Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 '
37
36
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingasijóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Mattnías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Blikur á lofti
í varnarmálum
Friðrik Sophusson, vara-
formaður Sjálfstæðis-
flokksins, benti réttilega á
það í viðtali við Morgunblaðið
á laugardaginn, að allur
ávinningur þess kjörtímabils
Alþingis, sem nú er að ljúka,
gæti glatast, ef við kysum
yfir okkur sundrungu. Ef
styrkur Borgaraflokks Al-
berts Guðmundssonar verður
áþekkur eða hinn sami í kosn-
ingunum 25. apríl og í
skoðanakönnunum að undan-
förnu, og Sjálfstæðisflokkur-
inn tapar á sama hátt fylgi,
er ljóst, að hér á landi geta
skapast mjög alvarlegar að-
stæður í stjórnmálum. Við
blasir, að þá tekur við tíma-
bil stjórnarkreppu eða fjöl-
flokkastjórna með alkunnum
afleiðingum fyrir efnahags-
og atvinnulíf í landinu.
En það er ekki aðeins á
sviði efnahags- og atvinnu-
mála sem festa undanfarinna
íjögurra ára er í hættu. I ör-
yggis- og varnarmálum eru
einnig blikur á lofti, sem rík
ástæða er til að gefa gaum.
í stefnuskrá hins nýja Borg-
araflokks er hvorki lýst yfir
stuðningi við aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu né
dvöl varnarliðsins í Keflavík,
en hvort tveggja hafa verið
höfuðþættir í utanríkisstefnu
íslands síðustu áratugina.
Um hið fyrrnefnda segir ein-
göngu í stefnuskránni: „ís-
land er aðili að varnarbanda-
lagi vestrænna þjóða
(NATO).“ Hvað merkir þetta?
Hvaða erindi á staðreynd af
þessu tagi inn í stefnuskrá?
Getur verið, að með þessum
hætti sé verið að breiða yfir
ágreining innan Borgara-
flokksins^ um aðildina að
NATO? í því sambandi ber
að minna á, að alkunnur and-
stæðingur varnarliðsins og
NATO er í þriðja sæti á fram-
boðslista Borgaraflokksins í
Reykjavík.
Um varnarsamstarfið við
Bandaríkjamenn er þetta eitt
að finna í stefnuskrá Borg-
araflokksins: „Eðlilegt er, að
vamarsamningurinn við
Bandaríkin verði endurskoð-
aður reglulega." Hér er tekið
undir stefnu, sem Ólafur
Ragnar Grímsson er höfundur
að, og Alþýðubandalagið hef-
ur gert að sinni. I þessu felst,
að skapað er stöðugt óvissu-
ástand um öryggis-_ og
varnarmál íslendinga. A það
er að minna, að í varnarsamn-
ingnum em og hafa alltaf
verið skýr ákvæði um endur-
skoðun hans og uppsögn. Ný
ákvæði um „reglulega endur-
skoðun“ eru því eingöngu til
þess fallin, að veikja varnar-
samstarfið og þar með þá
festu, sem nauðsýnleg er í
vörnum íslands og Vestur-
landa í heild. Tillaga Ólafs
Ragnars Grímssonar og
Borgaraflokks Alberts Guð-
mundssonar felur líka í sér
þá hættu, að reynt verði að
hafa bandaríska varnarliðið
að féþúfu. Dæmi erlendis frá,
þar sem „regluleg endurskoð-
un“ varnarsamstarfs við
Bandaríkin hefur verið tekin
upp, sýna, að slík er reyndin.
Þar verður samstarfið að
söluvöru eða skiptimynt.
í kosningabaráttunni að
undanförnu hefur naumast
verið minnst á öryggis- og
varnarmál. Alþýðubandalags-
menn hafa um nokkurt skeið
talið sér henta, að þegja að
mestu um andstöðu sína við
aðildina að NATO og dvöl
varnarliðsins. Þeir vita, að sú
stefna,- sem fylgt hefur verið,
nýtur meirihlutafylgis með
þjóðinni. Þessa stöðu er fyrst
og fremst að þakka ákveðinni
og afdráttarlausri stefnu
Sjálfstæðisflokksins. En
menn skyldu minnast þess,
að í þingkosningum 1971 bar
öryggis- og vamarmál tæpast
á góma. Samt gerðist það
eftir kosningarnar, að hér var
mynduð ríkisstjórn, sem hafði
á stefnuskrá sinni að vamar-
liðið hyrfi úr landi á kjörtíma-
bilinu. Áform í þá vem vom
komin langt á leið, þegar al-
menningur í landinu reis upp
og stöðvaði þau með undir-
skriftum sínum undir ávarp
Varíns lands.
Það er því fleira en sá
ávinningur, sem náðst hefur
í efnahagsmálum, sem í húfi
er í þingkosningunum síðar í
þessum mánuði. Hér hefur
ríkt friður um öryggismál frá
því 1974. Það væri illa farið,
ef sá friður yrði rofinn.
Sjálfstæðisflokkur inn
og málefni fatlaðra
eftirFriðrik
Sophusson
Málefni fatlaðra hafa verið talsvert til
umræðu að undanförnu. Kosningavaka
Þroskahjálpar og Oryrkjabandalagsins,
sem haldin var fyrir skömmu tókst vel
og var aðstandendum til sóma.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil
látið sig varða málefni fatlaðra. Af mörgu
er að taka. Sumt er enn í fersku minni,
en full ástæða er til að rifja upp annað,
sem eldra er:
1. Grundvöllurinn að uppbyggingu stofn-
ana í þágu öryrkja var lagður með
lögum um erfiðafjársjóð nr. 25 16.
apríl 1953. Aðalhvatamaður þessarar
löggjafar var einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins Gísli Jónsson.
2. Arið 1959 var samþykkt þingsálykt-
unartillaga um skipun nefndar til að
rannsaka og gera heildartillögur um
lausn á atvinnumálum og félagslegum
vandamálum öryrkja í landinu. Fyrsti
flutningsmaður þessarar tillögu var
Gunnar Thoroddsen, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Nefndin sem starfaði undir forystu
Odds Ólafssonar læknis, fyrrverandi
alþingismanns, skilaði ítarlegum til-
lögum um málefni öryrkja, og þar með
einhvetjum mestu umbótum í félags-
legri aðstöðu öryrkja sem hér hafa
orðið, auk þess sem tillögurnar mörk-
uðu upphaf læknisfræðilegrar endur-
hæfingarstarfsemi hér á landi.
Nefndin gerði tillögur um sérstaka
löggjöf um aðstoð við fatlaðra sbr. lög
nr. 25 16. april 1962, þar sem Styrkt-
arfélagi fatlaða er tryggður tekjustofn
til starfsemi sinnar.
3. Árið 1967 fluttu tveir þingmenn Sjáif-
stæðisflokksins, Oddur Andrésson og
Gunnar Gíslason, þingsályktunartil-
lögu um að ríkisstjórnin undirbyggi
og legði fyrir Alþingi frumvarp til laga
um öryrkjaheimili og endurhæfingar-
stöðvar. I kjölfar þess var Öryrkja-
bandalagi Islands falið að semja
frumvarp til laga um öryrkjaheimili
og endurhæfingarstöðvar. Árangurinn
varð lög um endurhæfingu með stofn-
setningu endurhæfingarráðs, er hafði
víðtækar skyldur til að koma málefn-
um fatlaðra í betra horf og hefur
starfsemi endurhæfingarráðs verið afl-
vaki margháttaðra aðgerða í þessu
skyni.
4. Árið 1972 var samþykkt tillaga til
þingsályktunar frá Óddi Ólafssyni,
þingmanni Sjálfstæðisflokksins, um
aðgerðir til að auðvelda umferð fatl-
aðra.
Skipuð var nefnd sem vann að at-
hugun á umbótum á þessu sviði og
árangurinn varð, að sett voru bygging-
arlög árið 1978 þar sem sérstaklega
var fyrir mælt um, að í byggingar-
reglugerð skyldi setja ákvæði varðandi
umbúnað bygginga til þess að auð-
velda ellihrumu og fötluðu fólki að
komast leiðar sinnar. Frumkvæði að
þessari löggjöf hafði Gunnar Thorodd-
sen félagsmálaráðherra.-
5. Árið 1973 flutti Oddur Ólafsson,
þingmaður flokksins, tillögu um breyt-
ingu á lögum um Húsnæðismálastofn-
un um að heimila lán til öryrkja til
endurbóta eigin húsnæðis. Ákvæði
þess efnis komust þar með í lög Hús-
næðismálastofnunar ríkisins.
6. Þegar Iög um heilbrigðisþjónustu voru
endurskoðuð 1978 er ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, Matthías Bjarnason,
fór með heilbrigðismál var lögtekið að
starfssvið heilsugæslustöðva tækju til
sjúkraþjálfunar og endurhæfingar-
starfsemi og þar með rennt stoðum
undir að fatlaðir fái aðstöðu til fullko-
minnar endurhæfingar hvarvetna á
landinu.
Hér hefur verið stiklað á nokkrum
þáttum málsins. Margt fleira má rekja
og er þá hlutur Reykjavíkurborgar ekki
sístur.
Ályktun landsfundar
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins,
sem haldinn var í mars sl., var ályktað
um margvísleg mál. Á nokkrum stöðum
er vikið að málefnum fatlaðra og öryrkja:
1. í almennri stjórnmálaályktun segir
svo:
„Uppbyggingarstarfi verði haldið
áfram svo og umbótum í trygginga-
málum og málefnum fatlaðra og
aldraðra.
2. í sérstakri ályktun um heilbrigðis-
og tryggingamál er sagt orðrétt:
„Hvatt er til aukinna aðgerða í þágu
fatlaðra, m.a. með auknum upplýs-
ingum um réttindi þeirra, uppbygg-
ingu framkvæmdasjóðs, stofnun
sambýla, ráðstöfunum til endurhæf-
ingar og atvinnuþátttöku án þess að
réttindi glatist meðan á aðlögun-
artíma stendur. Hugað verði sérstak-
lega að lífeyrisréttindum öryrkja.
Fagnað er umbótum í tryggingakerf-
inu, svo sem lengingu mæðralauna
vegna barna í langtímavistun. Nauð-
synlegt er . að endurskoða jafnan
upphæðir tryggingabóta, þannig að
t.d. örorkulífeyrir dugi til framfærslu
bótaþega. Bótakerfi vegna slysa-
trygginga verði endurskoðað þannig
að rauntjón hinna slösuðu verði bætt.
Heimavinnandi fólk njóti bóta frá
Tryggingastofnun ríkisins til jafns við
Friðrik Sophusson
„Ef við ætlum að stórauka
fjárframlög til fatlaðra á
næstu árum verður það
varla gert nema með því
að draga saman seglin á
öðrum sviðum eða — sem
kemur vel til greina — að
láta þá, sem bezt eru settir
í þjóðfélaginu greiða að
einhverju leyti fyrir þá
þjónustu sem samfélagið
lætur okkur nú í té án end-
urgjalds.“
aðra þjóðfélagsþegna. Fyrningar-
frestur vegna umsókna um sjúkra-
dagpeninga verði lengdur."
3. I ályktun fímdarins um skóla- og
fræðslumál segir m.a.:
„Jafnrétti til náms er grundvallar-
stefna Sjálfstæðisflokksins. Taka
þarf til gagngerðrar endurskoðunar
kennslumál fatlaðra þannig að þeim
nýtist betur hið almenna skólakerfi.
Kennslumál fatlaðra heyri undir
menntamálaráðuneytið. “
4. I ályktun um vinnumarkaðsmál seg-
ir:
„Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
hvetur til að aðstaða fatlaðra til þátt-
töku í atvinnulífinu veðri stórlega
bætt og þeim á þann hátt gert fært
að sjá sér farborða. Þá verður að
efla samvinnu í fyrirtækjum og stétt-
arfélögum til að auðvelda fötluðum
aðgang.“
Framkvæmdasjóður fatl-
aðra
Mikið hefur verið rætt um Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra. Því miður hefur
ekki verið staðið við lögin um sjóðinn
frá því að þau voru sett. Sömu sögu er
reyndar einnig að segja um ijölmörg
önnur lögbundin verkefni. Þessi skerðing
er ekki á ábyrgð neins eins stjómmála-
flokks. Bæði núverandi og síðasta ríkis-
stjórn skertu fjármagn til sjóðsins.
Sérkennsluhúsnæðið hefur haft vissan
forgang um fé úr sjóðnum, en vonandi
verður hægt að láta stærri hluta ganga
til heimila — einkum sambýla — á næst-
unni. Meginstefnan er að almenna
skólakerfið taki við sem allra flestum,
en sérskólarnir eru að sjálfsögðu mikil-
vægir og em nauðsynlegar miðstöðvar
fyrir það sérmenntaða fagfólk, sem
starfa á víðs vegar um landið.
Með lögunum um lottó var ákveðnum
aðilum fenginn lögverndaður tekjustofn,
Öryrkjabandalagið fær 40% af nettóá-
góða. Byrjunin lofar góðu. Bandalagið
hefur þegar fengið tæpar 20 milljónir
til sinna þarfa og verulegur hluti af því
mun fara til íbúðakaupa. Mér skilst að
Hússjóður Öryrkjabandalagsins ráðgeri
að festa kaup á 40 íbúðum á þessu ári,
en Hússjóðurinn á 250 leiguíbúðir fyrir.
Rétt er að vekja athygli á þessu vegna
þess, að lottóið hlýtur að færa til áherzl-
ur og tryggja þroskaheftum frekari rétt
til fjármuna úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra á næstunni.
Fyrir nokkrum árum varð sú mikil-
væga stefnubreyting í málefnum fatl-
aðra, að ákveðið var, að tryggja þeim
réttindi með sams konar úrræðum og
notuð eru fyrir aðra í stað þess að nota
sértækar lausnir. Eg tel, að talsvert
hafi áunnist, einkum í skólakerfinu, þeg-
ar við berum okkur saman við aðrar
þjóðir. Tiltölulega fleiri fötluð börn
stunda nú nám við almenna skóla en
áður, þótt auðvitað vanti talsvert á í
þeim efnum.
Þrjú forgangsverkefni
Þessi breytta stefna hefur þýtt, að
ný kynslóð fatlaðra getur fremur en sú
eldri búið við svipuð skilyrði og aðrir.
Ég vil benda á þrjú forgangsverkefni:
1. Sambýlin hafa gefist vel og verður
að leggja áherslu á að fjölga þeim,
enda þörfin mikil (160 eru á biðlista).
2. Sveitarfélögin komi meira inn í mynd-
ina varðandi verndaða vinnustaði,
enda eru heimamenn færari til þess
en fulltrúar ríkisvaldsins.
3. Skilið verði eins og kostur er á milli
heimila (þar á meðal sambýla) og
staða þar sem dagleg störf fara fram.
Þess vegna þarf að auka dagvistar-
möguleikana, t.d. þjátfunarmið-
stöðvar fyrir þá verst settu, þannig
að þeir fari til og frá heimili sínu eins
og annað fólk.
Á undanförnum árum hefur húsnæðis-
löggjöfin verið lagfærð til að koma til
móts við fatlaða og öryrkja. Nú síðast
gerðist það rétt fyrir þinglok.
Þá hefur Ragnhildur Helgadóttir, heil-
brigðisráðherra, beitt sér fyrir ýmsum
lagfæringum fyrir fatlaða. I því sam-
bandi má nefna, að verið er að setja
reglur, sem auðvelda fötluðum að kom-
ast út á vinnumarkaðinn án þess að tefla
efnahagslegri afkomu þeirra í tvísýnu.
Með þeim eru öryrkjum tryggðar bætur
í þijá mánuði eftir að þeir hefja störf
og þeir halda fullum réttindum, þurfi
þeir að hverfa úr vinnu áður en ár er
liðið. Jafnframt hefur Þorsteinn Pálsson,
fjármálaráðherra, staðið fyrir breyting-
um á tryggingalöggjöfinni til að hægt
sé að veita öryrkjum styrki til bílakaupa.
Þessi atriði eru öll fallin til að tryggja
raunverulegan rétt fatlaðra og áfram
þarf að halda á þessari braut.
Kaupmáttur lífeyris
Á síðustu árum hefur þess verið gætt
að kaupmáttur lífeyris skerðist ekki og
tekið hefur verið tillit til launaskriðs.
Þess vegna hefur kaupmáttur lífeyris-
þega með fulla tekjutryggingu og
heimilisuppbót aldrei verið meiri. Það er
hins vegar rétt, að síðasta hækkun svar-
aði ekki til hækkunar lægstu launa í
desembersamningunum. Það hlýtur að
verða viðfangsefni stjórnmálamanna á
næstunni að hækka lífeyrinn, þannig að
hann verði samsvarandi lágmarkslaun-
um, sem eru nú u.þ.b. kr. 27.000 (þ.e.
fullur lífeyrir ásamt tekjutryggingu og
heimilisuppbót, sem er nú kr. 22.500).
Ég hef í þessari grein reynt að gefa
nokkra hugmynd um afstöðu okkar sjálf-
stæðismanna til málefna fatlaðra. Sjálf-
sagt finnst flestum, að hægt gangi. En
við skulum samt meta það, sem vel hef-
ur verið gert. Framkvæmdir og rekstur
kosta fjármagn. Hvar getum við aflað
íjár? Eru til nýjar leiðir? Ef við ætlum
að stórauka fjárframlög til fatlaðra á
næstu árum verður það varla gert nema
með því að draga saman seglin á öðrum
sviðum eða — sem kemur vel til greina
— að láta þá, sem bezt eru settir í þjóð-
félaginu greiða að einhveiju leyti fyrir
þá þjónustu sem samfélagið lætur okkur
nú í té án endurgjalds. Menn verða að
hafa kjark til að koma til móts við ný
viðhorf með ábendingum um leiðir og
áhitnum spurningum, sem krefjast
svara. En forsenda þess, að árangur
náist, er, að áfram ríki festa og stöðug-
leiki í efnahagsmálum.
Höfundur er varaformaður Sjálfstæðis-
flokks ogskipar 1. sæti D-listans í
Reykjavík.
Getum enn haft
úrslitaáhrif á
þróun hafréttarmála
eftir Eyjólf Konráð Jónsson
Á vinnustaðafundum að undanfömu hef
ég stundum verið spurður eftir hveiju væri
að slægjast á Hatton-Rockall svæðinu. Spurn-
ingunni hef ég svarað eitthvað á þessa leið:
Við vitum ekki með vissu hvað jarðlögin á
svæðinu hafa að geyma enda er þetta sokkna
land lítið rannsakað. Einmitt þess vegna er
rannsóknarleiðangur sá sem farinn verður í
sumar nauðsynlegur þótt erfitt sé að spá
nokkru um það hvort vísbending fáist um
verðmæt jarðefni, gas eða olíu og er þess þá
að gæta að ekki er langt síðan mönnum hug-
kvæmdist að leita slíkra auðlegða í Norðursjó
eða við Noregsstrendur. Því er svo við að
bæta að nú þegar tilheyra hafsbotninum að
alþjóðalögum þær lífverur sem botnlægar
eru, svo sem skel- og krabbadýr. Og lítill efi
er á því að hafið mun er tímar líða talið eign
þess ríkis eða ríkja sem eiga botninn, rétt
eins og upphaf 200 mílnanna var það að
Bandaríkjamenn helguðu sér 200 mílna hafs-
botnsréttindi árið 1945 með einhliða yfirlýs-
ingu Trumans forseta. Á sama hátt eru
strandríkin nú sem óðast að helga sér land-
grunn utan 200 mílna efnahagslögsögu en
þau mynda nú sem fyrr hafrétt í raun — de
facto — enda meirihluti þjóða heims strand-
þjóðir.
Þetta ætti auðvitað að vera nægilega ríkir
hagsmunir til þess að við gættum þeirra. En
pólitískir hagsmunir eru einnig mikilvægir
og jafnvel líka hernaðarlegir því að vina- og
bandalagsþjóðir geta helgað sér svæðið sam-
eiginlega um alla framtíð.
Við Islendingar höfum áður haft úrslita-
áhrif á þróun hafréttar. Á það jafnt við um
200 mílurnar og samkomulagið um Jan May-
en-svæðið sem var fyrsta samningsgerðin á
grundvelli Hafréttarsamningsins um samnýt-
ingu og sameign auðlinda hafsins og hafs-
botnsins.
Ef menn
líta á kort af
norðurhöfum
sjá þeir hve
skammt er
orðið til þess
tíma að þjóð-
irnar frá
Noregs- og
Skotlands-
ströndum og
allt vestur til
Kanada helgi
sér höfin öll,
gæti þeirra,
rækti og nýti.
Ljóst er því
að við íslend-
ingar bæði
getum enn og
eigum að hafa
úrslitaáhrif á þróun hafréttarmálanna og
halda af framsýni og hyggindum á þessum
mikilvægustu réttindum.
Rétt er hér og nú að minna á það að sjálf-
stæðismenn hafa allt frá því að lokasókn
hófst á hafréttarmálum með baráttunni fyrir
200 mílum og réttindum á Jan Mayen-svæð-
inu, Reykjaneshrygg og Rockall-hásléttu haft
alla forystu í þessum mikilvægu málum og
það jafnt hvort sem þeir hafa verið í ríkis-
stjóm eða stjómarandstöðu.
Sjálfstæðisflokknum hlýtur því að vera
best treystandi til þess að leiða mál þessi til
farsælla lykta.
Höfundur skipar 4. sæti lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Starfsævi og starfshæfni ríkisstjóma
Lengsta starfsævi íslenzkrar ríkis-
stjórnar frá stofnun lýðveldisins
(1944) er ellefu ár. Sú ríkisstjóm, sem
hér um ræðir, var samstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks, viðreisnarstjórnin,
sem mynduð var 1959 og sat samfleytt
til ársins 1971, fyrst undir forsæti Ólafs
Thors, síðan Bjarna Benediktssonar
(lengst af) og loks Jóhanris Hafstein.
Á lýðveldistímanum 1944-1987, 43
árum, hafa setið þrettán ríkisstjórnir:
fimm tveggja flokka stjómir, sex fjöl-
flokkastjórnir (fleiri en tveir flokkar eða
flokksbrot) og tvær minnihlutastjórnir.
Tveggja flokka stjórnir hafa yfirleitt
setið út heilt kjörtímabil og viðreisnar-
stjórnin gott betur, sem fyrr segir. Engin
ríkisstjórn, sem fleiri en tveir framboðs-
flokkar hafa staðið að, hefur lifað heilt
kjörtímabil. Meðalaldur fjölflokkastjórna
hér á landi er u.þ.b. tvö ár. Minnihluta-
stjómir sátu aðeins um stundarsakir.
☆
MEÐALALDUR ríkisstjórna, sem
fleiri en tveir framboðsflokkar stóðu að,
er nálægt hálft kjörtímabil. Engin slík
ríkisstjórn hefur lifað af heilt kjörtímabil.
Ríkisstjórnir þær, sem hér um ræðir,
eru: Nýsköpunarstjórn 1944-46 (Sjálf-
stæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Sósíal-
istaflokkur), Stefanía 1947-49
(Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur,
Sjálfstæðisflokkur), vinstri stjóm
1956-58 (FramsóknarflokkUr, Alþýðu-
flokkur, Alþýðubandalag), vinstri stjóm
1971-1974 (Framsóknarflokkur, Al-
þýðubandalag, Samtök fijálslyndra og
vinstri manna), vinstri stjóm 1978-1979
(Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Al-
þýðubandalag), ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen 1979-83 (samstjórn örfárra
þingmanna úr Sjálfstæðisflokki með Al-
þýðubandalagi og Framsóknarflokki).
Engin þessara ríkisstjórna starfaði í
heilt kjörtímabil. Helmingur þeirra starf-
aði um hálft kjörtímabil, ein skemur,
tvær litlu lengur.
☆
FIMM tveggja flokka ríkisstjómir
hafa starfað á lýðveldistímanum:
• 1) Ríkisstjóm Steingríms Steinþórs-
sonar 1950-53 (Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur).
• 2) Ríkisstjóm Ólafs Thors
1953-1956 (Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur). Hér var í raun um
framlengt stjómarsamstarf Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks að ræða,
sem stóð samfleytt í sex ár, þó flokkarn-
ir skiptust á að leiða ríkisstjórnina.
# 3) Viðreisn 1959-1971 (Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur).
• 4) Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
1974-1978 (Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur).
9 5) Ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar (1983-1987).
Eins og af framansögðu sést fylgir
stjómarsamstarfi tveggja flokka yfir-
höfuð festa, sem endist út kjörtímabil,
jafnvel lengur, öfugt við ríkisstjómir
fleiri aðila, sem hafa minna úthald og
starfsþrek.
☆
MJÖG mikilvægt er að sá árangur,
sem náðst hefur í hjöðnun verðbólgu,
jafnvægi og stöðugleika í efnahagslífi
okkar, verði treystur í sessi til frambúð-
ar.
Sú framvinda, sem orðið hefur í fram-
boðsmálum (8 til 9 framboð í einstökum
kjördæmum), horfir hinsvegar ekki til
stefnufestu eða stöðugleika í íslenzkum
stjórnmálum.
Líkur, dregnar af skoðanakönnunum,
standa til þess, að engir tveir framboðs-
aðilar fái nægan þingstyrk til að standa
að tveggja flokka meirihlutastjórn. Það
er mjög miður, ef rétt reynist, í ljósi
reynslunnar á lýðveldistímanum, sem
hér að framan er rakin.
Þegar farið er ofan í saumana á fram-
vindu íslenzkra stjórnmála þetta tímabil
er eirisýnt, að Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur verið kjölfestan í íslenzkum þjóðmál-
um. Sú aðför, sem nú er að flokknum
gerð, er því um leið aðför að stefnufestu
og stöðugleika í þjóðlífinu og þeim
árangri í efnahagsmálum, sem náðst
hefur.
Mýgrútur framboða, eins og nú blasir
við, styrkir hvorki lýðræðið né þingræð-
ið, heldur eykur á glundroða, á líkurnar
á einhverskonar fjölflokka- eða vinstri
ríkisstjórn eftir kosningar.
Kreppa verðbólguáranna, sem
skammt er að baki, getur beinlínis vakn-
að til nýs lífs úr slíkum glundroða.
Spurning er hvort hinn þögli meiri-
hluti þekkir sinn vitjunartíma og snýr
málum til betri vegar, áður en það er
orðið of seint.
Og það er vissulega of seint að iðrast
eftir kosningar, ef sagan frá 1978 endur-
tekur sig með einum eða öðrum hætti.
Stefán
Friðbjarnarson