Morgunblaðið - 08.04.1987, Side 24

Morgunblaðið - 08.04.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 Illskársti kosturinn hlaut annað sætið. Morgunblaðið/Einar Falur Saffó Músíktilraunir 1987 Fyrsta tilraunakvöldið Aðdáendaklúbbur Sogbletta fjölmennt á staðinn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var fyrsta kvöld músíktilrauna 1987 haldið 2. apríl síðastliðinn. Þar komu fram sex tilraunahljómsveitir og ein gestahljómsveit. Aðsókn var mjög góð, um 400 gestir komu til að fylgjast með tilraununum, sem mun vera met- aðsókn að tilraunakvöldi, þegar úrslitakvöld er frátalið. Greinilegt var að fylgismenn ýmissa hljóm- sveita höfðu fjölmennt á staðinn til að veita sínum mönnum braut- argengi, þeirra á meðal illvígt pönkgengi, en dómnefnd var til staðar til að koma í veg fyrir að hljómsveit kæmist áfram sem ekki hefði til þess verðleika. Rauðir fletir hófu kvöldið og hituðu áheyrendur upp. Þvínæst kom á sviðið Illskársti kosturinn úr Menntaskólanum á Laugar- vatni. Greinilegt var að mennt- skælingar af Laugarvatni höfðu íjölmennt suður og hvöttu þeir sína menn óspart. Illskársti kost- urinn sýndi að ekki voru vinsæld- imar hjóm eitt, því hljómsveitin er ansi góð. Saffó úr Garðabænum var næst. Ekki bar á því að þeir væru með stóran hóp sér til stuðnings. Lögin sem Saffó flutti voru nokk- uð keimlík og lítið sem gerði þau eftirminnileg nema ef vera skyldi textamir, sem vom ótrúlega þunnir. Gítarleikarinn sýndi efni- lega takta og söngvarinn var nokkuð ömggur, þó hann hafi frekar takmarkaða rödd. Sú hljómsveit sem einna mest kom á óvart þetta kvöldið var Stykkishólmssveitin Kvass. Ekki einasta var hljómsveitin vel sam- stillt, heldur vom lögin þess eðlis að áheyrendur voru fljótir að grípa þau. Hljóðfæraskipan var að því leyti til frávik frá hefð að gítarinn var eingöngu notaður sem takt- gjafi. Söngvarinn er einkar efni- legur og ekki skemmir trompet- leikurinn. Því miður heyrðist hann aðeins í einu lagi, sem var, m.a. vegna hans, besta lagið sem þeir léku. Gjarnan mætti heyrast meira í honum framvegis. Sandgerðingarnir Skóp vom næstir, sennilega yngstir af þeim sem fram komu. Ekki var hljóm- sveitin nema fimm mánaða gömul og greinilegt að hana vantar meiri tíma. Á stundum fannst manni sem hljóðfærin væm á mismiklum hraða og yfirleitt var eins og það vantaði einn eða fleiri hljóðfæra- leikara til að koma í veg fyrir að lögin yrðu of gisin. Gítarleikarinn var efnilegur en mætti leggja meiri rækt við rythmann. Önnur hljómsveit úr Stykkis- hólmi var næst, hjómsveitin Forte. Þeir byijuðu á lagi sem var ein- göngu leikið. Þar örlaði á góðum hugmyndum, en úrvinnslan var tilviljunarkennd og útkoman því ekki eftirminnileg. Þau lög sem sungið var í vom lítið skárri. Söngvarinn reynir helst til mikið á röddina og hann væri betri ef hann gæti slappað meira af við sönginn. Skræpótti fuglinn átti að koma fram næst en af því varð ekki. Það vom því Sogblettir sem riðu á vaðið á eftir Hólmumm. Pönkar- arnir sem sem beðið höfðu átekta eftir þeim þyrptust upp að sviðinu og skemmdu þannig nokkuð fyrir sínum mönnum, enda sást lítið til hljómsveitarinnar fyrir vikið. Sog- blettir spila kröftugt pönk og að öðmm ólöstuðum má segja að þeir hafi verið hljómsveit kvölds- ins, þó ekki næðu þeir að vinna. Hljóðfæraleikur var allur með ágætum og sviðsframkoma, þ.e. það sem sást, einnig. Pönktónlist telst hinsvegar ekki tónlist sem líkleg er til vinsælda og því fór sem fór. Sigurvegarar kvöldins (verð- skuldaðir) urðu Kvass úr Hólmin- um, fengu 3336 stig, en Illskársti kostur þeirra Laugvetninga varð í öðm sæti með 2651. Þriðjir urðu svo Sogblettir með 2574. Annað kvöld músíktilrauna er annað kvöld, fímmtudagskvöld, og þá koma fram hljómsveitirnar Rocky frá Skagaströnd, Tarkos, Gjörningur og Mussolini úr Reykjavík, Hvítar reimar úr Keflavík, Metan frá Sauðárkróki og Bandormarnir úr Kópavogi. Gestir kvöldsins verður hljóm- sveitin Grafík, sem flytur efni af væntanlegri plötu. Áhugasömum er bent á að koma snemma á stað- inn enda var aðsóknin síðast slík að erfitt var að komast nógu ná- lægt til að sjá hvað fram fór. Árni Matt Sogblettir lentu í þriðja sæti. Forte Skóp Kvass vann verðskuldað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.