Morgunblaðið - 08.04.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.04.1987, Qupperneq 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 82. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Yfir 200 fyrirtæki næstum gjaldþrota Belgrad, Reuter. Á ÞRIÐJA þúsund ríkisfyrirtæki í Júgóslavíu voru rekin með mikl- um halla á síðasta ári og verða á þriðja hundrað þeirra að öllum líkindum lýst gjaldþrota þá og þegar. Dusan Kocoljevoc, einn af forset- um Verkalýðssambands Júgóslavíu, sagði að 2.306 fyrirtæki með rúm- lega 600 þúsund menn á launaskrá hafí verið rekin með halla í fyrra. Hann sagði gjaldþrot blasa við á þriðja hundrað fyrirtækjum vegna mikils hallareksturs í fyrra og hitt- eðfyrra. í júlí ganga í gildi lög sem veita tapfyrirtækjum sex mánaða frest til að vinna sig út úr erfiðleik- unum. Samkvæmt lögunum mega fyrirtækin aðeins greiða lágmarks- laun þann tíma og þau sem ekki ynnu tapið upp yrðu lýst gjaldþrota. Kocoljevoc sagði að í fyrra hefðu stjómvöld látið „frysta" bankainn- stæður fjórða hvers fyrirtækis um skeið, þar eð þau hefðu ekki staðið við viðskiptaskuldbindingar sínar. Þá hefðu fyrirtæki með samtals um 1,4 milljónir manna á launaskrá farið yfír á bankareikningum sínum í fyrra. Loks sagði blaðið Politika Eks- pres að algengt væri að fyrirtæki Reuter Vopnahlé í flóttamannabúðum Konur og börn í Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút litast um í búðunum í hléi, sem gert hefur verið á bardögum við búðirn- ar. Sýrlenzkar hersveitir tóku sér stöðu í búðunum í gær til að tryggja að bardagar bijótist ekki aftur út milli shíta og Palestínumanna. borguðu ekki laun á réttum tíma og mörg fyrirtæki hefðu enn ekki greitt laun það sem af er árinu. Miklar vinnudeilur hafa verið í Júgóslavíu að undanförnu. Brutust þær út er stjómin frysti laun fyrir mánuði. Talið er að ólgan muni aukast enn frekar ef og þegar fyrir- tæki verða tekin til gjaldþrota- skipta. Verðbólga er um 100% í landinu, samkvæmt opinberum tölum, en talið er að hún sé í raun enn hærri. Efnahagsástandið í Júgóslavíu er mjög alvarlegt og útlitið dökkt. Útflutningur hefur dregist saman um 17,8% það sem af er árinu. Fjárhagsstaða fram- leiðslufyrirtækja hefur verið það slæm, að algengt er að þau hafi orðið að minnka afköst þar sem þau höfðu ekki efni á að kaupa á hrá- efni. Reuter Kafari sígur niður á brú brezku bílfeijunnar eftir að hún komst á réttan kjöl í gær. Kafarar fóru í gærkvöldi inn í feijuna og náðu út tugum líka f arþega, sem drukknuðu þegar henni hvolfdi 6. marz sl. Tugum líka náð úr brezku bílferiunni Zeebrugge, Reuter. KAFARAR fóru í gærkvöldi inn í brezku feijuna Herald of Free Enterprise og sóttu fyrstu Iík farþega, sem drukknuðu þegar feijunni hvolfdi fyrir utan hafn- armynnið í Zeebrugge í Belgíu 6. marz sl. Björgunarmenn komu ferjunni á réttan kjöl í gær. Gert var ráð fyrir að kafararnir yrðu að störfum í feijunni í alla nótt þar sem spáð var versnandi veðri á slysstað. Talið var að um borð væru lík um 140 farþega og að þau væru flest í matsal á efra þilfari og í vistarverum skipveija, sem voru neðanþilja. Björgunarmenn sáu tugi líka þegar yfírbygging skipsins kom upp úr sjó. Voru þau við glugga skips- ins og virðist sem hinir látnu hafi klemmst er húsgögn og innan- stokksmunir hentust til þegar skipinu hvolfdi. Hafist var handa við að koma feijunni á réttan kjöl í morgunsárið og var verkinu lokið upp úr hádegi. Ymislegt lauslegt flaut út úr feij- unni meðan á björgunaraðgerðum stóð en svæðið umhverfis hana hafði verið girt af til þess að hindra að lausamunir flytu burt. Sjá ennfremur bls. 37 Reagan vill tryggingu fyrir öryggi sendiráðs Washington, Reuter. RONALD Reagan, Bandarikja- forseti, sagði í gærkvöldi að enginn færi inn í nýja sendi- ráðsbyggingu Bandaríkjanna i Moskvu fyrr en hann hefði fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg. Reagan sagði að Sovétmenn fengju heldur ekki að fara inn í nýja sendiráðsbyggingu sína í Washington fyrr en hann hefði sjálfur fengið tryggingu fyrir því að nýja sendiráðsbygging Banda- ríkjamanna í Moskvu væri örugg. Reagan sagði framangreint á óvæntum blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagðist hafa gefíð George Shultz, utanrík- isráðherra, fyrirmæli um að taka málið upp á fundi sfnum með Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, í næstu viku. Forsetinn sagðist hafa falið sér- stakri nefnd undir forystu Melvins Lairds, fyrrum varnarmálaráð- herra, að kanna þann brest, sem orðið hefði á öryggi í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Einnig hefði Frank Carlucci, öryggisráð- gjafi, verið beðinn að meta tjónið af njósnum sovézkra kvenna, sem buðu öryggisvörðum í sendiráðinu blíðu sína gegn því að fá að valsa um sendiráðsbygginguna. Nýja sendiráðsbygging Banda- ríkjamanna í Moskvu kostaði 200 milljónir dala, átta milljarða ísl. króna. Ýmsir bandarískir þing- menn hafa haldið því fram að jafna beri hana við jörðu því ætla megi að hún sé undirlögð af hljóð- nemum, sem sovézka leyniþjón- ustan hafí komið þar fyrir. Styrkja- kerfið glæpaupp- spretta? ^ Strasbourg, Reuter. Á ÁRI hveiju glatar Evrópu- bandalagið milljörðum doll- ara vegna svika, sem framin eru í skjóli landbúnaðarstefnu bandalagsins og styrkjakerf- isins, mestu glæpauppsprett- unnar á meginlandinu, eins og það hefur verið kallað. Heinrich Aigner, þingmaður kristilegra demókrata og form- aður einnar helstu fjárlaga- nefndar Evrópuþingsins, segir, að um 3,4 milljarðar dollara, 10% af framlögum bandalagsins til landbúnaðarmála, færu í súg- inn á hvetju ári vegna alls konar svikastarfsemi. Felst hún m.a. í því að ofmeta skemmdar mat- vælabirgðir, smygla nautpeningi milli landa vegna svokallaðrar „slátrunaruppbótar" og í ýmiss konar niðurgreiðslusvikum, þar sem mafían kemur mikið við sögu. „Reikningar bandalagsins eru skýrsla um getuleysi, svik og óreiðu,“ sagði Bretinn Hugh McMahon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.