Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 30

Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 Af olnbogabömum í íslenskum skólum Nokkrar hug’leiðingar um heimavistir eftirRúnar Sigþórsson Undanfama mánuði hefur margt orðið til að beina sjónum manna að skólahaldi á íslandi, ekki síst dreifbýli. Má þar nefna hina svörtu skýrslu OECD um skólamál á ís- landi, sem birt var fyrir skemmstu, dæmalausa brottvikningu fræðslu- stjórans í Norðurlandsumdæmi eystra í janúar sl. og óþvegnar kveðjur menntamálaráðherra til sveitarstjórna og fræðslustjóma fyrir sukk og óreiðu í skólaakstri í dreifbýlinu. í tveimur síðamefndu málunum er tekist á um skólastefnu og byggðapólitík, m.ö.o. möguleika landsbyggðarinnar til að standa undir sambærilegu skólahaldi og gert er á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tvö mál, og þó einkum fræðslustjóramálið, hafa fært okkur heim sanninn um sérkennilegt ein- kenni á íslensku skólahaldi. Raunveruleg framkvæmd þess fer ekki eftir grunnskólalögum og reglugerðum tengdum þeim heldur fjárlögum. A þetta virðist mennta- málaráðuneytið líta sem sjálfsagðan hlut. Þar standa menn „blóðugir upp til axla í niðurskurði", eins og menntamálaráðherrann hefur orðað það sjálfur á þann smekklega hátt sem honum einum er laginn, við að framkvæma fjárlögin en bijóta grunnskólalögin. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að á þeim bæ séu fjárlögin talin rétt en grunnskóla- lögin vitlaus. „Heimavistarskólum er haldið í skipulögðu fjársvelti og umsjón nemenda er skipulögð sem sjálfboðavinna sem kennarar eiga að bæta ofan á vinnuskyldu sína við kennslu." Hornrekur í skólakerfinu Eitt af því sem leitar á hugann þegar skólahald dreifbýlisins er til umræðu er sú staðreynd að þar er stór hópur grunnskólanemenda sem vegna fjarlægðar frá skóla og erf- iðra samgangna verður að yfirgefa heimili sín átta mánuði á ári og setjast í heimavistarskóla til að njóta menntunar grunnskólans. Samkvæmt skýrslu OECD er hér um að ræða um 1000 nemendur í 34 skólum. Þessum skólum hefur að vísu farið fækkandi á undanfömum árum enda er það stefna grunn- skólalaganna að heimavistir skuli lagðar niður þar sem því verði við komið og nemendum ekið daglega í skólann. Þó sú stefna kunni að virðast sjálfsögð hefur hún orðið til þess að litið er á þá heimavistar- skóla sem eftir eru sem bráða- birgðalausn og málefni þeirra hefur gersamlega rekið á reiðanum. Gagnvart þeim hefur aðeins ein stefna verið mörkuð: Það á að leggja þá niður og til þeirra sem enn er óhjákvæmilegt að reka má engu kosta. Við þetta bætist að sveitarfélögin sem verða að reka heimavistarskól- ana, og flest eru fámenn og fátæk, verða að standa undir tvöföldu við- haldi, á kennsluhúsnæði og heima- vist. Þetta er þeim oftast algerlega ofviða og kórónar fjárhagslega nið- urníðslu þessara stofnana. En tilvera heimavistarskóla er veruleiki sem ekki verður umflúinn og ekki annað fyrirsjáanlegt en að svo verði enn um nokkra framtíð. Það er því ekki úr vegi að líta nokkru nánar á innra starf þessara stofnana og þá þjónustu sem þeim er ætlað að veita. Uppeldishlutverk heimavistarskóla I seinni tíð hefur mönnum orðið tíðrætt um breytt hlutverk grunn- skóla og vaxandi mikilvægi þess uppeldisstarfs sem þar fer fram. Fróðlegt er að bera heimavistar- skóla saman við almenna skóla að þessu leyti. Flestir heimavistarskól- ar starfa átta mánuði á ári. Þessa átta mánuði dvelja nemendur þar fímm daga vikunnar. Samkvæmt skóladagatali menntamálaráðu- neytisins eru kennslu- og prófdagar í slíkum skóla 148 talsins. 148 dag- ar á ári er langur tími, nærri helmingur ársins, og allan þann tíma kemur skólinn í stað heimila nemenda og starfsfólk hans verður staðgenglar foreldra þeirra. Þessi staðreynd skapar heimavistarskól- um algera sérstöðu og gerir þá að uppeldisstofnunum í enn ríkara mæli en heimangönguskóla. Við þetta bætist að heimavistarskólinn verður að sinna þörf nemenda fyrir félags- og tómstundastörf og koma þannig í stað félags- og æskulýð- Um dýran tækja- búnað sjúkrahúsa eftirSmára Kristinsson Tækniþróunin Síðustu 10 árin hafa orðið geypi- legar tækniframfarir á sjúkrahús- um, sérstaklega í rannsóknar- og greiningartækni. Dýr en afkasta- mikil og tiltölulega örugg greining- artæki hafa komið fram, t.d. tölvusneiðmyndatæki, MR-tæki, gammamyndavélar og tölvuvædd tæki tii æðarannsókna. Þessi tæki hafa leitt til hraðari og öruggari greiningar og markvissari með- ferðar en áður og jafnframt að meðaltali færri sjúkrahússdaga á hvem innlagðan sjúkling. Kannanir hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að flest þessara tækja skila and- virði sínu á mun skemmri tíma, heldur en megnið af þeim tækjabún- aði sem keyptur er til iðnaðar í dag. Útgjöld til tækjakaupa í þeirri umræðu, sem fram hefur farið að undanfomu um sameiningu Borgarspítala og Landspítala, hefur gamall draugur skotið upp kollin- um. Hér er átt við þá fráleitu skoðun, að verulegur hluti af út- gjöldum heilbrigðiskerfisins fari til kaupa og viðhalds á dýrum tækjum og tækjabúnaðh Þetta er reginn misskilningur. Ég hef ekki undir höndum tölur um heildarfjárfest- ingu í tækjabúnaði heilbrigðiskerf- isins. I nálægum löngum eins og Þýskaiandi, sem er mjög tækni- vætt, fer minna en 1% af útgjöldum til heilbrigðismála til tækjakaupa. A sérhæfðum sjúkrahúsum fer auðvitað töluvert hærra hlutfall af rekstrarfé til tækjakaupa. Borg- arspítalinn hefur ekki eytt nema 1,5—3% af rekstrarútgjöldum sínum í fjárfestingar í tækjum og búnaði árin 1978—'86 (sjá línurit). Dýr rannsóknarbúnaður er því ekki stór liður í rekstri sjúkrahúsa hérlendis. Ég tel eðlilegt að sér- hæfð sjúkrahús noti ekki minna en 3—5% af rekstrarútgjöldum til tækjakaupa, þannig að um eðlilega endumýjun og þróun verði að ræða. Ástand og- aldur tækja Það er algengur misskilningur hérlendis að við eigum mest ný og vönduð rannsóknartæki á sjúkra- húsunum. Þessi skoðun er eingöngu byggð á þekkingarleysi. Stóru spítalamir hér eru búnir færri og eldri tækjum en sambærilegar stofnanir á Vesturlöndum. Eftir margra ára samfelldan nið- urskurð er ástandið þannig, að menn geta átt líf sitt undir því, að tæknideildum sjúkrahúsanna takist að halda 10—20 ára gömlum rann- sóknarbúnaði gangandi. Þetta virðist mikil þversögn í þjóðfélagi, sem er að slá Bandaríkin út í bíla- eign, eftir að hafa myndbandavæðst á mettíma. Tækj amiðstöð var Komið hafa fram hugmyndir um sérstakar tækjamiðstöðvar, en þær virðast hafa lítil tengsl við raun- vemleikann. Styrkur sjúkrahúss er einmitt samvinna sérfræðinga úr mörgum ólíkum sérgreinum og þannig og einungis þannig næst sá árangur sem ætlast er til af nútíma- sjúkrahúsi. Rannsóknardeildir verða með engu móti skildar frá annarri starfsemi spítalanna. Sér- stakar tækjamiðstöðvar myndu að auki kalla á sérstaka yfirbyggingu og vandamál vegna flutninga á sjúklingum, oft mjög veikum, yrðu vemleg og dýrmætar mínútur myndu tapast. „Það er algengur mis- skilningur hérlendis að við eigum mest ný og vönduð rannsóknar- tæki í sjúkrahúsunum. Þessi skoðun er ein- göngu byggð á þekk- ingarleysi. Stóru spítalarnir hér eru bún- ir færri og eldri tækjum en sambærilegar stofn- anir á Vesturlöndum.“ Kerfið er dragbítur Vegna undarlegs rekstrarforms sjúkrahúsa hérlendis, sem meðal annars viðurkennir ekki almennar afskriftarreglur, þá er endumýjun og kaup rannsóknar- og greiningar- tækja eitt hið versta úrlausnar í rekstrinum og hafa líknarfélög oft hlaupið undir bagga þegar í algjört óefni hefur stefnt. Einn af stóm göllunum í rekstrarfyrirkomulagi sjúkrahúsa hérlendis er, að aukin framleiðni sjúkrahúsa, í krafti fleiri og betri tækja, kemur ekki fram sem framleiðniaukning, heldur sem aukinn tilkostnaður. Afleiðingin af þessu er meðal annars sú, að eytt er feikilegri vinnu margra manna af hálfu sjúkrahúsanna í það að vinna að kaupum á nýjum og betri búnaði. Af hálfu hins opinbera er ekki minni vinnu eytt í að koma í veg fyrir þessi kaup á tækjum fyrir örfáar milljónir. Þeirra er sérstak- lega getið í fjárlögum eftir að upphæðin hefur verið skorin hressi- lega niður af fjárveitinganefnd. Ég get ekki ímyndað mér neinn atvinnuveg sem gæti lifað við þetta kerfi og samt haldið hámarks fram- leiðni. I dag er það lykilatriði í öllum rekstri að taka nýja tækni í notkun á réttum tíma. Ef þetta er ekki gert í heilbrigðiskerfinu verður þjónustan dýrari fyrir samfélagið í heild, meðferðin tekur lengri tíma fyrir sjúklinginn og þrengslin og erfiðleikamir á spítulunum verða meiri. Hér er á ferðinni dæmi um það, að vegna vanþekkingar spara menn aurinn en kasta krónunni. Það hlálegasta af öllu er þó að þessi vinnubrögð ganga almennt undir heitinu spamaður! Að sjálfsögðu á löggjafínn að leggja ramma um starfsemi heil- brigðiskerfisins með fjárlögum. En þegar þingmenn em famir að velta fyrir sér kaupum á einstökum tækj- um til sjúkrahúsanna þá em þeir komnir út á hálan ís. Hvað er til ráða? Ég tel að einfaldast sé að leyfa eðlilegar afskriftir af tækjabúnaði og reikna hann inn í taxta og fastar ijárveitingar. Síðan mætti stofna sjóð við öll sjúkrahús til að §ár- magna nýjungar. í sjóðinn gæti mnnið t.d. 1% af veltu hússins. Þessum sjóðum tel ég eðlilegt að líknar- og áhugamannafélög legðu lið. Eitt af því, sem sjúkrahús hafa viðurkennt í samningum við starfs- fólk, er nauðsyn þess að viðhalda þekkingu þeirra sem þar vinna. I hagfræði er þetta kallað viðhald á mannauðnum og á þessum forsend- um fara starfsmenn sjúkrahúsa til annarra landa, til að kynna sér það nýjasta á hveiju sviði. Skilyrði þess, að þetta nýtist okkar sjúkrahúsum eins og til er ætlast, er að við höf- um yfir að ráða sambærilegum búnaði og þær stofnanir sem þekk- ingin er sótt til erlendis. í þessum efnum er rétt að benda á, að mjög dýrt og tímafrekt er að ná sér aftur á strik eftir að menn hafa dregist aftur úr. Ég legg til að athugaður verði hagkvæmasti fjöldi tölvusneið- myndatækja. Við eigumt tvö en samanburður við Japan og Banda- ríkin segir, að við þurfum 3—5, þannig að fullrar hagkvæmni sé gætt. Ég legg til að athugað verði hvenær hagkvæmt sé að kaupa MR-tæki. Ég álít að sá tími sé kom- inn. Ég legg til að sett verði upp sam- skiptakerfi milli sjúkrahúsa lands- ins, þannig að öll sjúkrahús geti skipst á myndum og texta símleið- is. Þetta muni einfalda mjög staðsetningu dýrra tækja og auka þjónustugetu lítilla sjúkrahúsa. Ég legg til að menn taki nú hönd- um saman og fari ofan í þessi mál, með þá þekkingu og reynslu sem aðrar þjóðir og við sjálf höfum á viðfangsefninu og marki stefnuna til næstu ára. Höfundur er deildartæknifræð- ingur röntgendeildar Borgarspít- alans. Samanburður á rannsóknarkostnaði áður (1975) og eftir (1980) að TS-tæki urðu algeng. Kostnaðurinn við umræddar greiningar lækk- aði um 70—77% með tilkomu TS-tækjanna. (Úr Diagnostic Imaging.) 3 2.5 2 1.5 1 .5 □ Tækjakaup. z0 78 79 80 81 82 83 84 85 86 kjakaup sem hlutfall af rekstri Borgarspitalans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.