Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
Minning:
Anna Guðmundsdóttir
BAÐSÖNGVARAR!
BLÖNDUNARTÆKIN SEM
FULLKOMNA ÁNÆGJUNA!
Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt.
Þú ákveöur hitastigiö og skrúfar frá - Dan-
foss heldur hitanum stööugum. Danfoss
blöndunartækin eru stílhrein og þau er
auövelt aö þrífa.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2.SÍMI 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA
Fædd 25. september 1902
Dáin 28. mars 1987
Frænka mín, Anna Guðmunds-
dóttir, andaðist 28. mars sl. Hún
fæddist 25. september 1902 og
hefði því orðið 85 ára í haust ef
henni hefði enst aldur. Hún náði
þó háum aldri og það sem meiru
varðar, ellin var henni léttbær og
hún naut lífsins. Svo heppin var
Anna að búa að mestu við góða
heilsu um ævina þar til hún kenndi
þess meins sem dró hana til dauða
á nokkrum dögum.
Anna var dóttir Guðmundar
Hannessonar læknis og konu hans,
Karólínu ísleifsdóttur. Jón, bróðir
Guðmundar, dó frá konu sinni Sig-
urbjörgu Frímannsdóttur og fjórum
ungum dætrum 1896. Sigurbjörg
fluttist þá með föður sínum öldruð-
um og tveimur dætra sinna til
Vesturheims þar sem nokkur systk-
ina hennar bjuggu þegar. Tvær
dætranna urðu eftir, Pálína hjá föð-
urömmu sinni, og Guðrún, amma
mín, ólst upp hjá Guðmundi föður-
bróður sínum, konu hans, Karólínu,
og bömum þeirra. Guðrún, amma
mín, fæddist 1892 og því 10 árum
eldri en Anna en með þeim fóstur-
systrum hélst alltaf vinátta meðan
STEDMAR HF., SMIÐJUVEGI2.
NÝ MIÐSTÖÐ HÚSGAGNA
FYRIR STOFNANIR OG FYRIRTÆKI
NÝTT SÍMANÚMER:
466
■ii
STEINAR HF
STÁLHÚSGAGNAGERÐ
SMIÐJUVEGI2 • KÓPAVOGI • SÍMI46600
báðar lifðu og tengsl og kynni milli
fjölskyldna þeirra sem enn vara.
Anna var hefðarkona af gamla
skólanum. Hún hafði fágaða og
elskulega framkomu og yfir henni
var reisn. Góða kímnigáfu hafði hún
og áhuga fyrir öðru fólki og málefn-
um líðandi stundar. Hún átti auðvelt
með að umgangast aðra og setti
sig í spor þeirra sem yngri voru og
tók þátt í lífi þeirra. Hún hafði
ævinlega menningarleg áhrif á
umhverfi sitt.
Eftir að hún var orðin ekkja vann
hún um 10 ára skeið hjá Ríkisút-
varpinu. Hún bjó ein í húsi sínu á
Hólavallagötu, en tæplega held ég
að henni hafi leiðst, svo mikið hafði
hún fyrir stafni, og fyllti daga sína
af viðfangsefnum. Hún hafði mikið
samband við böm sín og fjölskyldur
þeirra, aðra ættingja og vini sína.
Hún var sjálfstæð og áhugasöm
kona, ferðaðist talsvert erlendis, fór
ferða sinna akandi eigin bíl fram
til hins síðasta og naut þess að taka
þátt í lífínu.
Frá bemsku man ég eftir rausn-
arlegum Qölskylduboðum á heimili
þeirra Jóns þar sem ættingjar og
vinir hittust og kynntust. Þannig
treystust tengsl og kynni milli ætt-
ingja sem sáust e.t.v. sjaldan þess
á milli og var Anna á þennan hátt
tengiliður milli kynslóðanna. Hún
var gestrisin og tók höfðinglega á
móti gestum og gilti einu þó aðeins
ein manneskja væri gestur hennar.
Vorið 1974 gerði Anna mér mik-
inn greiða. Þá bjó ég í London en
bauðst að fara í fyrirlestraferð til
Austurlanda nær ásamt manninum
mínum í mánaðartíma. Þetta var
ævintýraleg ferð og freistandi en
bömin ung og erfitt að skilja við
þau svo lengi. Þá kom Anna eins
og dísin góða í ævintýrinu, tók við
búi og bömum og var ungri stúlku
til halds og trausts sem daglega
gætti bamanna. Þetta gerði hún
svo fúslega að ætla hefði mátt að
ég hefði gert henni greiða en hún
ekki mér. Umönnun bamanna var
eins og best verður á kosið og ferð-
in ógleymanleg. Fyrir þessa hjálp
hennar er ég ævinlega þakklát.
Kynni okkar urðu við þetta nánari
en áður og hún heimsótti okkur
aftur til London. Eftir að við flutt-
um til íslands hitti ég Önnu sjaldnar
en ég vildi. Annríkið hér hefur lag
á því að leiða mann frá samskiptum
við vini og fjölskyldu. Ég sakna
þéss nú að hafa ekki gefíð mér
meiri tíma til að hitta hana Önnu
frænku mína oftar, fræðast af henni
um liðna tíð og ræða við hana um
daginn og veginn. Ég og mínir eiga
henni gott að gjalda.
Ég sendi ástvinum hennar inni-
legar samúðarkveðjur frá fjölskyldu
minni.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Agnarsdóttir
Til grafar þinnar legg ég leið
við logndrif vetrarmjallar,
sem stjömuljós mér lýsa heið
þær ljúfu minjar allar.
Þú ert ei látin - lifír hér,
þú líður yfír foldu,
því duft þitt góða eitt það er,
sem er að verða að moldu.
Hjá mér er, svanni, sálin þín
úr sólu fegri geimi.
Mér finnst er rok á rúðum hvín,
að ró frá henni streymi.
Svo sterkt er ástaraflið sagt,
að ei má hel það saka -
þú ert hjá mér, þó liðið lagt
sé lík þitt undir klaka. (G.G.)
Anna Guðmundsdóttir er látin.
Þegar langri og athafnasamri ævi
merkra manna er lokið er líkt og
þung og voldug hurð falli að stöf-
um. Autt er það hús, sem mikil og
merk kona gæddi heimilisþokka,
fegurð og friðsæld með nærveru
sinni. Þó hringt væri að dyrum á
Hólavallagötu 7 kæmi hún Anna
ekki til dyra, brosmild og traust-
vekjandi, eins og hún hefur gert
síðustu 50 árin og byði gestinum
til stofu, þar sem gesturinn skynjar
óðara, að hann er kominn á menn-
ingarheimili þar sem allt er sígilt
og öllu komið fyrir af næmri
smekkvísi.
„í hug er mér sem manni er fer
um hljóðar veisluhallir,
hvert slökkt er ljós og litverp rós
og horfnir aðrir allir." (MÁ.)
Hennar þætti er lokið og eftir
er mikið tóm. Samt er hún ekki
með öllu töpuð okkur. Hún er áfram
í hugum okkar. Við munum hana,
orð hennar, athafnir, óskir og góðan
vilja. Hún var svo vitur, hyggin og
ráðagóð, hafði í heiðri fomar
dyggðir, horfna vini og gömul
kynni. Samt var hún umburðarlynd
og skilningsrík gagnvart nútíman-
um og samlagaðist honum undar-
lega vel. Það munaði um hana,
hvort heldur var sem dóttur, eigin-
konu, móður, ömmu eða vin. Henni
var eiginlegt að gera gott úr öllu,
ráða fram úr vandræðum sem öllum
mæta á lífsleiðinni, sjá bjartari hlið-
amar á hveiju máli, vona það besta
og missa ekki kjarkinn. Jafnvel það
að hugsa um hana er á einhvem
hátt gefandi.
Samt var hún ekki ein af þessum
fórnfúsu konum, sem fóma öllu
fyrir sína, þótt hún væri fædd og
uppalin í byijun þessarar aldar, en
þá var kvenhugsjónin sú að ekkert
klæddi konur betur en fómfysi.
Helst áttu konur alveg að gleyma
sjálfum sér, aðeins annast fjöl-
skyldu sína og þá aðra eftir því sem
tök vom á hveiju sinni. Að sjálf-
sögðu var þetta til þess að þær
fölnuðu og urðu smám saman eins
og skugginn af ungu og glöðu stúlk-
unum, sem áttu sér áhugamál og
nokkra eigingimi í uppvextinum og
eftirlætinu hjá föður og móður.
„Þú skalt elska náunga þinn sem
sjálfan þig,“ bauð Kristur. Oft hef-
ur undirrituð hugsað um það, að
auðvelt muni það vera því maður
elskaði sjálfan sig ekki svo mikið.
En ungu kvenréttindakonumar
skilja þessi orð skarpari skilningi
en undirrituð gerði allt fram á síðari
ár. Þær segja að konan eigi að elska
sjálfa sig, greinilega ekki minna en
aðra. Ég hygg að Anna Guðmunds-
dóttir hafi verið framúrstefnukona
og henni hafi alltaf verið það ljóst,
að svo best er hægt að halda líkams-
hreysti, góðu útliti, áhrifum, reisn
og góðu skapi, að manni sé annt
um sjálfan sig, ekki síður en ástvini
sína. Og svo best em líkur fyrir
löngu og farsælu lífí og því að geta
orðið þeim til halds og trausts er
næstir standa, ef með þarf.
Foreldrar Önnu vom Guðmundur
læknir og síðar prófessor Hannes-
son og kona hans Karólína Margrét
ísleifsdóttir. Þegar Anna fæddist
bjuggu þau á Akureyri, en 1907
er Guðmundi veitt Reykjavíkur-
hérað og flytur fjölskyldan þá að
sjálfsögðu þangað. Þá er Anna 5
ára. f bókinni „Faðir minn læknir-
inn“ er þáttur ritaður af Önnu og
getur hún þar um m.a. hvernig fað-
ir hennar fór að því að sefa söknuð
hennar eftir Akureyri, því henni
leiddist fyrst í Reykjavík. Er hér
er komið sögu em þau systkinin
Qögur, Svafar elstur, síðar banka-
stjóri á Akureyri, Hannes síðar
læknir, afburðagöfugur maður,
Anna og Leifur. Leifur var fallegur
maður og drengilegur en lést af
slysfömm í blóma lífsins. í
Reykjavík bætist Amljótur í hópinn.
Hann varð síðar bæjarstjóri á Akra-
nesi og einn af stofnendum Hvals
hf.
Bræður Önnu vom allir meira
og minna í sveit á sumrin, en ég
held að móðir hennar hafí helst
ekki viljað sjá af henni og Anna
kom aðeins sem gestur í sveitina.
Tvo stutta tíma að sumrinu dvaldi
hún á heimili foreldra minna og
föðurafa okkar beggja, því Guð-