Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 47 Fundur um lífskjörin á landsbyggðinni í Borgarnesi: „Landbúnaðurinn er ekki apparat sem hægt er að kveikja og slökkva á“ - sagði Gunnar Páll Ingólfsson, Þjóðarflokknum Borgarnesi. SEINNI fundur Verkalýðsfélags Borgarness og Neytendafélags Borgarfjarðar um „Lífskjör á landsbyggðinni“ var haldinn í Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 25. mars sl. A fundinn mættu um níutíu manns. Þar kynntu stefnumál sín og svöruðu fyrirspurnum fulltrúar Alþýðubandalagsins, Þjóðarflokksins, Bandalags jafnaðarmanna og Framsóknarflokksins. í upphafi fundarins sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, m.a. eftirfarandi um samstarf verkalýðs- félagsins og neytendafélagsins: „Árið 1983 gerðu félögin með sér formlegt samkomulag um samstarf, meðal annars á sviði fræðslumála. Einn liður í því er að halda opna fundi um brýn hagsmunamál al- mennings. Og þetta er fimmti almenni fundurinn sem við boðum til um mál sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu." Þá sagði Jón að samstarf félaganna væri einnig á sviði verðkannana og á síðasta ári hefðu verið gerðar ellefu kannanir í verslunum á félagssvæðinu. Sagði Jón Agnar að félögin stefndu að því að halda áfram á svipaðri braut. Að loknum framsöguræðum full- trúa stjórnmálaflokkanna var fundarmönnum boðið að beina fyr- irspurnum til stjómmálamannanna. Alþýðubandalag í framsögu og svörum við fyrir- spumum sagði Gunnlaugur Har- aldsson, sem skipar 2. sæti á G-lista í Vesturlandskjördæmi, meðal ann- ars: „Lífskjör okkar landsbyggðar- manna eru slæm og jafnvel verri en á undanförnum tveimur áratug- um og fyrir því hljóta að vera einhvetjar áþreifanlegar ástæður. Það getur ekki verið tilviljun að svona skuli ástatt hjá okkur hér á landsbyggðinni á sama tíma og hagvöxtur í efnahagslífi landsins er í hámarki og smjör drýpur af hverju strái á Reykjavíkursvæð- inu.“ Um stefnumál sagði Gunn- laugur að Alþýðubandalagið vildi afnema kvótakerfið. I stað þess ætti að taka net upp um helgar og takmarka sóknina. Um stjómsýslu- Morgunblaðið/Theodór Leifur Finnbogason bóndi í Hítardal í ræðustól, fulltrúar stjórn- málaflokkanna sitja við borðið. Leifur viðraði þá hugmynd sína að banna ætti þingmönnum með lögum að sitja lengur en tvö kjörtíma- bil á þingi í einu. mál sagði Gunnlaugur að efla ætti sveitarfélög með sameiningu þeirra. Þá svaraði Gunnlaugur spurningum er beint var til hans um NATO og „herinn". Sagði Gunnlaugur að „auðvitað vildu alþýðubandalags- menn herinn burt og Alþýðubanda- lagið væri eini flokkurinn sem hefði það mál á stefnuskrá sinni“. Síðan sagði Gunnlaugur: „Við eigum ekki inngöngu í næstu ríkisstjórn ef við setjum það á oddinn að ísland fari úr NATO og reki herinn burt.“ breiðfylkingu, við verðum að standa saman, málið er það alvarlegt og það þolir enga bið. Landbúnaðurinn er ekki eitthvert apparat sem hægt er að kveikja og slökkva á eftir þörfum." Þá skoraði Gunnar Páll á hina flokkana að láta flokkshags- muni til hliðar í málefnum land- búnaðarins. Bandalagjafn- aðarmanna Fyrsti frambjóðandi Borgaraflokksins á Vestfjörðum: “Stofnað verði fyrir- gr eiðslufyrirtæki fyrir Vestfirðinga“ eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Guðmundur Bjarni Yngvason er tuttugu og sex ára gamall fram- kvæmdastjóri hjá eigin fyrirtæki í Reykjavík, sem annast bygginga- þjónustu. Hann ólst upp á Prest- bakka í Hrútafirði í stórum systkinahópi, fór komungur til náms og starfa. Hann er af Arnar- dalsætt. Foreldrar: Jóhanna Helga- dóttir Guðmundssonar læknis í Keflavík og Huldu Matthíasdóttur Ólafssonar frá Haukadal í Dýra- firði. Faðir: Yngvi Þórir Árnason prestur á Prestbakka. Einn kunningi Guðmundar Bjarna sagði um fyrsta frambjóð- anda S-listans á Vestfjörðum: „Hann er stjómmálalega þenkjandi og lætur sér ekkert mannlegt óvið- komandi." Annar maður, honum lengi nákunnugur, sagði við þann, sem þetta skrifar: „Guðmundur er ópjattaður maður og stéttlaus, en harðduglegur og mannlegur og blessunarlega laus við snobb og sýndarmennsku." Sjálfur hefur Guðmundur gefið þessa skýringu á framboði sínu í þessu erfiða kjördæmi — Vestfjörð- um: „Þegar ég var að vaxa úr grasi heima í Strandasýslu, þá eygði ég ekki nægilega möguleika til at- hafnasemi, sem mig dreymdi um. Því varð ég nauðugur viljugur að hverfa að heiman. Á þessari stundu finnst mér vera kominn tími til at- hafna einmitt í þessum kosningum í þessu umdeilda kjördæmi, Vest- §örðum.“ Þegar hann var inntur eftir því, hvernig hann jafnungur maður gæti stuðlað að auknum fram- kvæmdum á Vestfjörðum, kvaðst hann hafa átján ára gamall stofnað ferðafélag. Tveim árum síðar hefði hann í félagi við aðra sett á laggirn- ar verktakafyrirtæki. Af þessu má sjá, að fyrsti frambjóðandi S-listans í Vestfirðingafjórðungi hefur reynslu af félags- og athafnamál- um. Þegar hann var persónulega spurður að því, hvort hann teldi Vestfírðina heppilegan vettvang fyrir starfsreynslu sína, sagði hann: „Ég vil, að í Reykjavík verði stofn- að fyrirtæki, sem annist fyrir- greiðslu fyrir Vestfjarðakjördæmi. Vegna erfiðra skilyrða og annarra annmarka á Vestfjörðum tel ég lífsnauðsynlegt að Vestfírðingar geti treyst á þessa væntanlegu fyr- irgreiðslu, hvenær sem er — ég tala nú ekki um, þegar samgöngu- örðugleikar hamla. Eg vil stuðla að því að skapa þá aðstöðu, að hver manneskja á Vestfjörðum þurfí ekki annað en að lyfta síma til þess að komast í rétt samband og kippa málum sínum í lag — svo að dæmi sé tekið: veiðarfæraútvegun, land- búnaðartæki, vélar og jafnvel skjótar upplýsingar um lánafyrir- greiðslu." Guðmundur Bjarni, fyrsti fram- bjóðandi nýstofnaðs Borgaraflokks í Vestfjarðakjördæmi, var á leið vestur til að berjast, þegar spjallið fór fram. Það lá vel á honum. Listi Borgaraflokksins var ekki fyrirhafnarlaus á Vestfjörðum fremur en annað þar á slóðum — small ekki saman án þess að fyrir því væri haft. Vestfírzk þjóð er eins og pókerspilið — töluvert lokuð. Sem betur fer, segja margir. Bret- inn segir: „One can never have something for nothing" — þú getur ekki öðlazt neitt án fyrirhafnar. Frambjóðandinn ungi, sem var á leið vestur í víking, var spurður: „Hvernig leggst bardaginn fram- undan í þig?“ „Hann leggst mjög vel í mig,“ segir hann snöggt. „Þekkirðu nokkuð vestfírzkt hugarfar?“ „Ég þekki það,“ segir hann bros- Guðmundur Bjarni Yngvason andi, „vestfirzkt hugarfar er ferskt og uppörvandi eins og lífsbaráttan og lífið sjálft.“ Höfundur er listmálari og rithöf- undur. Þjóðarflokkurinn Fulltrúi Þjóðarflokksins var Gunnar Páll Ingólfsson, bryti frá Hvanneyri, sem skipar 1. sæti list- ans á Vesturlandi. Sagði Gunnar að sig hefði ekki órað fyrir því fyr- ir viku, þegar hann stóð í þessum ræðustól og skammaði frambjóð- endur, að hann ætti sjálfur eftir að standa í sömu sporum sem fram- bjóðandi einhvers flokks. Síðan sagði Gunnar: „En eftir símtal við Pétur Valdimarsson, formann Þjóð- arflokksins, komst ég að raun um að stefna Þjóðarflokksins er sú sama og ég hef sjálfur haft og ver- ið að vekja athygli á síðustu tíu til tólf árin.“ Gunnari varð tíðrætt um þróun í úrvinnslugreinum land- búnaðarafurða og sagði í því sambandi: „Auðvitað eigum við að hafa fjölbreyttan matseðil fyrir okk- ar þjóðfélagsþegna og erlenda ferðamenn sem hingað koma og við gerum alltof lítið af því að kynna okkar framleiðslu í landinu og utan þess.“ Um byggðamálin sagði Gunnar: „Við verðum að mynda Þorgils Axelsson, sem skipar 2. sæti Bandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, sagði, að mikið væri rætt um ábyrgð stjórnmálamanna, en hann kvaðst ekki geta séð að neinn stjórnmálamaður hefði axlað þá ábyrgð sem um væri rætt í neinu þeirra mála sem upp hefðu komið að undanförnu. Þá sagði Þorgils að eitt af aðalstefnumálum Banda- lagsins væri að gefa gjaldeyrisversl- unina ftjálsa. En það frelsi væri bannorð í íslenskum stjórnmálum. Að lokum sagði Þorgils: „Við í Bandalagi jafnaðarmanna sækj- umst ekki eftir valdi, við sækjumst aðeins eftir réttlæti og jöfnuði." Framsóknarflokkurinn Steinunn Sigurðardóttir, sem skipar 3. sæti B-listans á Vestur- landi, kvaðst hafa áhyggjur af því hve fátt fólk tæki virkan þátt í pólitísku starfí. Jafnt hjá gömlu stjómmálaflokkunum sem þeim nýju. Hvatti Steinunn fundarmenn til að taka þátt í stjórnmálabarát- tunni, tileinka sér framtíðarsýn og trúa á hana — TKÞ 2 Góðcm daginn! _ Æ/ ÆT/ NS BMMHI A SINGING PLANT. A DARING HERO. A SWEET GIRL. A DEMENTED DENTIST. IT’S THE MOST OUTRAGEOUS MUSICAL COMEDY IN YEARS. V -OF- Wa mm ¥ 9 •'Ufrinit_______________________________ H IthA SywUI Appcanuitt Bv RHK ElltN \l\ONT STE\T. MORANIS GRF.F.NE (.ARIIFMX MAKTIN TW löTÞ CWVl fwrt (fHWilí fli UTTllfflOf Of IKm* M) WW QJi\ ŒX MvONKtfSfMI fflLKlM viiWlffllO *r u'IM'i-v.v;tí i««\' “'TKIOl Páskamyndin 1987 „Litla hryllingsbúðin" Það er mál manna að aldrei hafi eins margir góðir grínarar verið sam- an komnir í einni mynd. En þeir eru: Rick Moranis, Ellen Greene, Steve Martin, Bill Murray, James Belushi, John Candy. Sýnd kl. 5 — 7 — 9 og 11. Sjá bls. 64.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.