Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
'til hinstu stundar og bjó ávallt höfð-
inglega. Má segja að alltaf hafi
verið ánægjustundir að sjá og heim-
sækja Önnu frænku og hún alltaf
jafngestrisin og hress til hinstu
stundar.
Sem lokaorð í minningu Önnu
vil ég birta upphafið af minningar-
kvæði Jóns manns Önnu um Jónas
Einarsson, eitthvert hljóðlátasta og
fegursta tregaljóð íslenskrar tungu
eins og próf. Sigurður Nordal skrif-
ar í ritsafni um Jón Sigurðsson frá
Kaldaðamesi að honum látnum.
Ennþá raular útlend bára íslenskt dánarljóð
það hefúr borist þráfalt áður, þetta sjávarÚjóð
örlög þeirra útlaga á annarlegri slóð.
Það er ömuriegt að eiga einn í þungri sorg.
Ograr horsm ys oggteð annana um straeö og tog
- Enginn verður einmana eins og í stóni borg.
Einbúum eitthvað háir, einhver dulin raun
Þeir eni ekki að emja af kvölum eða blása í kaun
Innra glóð, en utan örfoka hraun.
Að leiðarlokum viljum við systk-
inin og Qölskyldur okkar þakka
Önnu órofatryggð, frændsemi og
vináttu. Vottum við öllum ættingj-
um hennar samúð okkar. Blessuð
sé minning hennar.
Leifur Hannesson
Anna Guðmundsdóttir mágkona
mín, gift Jóni Sigurðssyni frá Kald-
aðamesi, föðurbróður mínum,
andaðist 28. mars 84 ára að aldri.
Óhjákvæmilega sækja margar
minningar að mér nú þegar að
kveðjustund er komið enda tvinnuð-
ust örlög okkar saman á svo
margvíslegan hátt.
A heimili foreldra minna í Dan-
mörku þóttu það mikil og góð tíðindi
þegar fréttist að Nói foðurbróðir
minn, sem var skrifstofustjóri Al-
þingis, hafði gengið í hjónaband.
Um sumarið þegar lagt var í ís-
landsferð fengum við bömin fyrir-
mæli um að við ættum ekki lengur
að kalla frænda okkar Nóa, það
kærði konan hans sig ekki um. Það
var því mikil eftirvænting hjá mér
að kynnast þeirri konu sem hafði
svo ákveðnar skoðanir um hvað
kalla skyldi frænda minn. Ég varð
ekki fyrir vonbrigðum þegar for-
eldrar mínir og ég snemma
morguns á fyrsta degi Alþingis-
hátíðarinnar árið 1930, heimsóttum
hin nýgiftu hjón f tjaldið sem þau
voru í á Þingvöllum. Mér fannst
Anna glaðleg og aðlaðandi og hún
tók vel á móti okkur öllum. Um
kvöldið, áður en farið var til
Reykjavíkur, fékk ég að hvfla lúin
bein f rúmi hennar f tjaldinu á
meðan fullorðna fólkið fór f konung-
sveisluna.
Nokkrum árum síðar dvaldi ég í
nokkra mánuði á heimili hennar og
frænda míns til að læra hjá henni
heimilishald. Þau hjónin höfðu þá
eignast tvær dætur og voru nýflutt
í húsið sem þau létu byggja við
Hólavallagötu, þar sem Anna bjó
við mikla reisn fram að andláti.
Það leyndist engum að hagur
Jóns frænda míns hafði batnað til
mikilla muna við að giftast Önnu,
enda var hún dugmikil og hagsýn
húsmóðir. Hún var hætt að vinna
á skrifstofu þar sem Jón áleit að
tekjur sem hún kynni að afla færu
að mestu leyti f skatta. Störfum
Jóns fylgdu mikil umsvif og hús-
móðurstörfín voru umfangsmeiri í
þá daga en nú. Anna þurfti að sinna
margvíslegum verkeftium á heimil-
inu. Þau hjónin voru mjög gestrisin
og tóku virkan þátt í félagslífi borg-
arinnar. Faðir Önnu, Guðmundur
Hannesson, og Amljótur bróðir
hennar borðuðu daglega á heimili
þeirra. Á þeim árum sem Jón og
systkini hans ráku búið í Kaldaðar-
nesi kom það að verulegu leyti í
hlut Önnu að stjóma því búi. Öll
störf leysti Anna af hendi með mikl-
um sóma.
Á stríðsárunum fengum við í
Danmörku engar fréttir af högum
Jóns og Önnu, en þó leyfðu yfirvöld
mönnum að senda stuttar jólakveðj-
ur í skeyti til ættingja. í einu slíku
skeyti hafði bæst við nafnið Guð-
mundur Karl. Með því móti fengum
við vitneskju um að Anna og Jón
höfðu eignast dreng. Það voru að
sjálfsögðu gleðifréttir en jafnframt
hafði pabbi minn nokkrar áhyggjur
af stóra bróður sínum sem á þessum
víðsjárverðu tímum stóð í bameign-
um. Þær áhyggjur reyndust
ástæðulausar. ÖIl böm þeirra hjóna
hafa komist til manns og gegna
mikilvægum störfum með sóma í
þjóðfélagi okkar.
Þegar heimsstyijöldinni lauk
fengum við kaffísendingu frá Önnu
á íslandi. Það var mikil hátíð hjá
okkur þegar hellt var upp á könn-
una um kvöldið, annað eins höfðum
við ekki bragðað í fimm ár, allir
urðu glaðir og hressir og enginn
gat sofið um nóttina.
Ég átti þá eftir að þiggja marga
kaffisopa hjá Önnu. Hún útvegaði
mér kennarastöðu við Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur þegar mig
langaði til að skoða mig um í heim-
inum eftir 5 ára innilokun í
Danmörku. Anna og Jón gengu mér
í foreldrastað þegar ég kom hingað
til landsins og síðan þegar ég gift-
ist bróður Önnu urðu þau eins og
tengdaforeldrar mínir. Heimili
þeirra hjóna var griðastaður okkar,
þangað leituðum við aðstoðar með
öll okkar skrif sem við þurftum að
láta frá okkur og þar vorum við
þátttakendur á öllum hátíðarstund-
um fjölskyldunnar.
Anna og Jón fylgdust vel með
okkur ungu hjónunum og tóku þátt
í gleðistundum okkar og einnig í
sorg minni þegar Amljótur eigin-
maður minn dó. Þar sem allir
bræður Önnu dóu fyrir aldur fram
var Anna sú eina af systkinum
mannsins míns sem bömin mín
muna eftir. Við eigum henni mikið
að þakka og munum lengi búa að
þeirri fyrirmynd sem hún var okkur.
Bömin mín og ég vottum þeim
Sigríði, Ásu og Guðmundi Karli
innilega samúð og þökkum Önnu
samfylgdina og þær góðu endur-
minningar sem hún hefur gefið
okkur.
Sigríður Haraldsdóttir
Það er komið að kveðjustund.
Anna Guðmundsdóttir æskuvin-
kona okkar og bekkjarsystir er
kvödd í dag. Hún var 84 ára er hún
lézt snögglega með fulla andlega
og líkamlega krafta fram að andlát-
inu og áhuga á lífinu og framtíðinni.
Anna var fædd 25. sept. 1902 á
Akureyri, dóttir hins þjóðkunna
gáfumanns, Guðmundar Hannes-
sonar læknis og prófessors, og konu
hans, Karólínu ísleifsdóttur. Fjöl-
skyldan fluttist til Reykjavíkur
1907 er Guðmundur Hannesson var
skipaður héraðslæknir í Reykjavík.
Anna átti því heimili hér í Reykjavík
frá 4ra ára aldri.
Haustið 1916 settumst við stöll-
umar í Menntaskóla Reykjavíkur
og hefir vinátta okkar staðið síðan,
í rúm 70 ár, án þess að nokkur
skuggi félli þar á.
Æskuheimili Önnu var mjög mik-
ið menningarheimili og var það
okkur mikils virði að vera þar
heimagangar og njóta þess að heyra
marga gáfuðustu og merkustu
menn þeirra tíma ræða áhugamál
sín.
Eftir að Anna lauk gagnfræða-
prófi fór hún á hússtjómarskóla í
Danmörku.
Hún missti móður sína á meðan
hún var í foreldrahúsum. Tók hún
þá að sér stjóm heimiiis föður síns
og fórst það frábærlega úr hendi,
enda var hún og varð ein af þeim
ágætustu húsmæðrum, sem við
höfum kynnst.
Einnig var hún um tíma í Eng-
landi í námi og átti alla sína tíð
marga vini þar, sem hún skrifaðist
á við og heimsótti. Eftir heimkom-
una starfaði hún að skrifstofustörf-
um, bæði í Landsverslun íslands
og fjármálaráðuneytinu.
Anna giftist árið 1930 Jóni Sig-
urðssyni frá Kaldaðamesi, skrif-
stofustjóra Alþingis. Þau hjón vom
samhent og svipmikil hjón, sem
áttu sinn þátt í að skapa menning-
arlíf bæjarins á þeim ámm. Þau
byggðu sér hús á Hólavallagötu 7,
áttu fallegt og listrænt heimili. Þar
bjó Anna til dauðadags, ekkja í 30
ár, því Jón dó árið 1957. Það var
sama reisn yfir heimili hennar eftir
að hún varð ekkja og áður hafði
verið og hafa vinir og ættingjar
hennar notið þar mikillar gestrisni.
Eigum við öll, sem þau hjón um-
gengust, minningar um ógleyman-
legar ánægjustundir með þeim
hjónum á Hólavallagötu 7.
Sem skrifstofustjóri Alþingis
þurfti Jón Sigurðsson að stjórna
öllum þeim ferðum er alþingismenn
fóm á ótal ráðstefnur utanlands.
Anna fór alltaf með honum og var
honum ómetanlegur styrkur í þeim
ferðalögum, sem oft vom erfið,
samgöngur nokkuð ólíkar þeim sem
nú tíðkast.
Þau hjónin áttu miklu bamaláni
að fagna, eignuðust 3 böm, Sigríði
f. 1934, ritara í Alþingi, gifta Stef-
áni Hermannssyni verkfræðingi,
Ásu f. 1938, kennara, gifta Tómasi
Karlssyni fulltrúa í utanríkisráðu-
neytinu, og Guðmund Karl lögfræð-
ing, kvæntan Rannveigu Björns-
dóttur.
Anna var mjög pennafær, skrif-
aði oft greinar í blöðin um ýmis
áhugamál sín, en ljúfast var henni
að skrifa mjög merka grein um
föður sinn í bókinni „Faðir minn
læknirinn".
Það er mikið áfall fyrir okkur,
ættingja Önnu og vini, að eiga ekki
lengur von á að fá hana glaða og
hressa í heimsókn eða njóta gest-
risni hennar á hennar indæla heimili
á Hólavallagötu 7, sem staðið hefir
í rúm 50 ár.
Það var gæfa okkar að eiga hana
fyrir vinkonu og njóta samvista við
hana. Lífið varð okkur ríkara af
kynnum okkar við hana. Guð styrki
ástvini hennar og megi allt það
góða, sem í henni bjó, lifa áfram í
afkomendum hennar, sem voru
henni svo kærir.
Við minnumst góðrar vinkonu
með söknuði.
Sigríður Thoroddsen,
Ingibjörg Björnsson.
Tengdamóðir mín, frú Anna Guð-
mundsdóttir, Hólavallagötu 7, er
látin. Hún var óvenjuleg kona, heil-
steypt, hugdjörf og föst fyrir og líf
hennar var eiginlega nokkuð
óvenjulegt líka, þó ekki væri fyrir
annað en hversu lengi hún lifði at-
hafnasömu lífi. Þó fortíðin hafi verið
henni hugstæð og margs að
minnast frá viðburðaríkri ævi, lifði
hún lífinu til síðasta dags.
Þegar ég kynntist Önnu árið
1959 var tími mikilla breytinga í
fjölskyldu hennar. Hún hafði misst
mann sinn, Jón Sigurðsson frá
Kaldaðamesi, 1957, Hannes læknir
bróðir hennar lést árið 1959, ein-
mitt um það leyti sem við Sigga
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÓLAFUR FRÍMANNSSON,
Selvogsgötu 18,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 5. apríl.
Jarðarförin auglýst siðar.
Börn og tengdabörn.
t
Útför bróður míns,
QUÐMUNDAR QUÐJÓNSSONAR,
Pélshúsum, Garðabœ,
fer fram fró Garöakirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00.
Jósef Quðjónsson.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
JÓHANNES SIQURÐSSON,
Mlðtúnl 10,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. apríl kl.
13.30.
Quðrún Jónsdóttlr,
Sigrún Jóhannesdóttlr, Qeir Runólfsson,
Gunnar Jóhannesson, Rósa Slgurðardóttlr.
t
Útför
PÁLS HELGASONAR,
Hrafnlstu, Hafnarflrðl,
sem andaðist 28. mars, fer fram frá Dómkirkjunni f Reykjavík kl.
15.00 miðvikudaginn 8. april.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð
Eðvarðs Sigurðssonar.
Aðstandendur.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960
undirbjuggum brúðkaup okkar.
Svavar bróðir hennar var nýfluttur
til Þýskalands, og svo fór að við
fylgdum honum fá saman hinsta
spölinn í danskri kirkju nokkrum
mánuðum síðar. Yngsti bróðirinn,
Amljótur lögfræðingur, dó árið
1955, en hann var giftur Sigríði
Haraldsdóttur, bróðurdóttur Jóns
frá Kaldaðamesi.
Nú urðu þær líka ekkjur með
skömmu millibili Anna og mág-
konur hennar, Valgerður og Sigrún,
og horfðust allar í augu við nýjar
aðstæður. Önnu fannst erfítt að
söðla um og tók mér í fyrstu frem-
ur fálega. Við urðum samt fljótlega
miklir mátar og mat ég hana æ
meir eftir því sem árin liðu.
Fyrsta haustið okkar Siggu árið
1959 kom ég eitt sinn dökkur og
skeggjaður úr langri landmælinga-
ferð. Ég hringdi dyrabjöllunni á
Hólavallagötu 7, húsinu sem nú
hefur verið samkomustaður fjöl-
skyldunnar í meira en hálfa öld.
Anna þekkti ekki þennan mann,
tengdasoninn nýorðinn. Ég varð
vandræðalegur, en hún varð fyrri
til að finna húmorinn í þessu. Hún
var heilmikill lífslistamaður; kunni
að lifa lífinu. Fimmtán árum síðar
endurtók sagan sig, þá var hún á
leið upp Túngötuna í haustmyrkr-
inu. Ég kom akandi og bauð henni
far, en hún heyrði illa í mér, sá
mig ekki og tók á rás upp brekk-
una. Og því ekki, hún var jú bara
sjötíu ára og leit vel út. Þá gat ég
strítt henni, enda var gamanið
græskulaust.
Anna fæddist á Akureyri þar sem
faðir hennar, Guðmundur Hannes-
son, var héraðslæknir í nokkur ár.
Hún var mjög stolt af föður sínum
alla tíð og síðustu mánuðina var
hún að hugsa um ritverk um hann.
Áhugasvið Guðmundar var óvenju-
legt. Auk rita um læknisfræði
skrifaði hann t.d. um skipulagsmál
og vann að þeim fyrir ýmsa kaup-
staði. Árið 1921 skrifaði hann kver
um steinsteypu. í inngangi þess er
undirstöðuatriðum steinsteypu-
gerðar svo vel lýst að sómi væri
að slíkri ritsmíð þó skrifuð væri í
dag. Nokkur hús teiknaði Guð-
mundur, t.d. íbúðarhús það sem
hann bjó í á Hverfisgötu 12 og einn-
ig hús við Skólastræti fyrir fósturd-
óttur sína, að ég held. Þá teiknaði
hann gamla spítalann á Akureyri.
Ég kynntist aldrei Jóni Sigurðs-
syni, sem oft var kallaður Jón
Kaldi. En ég var svo heppinn að
kynnast bæði Höllu systur hans og
bróður hans Haraldi, prófessor og
píanóleikara í Kaupmannahöfn, og
Dóru konu hans. Þau voru yndislegt
fólk og hluti af heimsmyndinni
hennar Önnu, einn tengiliðanna við
hinn stóra heim.
Sá heimur hefur mikið breyst á
lífstíð Önnu en hún lærði að aðlaga
sig breytingunum, kynntist nýju
fólki og fylgdist með bamabömun-
um sem hún hjálpaði og elskaði.
Hún var alin upp í andrúmslofti
uppfræðslu og efahyggju, þar sem
efinn var efstur á blaði í trúmálum,
en síðustu árin var hún farin að
efast um efann. Ég held hún hafi
verið sátt við það.
Blessuð sé minning hennar.
Stefán Hermannsson
Btómastofa
Friöfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavlk. Sími 31099
Opift öll kvöld
tll kl. 22,- einnlg um helgar.
Skreytingar vlð öll tilefni.
Gjafavörur.