Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
VANDAÐU VAUÐ
Könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands undirstrikar
góða stöðu Ríkisútvarpsins
Könnun gerð dagana 21.—23. mars1987.
Laugardagurinn 21. mars 1987.
landið. Ahorfendur 15—70 ára.
Sjónvarpid
Horfun á sjónvarpið kemst
upp í 71% þegar mest er
laugardaginn 21. mars.
Fréttir eru þó ekki mældar
þetta kvöld en sunnudaginn
22. og mánudaginn 23. fór
horfun á fréttir uppí 75%.
Hér sýnir sjónvarpið yfirburði
sína þegar auglýsa á í sjón-
varpi.
niy
RÍKISÚTVARPIÐ
r
AUGLYSINGADEILD
<
1
I
SJÓNVARP RÁS1 RÁS2 RÚVAK
SÍMI 693060
Gunnar Kvaran sellóleikari.
Síðustu
Háskólatón-
leikarnir
SÍÐUSTU Háskólatónleikarnir í
vetur verða miðvikudaginn 8.
apríl í Norræna húsinu og hefj-
ast kl. 12.30.
Martin Berkowsky og Gunnar
Kvaran leika ýmis tilbrigði fyrir
selló og píanó eftir Ludwig van
Beethoven.
Tónleikamir standa í u.þ.b.
hálftíma.
Martin Berkowsky píanóleikari.
Ný bók frá
Sagnfræðistofnun:'
Kaþólskt
trúboð
á Islandi
KAÞÓLSKT trúboð á íslandi
1857-1875 er efni samnefndrar
bókar, sem Gunnar F. Guðmunds-
son, sagnfræðingur, hefur samið
og Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands gefið út.
Bókin er að stofni til byggð á próf-
ritgerð höfundar við Háskóla íslands
árið 1975, en hann hefur síðan endur-
skoðað hana og bætt við efni, sem
hann hefur viðað að sér á síðustu
árum. Bókin er 137 bls. að lengd og
hefur ísafoldarprentsmiðja prentað
hana og bundið inn, en söluumboð er
í höndum Sögufélags, Garðastræti
13B í Reykjavík.
í bókinni er fjallað um kaþólsku
kirkjuna í Evrópu á öldinni sem leið
og þá einkum á Norðurlöndum, trú-
arlíf á Islandi á sama tíma og
Norðurheimskautstrúboðið svo-
nefnda, þar sem Djúnki kom við sögu,
en hann gerði Benedikt Gröndal
frægan hér á landi með frásögnum
sínum af honum í Dægradvöl og
Heljarslóðarorrustu.
Þá segir frá fyrstu kaþólsku prest-
unum hér eftir siðaskipti, þeim séra
Bemharði og Baldvin (Baudoin) og
athöfnum þeirra, en það var hinn
fyrmefndi sem keýpti Landakots-
eignina, þar sem höfuðstöðvar
kaþólsku kirkjunnar hér á landi hafa
staðið síðan.