Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 45 Hin nýju salarkynni Sæluhússins á Dalvík. Dalvík: Sæluhúsið tekur í notkun nýian sal Dalvík. SÆLUHÚSIÐ á Dalvík hefur aukið og bætt aðstöðu sina með því að taka í notkun nýjan veit- ingasal. Með því móti hyggst fyrirtækið geta boðið upp á fjölbreyttari þjónustu og bætt nýtingu hússins. Nýi salurinn rúmar um 60 manns í sæti og þá er þar einnig bar. Salarkynnin eru öll hin vist- legustu en þau eru hönnuð af Davíð-Haraldssyni sem löngu hef- ur getið sér mjög gott orð fyrir hönnun slíkra veitingastaða. Inn- réttingar voru fengnar frá Aðalgeir Finnssyni á Akureyri en stjórn smíðinnar var í höndum heimamanna. Sæluhúsið er í eigu hlutafélags- ins Ýlis á Dalvík og hefur annast greiðasölu nú í nokkur ár auk þess sem fyrirtækið hefur haft á leigu heimavist Dalvíkurskóla á sumrin og boðið ferðalöngum upp á gistingu. Með tilkomu þessa aukna húsnæðis eykst þjónusta fyrirtækisins og getur Sæluhúsið þá tekið á móti smáhópum og veislum án þess að loka hinni daglegu veitingasölu. Einnig verð- ur hægt að halda þar minniháttar fundi. Forstjóri fyrirtækisins er Júlíus Snorrason og hefur hann haft mikinn áhuga á því að auka ferða: mannastrauminn til Dalvíkur. í því sambandi hefur hann gert samning við Útsýn en á vegum þess munu koma ferðamannahóp- ar til íslands í sumar. Mun Dalvík verða gististaður þeirra hér á Norðurlandi og farið verður í hóp- ferðir frá Dalvík til ferðamanna- staða á Norðurlandi. Kvaðst Júlíus gera sér góðar vonir um aukin umsvif nú í sumar og von- ast til að Sæluhúsið mætti veita bæjarbúum og ferðafólki sem vildi gista Dalvík sem besta þjónustu á komandi árum. Fréttaritarar Vonaði að ég yrði meðal þeirra efstu — sagði Freyr Gauti Sigmundsson nýkjörinn íþróttamaður Akureyrar FREYR Gauti Sigmundsson, júdó- maður úr KA, var kjörinn íþrótta- maður Akureyrar fyrir árið 1986 og var kjöri hans lýst á þingi IBA á laugardaginn. Freyr Gauti er aðeins 15 ára að aldri en hefur samt náð mjög góðum tökum á íþrótt sinni. í öðru sæti i kjörinu varð Tryggvi Gunnarsson, knatt- spymumaður úr KA, Anna Maria Malmquist, skiðakona úr Þór, varð þriðja, fjórði varð Aðalsteinn Friðjónsson, Eik, íþróttafélagi þroskaheftra og fimmti Svavar Þór Guðmundsson, sundmaður úr Óðni. „Það eru þijú og hálft ár síðan ég byrjaði að æfa — akkúrat í dag,“ sagði Freyr Gauti í samtali við Morg- unblaðið um helgina. „Vinur minn fékk mig með sér á æfingu og ég fékk strax mikinn áhuga á júdóíþrótt- inni.“ — Hvað er það sem heillar svona við júdóið? „Það er gott að stunda júdó til að komast í betra ástand líkamlega og andlega. Það er kannski það helsta sem ég get nefnt að heilli." Að sögn Freys Gauta eru um 100 manns sem æfa júdóíþróttina á Akureyri og síðan er júdódeild KA með útibú í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Freyr Gauti Sigmundsson, íþróttamaður Akeureyrar, hampar verð- launum sínum. Varmahlíð þar sem um 30 manns æfa. „Ég æfi fimm sinnum í viku, einn og hálfan tima í einu. Æfingam- ar eru mismunandi, á mánudögum og fimmtudögum hlaupum við til dæmis í áhorfendastúkunni í Höll- inni, æfum þar snerpu og þol, og svo glimum við auðvitað líka á æfmgum, gerum æfingar sem byggjast á tækni." Freyr Gauti hafði æft í tvo mánuði áður en hann tók þátt í sínu fyrsta Páll syngur á Dalvík PÁLL Jóhannesson, tenórsöng- vari, heldur tónleika í Víkurröst á Dalvík á laugardaginn og hefj- ast þeir klukkan 16.30. Söngvarinn hélt tvenna tónleika um síðustu helgi, í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Húsavíkurkirkju og fékk mjög góðar viðtökur. Fjöldi fólks sótti tónleikana og var söng- varanum ekki sleppt af sviðinu fyrr en hann hafði sungið nokkur auka- lög. Næst eru það Dalvíkingar sem fá tækifæri til að sjá Pál syngja og verður hann væntanlega á ferð- inni víðar um Norðurland á næst- Sturla Kristjánsson aftur kominn til starfa á fræðsluskrifstofunni: Málið leysist ekki nema á einn veg - ao ég fái starfið aftur Vinnur nú „ýmis verkefni“ fyrir fræðsluráð STURLA Krisfjánsson, sem Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra rak úr starfi fræðslustjóra Norðurlands eystra í janúar, er aftur farinn að vinna á fræðsluskrifstofunni og það með vitund og samþykki ráðherra. „Ráðherra var spurður hvort hann tæki það sem ögrun eða storkun ef ég yrði fenginn til að vinna að ýmsum verkefnum fyrir fræðsluráð hér á skrifstof- unnif en hann kvað svo ekki vera,“ sagði Sturla í samtali við Morgunblaðið í gær. Sturla hóf störf á ný á fræðslu- skrifstofunni í lok febrúar, en Sverrir vísaði honum úr starfi 13. janúar. Sturla er að „vinna ýmis verkefni fyrir fræðsluráð“, eins og hann orðaði það. „Það er fræðsluráð sem rekur þessa skrifstofu og ræð- ur menn til starfa eftir ábendingu fræðslustjóra," sagði Sturla. Umsóknarfrestur er nú runninn út um stöðu fræðslustjóra. Þijár umsóknir bárust, frá Sturlu Krist- jánssyni auk tveggja manna, sem óska nafnleyndar. Óll félög, sem í eru menn sem mega gegna starfi fræðslustjóra, beindu þeim tilmæl- um til sinna félagsmanna á sínum tíma, að sögn Sturlu, að enginn sækti um starfið. Þetta eru Hið íslenska kennarafélag (HÍK), Kenn- Sturla Kristjánsson fyrrverandi fræðslustjóri arafélag íslands (KÍ) og Félag skólastjóra og yfirkennara (FSY). „Það var alger samstaða um það að enginn sækti um starfið nema ég. Þetta er ekkert smámál að okk- ar mati og það leysist ekki nema á einn veg — að ég fái starfið aftur,“ sagði Sturla. Hann bætti við að öll gögn í málinu væru þannig að málið væri „skíttapað fyrir ráðu- neytið". Hann sagði ráðherra hafa óskrifaða heimild til að vísa opin- berum embættismanni úr starfi, „en þá þarf að vera um stórt afbrot eða geðveiki að ræða. Og þegar talað er um geðveiki er átt við þann, sem rekinn er, ekki þann sem rekur.“ Sturla sagði norðanmenn hafa reynt sættir við ráðuneytið á alla lund en viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Ríkislögmaður hefur í þrígang óskað eftir því að málinu, sem ég höfðaði gegn fjármálaráð- herra, yrði frestað og við urðum við því. Síðast var því frestað til 30. apríl. Við álitum að ástæðan fyrir þessum frestunum væri sú að ráðuneytið vildi sættir en við höfum ekki heyrt orð frá þeim.“ Sturla sagðist hafa verið sviptur launum frá brottvikningardegi, 13. janúar, „en ég hef aldrei_ fengið neina tilkynningu um það. Ég frétti það í fjölmiðlum og svo hættu greiðslur að koma. Ég frétti líka í fjölmiðlum að ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að mér yrðu greidd laun í 3 eða 6 mánuði. Það hefur hvorki verið talað um það við mig né lögmann minn. Ráðherra sagði einnig að það væri sjálfsagt að ég leitaði réttar míns fyrir dóm- stólum og hann myndi beita sér fyrir því að ég fengi gjafsókn, það væri sjálfsagt. Þetta heyrði ég í fjölmiðlum en það hefur aldrei verið nefnt við mig. Ég sá líka í fjölmiðl- um, haft eftir ráðherra, að það væri ægilegt fyrir mann að lenda í þessu og því sjálfsagt að aðstoða hann við að finna starf við sitt hæfi. Ég hef ekkert tilboð fengið frá honum um starf," sagði Sturla Kristjánsson. móti. „Þá keppti ég á íjórum mótum með stuttu millibili og lenti alltaf í fjórða sæti. Sumarið eftir, 1984, æfð- um við svo tveir, ég og Auðjón Guðmundsson, á fullu með Oðni þjálf- ara okkar og Þorsteini Hjaltasyni. Eftir það sumar vorum við orðnir langbestir á Akureyri og í janúar 1985 fórum við svo á Islandsmót drengja og þá vann ég. Auðjón varð í öðru sæti, við glímdum úrslitaglím- una.“ — Og hefur ferillinn verið óslit- in sigurganga síðan? „Já, það má segja það. Nema á innanfélagsmótum, þá hefur mér gengið illa, enda glími ég þá yfirleitt* við eldri stráka." Hann hefur orðið íslandsmeistari flórum sinnum, tvisvar í einstaklings- keppni og tvisvar í sveitakeppni. Þá hefur hann tvisvar orðið í öðru sæti á íslandsmóti ,juniora“ og í fyrra keppti Freyr á íslandsmóti fullorð- inna, í mínus 60 kg flokki — og gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti! Áður en Freyr sneri sér að júdó hafði hann æft knattspyrnu í sex ár en er nú alveg hættur að stunda hana vegna þess að „júdó er miklu skemmtilegra". En hveiju þakkar Freyr þennan góða árangur? „Þetta er að mestu leyti Óda (Jóni Óðni þjálfara) að þakka. Hann er fínn þjálfari; hann er strangur en við þol- um það alveg. Það er betra að hann sé strangur, annars væri ekkert gam- an að þessu." Freyr var að lokum spurður að því hvort hann hefði velt því eitthvað fyrir sér hvort hann ætti möguleika á að hljóta titilinn íþróttamaður Ak- ureyrar að þessu sinni. „Nei, en ég vonaði þó að ég yrði á meðal þeirra efstu. Én ég þorði varla að vona að ég ynni." Jón Hjaltason ráð- inn 1 starf sögu- ritara Akureyrar BÆJARSTJÓRN Akureyrar ákvað í gær að ráða Jón Hjalta- son, sagnfræðing, i starf sögurit- ara Akureyrar. Sex umsóknir bárust um starfið, menningar- málanefnd gat ekki komið sér saman um einn mann til að mæla með og því þurfti bæjarstjórn að ákveða hver yrði ráðinn. Leynileg kosning fór fram á bæjarstjórnarfundi í gær og hlaut Jón 7 atkvæði en Stefán F. Hjartar- son, sem búsettur er í Uppsölum í Svíþjóð, 4 atkvæði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins greiddu fulltrúar meirihlutans, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn, Jóni at- kvæði, en Framsóknarmenn og fulltrúi Alþýðubandalags Stefáni. Ekki er ljóst um hve langt verk- efni er að ræða, upphaflega var áætlað að það tæki 3-4 ára, en eft- ir að málið var skoðað er talið líklegra að reikna með 6-8 árum til að fullklára söguna. Jón Hjaltason er Akureyringur. Stutt er síðan hann lauk sagnfræði- prófi og hefur m.a. starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í Reykjavík síðan. Hann lýkur cand. mag. prófi nú í vor og er talið að hann geti hafist handa við ritun sögu Akureyrar í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.