Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 Flugslys í Indónesíu: Farþegaflugvél lenti í niður- streymi og hrapaði Djakarta, Reuter. INDÓNESÍSK farþegaflugvél, sem hrapaði niður á flugbraut á laugardag, lenti i niðurstreymi í þrumuveðri og reyndust stjóm- tæki hennar biluð, að því er sagði í tilkynningu frá samgönguráðu- neytinu í Indónesíu í gær. Tuttugu og átta manns biðu bana í flugslysinu. Reyn Lumenta, forseti Garuda Indonesia-flugfélagsins, hafði sagt við blaðamenn að eldingu hefði lost- ið niður í vél flugfélagsins í aðflugi að alþjóðlega flugvellinum Polonia í Medan á Norður-Sumatra. í yfirlýsingu ráðuneytisins, sem dreift var til fjölmiðla, var hvergi minnst á eldingu. Þar var haft eft- ir flugmanni DC-9 flugvélarinnar að hún hefði skyndilega hrapað í niðurstreymi þegar flugbrautin var í sjónmáli. Sumirat flugmaður, sem ræddi við Rusmin Nuijadin samgönguráð- herra á sunnudag, sagði að stjóm- búnaður vélarinnar hefði ekki virkað þegar hann reyndi að rétta flugvélina af. Lumenta vitnaði á sunnudag í afrit af síðustu orðaskiptum flug- mannsins við flugtuminn: „Eldingu hefur lostið niður í flugvélina og við erum að hrapa.“ Flugvélin, sem var á leið frá Banda Aceh á Norður-Sumatra með 37 farþega og átta manna áhöfn, flaug þá á rafmagnslínu og dró á eftir sér þúsund kg straumbreyti og kapla, sagði í yfirlýsingunni. Því næst rakst hún á garð við flug- brautina. Við það laskaðist annar vængurinn, vélin þeyttist inn á flug- brautina og eldur braust út. Þá sprakk vélin og tættist í sundur. Þijú hundmð hermenn, slökkviliðs- menn og björgunarmenn vom klukkustund að hemja eldinn. Svarti kassinn, sem inniheldur upptökur af fjarskiptum úr flug- klefa og aðrar upplýsingar, fannst á mánudag. Hann verður sendur til Ástralíu til rannsóknar, sagði í til- kynningu ráðuneytisins. Sautján manns björguðust og liggja sextán enn á sjúkrahúsum, að því er yfirvöld í borginni Medan sögðu. Margir þeirra em þungt haldnir af bmnasámm. Ítalía: „Bragginn“ kominn á síðasta snúning Reuter Brátt verður þekktasti bíll Frakka ekki lengur framleiddur í Frakklandi. Citroén ætlar að loka versmiðjun- um skammt frá París, sem framleiða „braggann" eða tveggja strokka bílinn, og verður hann frá og með næsta ári aðeins framleiddur í Portúgal. Fimm milljónir manna hafa keypt sér Citroén bragga frá því að framleiðsla hófst árið 1949. Þá leit bíllinn út eins og sjá má á myndinni og sagði í auglýsingum að hann væri einkar hentugur til að flytja fjóra bændur og kartöflusekk. Bragginn hefur verið ódýrasta bifreið í Frakklandi, en framleiðendumir eiga í sífellt meiri erfiðleikum með að halda verði niðri. Bæði hefur fram- leiðslukostnaður aukist og sala minnkað í Frakklandi. Hertar reglur um útblástur bifreiða í ýmsum löndum gætu haft áhrif á útflutning. Kristilegir demókratar hafna stíómarsamstarfi Bretland: Böm við verksmiðjuvinnu BÖRN niður í 11 ára aldur vinna í breskum verksmiðjum við að framleiða skó og aðrar leðurvör- ur, sem seldar eru fyrirtækjum um allt landið. Flestir vinnuveit- enda bamanna era innflytjendur frá Indlandi og Bangladesh. Þetta kemur fram í rannsókn, sem breska blaðið The Sunday Times stóð fyrir. Mörg barnanna, sem enn ganga í skóla, vinna allt að sjö klukku- stundir á dag, að sögn blaðsins. Alþjóða bamahjálpin í London tel- ur, að yfír 35.000 böm vinni ólöglega á höfuðborgarsvæðinu einu. Lög um vinnu bama (frá 1983) kveða á um, að böm undir 13 ára aldri megi ekki gegna launuðu starfi, og samkvæmt lögunum mega böm ekki vinna meiraén tvær klukkustundir þá daga, sem skóli er, auk þess sem vinnuumhverfi þeirra verður að uppfylla kröfur heilbrigðisyfirvalda. Blaðamenn Sunday Times ræddu við allmarga verksmiðjueigendur, sem viðurkenndu, að þeir hefðu böm í þjónustu sinni, þar á meðal sín eigin böm. „Það er ekkert athugavert við að nota böm,“ sagði einn þeirra, eigandi Star Leather í Brick Lane í Eastend í London. „A sumrin geta þau unnið frá átta á morgnana til miðnættis, og þau leggja hart að sér, af því að þetta er ákvæðis- vinna." Eftir að blaðið birti niðurstöður rannsóknarinnar, hafa heilbrigðis- °g öryggisnefndir hins opinbera, svo og verkalýðsfélag starfsfólks í leðuriðnaði hafið sjálfstæðar athug- anir á bamavinnunni í viðkomandi fyrirtækjum. Fréttir í sænskum fjölmiðlum: Lögreglan bendluð við morðið á Palme Stokkh&lmi. Frá Erik Lidcn, fréttaritara AÐ undanfömu hafa birst um það fréttir í sænskum fjölmiðl- um, að hópur hægriöfgamanna innan lögreglunnar í Stokkhólmi hafi komið við sögu þegar Olof Palme var myrtur fyrir rúmum 13 mánuðum. Lögregluyfirvöld í borginni hafa hins vegar vísað þessum fréttum á bug. Fréttimar hafa snúist um það, að innan lögreglunnar sé leynilegur félagskapur manna, sem safnist reglulega saman til að hlýða á upp- tökur af ræðum Hitlers, Görings, Göbbels og annarra frammámanna í Þýskalandi nasismans. Þá eiga Morgunblaðsins. þessir menn að hafa sérstakt yndi af þýskum stríðssöngvum og her- göngulögum og stunda skotæfingar með byssum, sem gerðar em fyrir sérstaklega stórar kúlur. Það hefur gefið þessum fréttum byr undir báða vængi, að sumir þeirra, sem bendlaðir eru við leyni- félagsskapinn, hafa áður verið sakaðir um óþarfa harðneskju í starfi. Yfirmenn lögreglunnar í Stokk- hólmi hafa reynt að fara ofan í saumana á þessu máli en hafa ekki fundið neinn, sem kannast við ein- hvem félagsskap af þessu tagi. stjómarmyndun. Takist það ekki mun sá hinn sami þá líklega mynda minnihlutastjóm fram yfir kosning- ar. Craxi baðst Iausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt þann 3. mars síðast- liðinn og sagði að deilur innan stjórnarinnar hefðu gert hana óstarfhæfa. Á dögunum hafnaði Francesco Cossiga forseti afsagnar- beiðni forsætisráðherrans og mæltist til þess að ríkisstjórin leit- aði trausts þingsins. Stjórnarmyndunartilraunir strönduðu á deilu sósíalista og kristilegra demókrata um hvort efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu í júní um lagalegar umbætur og nýtingu kjamorku. Kristilegir demókratar telja hana óþarfa en flokkur Craxis er gagnstæðrar skoðunar. Á sunnudag lét Craxi að því liggja í ræðu sem hann flutti að hann myndi beita sér fyrir mynd- un skammtímastjómar þeirra flokka sem styddu þjóðaratkvæða- greiðslu um þessa málaflokka. Þar með yrðu sósíalistar útilokaðir frá stjómarsamstarfi í fyrsta skipti í 40 ára sögu lýðveldisins og komm- únistar kæmust í stjóm í fyrsta skipti frá 1947. Virðist svo sem þessi orð Craxis hafi hleypt illu blóði í kristilega demókrata og að þeir hafi sameinast um að fella stjórn- ina. Búist við falli sljórnarinnar í dag Róm, Reuter. BÚIST er við því að Kristilegir demókratar kalli ráðherra sína úr fimm flokka samsteypustjóm Bettinos Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, i dag. Þar með fellur ríkis- stjórain og bendir því flest til þess að boðað verði til kosninga á næstunni. Ráðamenn innan flokksins áttu langan fund á mánudagskvöldið og lýstu því yfir að stjómarsamstarfinu væri lokið. í vikunni verður gengið til atkvæðagreiðslu á þingi um stuðningsyfirlýsingu við stjómina. 30 ráðherrar sitja í ríkisstjóm Crax- is og eru 16 þeirra úr flokki kristi- legra demókrata. Með þessu er talið víst að tilraunir til að bjarga stjóm- inni séu að engu orðnar og því líklegt að boðað verði til nýrra kosn- inga. Einnig er hugsanlegt að Francesco Cossiga útnefni næsta forsætisráðherra og feli honum ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.