Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Unnið er af fullum krafti við að bora eftir sjó þessa dagana við hús Atlantslax í Sandgerði og vonast menn fljótlega eftir árangri. Atlantslax í Sandgerði: Einstaklingur keypti jarðbor frá Englandi Sandgerði. ÖSKAR Arnason, skipstjóri í Sandgerði og einn af eigendum fiskeldisstöðvarinnar Atlantslax, hefur fest kaup á jarðbor frá Englandi. Borinn hefur hann notað til að bora eftir köldu vatni við hús Atlantslax í Sandgerði og síðar meir er ætlunin að bora í landi Staðar í Grindavík þar sem meiningin er að öll starfsemi stöðvarinnar verði eftir nokkur ár. ínn kominn upp í 17—18 milljónir í dag. Hann bjóst við að geta leigt öðrum aðilum í fiskeldi afnot af bornum. Óskar sagði ennfremur að framleiðendur gæfu upp að hægt væri að bora niður á 500 metra dýpi með bomum. - BB Fáskrúðsfj örður: Magnús Guðmundur María Kappræður á Hótel Borg* í KVÖLD klukkan hálf níu verður kappræðufundur á Hótel Borg, þar sem fulltrúar Sambands ungra jafnaðar- manna (SUJ) og Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) leiða saman hesta sína. Ræðumenn SUJ verða Magnús A. Magnússon, Guðmundur Árni Sigurbjöm Stefánsson og María Kjartans- dóttir. Ræðumenn SUS verða Sigurbjörn Magnússon, Sólveig Pétursdóttir og Ámi M. Mathiesen. Fundurirm skiptist niður í þijár umferðir. í þeirri fyrstu fær hvor aðili fyrir sig 7 mínútna framsögu fyrir fyrsta mann, 6 mínútna fyr- Sólveig ir annan mann og 5 mínútna fyrir þriðja mann. Að þessum framsög- um loknum fær aðili fyrir sig 2 mínútur til þess að spyija hinn spjörunum úr og síðan verða báð- um aðilum gefnar 10 mínútur til þess að svara spurningum. í loka- umferðinni fær síðan hver fram- sögumaður fyrir sig fjórar mínútur. Árni Sautján börn valin í fyrirsætustörf HOLLENSKI listhönnuður- inn Martie Dekkers valdi sautján íslensk börn síðast- liðinn laugardag til þess að sitja fyrir í tískutímariti, sem ætlað er ungu kynslóð- inni í Evrópu. Pjölmörg böm komu á Hótel Sögu sl. laugardagsmorgun þegar valið var í störfín. Tíma- ritið er gefíð út í tveimur milljónum eintaka og dreift um alla Evrópu. Ljósmyndimar af krökkunum verða allar teknar í Reykajvík dagaha 18. til 27. apríl næstkomandi. Óskar sagði að búið væri að bora tvær holur með þessum bor um 20 metra djúpar og væri búið að tengja aðra þeirra. Áður hefði verið borað á þrem stöðum og hefði stöðin nóg af vatni. Nú væri verið að bora þriðju holuna með nýja bomum og væri ætlunin að ná sjó úr þessari holu. Nú væru þau seiði, sem fyrst hefðu komið í húsið, orðin eins og V2 árs og því þyrfti að fara að sjó- venja þau. Óskar sagði að hann hefði fengið borinn í desember og hefði hann þá kostað 5 milljónir, en síðan hefði verið keypt mikið af aukabúnaði og lauslega áætlað væri kostnaður- Alþýðubandalagið o g Framsókn andvig niðurfellingu útsvars eldri bæjarbúa Á FUNDI í hreppsnefnd Búða- hrepps í liðinni viku lagði Eiríkur Stefánsson fulltrúi óháðra fram tillögur þess efnis að fella niður útsvar allra bæjarbúa sem komn- ir eru á ellilífeyrisaldur og sjómanna eldri en 60 ára. Sjálf- stæðismenn studdu tillögurnar en fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks greiddu at- kvæði gegn þeim. Voru þær því felldar með fjórum atkvæðum gegn þremur. Að sögn Eiríks byggði hann til- lögur sínar á þeim forsendum að sjómenn eru almennt taldir slitna mun fyrr út en landverkafólk. Rannsókn sem Tómas Helgason yfirlæknir birti árið 1976 leiddi þetta í ljós. Þá er stór hluti elstu kynslóðarinnar erfiðisvinnumenn sem hafa unnið verkamannavinnu frá unglingsaldri. „Margir þessara manna halda áfram að skila vinnu- framlagi þótt þeir séu orðnir þjakaðir af erfíðum sjúkdómum. Með þessu gæti bæjarfélagið sýnt þeim þakklætisvott," sagði hann. „Það hefur tíðkast á Neskaups- stað í nærfellt fjóra áratugi og á Eskifirði á annan áratug að fella niður útsvar fólks á ellilífeyrisaldri. Þá samþykkti bæjarstjórn Eski- fjarðar nýlega samhljóða að fella niður útsvar af sjómönnum við 60 ára_ aldur. Ég á von á því að kjósendur Framsóknar og Alþýðubandalags hér bænum af eldri kynslóðinni kunni að verða fyrir vonbrigðum með þessa afstöðu sinna fulltrúa. Þeir vilja augsýnilega skattleggja þá alla leið ofan í gröfina. Og ekki virðumst við standa upp úr öðrum byggðarlögum í framkvæmdum þrátt fyrir meiri skattlagningu. Ég skora á þetta fólk að láta heyra í sér,“ sagði Eiríkur Stefánsson. Opnuð tilboð í Höfða- strandarveg FRAMTAK sf á Siglufirði átti lægsta tilboð í lagningu Höfða- strandarvegar, frá Enni að Þrastarstöðum, sem Vegagerðin opnaði nýlega tilboð i. Tilboðið var 1.466 þúsund krónur, sem er 69,5% af kostnaðaráætlun. Sex önnur verktakafyrirtæki buðu í lagningu vegarins. Þessi vegur er 3,3 km að lengd, og á að ljúka verkinu fyrir 30. september. Króksverk átti lægsta tilboð í efnisvinnslu á Norðurlandi vestra, samtals 43 þúsund rúmmetra. Til- boð Króksverks var 8.736 þúsund kr., sem er 95% af kostnaðaráætlun V egagerðarinnar. Martie Dekkers i hópi ungra íslenskra fyrirsæta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.