Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 41

Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 41 „Nei, og ekki má gleyma deili- skipulagi, sem unnið hefur verið í gamla bænum á afmörkuðum svæð- um í miðbænum, Þingholtunum, Skúlagötureit, Rauðarárholt og á BÚR lóðinni í vesturbænum. Sú vinna var öll sett í gang í tengslum við Aðalskipulagið vegna þess að það er afar þýðingarmikið að búið sé að endurskoða viðkvæm hverfi í eldri hluta borgarinnar svo að hægt væri að tengja þau heildar- myndinni. í beinu framhaldi er verið að vinna að skipulagningu á nýju hverfí, Hamarshverfi við Keldna- holt. Þar verður vonandi byijað að úthluta lóðum með haustinu en hörgull er að verða á einbýlishúsa- lóðum í borginni. Við eigum ekki eftir nema fáar lóðir í Grafarvogin- um en lóðir í Selásnum hafa gengið hægar út. Það verður að gæta þess að við missum ekki Reykvíkinga úr borginni vegna skorts á lóum eins og gerðist þegar uppbyggingin varð sem mest í nágrannasveitarfé- lögunum á árum áðlir." - Verða breytingar á hafnar- svæðunum ? „Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að öll starfsemi skipafélaganna í austurhöfninni, verði flutt inn í Sundahöfn. Aðstaðan sem Akra- borgin hefur nú verður flutt yfir á Ingólfsgarð. Þar verður útbúin að- staða fyrir uppröðun bifreiða, sem bíða eftir að aka um borð. Þá verður fljótlega farið að aka með hafnarbakkanum og bifreiða- geymslu hús verður reist á auðu lóðinni þar sem uppröðun bifreiða vegna Akraborgar er í dag og önn- ur bifreiðageymsla verður reist innar við Tryggvagötu. Með þessum aðgerðum erum við að reyna að leysa bifreiðastæðisvandamál mið- bæjarins og með bifreiðageymslu í kjallara ráðhússins í tjöminni, Q'ölg- um við stæðum til muna beggja kjavíkur. lóða og bygginga. Inn á kortið eru þau svæði merkt þar sem meirihátt- ar framkvæmdir verða í gangi og aðalskipulagið hefur áhrif á. Þessi kort geta þeir sem áhuga hafa á, nálgast hér á skrifstofu Borgar- skipulagsins. Þá hefur borginni verið skipt nið- ur í niu hverfi, sem verður gert Hverfaskipulag fyrir og unnið samskonar kort fyrir hvert hverfí. Á bakhliðinni eru dregnir fram helstu umhverfisþættir, lýsing á hverfinu og hvað það hefur upp á að bjóða auk umhverfíslýsingar. Þessi kort verða borinn í hvert hús, þau fyrstu með haustinu en þannig viljum við freista þess að gefa íbú- unum tækifæri til að kynna sér nánasta umhverfi og hvaða áhrif aðalskipulagið hefur á það. Við munum að auki halda sérstaka kynningarfundi í hverju hverfi þeg- ar hverfaskipulagið er tilbúið og kynna hvað er á döfinni." - En Aðalskipulagið hvar verður það kynnt ? „Þegar skipulagsstjóm hefur Morgunblaðið/Þorkell samþykkt auglýsingu skipulagsins mun það hanga uppi í átta vikur á Borgarskipulagi. Þar geta menn komið og kynnt sér hvað um er að ræða og komið á framfæri ábend- ingum eða athugasemdum. Að þeim tíma liðnum verður farið yfír at- hugasemdimar og þær vegnar og metnar hér og í nefndum borgarinn- ar, skipulagsnefnd, borgarráði og loks í borgarstjóm. Við erum ekki óskeikulir og okkur getur yfirsést." - Ykkar vinnu er þá ekki alveg lokið ? Morgunblaðið/Júlíus vegna miðbæjarins. Vonandi dregur þá um leið úr umferð f gegn um miðbæinn." - Miðbæjarskipulagið hefur mikið verið gagnrýnt í fjölmiðlum, hvað er að frétta af því ? „Það er ekki hægt að neita því og nú er runninn út frestur til að skila inn athugasemdum um skipu- lagstillöguna. Næsta verk er að fara yfir allar athugasemdimar sem borist hafa frá einstaklingum sem eiga hagsmuna að gæta og vilja festa sinn rétt og eins hafa félagas- samtök mótmælt niðurrifi á ein- stökum húsnum. Það er alltaf sárt að breyta skipu- lagi í miðbæ en það verður að vera hægt að byggja þar upp ef við vilj- um standa undir nafni sem höfuð- borg landsins þar sem stjómasýsla landsmanna hefur aðsetur sitt. Al- þingi verður að byggja yfir sig og það kostar auðvitað breytingar og fómir. Ég held því fram að það sé eðli borgar að taka breytingum með nýjum kynslóðum, annars deyr hún. En það þýðir ekki að við eigum ekki að halda í einhvem hluta henn- ar sem tengist fyrri sögu. Enda er það gert í skipulagstillögunni og umræður hafa því æ meir asnúist um eitt og eitt hús. Ég er hinsvegar ekki sammála því að varðveita eigi stök hús ein og sér. Þvi hef ég tekið þá stefnu að varðveita heildarmynd á nokkr- um stöðum til dæmis í Þingholtun- um og í vesturbænum. Þá er búið að samþykkja að varðveita Gijóta- þorp sem sýniþorp. Þeir sem tala um vemdun húsa vilja geta lesið menningar- og bygg- ingasögu okkar af þeim en við megum ekki gleyma okkar tíma, hann verður líka að fá að vera með. Þetta er kannski meira spum- ingin um hvort arkitektar treysta sér til að sýna mikla hógværð og tillitssemi við umhverfið i borginni." Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur fram tíl ársins 2004.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.