram hjá Bárðarbungu.
Þá fórum við niður Köldukvíslaijök-
ul og niður í Vonarskarð. Nóttin fór
í þetta og er komið var niður að
jökulrönd, var ekkert skyggni orðið
og mikið rok. Við héldum út úr
Vonarskarði til norðausturs og
sigldum þar mjög hægt á móti veðr-
inu. Um kl. 12.00 á hádegi töldum
við okkur vera komna vel fram hjá
giljunum tveimur og ættum þá að
fara að stefna vestur í átt að Nýjad-
al. Veðrið var þá í sínum versta ham
og þurftu þeir Gylfi og Gulli að
ganga á undan bílunum til skiptis
til öryggis. Á þessum tímamótum
ákváðum við að hvíla okkur og láta
fyrir berast í bílunum á meðan
mesti veðurofsinn gengi yfír eftir
að hafa verið á ferðinni í 30 klukk-
utíma. Þá var þannig komið að
hurðimar fmsu aftur á bflunum,
loftinntökin fylltust af snjó, klakad-
rönglamir héngu í kringum vélar
og viftuspaða, vélin snuðaði á reim-
um og hætti að hlaða. Við slökktum
á bílunum og skriðum í svefnpoka
í bílunum ofan á öllum farangrin-
um. Við steinsofnuðum og það var
sofíð og sofið. Maður rétt rumskaði
þegar vindurinn hristi bílana til.
Hressir eftir góða hvíld
Á miðvikudagsmorgun vöknuð-
um við hressir eftir góða hvfld og
greinilegt var að veðrinu hafði að-
eins slotað. Við hófum að beija ísinn
af rúðunum innan frá, einnig frá
vélinni, loftinntaki, undirvögnum
og bættum lofti í dekkinn, en við
höfðum keyrt með allt niður í
tveggja punda loft í dekkjunum til
þess að bílamir myndu örugglega
fljóta ofan á þessum lausa snjó.
Við hituðum okkur kakó og fengum
okkur góðan árbít, lögðum af stað
niður í Nýjadal um hádegi og vorum
komnir þangað um ijögurleytið. Þar
bættum við díselolíu á bílana sem
við höfðum komið fyrir áður en við
lögðum af stað. Hver bfll hafði lagt
af stað frá Egilsstöðum með yfír
220 lítra af díselolíu og í Nýjadal
áttum við 260 lítra af díselolíu, sem
við skiptum jafnt á bflana. Eftir að
bflamir höfðu fengið sitt, var efnt
til mikillar matarveislu í Nýjadal
og um morguninn var haldið af stað
Guðrún Kristjánsdóttir til vinstri og Guðrún Gunnarsdóttir hlutu
styrk úr íslensk-ameriska listiðnaðarsjóðnum.
Styrkjum úthlutað
úr Islensk-ameríska
listiðnaðarsjóðnum
ÚTHLUTAÐ var tveimur
styrkjum úr Íslensk-ameríska
listiðnaðarsjóðnum 26. mars sl.
Sjóðurinn er kenndur við Pam-
elu Sanders-Brement, fyrrver-
andi sendiherrafrú. Styrkjun-
um fylgir námsdvöl við
Haystack Mountain School of
Crafts í Maine, Bandaríkjunum,
á sumri komanda.
Tíu íslenskir listamenn og
hönnuðir í ýmsum greinum sóttu
um styrkina. í ár urðu hlutskarp-
astar þær Guðrún Gunnarsdóttir
veflistamaður og Guðrún Krist-
jánsdóttir listmálari og pappírs-
hönnuður. Hyggjast þær sækja
námskeið í vefjarlist og pappírs-
gerð við Haystack-skólann.
í dómnefnd listiðnaðarsjóðsins
eru Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur, Biami Daníelsson
skólastjóri MHI og Kolbrún Björ-
gólfsdóttir leirlistamaður.
Vörður styður
flokksf ory stuna