Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 70

Morgunblaðið - 08.04.1987, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 fclk í fréttum SKÓLAFÉLAGAR og kennarar liðs Fjöl- brautaskólans í Breiðholti sem hreppti efsta sætið I spumingakeppni framhaldsskól- anna fögnuðu sigrinum á mánudagsmorgun. Úrslitaeinvígið fór fram í sjónvarpssal á laugar- dagskvöld og bar lið FB þá sigurorð af liði MS. Nemendafélög dagskóla og öldungadeildar fjölbrautaskólans færðu liðsmönnum blóm- vendi, kennarfélagið sendi páskaegg og skóla-* meistari ritsöfti Sigurðar Norðdal. Þá barst bókagjöf frá Máli og menningu. Hér sést Guðný Valgeirsdóttir stjómarmaður í nemendafélig- inu rétta Bjarka Hjálmarssyni blómvönd, til hliðar við hann hampa þeir Kjartan Ólafsson og Ármann Þorvaldsson gjöfúm sfnum. Skórinn fýkur með tilþrifum Að afklæðast - Fullorðinsfræðsla tekur á sig ýmsar myndir eins og dæmi frá Bandaríkjunum sannar. Þar býður stofnun í New York, er annast fullorðinsfræðslu, nám- skeið fyrir konur er vilja læra að afklæðast fyrir sinn heittelskaða. Kennarinn er starfandi fatafella og hefur V' Reuter með tilþrifum aðsóknin að námskeiðinu orðið slík að námskeiðin verða mun fleiri en í fyrstu var áætlað og kennarinn, sem kallar sig Gio, ráðgerir námskeið í fleiri borgum Bandaríkjanna og gerð myndbands, svo konur vítt og breitt um heiminn geti fullnumað sig í listinni. Reuter. Yerk Martin Luther King gef in út Coretta Scott King, ekkja Martin Luther King, hins harða baráttumanns fyrir mann- réttindum, sem myrtur var árið 1968, hélt fyrir skömmu blaða- mannafund í Bandaríkjunum, þar sem tilkynnt var uo utgáfufyrir- tæki Kaliforníuháskóla hygðist á næstunni gefa út verk King í 12 bindum. A myndinni heldur frú King á kynningarriti sem dreift var á fundinum. Nýjasta kosningahártískan, ungi maðurinn sem snýr baki í myndavélina hefur látið raka af sér hárið, nema að aftan þar sem það myndar form banyan-trésins, sem er merki stjórnarflokksins, Golkanflokksins, sem er númer 2 á atkvæðaseðlinu eins og hinn ungi maðurinn á myndinni er að vekja athygli á. Fjölskrúðug kosninga- barátta Kosningabarátta er víðar í fullum gangi, en á íslandi og er álíka fjölskrúðug og mannlífið í viðkomandi löndum. I Indónesíu fara fram þingkosningar þann 23. apríl nk. og beita frambjóðendur og flokkar ýmsum ráðum til að vekja athygli kjósenda. Við birtum hér til gamans tvær myndir úr baráttunni og þótt ekki sé með því reiknað að áróðurs- meistarar íslensku flokkanna grípi þær hráar, þá getur verið gaman að láta hugann reika og ímynda sér hvernig þeir gætu nýtt sér þær. Nafni og myndum af Sukarno, fyrrum forseta Indónesíu, hefur skotið oft upp í kosningabarát- tunni og þessi ungi maður sem er stuðningsmaður lítils flokks, hefur látið tattóvera mynd hans á brjóst sér og töluna 3 á kinnina. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.