Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 33 Sovétmenn týna rannsóknarfari Moskvu, Reuter. TVEIR sovézkir geimfarar horfðu agndofa og hjálparlausir á er rannsóknarfarið Kvant sveif stjórnlaust framhjá MIR-geimstöð- inni á sunnudag. Átti Kvant að tengjast við MIR en samband við það rofnaði rétt áður. Mun stýri- búnaður þess hafa bilað. Kvant var skotið á loft í fyrradag og var farinu fjarstýrt frá jörðu. Gekk allt að óskum þar til geimfarið var í um 200 metra fjarlægð frá MIR. Tilkynnti þá Valery Ryumin, stjómandi geimskotsins, að samband við Kvant hefði rofnað. „Það fjarlæg- ist,“ sagði Yuri Romanenko, geimfari um borð í MIR, í sömu andrá. Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Pravda skýrði frá hinu misheppnaða geimskoti í gær. Ekkert hefur verið nánar látið uppi um af- drif Kvant. Að sögn blaðsins er hér um mikið áfall að ræða fyrir sovézku geimvísindaáætlunina að ræða. Sov- étmenn urðu fyrir sínu versta slysi á sviði geimvísinda árið 1971. Þá biðu þrír geimfarar bana er geimfar þeirra brann í gufuhvolfinu á heimleið úr geimferð. Sovétmenn hafa sagt Kvant vera nýja tegund af geimfari og um borð í því var hálft annað tonn af mæli- tækjum. Átti rannsóknarfarið að tengjast einum rana MIR-geimstöðv- arinnar og þjóna sem rar.nsóknar- stofa. Jack Kemp íframboð Reuter Reiðir hermenn reyna að brjóta sér leið inn í garð Kukrits Pramojs, fyrrum forsætisráðherra Thai- lands, en lögreglan er föst fyrir og heldur aftur af þeim. Thailand: Herinn veitist að fyrr- um forsætisráðherra Bangkok, Reuter. JACK Kemp, öldungadeildar- þingmaður frá Buffalo, tilkynnti i gær að hann myndi sækjast eftir kjöri sem forsetaefni Repú- blikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Myndin var tekin við það tækifæri og stendur Jo- anne, eiginkona Kemps, við hlið hans. Kemp er 51 árs gamall og hefur setið í 17 ár á Bandaríkja- þingi. Hann hefur um nokkurt skeið verið einn helsti talsmaður Repúblikanaflokksins og átt dijúgan þátt í að móta tillögur flokksins i efnahagsmálum. Skoðanakannanir sýna að bæði George Bush varaforseti og Ro- bert Dole, leiðtogi Repúblikana- flokksins í öldungadeildinni, njóta meira fylgis en Kemp. Hafa sérfræðingar lýst undrun sinni á því að Kemp skuli ekki njóta meira fylgis miðað við hversu Gengi gjaldmiðla London, Reuter. KAUPGENGI Bandaríkja- dollars gagnvart helstu gjaldmiðlum heims á gjald- eyrismarkaði í London á hádegi í gær var sem hér seg- ir. Gengi ferðamannagjald- eyris er annað. Sterlings- pundið kostaði 1,6205 dollara. 1,3073 kanadískir dollarar, 1,8235 vestur-þýsk mörk, 2,0585 hollensk gyllini, 1,5175 svissneskir frankar, 37,76 belgískir frankar, 6,0675 franskir frankar, 1299,00 ítalskar lírur, 146,10 japönsk jen, 6,3425 sænskar krónur, 6,8075 norskar krónur, 6,8800 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 420,60 doll- ara á hádegi. áberandi hann hefur verið á und- anförnum árum. UM ÞRJÚ hundruð hermenn söfnuðust saman fyrir utan heim- ili Kukrits Pramojs, fyrrum forsætisráðherra Thailands, á laugardag og voru þar sex klukkustundir. Kukrit lýsti yfir því að yfirmaður hersins vildi koma á kommúnistastjórn og vakti þetta reiði hermannanna. Það var sérsveit hersins, sem lokaði öllum vegum í grennd við heimili Kukrits í miðborg Bang- koks, og var umsátrinu ekki létt fyrr en hann lofaði að gefa ekki út fleiri yfirlýsingar, sem valdið gætu misskilningi milli hers og al- mennings. Vopnaðir hermenn með gjallar- horn höfðu áður krafist þess að Kukrit, sem er víðlesinn dálkahöf- undur í Thailandi, bæðist afsökunar á ummælum sínum í síðustu viku um Chavalit Yongchaiyudh, yfir- mann hersins. Kukrit sagði í umræðuþætti að Chavalit vildi leiða byltingu til að breyta stjórn- og efnahagskerfi. „Chavalit vill fá kommúnískt stjórn- arfar með konung í hásæti ... konunglegan kommúnistaflokk Thailands,“ sagði Kulkrit í samræð- unum. Ronald Reagan ofurliði borinn í Randarí kj aþing'i Washingon, Reuter. Neitunarvaldi Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var hnekkt á þingi í síðustu viku. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að bera forsetann ofurliði og gekk fjöldi repúblikana i lið með demókrötum til að knýja fram frumvarp um vegafram- kvæmdir. Afglöp Reagans þegar hann beitti neitunarvaldi í baráttu sinni við þingheim voru í því fólgin að hann valdi rangt lagafrumvarp og rangan tíma til að koma pólitískum boðskap um aðhald og sparnað í ríkisrekstri á framfæri, að því er heimildarmenn hnútum kunnugir í Bandaríkjaþingi segja. Ef til vill má segja að Arthur Ravenel, þingmaður repúblikana frá Suður-Karolínu, hafi hitt nagl- ann á höfuðið þegar hann sagði hvað hefði farið úrskeiðis þegar Reagan reyndi að beita neitunar- valdi til að fella frumvarp um þjóðvegi og hraðbrautir og sýna þannig að hann héldu um stjóm- völinn styrkri hendi: „Ronald Reagan býður sig ekki fram [til endurkjörs] árið 1988, en það geri ég,“ sagði Ravenel. Kjördæmi hans fær peninga til að smíða brú, sem brýn þörf er á, sam- kvæmt frumvarpinu, sem Reagan vildi fella. Þingið hefur ekki samþykkt að veita fé til viðgerða og lagningar hraðbrauta í sex mánuði og þing- menn frá ýmsum fylkjum voru ákafir í að fá peninga áður en annamesti tími í vegagerðum gengur í hönd í vor og sumar. Forsetinn, sem leggur sig fram við að sýna að hann sé einhvers megnugur og reka af sér slyðru- orðið vegna vopnasölunnar til írans og greiðslnanna til skæru- liða í Nicaragua, kallaði frum- varpið „fjárlagasprengju" og sagði að þar væri hver um annan þveran að reyna að skara eld að sinni köku. í frumvarpinu var far- ið fram á 88 milljarða dollara íjárveitingu til að leggja og gera við hraðbrautir. Reagan beitti neitunarvaldi þvert á ráðleggingar ýmissa hátt- settra manna í stjóm sinni, þ. á m. Howards Baker starfsmanna- stjóra. Almennt var litið svo á sem forsetinn hefði tekið þessa ákvörðun til að kanna styrkleika sinn í þinginu. En margir þingmenn líta á það sem Reagan kallar að skara eld að eigin köku sem mikilvæga vegi, hraðbrautir og brýr og kjósendur dæma oft þingmenn öldunga- og fulltrúadeildar út frá því hversu miklu fé þeim tekst að afla kjör- dæmi sínu í Washington. Því talaði Reagan fyrir daufum eyrum þegar hann skoraði á repúblikana, sem yfirleitt hafa fylgt honum að málum, að leggja sér lið. Ekki dugði til þótt hann vitjaði þingmanna á Capitol-hæð áður en atkvæði voru greidd í öld- ungadeildinni á fimmtudag til að beita áhrifum sínum. Reagan tapaði atkvæðagreiðsl- unni í öldungadeildinni með einu atkvæði og gengu þrettán repú- blikanar í lið með demókrötum. Svo fór að 67 greiddu frumvarp- inu atkvæði, 33 voru andvígir. Til að hnekkja neitunarvaldi for- seta þarf tvö af hverjum þremur atkvæðum þingmanna. Reagan fékk verri útreið þegar atkvæði voru greidd í fulltrúa- deildinni nokkrum dögum áður. Þar voru 102 af 177 þingmönnum repúblikana fylgjandi því að hnekkja neitunarvaldi forsetans. 350 fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn forsetan- um, 73 með. Hver repúblikaninn á fætur öðrum skýrði ákvörðun sína um að snúast gegn forsetanum. Bob Michel, þingmaður repú- blikana í fulltrúadeildinni, sem verið hefur dyggur stuðningsmað- ur Reagans, kvaðst hafa greitt atkvæði gegn leiðtoga sínum fyrsta sinni, vegna þess að í frum- varpinu væri kveðið á um fé til að bæta vegi í kjördæmi hans. „Forsetinn' sér veg 121 ekki sömu augum og ég,“ sagði Michel í umræðum um frumvarpið. „Ég er að tala um miðhluta Illinois og veg þar sem ijöldi manns lætur lífíð og hlýtur örkuml árlega. For- setinn hefur rétt fyrir sér, en það hef ég líka.“ Larry Pressler, öldungadeildar- þingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta, sagði að það hefði verið erfitt að ákveða að leggjast gegn forsetanum. „Ég dái og virði forsetann," sagði Pressler. „En eftir að hafa vegið alla þætti málsins og metið hygg ég að það sé hagur kjör- dæmis míns og Bandaríkjanna að ég greiði atkvæði með því að neit- unarvaldi forsetans verði hnekkt." Reagan átti við ofurefli að etja í þessari viðureign vegna þess að í frumvarpinu var kveðið á um fjárframlög til allra ríkja Banda- ríkjanna. Þar er yfírvöldum í hveiju ríki einnig veitt leyfi til að auka hámarkshraða í stijálbýli og nýtur það ákvæði mikils fylgis í mið- og suðurríkjunum. Howard Baker starfsmanna- stjóri, sem var ráðinn til að hjálpa stjórninni til að rétta úr kútnum eftir vopnasölumálið og eitt sinn var formælandi repúblikana í öld- ungadeildinni, kvaðst hafa varað forsetann við því að leggjast gegn vegagerðarfrumvarpinu. Aftur á móti kemur ekki í ljós hvaða afleiðingar þetta hefur fyr- ir Reagan og skipti hans við þingið þann 21 mánuð, sem eftir er af kjörtímabilinu, fyrr en gengið verður til atkvæða um önnur mik- ilvæg mál. Sigri hrósandi demókratar voru miskunsamir í garð andstæðings síns eftir atkvæðagreiðsluna. „Þetta skiptir ekki sköpum fyrir forsetann,“ sagði Robert Byrd, formælandi demókrata í öldunga- deildinni. Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður demókrata, sagði að forsetinn þyrfti ekki að hafa áhyggjur af að þetta hefði áhrif á völd hans. „Ef öll kurl eru komin til grafar í vopnasölumál- inu, þá er Reagan kominn út úr myrkviðnum og við játum það allir og fögnum því,“ sagði Kennedy. Forsetinn virtist eflast og íjörg- ast við þessa viðureign og kunna andstöðunni vel. „Það var þess virði að heyja þessa orrustu og þær verða fleiri," sagði forsetinn og hét því að hann mundi enn reyna að draga úr eyðslu hins opinbera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.