Morgunblaðið - 08.04.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.04.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 íslensk kammer- og einleiksverk Hljómplötur Egill Friðleifsson Efni: Snorri Sigfús Birgisson: Æf- ingar fyrir píanó. Hjálmar H. Ragnarsson: Tríó fyrir klarinett, selló og píanó. Flytjendur: Óskar Ingólfsson, klarinett, Nora Kornblueh, selló, Snorri Sigfús Birgisson, píanó. Sjötta hljómplata í röð íslensku tónverkamiðstöðvarinnar með ís- lenskri samtímatónlist ber titilinn „íslensk kammer- og einleiks- verk“ og er þar að fínna tvö verk, „Æfingar fyrir píanó“ eftir Snorra Sigfús Birgisson og „Tríó fyrir klarinett, selló og píanó" eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Það þarf varla að minna á hve athafnasamir íslenskir tónsmiðir hafa verið hin síðari ár og hlutur kammertónlistar er dijúgur í þeim hópi nýverka, sem frumflutt hafa verið t.d. sl. áratug. Sem fyrr segir eru tvö verk á þessari nýju hljómplötu. Hið fyrra er „Æfmgar fyrir píanó" eftir Snorra Sigfús Birgisson og leikur höfundur sjálf- ur á píanóið enda snjall hljóð- færaleikari. „Æfingamar" skiptast í 21 stuttan þátt, suma raunar örstutta, og kennir þar ÍSLENSK KAMMER-OG EINLEIKSVERK CHAMBER ANO SOLO MUSIC FROM ICELAND 1 margra grasa. Kveikjan að þessu verki var að sögn höfundar hin 22 tromp í Tarot-spilunum, en myndimar sem þar birtast em ættaðar frá Egyptalandi hinu foma. „Spilin vora kveikjan að hverjum þætti, en tónlistin er mjög fijálsleg og fjarskyld tákn- máli Tarot-spilanna," segir höfundur ennfremur. Ég geri ráð fyrir að svíta þessi hafi nokkra sérstöðu meðal íslenskra píanó- verka og gott dæmi um framleika Snorra. Hann notar víða Jaðar- tónana" mikið, t.d. í VI þætti, sumstaðar bregður hann fyrir sig hefðbundnum aðferðum eins og t.d. í „Páfanum“ nr. V sem er skrifaður í C-dúr, en svítan í heild hefur sitt eigið tónmál og myndar samstæða heild þegar hlustað er viðstöðulaust. Stundum, þegar hlustað er á tónlist, einkum tækifæristónlist, verður áheyrandinn var við ein- hveija vöntun. Og það læðist að manni sá granur að tónskáldð hafi sest niður til að semja af því að það mátti til. Tónlistin er skrif- uð af ásetningi, en ekki af innri þörf. Handbragðið getur verið gott, þó lítið verði vart við spennu og tjáningarþörf. Þessa tilfinn- ingu hef ég aldrei orðið var við þegar hlustað er á tónlist Hjálm- ars H. Ragnarssonar og þar er „Tríó fyrir klarinett, selló og píanó" engin undantekning. Þó höfundur sníði sér þröngan stakk í þessu verki, en stærsti hlutinn er að mestu unninn út frá aðeins §óram tónum, er glíman við þessa flötra mjög spennandi og hér frísklega flutt af þeim Óskari Ing- ólfssyni, klarinett, Nora Kom- blueh, selló og Snorra Sigfúsi Birgissyni, píanó. Tríóið tileinkar höfundur konu sinni, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, og semur verk- ið með baráttu hennar í stjóm- málum í huga. Hygg ég að þessu leyti sé verkið einstætt í íslenskri tónlistar- og stjómmálasögu og skora ég hér með á Ríkisútvarpið að flytja „Tríó fyrir klarinett, selló og píanó" eftir Hjálmar H. Ragn- arsson í komandi kosningum. Örn Bjarnason Þorgerður Á. Jóhannsdóttir Þórarinn Tyrfingsson Um hin ýmsu stig Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir James R. Milam og Katherine Ketcham: Undir áhrifum íslenzk gerð bókarinnar: Örn Bjarnason, Þorgerður Ásdís Jó- hannsdóttir og Þórarinn Tyrf- ingsson Útg.ísafold 1986. Undirtitill þessarar bókar, sem kom út eftir að jólabókaflóðið var liðið hjá er: goðsögnin og raun- veraleikinn um alkhólisma. Nokkuð til í því. Hér er tekið á vandamáli, sem flestir fá einhvem tíma á lífsleiðinni inn á gafl hjá sér, í ein- hverri mynd. Eða hvað? Lengi var það svo, að ofdrykkju- menn vora úrhrak og botnfall þjóðfélagsins. Þetta vora viljalausir aumingjar, sem með drykkjuskap sínum og óreiðu sem í kjölfarið sigl- ir, kölluðu óhamingju yfir sína nánustu. Minna var hugað að þvi, hvemig ráðast mætti að rótum van- dans. Fordómar vora algerir og drykkjuræfíllinn átti sér hvergi við- reisnar von. En tvöfeldni gætti hjá okkur líka. Það var ekki alveg sama úr hvaða stétt í stéttlausu íslenzku samfélagi maðurinn kom. Stundum var drykkjan ansi sjarmerandi. En Félag sfldarsaltenda á Suð- ur- og Vesturlandi og Félag sfldarsaltenda á Norður- og Austurlandi kynna: Frumsýning í Reykjavík Ný heimildarkvikmynd um saltsíldariðn- að íslendinga verður sýnd í Stjörnubíói í dag, miðvikudaginn 8. apríl kl. 17.30 og 19.00. Aðgangur ókeypis. Blaðaummæli: Silfur hafsinns er einmitt ánægjulegt dæmi um, hvernig hægt er að gera fróðlegt efni forvitnilegt, aðgengilegt og skemmti- legt. Al/Mbl 24.2. í Silfrinu eröllum efniviðnum þjappað á tæpa klukkustund, sem verður til þess, að saga, hlutverk og ferli saltsíldarinnar skilar sér án allra vífilengja til áhorfandans. Aldrei er tóm til að láta sérleiðast. Sáf/Þjv. 21.2. Margskonar frelsi BókmenntSr Guðmundur Heiðar Frímannsson Frelsið, 1. hefti 1986, Félag frjálshyggjumanna. Sennilega linnir þeirri rökræðu seint, sem snýst um grandvallarat- riði. Eitt þeirra er frelsi, sem óneitanlega hlýtur að teljast hið mikilvægasta eða eitt hið mikilvæg- asta, sem mönnum getur hlotnast. í nýjasta hefti Frelsisins er fjall- að um þetta grandvallaratriði, eins og vera ber. Nokkur dráttur hefur orðið á útgáfunni nú um nokkurt skeið, en nýr ritstjóri, Guðmundur Magnússon, blaðamaður á Morgun- blaðinu og vísindaheimspekingur, lofar að kippa því í liðinn fljótt. Hann tók við af Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni, sem verið hefur ritstjóri frá upphafí, og verður vart annað sagt en að hann fari vel af stað með þessu fyrsta hefti. Viðamesta greinin í þessu hefti er eftir Kristján Kristjánsson, heim- speking og menntaskólakennara á Akureyri, og nefnist „Að geta um fijálst höfuð strokið" og er greining á frelsishugtakinu með viðkomu víða. Þessi grein er tillegg í þá rök- ræðu, sem átt hefur sér stað á íslandi að undanfömu um réttlæti, frelsi, jöfnuð og siðferði. Margir hafa komið við þá sögu, en senni- lega hefur hæst borið þá Þorstein Gylfason og Hannes Hólmstein Gissurarson. Kristján greinir frels- ishugtakið í þrennt: í máttarfrelsi, hugarfrelsi og félagslegt frelsi. I þessari greiningu leiðir Kristján rök að því að hafna kenningu Þorsteins Gylfasonar um réttlæti, hafna frels- iskenningu marxista, takmörkun frelsisgreiningar Hannesar, svo að eitthvað sé nefnt. Það er ástæðu- laust að rekja efni þessarar greinar frekar, heldur hvetja lesendur til að lesa þessa grein, því að hún verðskuldar það vel. Amór Hannibalsson, dósent, skrifar grein um Dýrabæ Orwells og leggur dæmisöguna út í ljósi sögu Sovétríkjanna og stefnu og markmiða kommúnistaflokksins þar. Hann leggur áherzlu á það, hvílíkt lykilatriði valdið er fyrir flokkinn og að enginn annar fái vald en flokkurinn. Amór klykkir síðan út með því, að enginn annar sósíalismi sé til en sá, sem leiðir til skefjalausrar kúgunar. Og hann geti ekki orðið til. í tilefni þess að hafín er útgáfa á heildarverkum Sigurðar Nordals er birt eftir hann útvarpserindi um slæmar afleiðing- ar ríkisforsjár. Þar segir á einum stað: „Eitt er þegar augljóst af umræðunum um velferðarríkið, að sá æskulýður, sem alinn er og verð- ur upp í því og gengur að þeim arfí, sem sjálfsögðum hlut, kemst ekki hjá því fremur en fyrri kynslóð- ir að taka vandamálið um afstöðu einstaklingsins til heildarinnar upp til nýrrar og róttækrar íhugunar." Öllum lesendum þessa tímarits ætti að vera ljóst að sú íhugun er hafín. Að síðustu ritar Hannes Hólm- steinn Gissurarson grein um þróunaraðstoð og leiðir rök að þeirri skoðun sinni að slík aðstoð á milli ríkisstjóma hafí miklu fleiri kosti en ókosti og eina raunveralega þró- unaraðstoðin sé að leyfa löndum þriðja heimsins fijálsan aðgang að mörkuðum hinna þróuðu landa. síðan fer að verða breyting á og það er raunar ótrúlega langt síðan vakin var athygli á því, að drykkju- sýki væri í bland meira og minna líkamlegur sjúkdómur, en ætti sér ekki geðrænar orsakir, eins og sum- ir vildu halda fram. Æ meiri rannsóknir liafa rennt stoðum undir þessar kenningar og sú mikla hugarfarsbreyting, sem hefur orðið hérlendis sem víða er- lendis, er ekki aðeins af hinu góða, heldur hefur hún einnig orð’ið til þess, að meðferð drykkjusjúkra hefur öldungis færzt á annað og heilladrýgra plan. Varla þarf að lýsa því mörgum orðum, hversu - meðferðarstofnanir hér hafa unnið frábært starf á þessu sviði. Þó svo að kannski vilji stundum gleymast starf AA-samtakanna áður en SÁÁ kom til skjalanna. Það mætti muna, því að það var unnið með skugga fordóma og þekkingarleysis á sjúk- dómnum enn yfír hvílandi. Þessi bók Isafoldar er fróðleg í hvívetna. Hún skýrir í ítarlegu, en ljósu og „ prédikar" hvergi. Fræðir og rökstyður mál sitt. Ég get tekið undir með þýðandanum Erni Bjamasyni, sem segir í formála að hann telji þetta einhveija beztu bók, sem hefur verið skrifuð til skýringar á alkhólisma „ og skýrir sjúkdóminn á lífeðlisfræðilegan hátt, án tillits til þess hvaða tilfínn- ingalegar hugmyndir menn kunna að hafa um hann. Meðalhófið um viðkvæm mál eins og alkhólisma er vandratað, vegna þeirra flóknu tilfínningaat- riða sem inn í það tengjast. Þótt fræðsla hafí verið góð og gagnleg gætir fordóma og hneykslunar. Það era ekki allir fúsir að viðurkenna alkólisma sem líkamlegan sjúkdóm. í bókinni er gengið út frá því sem staðreynd og færð fyrir því rök, en bent á að fylgifískar sjúkdómsins, einmitt vegna þess hve.mjög hann grípur inn á tilfínningasviðið, geti verið alls konar geðræn og félagsleg vandamál. Bókin er ágætlega unnin af hin- um íslenzku þýðendum, en þó hefði mátt staðfæra betur, þegar farið er að tala um meðferðarstofnanim- ar. Það era ekki svo margar meðferðarstofnanir hérlendis, svo að það verkar andkannalega þegar fjallað er um, hvemig meðferðar- stofnanir menn skuli alls ekki velja - og vísar augsýnilega til stofnana úti. En þetta era í sjálfu sér smá- munir. Bókina ættu sem flestir að lesa sér og sínum til gagns, þeir sem eru alkhólistar, aðstandendur þeirra, ofdrykkjumennimir sem era ekki alkhólistar og kannski ekkert síður þeir sem aldrei hafa bragðað brennivín. Og allir munu græða eitt- hvað á lestrinum. Júlíus Geirmunds- son ÍS seldi vel í Bremerhaven TOGARINN Júlíus Geirmunds- son ÍS seldi á þriðjudag 214,4 lestir, mest karfa í Bremer- haven. Meðalverð á hvert kíló var 68,67 krónur og er það með þvi hæsta, sem islenzk skip hafa fengið á þessum markaði. Júlíus fékk samtals 14,7 millj- ónir króna fyrir aflann, en þar af voru 170 lestir af karfa og 20 lestir af blálöngu. Minna var af öðram tegundum. Á mánudag voru seldar 373 lestir úr gámum héðan í Bret- landi. Heildarverð var 24,7 millj- ónir króna, meðalverð 66,21. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 69,26 á hvert kíló, fyrir ýsu 71,19 og kola 64,68 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.