Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 37

Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR '8. APRÍL 1987 $7 Persaflóastríðið: Iranar segja að ný sókn sé hafin Irakar kveðast hafa stökkt Irönum á flótta Bahraín, Reuter. ÍRANAR kváðust í gær hafa hafið nýja sókn austur af borinni Basra i írak. íraska útvarpið í Bagdað sagði að sókn írana hefði verið hrundið. Hvorir tveggja kváðust hafa valdið miklu manntjóni í liði hins i árásinni, sem Iranar nefna Karbala-8. Útvarpið í Teheran sagði að íran- Taha Yassin Ramadan, aðstoðar- skar sveitir hefðu fellt eða sært forsætisráðherra íraks, sagði 2.600 íraka. írakar sögðu að mörg þúsund íranar hefðu fallið og sveit- ir þeirra hefðu flúið eins og fætur toguðu. Iranska fréttastofan IRNA greindi frá því að íranskar sveitir hefðu beitt nýjum herbrögðum til að ijúfa vamarlínur íraka og sótt rúma tvo km inn fyrir þær. Iranar væru nú um tíu km frá Basra, næst stærstu borg íraks. Sagði að sóknin héldi áfram og íranar hefðu náð tugum skriðdreka og herflutn- ingabifreiða á sitt vald eða eyðilagt. Irakar kváðust hafa gert árásir á olíuhöfn írana á Sirri-eyju í gær. A mánudag sögðust þeir hafa gert loftárásir á olíuborpalla og og dælu- stöð norðarlega á Shatt-al-Arab vatnasvæðinu. nýlega að írakar myndu nú leggja aukna áherslu á að eyðileggja olíu- hafnir og -stöðvar írana fyrst þeir væru staðráðnir í að halda áfram styijöldinni, sem staðið hefur í sex og hálft ár. Átök hafa ekki verið hörð undan- famar vikur á svæðinu, þar sem íranar hmndu af stað stórsókn, Karbala-7, í janúar. Þeirri sókn lauk í um tíu km íjarlægð frá Basra. í íranska útvarpinu var venjuleg dagskrá rofin í gær og hergöngum- arsar leiknir. Einnig var send út upptaka þar sem trúarlegur leiðtogi írana, Ayatollah Ruollah Khomeini, skoraði á írana að láta ekki deigan síga. Bandarískar orrustu- þotur til Honduras CIA f lækt í stór- fellt eiturlyfja- misferli? Teg’ucig-alpa, New York, Reuter. BANDARÍKJAMENN hyggjast senda Honduras tólf F-5E orr- ustuþotur til að tryggja yfir- burði rikisins í lofti vegna aukinnar hættu, sem stjórnvöld í Washington telja stafa af hernaðarmætti Nicaragua. Þetta var haft eftir banda- rískum stjórnarerindrekum i Honduras í gær. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS sagði í gær að bandaríska leyniþjón- ustan CIA hefði notað eitur- lyfjasmyglara til að koma vopnum til skæruliða í Nic- aragua. Sjónvarpsstöðin hafði eftir eit- urlyfjasmyglurum að þeir teldu að Bandaríkjastjóm hefði hafið viðskipti með eiturlyf til að afla fjár fyrir skæruliða í Nicaragua. Nokkrir heimildarmannanna sögðu að þeir, sem skipulögðu aðgerðina, hefðu útvegað gnótt eiturlyfja og komið málum svo fyrir að flugvélar, sem flutt hefðu vopn til Mið-Ameríku, gætu lent með eiturlyf innan borðs á banda- rískum herflugvöllum. Ekki var sagt hvað orðið hefði um fíkni- efnið. CIA neitar allri aðild. George Lauder, talsmaður CLA, sagði að fréttin væri „fráleit, hún er ger- samlega út í hött“. Bandarískir stjómarerindrekar í Honduras sögðu að orrustu- þoturnar ættu að tryggja að Honduras hefði öflugasta flugher í Mið-Ameríku. Nicaraguastjóm á engar oirustuþotur, en þeir eiga þyrlur og fullkomnar, þunvopnað- ar árásarvélar, sem Sovétmenn hafa veitt þeim. Bandaríkjastjóm þarf á sam- þykki þings að halda áður en þotumar verða sendar til Honduras. Reuter Bílferjunni komiðá réttan kjöl Björgunarmönnum tókst í gær að koma feijunni Herald of Free Enterprise, á réttan kjöl. Feijunni hvolfdi undan Zeebrugge í Belgíu þann 6. mars síðastliðinn. Stálvír- ar höfðu verið festir í skrokk skipsins eins og sjá má á myndun- um og fylgdust björgunarmenn' spenntir með því er feijan var smám saman rétt af. Höfðu þeir af því nokkrar áhyggjur að skipið myndi brotna undan vatnsþung- anum en verkið gekk að óskum. Björgunarmenn kváðust hafa séð fjölmörg lík í gegnum kýraugu þegar bakborðshlið feijunnar kom í ljós. Lausamunir, húsgögn og eigur farþeganna féllu fyrir borð er skipinu var komið á réttan kjöl og hafði net verið strengt með- fram skipinu til að forða því að þeim skolaði á haf út. Enn er ekki vitað með vissu hversu margir fórust er feijunni hvolfdi nokkrum mínútum eftir að hún lét úr höfn í Zeebrugge. Talsmenn fyrirtækisins, sem rak feijuna, sögðu eftir slysið að 543 menn hefðu verið um borð og að 409 hefðu komist lífs af. Sögðu þeir að lík 74 manna væru líkast til enn um borð í feijunni. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði hins vegar í síðustu viku að 140 manna væri enn saknað þar sem mistök hefðu átt sér stað við taln- ingu þeirra sem lifðu slysið af. Finnland: Utanríkisráðherra Indónesíu: Veizluglaðar skrafskjóður Jakarta, Reuter. MOCHTAR Kusumaatmadja, utanríkisráðherra Indónesiu, sagði á kosningafundi á þriðju- dag, að Indónesar töluðu of mikið í vinnunni og þegar þeir færu á salerni, virtust þeir sitja þar lon og don. Þannig færi til spiliis dýrmætur tími. Senn fara fram kosningar í Indónesíu. Ekki er vitað til að aðrir ráðherrar hafi tekið á blaðri Indónesa né klósettvenjum. Mochtar sagði ennfremur, að Indónesar bærust of mikið á og lifðu um efni frarn.,, Einlægt þurfið þið að vera að skemmta ykkur,“ sagði ráðherrann ásak- andi.„Þegar þið giftið ykkur verður að halda veizlu fyrir mörg hundruð og fimmtíu manns, þótt þið hafið ekki efni á því. Ef þið hélduð ekki þessar veizlur sýknt og heilagt, hefðuð þið efni á að kaupa ykkur hús eða bíl.“ Forsetinn lætur kanna stjórn- armyndun stærstu flokkanna Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara MAUNO Koivisto Finnlands- forseti hefur veitt Esko Rekola umboð til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndun Hægri flokksins, Jafnaðarmanna- flokksins og Miðflokksins. Rekola er 67 ára gamall og óflokksbundinn. Borgaraflokk- arnir eru hlynntir því að þrír stærstu flokkarnir myndi stjórn en jafnaðarmenn eru tvístigandi. Þótt Rekola hafi verið falið þetta verkefni er ekki tryggt að hann verði þar með næsti forsæt- isráðherra Finnlands ef flokkarnir þrír mynda stjórn. í Finnlandi hefur óháðum mönnum oftlega verið falið að kanna grundvöll stjómarmyndunar. Talsmenn flokkanna hafa verið beðnir um að skýra Rekola frá því á fimmtu- dag hvort þeir eru sammála um hver eigi að verða helstu verkefni MorgunblaÓsins. næstu ríkisstjómar. Þegar Rekola hefur lokið starfi sínu getur Koi- visto skipað mann í stöðu forsæt- isráðherra. Ef stóm flokkarnir ná ekki samkomulagi getur forsetinn einnig farið þess á leit við Rekola eða einhvern annan að hann kanni aðra möguleika á stjórnarsam- starfí. Rekola er fyrst og fremst ætlað að bera saman stefnuyfirlýsingar flokkanna og ræða við fulltrúa þeirra um hugsanlegt samstarf. Forsetinn fól Rekola einnig að kanna hvort nauðsynlegt sé að stjórnin njóti stuðnings tveggja þingmanna af hveijum þremur. Borgaraflokkarnir hafa fullyrt að slíkur stuðningur sé stjórninni nauðsynlegur ef koma á í gegn breytingum á skattakerfinu sem talið er að verði stærsta verkefni næstu ríkisstjómar. Esko Rekola er sestur í helgan Reuter Esko Rekola hefur verið falið að kanna hvort þrír stærstu þing- flokkar Finnlands geti myndað stjórn. stein en hann er talinn vera sér- stakur trúnaðarmaður Maunos Koivisto. Rekola sat í stjórn hans á ámnum 1979 til 1982 og hann hefur einnig haft embætti fjár- málaráðherra með höndum í nokkur skipti. Sem fyrr sagði em jafnaðar- menn tvístígandi í afstöðu sinni til stjórnarmyndunar með borg- araflokkunum. Kosningaósigur jafnaðarmanna hefur vakið upp umræður í flokknum og hafa vinstrisinnar innan flokksins gagnrýnt stjómarsamstarfið við miðflokkana. Breytingar á þjóð- félaginu hafa einnig gert það að verkum að þær stéttir sem taldar hafa verið dyggustu fylgismenn jafnaðarmanna em smám saman að hverfa. Því telja margir hyggi- legt að flokkurinn verði í stjórnar- andstöðu og reyni að endurheimta fyrra fylgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.