Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 22
22_______________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987_
Nýtt kerfi — og hvað svo?
eftirJón Rúnar
Sveinsson
Á undanförnum vikum hafa orðið
miklar umræður og á stundum
býsna heitar um „nýja húsnæðis-
kerfið", bæði í fjölmiðlum og ekki
síður í sölum Alþingis.
Að mati undirritaðs er sú beislun
fjármagns lífeyrissjóðanna, sem nú
er að komast á, nokkuð til bóta.
Ég held hins vegar að höfundar
kerfisins hafi miklað um of fyrir
sér þá fjármagnsaukningu sem slík
beislun hefur í för með sér.
Á hinn bóginn er skrafræða
manna um að kerfið sé nú þegar
hrunið nokkuð ýkt. Því er þó ekki
að leyna, að eins og allar horfur
eru í dag um útlánaþörf hins opin-
bera lánakerfis, blasir við lömun
þess innan nokkurra ára. Sá mögu-
leiki er þó að sjálfsögðu ekki
raunhæfur, því áður en slíkt verð-
ur, mun grimmur veruleikinn hafa
knúið ráðamenn til þess að sníða
stærð lánakerfisins að raunveru-
legu burðarþoli hinnar fjárhagslegu
undirstöðu þess.
Helstu gallar í
grundvallarhugsun
„nýja kerfisins“
1. Lánsréttur kerfisins er ber-
sýnilega skilgreindur of almennt.
Kerfishönnuðirnir virðast hafa átt
sér einhvers konar óuppfylltan
draum um „fegurð einfaldleikans",
sem fælist í því, að allir ættu sem
líkastan rétt á láni, til jafnlangs
tíma og með sömu vöxtum, óháð
stærð fjölskyldu og eignastöðu. Öll
réttindi innan kerfisins eru nefni-
lega þau sömu, hvort sem um er
að ræða bammarga einstæða móð-
ur sem býr í leiguíbúð í kjallara eða
fyrrverandi ráðherra með frú, sem
eru að flytja úr 400 fermetra ein-
býlishúsi í sérhannað öldrunarhæli
fyrir auðugt fólk.
2. Þegar gert er ráð fyrir auknu
fjárstreymi frá lífeyrissjóðunum á
næstu árum, þá er aðeins hálf sag-
an sögð, vegna þess að auknar
lánatökur hjá h'feyrissjóðunum
valda stórauknum endurgreiðslum
Húsnæðisstofnunar til sjóðanna
strax næstu ár eftir. Þetta þýðir
einfaldlega það, að raunveruleg
aukning útlánafjár Húsnæðis-
stofnunar vegna viðskiptanna við
lífeyrissjóðina er ætíð miklu
minni en tölur um fjárstreymi
frá sjóðunum til stofnunarinnar
segir til um. Þannig náði nettóijár-
streymi frá sjóðunum því árið 1981
að verða 23% af heildarútlánum
Húsnæðisstofnurar. Á næstu ámm
lækkaði þetta hlutfall smátt og
smátt, vegna aukinna endur-
greiðslna til sjóðanna; í 18—19%
1982 og 1983 og í 11% 1984. Sú
mikla aukning á lántökum frá
lífeyrissjóðunum sem hófst á árun-
um 1985 og 1986 mun á sama
hátt stórlega draga úr nettóaukn-
ingu lánsfjár Húsnæðisstofnunar
vegna fyrirsjáanlegrar aukningar
ráðstöfunaríjár lífeyrissjóðanna
fram til ársins 1990. Á undanföm-
um ámm hefur skyldusparnaður
ungs fólks ekki átt neinn þátt í
útlánum Húsnæðisstofnunar; ár-
lega hafa 7—800 milljónir komið inn
og um það bil sama upphæð farið
út, þannig að niðurstaðan er núll.
Endurlán Húsnæðisstofnunar á
fjármagni lífeyrissjóða stefna með
tíð og tíma í sömu átt.
3. Stefnubreyting sú, sem felst
í stórauknu fjármagni til kaupa á
eldri íbúðum á almennum fasteigna-
markaði, er mjög tvíeggjað, fy'rst
og fremst vegna þess að fjármag-
nið rennur að yfirgnæfandi meiri-
hluta til íbúðakaupa á höfuðborgar-
svæðinu.
í því sambandi ber að gæta
tveggja atriða:
í fyrsta lagi er hreyfanleiki fólks
milli íbúða og íbúðahverfa miklu
meiri á höfuðborgarsvæðinu en
landsbyggðinni, sem hefur það í för
með sér, að 70—80% allra íbúða-
skipta á landinu eiga sér stað þar.
í öðru lagi er svo lánsþörf við hver
einstök íbúðaskipti miklu meiri á
suðvesturhorninu en á landsbyggð-
inni vegna mun hærra fasteigna-
verðs þar. Sú aukna áhersla á
lánveitingar til hins almenna fast-
eignamarkaðar, sem felst í „nýja
kerfinu", hlýtur því enn að auka
miðsækni fjármagnsins, lands-
byggðinni stórlega í óhag.
„Húsnýtingarstefnan", sem mjög
var til umræðu fyrir nokkru, er
þannig að snúast upp í fjármagns-
upptöku á lífeyrisgreiðslum lands-
byggðarfólks í þágu fasteignavelt-
unnar í Reykjavík og nágrenni.
Jón Rúnar Sveinsson
„Aðstandendur „nýja
kerfisins“, þar á meðal
verkalýðsf ory stan,
hafa frestað endurbót-
um lánakerfis félags-
legra íbúða um
óákveðinn tíma, undir
því yf irvarpi að
„reynsla þurfi að fást á
nýja lánakerfið“. Þetta
er að mínu mati óverj-
andi afstaða.“
4. Hinn víðtæki lánsréttur hefur
augljóslega Ieitt til enn meiri
sprengingar í fjölda umsókna en
ráðamenn reiknuðu með. A.m.k.
5.500 manns virðast munu sækja
um almenn lán árlega á næstu árum
(1.500—2.000 byggingarlán og 3.
500—4.000 lán til kaupa á notuðu
húsnæði). Ef meðallán er 1500 þús.
verður útlánaþörf Byggingarsjóðs
ríkisins rúmlega 8 milljarðar á ári.
Við þetta bætist útlánaþörf til fé-
lagslegra íbúða úr Byggingarsjóði
verkamanna, sem nemur a.m.k.
2—3 milljörðum króna á ári. Árleg
útlánaþörf Húsnæðisstofnunar
ríkisins á næstu árum er því um
eða yfir 10 milljarðar króna á
ári. Vegna misreiknings hönnuða
„nýja kerfisins" á raunverulegri
aukningu útlánagetu Húsnæðis-
stofnunar vegna lífeyrisjóðaviðskip-
tanna er ljóst, að ríkissjóður verður
að standa undir miklu stærri hluta
þessara 10 milljarða en hingað til
hefur verið gert ráð fyrir.
Endurskoðun „nýja
kerfisins“ er
óhjákvæmileg
Á framansögðu má sjá, að grípa
verður sem fyrst til víðtækra laga-
breytinga í því skyni að lánakerfið
sprengi ekki utan af sér þann fjár-
hagslega stakk, sem því er sniðinn.
Við slíka endurskoðun er nauð-
synlegt að gerður sé skýr greinar-
munur á lánsrétti ákveðinna
forgangshópa annarsvegar og hins-
vegar þeirra aðila í þjóðfélaginu,
sem nú þegar búa við allgóðar hús-
næðisaðstæður.
Meðalstærð íbúða á íslandi er
nú nálægt 120 m2, og fermetrarými
á hvem íbúa komið yfir 40 m2. Á
síðastliðnum 40—50 árum hefur
húsrými á mann um það bil fjórfald-
ast, þrátt fyrir að mannfjöldinn
hafí á sama tíma tvöfaldast. Þetta
þýðir, að 80—90% alls húsnæðis í
landinu eru tilkomin á eftirstríðstí-
manum. Mikill meirihluti þjóðarinn-
ar býr því í dag við einhveijar bestu
húsnæðisaðstæður sem þekkjast í
heiminum.
í ljósi þessa er það því mikil þver-
sögn, að ungt fólk hér á landi eigi
erfíðara með að komast yfir hús-
næði, hvort sem um er að ræða
leiguíbúðir eða eigin húsnæði, en
gengur og gerist í nokkru ná-
grannalanda okkar. Húsnæðiskjör
ákveðinna þjóðfélgshópa, svo sem
einstæðra foreldra, aldraðra og ör-
yrkja, eru sömuleiðis ótrúlega erfið
hér á landi, og raunar til skammar
fyrir okkur sem þjóð, einkum með
hliðsjón af flennistórum lúxusvillum
íslenskra eignamanna.
Hverju þarf að breyta?
Brýnust atriðin við björgun hús-
næðislánakerfisins frá alvarlegri
lömun næstu 5—10 árin eru eftir-
farandi:
1. Horfið verði frá hinum al-
menna og jafna lánsrétti óháð
aðstæðum umsækjenda. Hámarks-
lán fengju t.d. einungis fjölskyldur
með 4 eða fleiri heimilismenn, er
ekki ættu húsnæði fyrir. Jafnframt
yrðu lántakendur að selja fyrra
húsnæði til þess að teljast láns-
hæfir.
2. Bæði lánstími og vextir væru
breytilegir eftir aðstæðum umsækj-
enda. Lágmarksvextir og hámarks-
lánstími byðist einungis forgangs-
hópum. Þeir sem eiga eignir fyrir,
en vilja stækka við sig, t.d. fara
úr raðhúsi í einbýlishús, greiddu
sömu vexti og Húsnæðistofnun
greiðir lífeyrissjóðunum og með
þeim endurgreiðslutíma er svarar
til meðalendurgreiðslutíma stofnun-
arinnar til lífeyrissjóðanna. Með
öðrum orðum; einungis þeir sem eru
að hefja sin húsnæðisferil, svo og
fólk í félagslegum forgangshópum,
nytu vaxtaniðurgreiðslu og lána-
lengingar frá hinu opinbera lána-
kerfi.
3. Seljendur skuldlítilla fasteigna
verði skyldaðir til þess að lána
kaupendum 40% af kaupverði íbúð-
arinnar til 20—25 ára, þannig að
útborgunarhlutfall kaupandans
færi aldrei yfir 60%. Með þessum
hætti myndi þörf fasteignamarkað-
arins fyrir opinbert lánsfé lækka
um 20—30%, og þar með myndi
íjármagn lánakerfísins til upp-
byggingar á landsbyggðinni og til
eflingar félagslegra íbúðabygginga
aukast að sama skapi.
Efling- félagslegra
íbúðabyg-g-inga
Aðstandendur „nýja kerfisins",
þar á meðal verkalýðsforystan, hafa
frestað endurbótum lánakerfis fé-
lagslegra íbúða um óákveðinn tíma,
undir því yfirvarpi að „reynsla þurfi
að fást á nýja lánakerfið". Þetta
er að mínu mati óveijandi afstaða.
Standa verður sem fyrst við ákvæði
gildandi laga þess efnis að þriðj-
ungur árlegrar húsnæðisþarfar
verði leystur innan félagslega
íbúðakerfisins. Fjölgun leiguíbúða
er þar sérlega brýn, hvort sem um
er að ræða leiguíbúðir sveitarfélaga
eða á vegum almannasamtaka með
velferðarmarkmið, eða búseturétt-
ar- og hlutareignaríbúðir á vegum
bæði almennra húsnæðis- sam-
vinnufélaga og t.d. samtaka öryrkja
og aldraðra. Í því sambandi má
geta þess að nú þegar hefur verið
hafíst handa við byggingu sérstakra
íbúða fyrir aldraða, þar sem íbúðar-
réttur (búseturéttur) kemur í stað
fullrar eignarfestu, auk þess sem
Búseti í Reykjavík hefur nú hafið
byggingu á stóru fjölbýlishúsi, þar
sem þeir félagsmenn, er uppfylla
sett skilyrði, munu geta keypt sér
búseturétt.
Höfundur er félagsfræðingur.
Hættuleg fjölg-
un smábáta
Borgfirskar konur af
henda fé til kaupa
á brjóstmyndatæki
Hvannatúni í Andakíl.
eftir Pál Bergþórsson
Það er mikið áhyggjuefni hvað
smábátum hefur fjölgað gífurlega
við sjávarsíðuna undanfarin ár.
Mér er sagt, að 50—100 bátar
undir 10 tonnum hafi bæst við á
ári. Þó er þetta smáræði hjá því
sem nú er að gerast þegar allt
að því 20 bátar af þessari stærð
bætast við í hverjum einasta mán-
uði.
Þegar svona er komið má vel
ímynda sér að samtímis geti verið
100 smábátar í róðrum eða í
skemmtisiglingu. Sem betur fer
eru aftakaveður sjaldgæf og sem
betur fer er ennþá sjaldgæfara
að þeim sé ekki spáð með nokkr-
um fyrirvara. En það væri fjar-
stæða af veðurfræðingi að halda
því fram, að stórviðri geti ekki
brostið á án þess að nokkur full-
nægjandi aðvörun sé gefin. Hvað
yrði þá um þá 100 báta sem í því
kynnu að lenda? Það er ekki hægt
að hugsa til þess nema með hryll-
ingi. Hér duga engin hreystisvör
eins og það, að „þetta komi aldrei
fyrir mig“. Og þó að slíkt stórslys
gerðist ekki nema einu sinni á
aldarfjórðungi, þá er það allt, allt
of mikið.
Þetta geta flestir séð, ef þeir
bara hugsa út í það. En hvernig
stendur þá á því, að litlu bátunum
er fjölgað svona feiknalega? Sjálf-
sagt eru margar ástæður fyrir
því, svo sem bættur efnahagur,
margra að minnsta kosti, auk
bess sem reyndin vill verða sú,
að hver tekur eftir öðrum og vill
ekki standa nágrannanum að
baki. En aðalorsökin er þó líklega
sú, að kvótakerfið í fiskveiðum
hvetur menn til að fá sér þessa
litlu báta, því að þeir eru ekki
háðir takmörkunum á sókn og
veiðum, ef þeir eru minni en 10
tonn. Nú er það tískan að fá sér
9,9 tonna skip. En áratuga- og
aldareynsla sýnir, að á Island-
smiðum þurfa skip að vera stór
og vel búin. Það er þess vegna
óverjandi að stjórnvöld geri beinar
ráðstafanir til þess, að bátar verði
smærri og hættulegri. Það kunna
síðar að verða talin einhver alvar-
legustu mistök þeirrar ríkisstjóm-
Páll Bergþórsson
„Það er þess vegna
óveqandi að stjórnvöld
g-eri beinar ráðstafanir
til þess að bátar verði
smærri og hættulegri.“
ar, sem nú fer með völd. Og það
er lífsnauðsyn að sú stjórn, sem
tekur við eftir kosningar, hverfi
af þessari varasömu braut.
Höfundur er veðurfræðingur.
Á AÐALFUNDI Sambands borgf-
irskra kvenna var samþykkt að
afhenda Krabbameinsfélagi ís-
lands 140.000 kr. til kaupa á
bijóstmyndatæki (mammograf).
Þetta fé er afrakstur fjáraflana
Sambands borgfirskra kvenna og
3. afhending til Krabbameinsfé-
lagsins. Tæki þetta á að þjóna
landsbyggðinni og er fyrirhugað
að flytja það heilsugæslustöðva á
milli.
Fram kom á fundinum að töluverð
gróska er í starfsemi félaganna á
sambandssvæðinu, sem er Borgar-
fjörður og Akranes. Fundurinn stóð
í tvo daga, 14. og 15. mars, og var
haldinn á Varmalandi, í húsmæðra-
skólanum ónotaða sem borgfirskar
konur börðust mest fyrir að koma
upp á sínum tíma. Á sl. ári stóð
Sambandið að útgáfu bókarinnar
Gull í lófa framtíðarinnar ásamt
Hörpuútgáfunni. Tilefnið var að 100
ár voru liðin frá fæðingu Svövu Þór-
leifsdóttur. Hún var einn stofnandi
Sambands borgfirskra kvenna og
fyrsti formaður. Hún var skólastjóri
þriggja skóla á Akranesi, stofnandi
ungmennafélags á Akranesi, stjórn-
aði kórum auk þátttöku í margví-
slegum öðrum félagsmálum.
Hagnaði af sölu bókarinnar mun
verða varið til útgáfu á bókum um/
eða eftir konur, fyrst og fremst
borgfirskar. Einnig kom út mjög
vandað afmælisrit í tilefni af 55 ára
afmæli Sambands borgfírskra
kvenna á sl. ári.
í samþykktum fundarins var m.a.
áskorun til heilbrigðisyfirvalda, um
að þau beiti sér fyrir því að koma á
fót hjúkrunardeild við Dvalarheimili
aldraðra í Borgamesi. Skorað var á
heilsugæslustöðina í Borgamesi að
kanna, hvemig hægt sé að koma upp
öryggiskerfi fyrir aldraða í Borgar-
firði til að senda neyðarboð í gegnum
þráðlausan sendi.
í upphafí fundar annaðist sr. Ag-
nes M. Sigurðardóttir helgistund og
Ragna Bjamadóttir, Hvammi, söng
nokkur lög við undirleik Gyðu Berg-
þórsdóttur. Kvenfélagið í Álftanes-
hreppi sá um kvöldvöku og
kvenfélögin í Hvítársíðu og Hálsa-
hreppi seldu veitingar til ágóða
heilsugæslustöðinni á Kleppsjáms-
reykjum. Aðildarfélög SBK em 17
með alls 900 félagskonum. Formaður
Sambands borgfirskra kvenna er
Gyða Bergþórsdóttir, Efri Hrepp.
- D.J.