Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
69
Jóhannes Sigurðs-
son — Minning
Fæddur 1. febrúar 1899
Dáinn 29. mars 1987
Hann afí Jói er dáinn. Það kom
okkur svo sem ekki mjög á óvart
og þó. Fyrir rúmum 2 mánuðum
vissum við að ekki væri langt að
leiðarlokum í þessu lífí, og loka-
stundin kom að morgni sunnudags-
ins 29. mars.
Jóhannes fæddist á GamlaHrauni
við Eyrarbakka 1. febrúar 1899,
sonur hjónanna Kristrúnar Jóhann-
esdóttur og Sigurðar Guðmunds-
sonar, sem bæði urðu háöldruð. Því
miður kynntist ég ekki Sigurði
heitnum en Kristrúnu man ég eftir
rúmliggjandi síðustu mánuði ævi
hennar.
Jóhannes fór ungur til sjós og
var lengst af í siglingum á norskum
fragtskipum og á þeim árum ferð-
aðist hann vítt og breitt, m.a. til
Spánar, Portúgals og Norður-
Afríku. En eins og gefur að skilja
lágu leiðir hans aftur til gamla
landsins þar sem hann var um skeið
á togurum. Eftir það hóf hann störf
hjá Landssíma Islands og þar vann
hann þar til starfsferli hans lauk.
Skömmu eftir heimkomuna
kynntist henn eiginkonu sinni, Guð-
þjörgu Bárðardóttur frá Móeiðar-
hvolshjáleigu í Hvolhreppi. Þau
giftust 23. desember 1932 og varð
2ja barna auðið, þau eru Sigrún,
fædd 28. október 1933, og Gunnar,
fæddur 4. febrúar 1936.
Guðbjörg lést löngu fyrir aldur
fram, 31. janúar 1959, eftir lang-
varandi veikindi og var það sár og
mikill missir fyrir Jóhannes og okk-
ur öll hin. Oðlingskonu eins og
henni hef ég sjaldan eða aldrei
kynnst.
Nokkrum árum síðar kenndi Jó-
hannes sjúkdóms sem átti eftir að
hafa áhrif á líf hans eða það sem
eftir var. Hann var sendur á sjúkra-
hús í Kaupmannahöfn til að fjar-
lægja krabbamein í hálsi. Eftir þá
aðgerð þótti með eindæmum hversu
fljótur hann var að læra að tala
aftur án raddbanda.
Sigrún giftist ung Snorra Sturlu-
syni og eignuðust þau fjögur böm;
Björgu Jóhönnu, Ólafíu Kristínu,
Sturlu og Amdísi.
Snorri lést fyrir aldur fram eftir
langvarandi veikindi og nokkmm
ámm síðar missti Sigrún einkason-
inn, Sturlu, aðeins 22ja ára. í
fyrrasumar lést svo Kristín dóttir
hennar frá eiginmanni sínum og
þremur börnum. Seinni maður Sig-
rúnar er Geir Runólfsson, skrif-
stofustjóri hjá Landsbanka Islands,
sem staðið hefur með henni eins
Kveðja frá vinkonu
Margar eru raunir réttláts manns
en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum
Hann gætir allra beina hans
ekki eitt af þeim skal brotið.
(Davíðss. 35. vers 20-21.)
I gær var æskuvinkona mín,
Hrafnhildur Margrét, kvödd hinstu
kveðju.
Við Magga, en það var hún
ávallt kölluð, höfum þekkst frá
barnæsku, en við lékum okkur sam-
an á Stokkseyri. Æskuárin vom
fljót að líða og um 16 ára aldur
skildu leiðir um sinn er Magga fór
á Selfoss og ég til Eyja. Árið 1973
liggja leiðir okkar saman á ný og
kom þá í ljós að þau vináttubönd
er við bundumst í æsku voru þau
sömu. Þær stundir er við Magga
áttum saman hin síðari ár sem og
í æsku em mér ógleymanlegar.
í allri umgengni var Magga
ávallt hress og kát og trúði á lífið.
Þrátt fyrir veikindi sín hin síðari
ár missti Magga aldrei trúna á lífíð
og barðist hetjulegri baráttu þar til
yfír lauk. Með þessum fátæklegu
og klettur í öllum hennar sorgum
og erfíðleikum.
Við Gunnar tókum stóra ákvörð-
un fyrir átta ámm að flytjast
búferlum til Bandaríkjanna. Synir
okkar Birgir og Haukur, sem báðir
vom þá á unglingsaldri, komu með
okkur og ári seinna fluttu svo
Sandra dóttir okkar og Kristján
maður hennar einnig hingað til
Seattle, með Arnar son sinn með
sér. Það er ekki með öllu sársauka-
laust að flytjast þetta langt í burtu
og sektarkenndin segir oft til sín,
sérstaklega þegar um er að ræða
sjúkdóma og veikindi. Mest bitnar
þetta allt á Sigrúnu og Björgu dótt-
ur hennar, sem er eina barnabarn
Jóhannesar sem býr í Reykjavík. Á
Björg sérstakan heiður og þakkir
skilið fyrir hversu góð hún hefur
verið við afa sinn.
Bamabarnaböm Jóhannesar á
Islandi og í Ameríku em orðin ell-
efu talsins og þau eldri sem
kynntust honum munu sakna hans
sárt.
Ekki má gleyma lífsfömnaut
hans í gegnum súrt og sætt seinni
árin, Guðrúnu Jónsdóttur, sem á
nú um sárt að binda eins og við
hin. Kærar þakkir, Gunna mín, frá
okkur öllum í Seattle og Blaine. Jóa
Fædd 12. júní 1918
Dáin 8. marz 1987
„Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur nú hinn síðasta blund." (V. Briem)
Ingibjörg vinkona mín lést þann
8. marz á Landakotsspítala eftir
stutta legu. Hún var fædd 12. júní
1918 á Þingeyri. Foreldrar hennar
vom Jón Sigurðsson skósmiður og
kona hans Valgerður Tómasdóttir.
Við Ingibjörg höfðum þekkst í 10
ár. Allan þann tíma og reyndar
mikið lengur átti hún við mikla
vanheilsu að stríða. En hún bar sig
vel, bein í baki og létt í lund og
gerði gott úr öllu. Hún vann öll sín
verk vel og af mikilli alúð, hvort
sem var innan heimilis eða utan.
Ekki hvað síst bar garðurinn í
Hlíðarhvamminum vitni snyrti-
orðum kveð ég elskulega vinkonu
mína en í hjarta mínu geymi ég
allar þær yndislegu minningar um
allar þær stundir er við áttum sam-
an og það sem Magga var mér.
Fjölskyldu Margrétar sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur, og
bið góðan Guð að styrkja þau í
sorg sinni.
Sirrý
mínum gleymi ég aldrei þegar hann
var í hominu hjá okkur í Nökkva-
voginum. Gunnar, Birgir og Haukur
gleyma aldrei veiðiferðunum á Am-
arvatnssheiði. Birgir, Haukur og
Kristján stunda nú sjómennsku við
Alaska og komast þess vegna ekki
til Islands. En Sandra fylgir afa Jóa
síðasta spölinn ásamt pabba sínum.
Við hin emm öll með hugann á
Islandi á þessari kveðjustund.
Fjarstödd tengdadóttir,
Rósa Signrðardóttir.
Seattle.
mennsku hennar. Þar átti hún
margar gleðistundir og það var
skemmtilegt að ganga með henni
um garðinn. Ingibjörg var mjög
virkur félagi í Garðyrkjufélagi Is-
lands og í 15 ár lagði hún lið við
undirbúning og afgreiðslu á blóm-
laukum sem félagið er með. Á
hundrað ára afmæli G.I. var hún
ásamt fleimm heiðruð fyrir gott
starf.
Ingibjörg giftist eftirlifandi
manni sínum, Jóni Vilhjálmssyni
vélstjóra, árið 1947. Þau vom sam-
hent og virtu hvort annað að
verðleikum og studdu í erfiðum
veikindum hvors annars. Honum
votta ég mína innilegustu samúð.
Ingibjörg var jarðsett í kyrrþey
föstudaginn 19. marz.
L.H.J.
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Ingibjörg Jóns-
dóttir - Kveðjuorð
Hrafnhildur Margrét
Viggósdóttir
Minning:
EinarKarl Guðjónsson
Fæddur 13. nóvember 1907
Dáinn 27. febrúar 1987
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dauðans dimma nótt.
(V. Briem.)
Laugardaginn 7. mars var til
moldar borinn frá Hafnarkirkju
frændi minn, Einar Karl Guðjóns-
son. Hann var fæddur á Þorgeirs-
stöðum, Lóni, sonur hjónanna
Kristínar Jónsdóttur og Guðjóns
Einarssonar. Ungur missti hann
föður sinn, fór hann þá að Syðra-
firði í sömu sveit, til föðurbróður
síns, Sigurðar Einarssonar. Einn
bróður átti Karl, Guðmund, fæddan
1910. Er hann búsettur hér á Höfn.
Snemma kynntist Einar Karl
vinnunni. í hans uppvexti var lífið
ekki alltaf dans á rósum. I Syðra-
firði var selveiði og æðarvarp, sem
sinna þurfti. Varð hann snemma
liðtækur við veiðarnar og verkun
selskinna, enda átti veiðimennskan
og vinnan við hana hug hans allan.
Fáir kunnu jafnvel og hann að
meðhöndla selskinnin, enda sama
hvað hann gerði, alls staðar ríkti
sama trúmennskan og vandvirknin.
19. júlí kvæntist Karl Helgu Sig-
jónsdóttur frá Bæ. Lifir hún mann
sinn og dvelur nú á Skjólgarði,
heimili aldraðra. Þau hjón hófu
búskap í Syðrafirði, en árið 1934
fluttu þau til Hafnar. í þijú misseri
bjuggu þau í Álaugarey, en byggðu
síðan hús sitt Sjávarborg og bjuggu
þar æ síðan meðan heilsa entist.
Árið 1936 eignuðust þau dóttur-
ina Nönnu Láru. Þá kom sólargeisli
inn í líf frænda míns, voru þau feðg-
in alla tíð mjög samrýnd. Þegar svo
dótturbörnin, sem eru sex, efnis-
og myndarfólk, bættust í fjölskyld-
una ljómuðu augu hans er hann
minntist á þau.
Síðastliðið haust kenndi hann
þess meins, sem dró hann til dauða.
en lítið var hægt að gera. Honum
auðnaðist þó að koma heima aftur
og átti þá öruggt athvarf hjá dóttur
sinni og tengdasyni. Önnuðust þau
hann af mikilli nærgætni og kær-
leika þar til yfir lauk.
Já, hann var sannarlega trúr yfír
litlu, hann Kalli frændi minn. Nú
hækkar sól og senn kemur vor. Með
söknuði hugsa ég til þess að sjá
ekki hann Kalla frænda minn
bjástra við bátinn sinn í vognum
og lagfæra í kringum húsið sitt.
Allt verður mannlífið snauðara þeg-
ar þau hjónin leiðast ekki lengur
sem lítil börn framhjá glugganum
mínum á sinni daglegu göngu . í
Óslandið.
Ef við ættum öll glaðlyndið og
hreinskilnina hans Kalla frænda
míns þá væri allt mannlífið betra.
Nönnu Láru og fjölskyldu hennar
sendi ég og min fjölskylda innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng mun lifa með sam-
ferðamönnum hans.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir, *
og upphiminn fegri en augað sér
mót ölium oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Sigrún Eiríks.
Sigríður Þ. Eiríks-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 5. septeniber 1954
Dáin 11. marz 1987
Okkur langar til að minnast elsku-
legrar vinkonu okkar, sem féll frá í
blóma lífsins, eftir mikið stríð við
veikindi.
Sigríður Þrúður, eða Sigga eins
og hún var alltaf kölluð, fæddist
árið 1954 á Seyðisfirði. Hún ólst upp
í föðurhúsum, svo lá leiðin til
Reykjavíkur, er hún var orðin eldri.
Þar kynntist hún eftirlifandi eigin-
manni sfnum, Kristni Sveinbjörns-
syni frá Ólafsvík, og eignuðust þau
drenginn Eirík árið 1974. Þau sett-
ust að í Ólafsvík, og hafa búið þar
síðan.
Það var árið 1981, að nokkrar
kunningjakonur stofnuðu sauma-
klúbb. Sumar okkar þekktust lítið,
en aðrar meira, og urðu síðan góð
kynni innan hópsins. Sigga var ein
af okkur sex. En n(ú er skarð fyrir
skildi, því hún Sigga er farin yfir
móðuna miklu, en við trúum því að
hennar bíði meira og æðra en okkur
hinum er gefíð.
Sigga var alveg einstök ung kona,
hörkudugleg og samviskusöm að
hverju sem hún gekk. Hún var létt
í lund og þess fengu þeir sem henni
kynntust að njóta og vera samvistum
við hana. Sigga var myndarleg og
umhyggjusöm húsmóðir og nutu
þeir sem henni kynntust þeirrar
hlýju og einlægni sem hún var gædd.
Hún var gift sjómanni, og þess vegna
oftast með soninn Eirík ein heima.
Hún fór að vinna í Landsbanka Ól-
afsvíkur fyrir um þremur árum og
líkaði þar mjög vel.
Það var svo í fyrra að það fór að
halla undan færi hjá henni. Þá sýndi
hún mikinn dugnað og æðruleysi
yfir því sem að bar. Kristinn og
Eiríkur voru henni mikil stoð svo
og foreldrar hennar, systir og mágur
í Ólafsvík, og er þeirra sorg mikil.
Sigga kom í saumaklúbbinn núna
í febrúar sl. og það sýndi hennar
mikla dugnað og vilja sem hún bjó
yfir. Guð einn ræður lífi mannanna,
og hún laut vilja hans.
Kæri Kiddi og Eiríkur. Guð styrki
ykkur í sorg ykkar og vaki yfir ykk-
ur. Við biðjum Guð að vaka yfir
henni Siggu og við munum geyma
þá fögru minningu sem við eigum
um hana. Foreldra á Seyðisfirði og
systkini biðjum við Guð að styrkja
svo og tengdafólk og ættingja í sorg
þeirra.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt“.
(V. Briem)
Kveðja frá saumaklúbbnum,
Jóhanna G. Scheving,
Gunnhildur Vigfúsdóttir,
Sigurlaug Jónsdóttir,
Guðrún Pétursdóttir
Björg Sigurgeirsdóttir