Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1987 27 Villumst ekki af leið eftir Sigiirbjörn Magnússon Á næstu vikum ræðst það hverj- ir fari með stjórn landsins á næstu árum. Það er mikið í húfí. Það sem við blasir nú er mikill fjöldi stjórn- málaflokka sem vilja fá umboð þjóðarinnar til fylgis við sína stefnu. En í þessu flokkafári mega menn ekki missa sjónar á aðalatriðunum. Á því hvernig menn vilja að þetta þjóðfélag þróist á næstu árum. Það er staðreynd að þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn hefur ríkt jafnvægi og stöðugleiki í efnahagslífinu. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki verið í ríkis- stjóm og myndaðar hafa verið fjölflokka vinstri stjórnir hefur ríkt upplausn og óstjórn með tilheyrandi verðbólgu. Þessa staðreynd verða menn að hafa í huga þegar þeir ganga að kjörborðinu. Fjórflokka verð- bólgustjórn Það heyrist víða að menn hafa af því þungar áhyggjur að hér kunni að koma þriggja eða fjögurra flokka vinstri stjórn. Forsjálir menn eru þegar farnir að gera ráðstafanir. Sumir endurnýja bílana sína því ný vinstri stjórn myndi örugglega stór- hækka bílverðið. Aðrir reyna að verða sér úti um gjaldeyri til að tryggja fjármuni sína því reynslan sýnir að vinstri stjómum fylgja gengisfellingar. Ungt fólk fyllist kvíða. Það frestar húskiyggingum þvi hvernig er hægt að treysta því að dæmið gangi upp ef verðbólgan fer á skrið á ný. Lítið 120 þús. kr. lán getur orðið að 400 þús. kr. láni á örstuttum tíma án þess að nokkur trygging sé fyrir samsvarandi kjarabótum. Menn hljóta að bera ugg í bijósti ef gamla verðbólgu- tímabilið á eftir að halda innreið sína á ný. En þó hægt sé að gera einstakar ráðstafanir er það miklu áhrifaríkara og einfaldara ráð við óstjórn í landinu að efla Sjálfstæðis- flokkinn þannig að hann geti áfram myndað hér styrka stjórn. Annar kostur er hér ekki fyrir hendi. Á réttrileið Með því að ganga til kosninga undir kjörorðinu á réttri leið vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á hversu mikilvægt það er að þjóðin lendi ekki aftur í gamla „Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki verið í ríkisstjórn og myndaðar hafa verið fjölflokka vinstri stjórnir hefur ríkt upp- lausn og ósljórn með tilheyrandi verðbólgu. Þessa staðreynd verða menn að hafa í huga þegar þeir ganga að kjörborðinu.“ verðbólgufarinu. Það er grundvall- aratriði að þeim árangri sem náðst hefur verði ekki glutrað niður. Haldist stöðugleikinn og áfram verði haldið að auka raunverulegan kaupmátt verður auðveldara fyrir unga fólkið í framtíðinni að standa við skuldbindingar sínar og full- nægja þeim kröfum sem gerðar eru til mannsæmandi lífs nú á dögum. Á sama hátt þarf að auka þjóðar- framleiðsluna og um leið greiða niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Sigurbjörn Magnússon Það er brýnt að framtíð unga fólks- ins verði ekki veðsett hjá erlendum bankastjórum. Við skulum í kom- andi kosningum taka skref fram á við en ekki skref inn í fortíðina. Höfundur skipar 10. sæti á fram- boðslista SjáJfstæðisflokksins í Reykjavík. BYGGINGA vörur Þú býrð kannski ekki til naglasúpu úr nöglunum sem fást í byggingavörudeildinni, jafnvel þó úrvalið sé mikið. En það er þægilegt að grípa með sér nagla eða skrúfur um leið og keypt er í matinn. Hagkaup sparar þér sporin. HAGKAUP Skeifunni uruggar uppiysingar um KASKÓ -ÁVÖXRJN Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun sem svarar25,65% Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (janúar-mars) var 5,87%. Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 25,65% ársávöxtun. KASKÓ - öryggislykill Sparifjáreigenda. VíRZlUNfiRBfiNKINN -vúuucr með p&i (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.