Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 77 Barist í bænda- glímu að fornum sið Skotinn Douglas Edmunds hefur skipulagt Víkingaleika í Skotlandi þar sem sextán íslenskir kraftajötnar keppa BÆNDAGLÍMA er íþrótt sem unnendur teiknimyndahetjanna Ástríks, Steinríks og fólaga kann- ast ágætlega við. Aðrir kunna að hafa lesið um það úr fornsögum, þegar hetjur fylktu liði og börðu á fjandmönnum sínum í bænda- glímu. Þeir eru hins vegar fáir sem þekkja íþróttina úr nútíman- um og enn færri af eigin raun. En úr því verður heldur betur bætt á komandi hausti, nánar til- tekið þann 30. ágúst næstkom- andi, þegar sextán manna sveit með „víkingablóð1' í æðum og sterkasta mann heims í farar- broddi mætir í bændaglfmu sextán vöskum Bretum og Skot- um með skoskt hálandablóð f æðum. Talandi um blóð þá er rétt að geta þess að ekki mun það renna að fornum sið í glímunni, en eigi síður munu keppendur teljast „dánir" undir vissum kringum- stæðum, þ.e. ef þeir verða þá ekki teknir tii fanga af andstæðingun- um. Það er Skotinn Douglas Ed- munds, sem á heiðurinn af því að endurvekja þessa fornu íþrótt, en hann er maðurinn á bak við svo- nefnda „Víkingaleika" sem verða haldnir á fyrsta degi árlegrar Víkingahátíðar í Larg í Skotlandi, stað sem víkingar sóttu mikið á sinni tíð. Edmunds er ekki nýtt nafn í heimi kraftajötna og aflrauna, því hann og fyrirtæki hans hafa í mörg ár séð um Hálandaleikana skosku og þar að auki unnið við keppnina um sterkasta mann Evrópu og sterkasta mann heims. „Ég er alltaf að velta fyrir mér hvað er hægt að gera nýtt og Víkingaleikarnir eru ein slík hug- mynd sem nú verður framkvæmd. Það á líka vel við að halda slíka leika í Larg, því þar eru miklar minjar frá tíma víkinganna og ár- lega hefur verið haldin Víkinga- hátíð með söng, dansi og tilheyrandi skemmtan þar í ágúst. Hana hafa margir sótt frá Norð- urlöndum, sérstaklega frá Noregi og Svíþjóð og því ekki að bæta íslendingum þar við og gera það svoiítið hressilega," segir Ed- munds. Hann var nýlega staddur hér á landi m.a. vegna leikanna og átti þá viðræður við væntanlega keppendurog þjálfara þeirra, Gísla Þorsteinsson, júdóþjálfara. „Með Víkingaleikunum vil ég endurvekja fornar íþróttir víkinga- tímans og aðrar fornar skoskar íþróttir, en þarna mætast nítján manna lið frá íslandi með Jón Pál í fararbroddi og frá Bretlandi með Geoff Capes í broddi fylkingar, en auk hans verða kraftajötnar á borð við Mark Higgins og Chris Black í breska liðinu. Iþróttirnar sem keppt verður í eru m.a. bændaganga, en hún er þannig að keppendur taka sér í fang 75 kílóa steina og ganga með þá hring eftir hring. Sá sigrar sem gengur lengst, en heimsmetið í þessari grein á nú Jón Páll, sem komst 270 metra. Hann á líka Morgunblaðið/Einar Falur • Víkingar leggja á ráðin, en stór hópur manna hefur tekið að sór kostnaðinn vegna starfa Youri Sedov hjá Vfkingi. Sviss: Luzerní áttunda sæti LUZERN er nú í 8. sæti sviss- nesku knattspyrnunnar eftir 1:0 sigur á St. Gallen um helgina. Xamax er í efsta sæti og Grass- hoppers í öðru. Sigurður Grétarsson var í byrj- unarliði Luzern en fór útaf þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Ómar Torfason tók þá við stöðu hans. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður þar sem miklar rigningar hafa verið í Sviss að undanförnu. Völlurinn var því blautur og þung- ur. Baden, lið Gumundar Þor- björnssonr, vann 3:0 sigur í 2. deildarkeppninni á laugardaginn. Oakley góður í gær birtist mynd af Wes Unseld og sagt að hann væri einn leik- manna Chicago Bulls. Hann var frægur leikmaður á árum áður og lók með Washlngton Bullets f mörg ár, en í greininni með mynd- inni er rætt um Charles Oakley, einn helsta frákastara Chicago Bulls í vetur, og átti mynd af hon- um að fylgja. r xwmm | r ~ • „Þetta verður örugglega stórskemmtileg viðureign,u segir Edmunds, sem hér er ásamt bróður sínum og tveimur íslenskum þáttakendum í Víkingaleikunum. F.v. Jón Páll Sigmarsson, John Edmunds, Douglas Edmunds og Hjalti Árnason. heimsmetið í annarri rammskoskri grein sem verður þarna, sem er að lyfta kringlulaga steinum allt að 240 kílóa þungum upp á tunnur sem eru 1 1/2 meter á hæð. Hann er sá eini sem hefur lyft öllum steinunum upp á tunnur í réttri hæð, en við lánuðum steinana í keppnina um sterkasta mann heims, þar sem þeim var lyft á allt of lágar tunnur. Þá verður keppt í að kasta „Hamri Þórs", bera þunga steina, í reiptogi og ýmsum öðrum grein- um, að ógleymdri sjálfri bænda- glímunni, þar sem bæði liðin mætast fullskipuð. Fyrirkomulag hennar er að forn- um sið. Sextán liðsmenn Skotanna mæta sextán liðsmönnum (slend- inganna á bargadagavelli. Fyrir aftan þá verða átta dómarar til að sjá um að allt fari eftir settum regl- um, en það verða svo hornablásar- ar í íslenska liðinu og sekkjapípu- blásarar í því skoska sem blása til leiks og gefa mönnum merki um hvenær á að sækja, hörfa og þess háttar. Þarna berjast svo menn hver við annan og dómaranna er að úrskurða hver er „dáinn" ef hann hefur legið of lengi á jörðinni, eða hvort einhver sé kominn það langt inn á svæði andstæðinganna að hann teljist vera tekinn til fanga. Þetta fer allt eftir settum reglum. Nú, þegar þessir liðsmenn hafa lokið sínum bardaga þá er loka- viðureignin eftir, en að fornum sið mætast aðalhetjur liðanna í lokin og þá ganga fram þrír menn úr hvoru liði og heyja endanlegu við- ureignina. Þar verða Capes, Higgins og Black fyrir Skotana. Þetta verður örugglega stór- skemmtileg viðureign," segir Edmunds og því eru þeir Jón Páll og Hjalti Árnason fyllilega sam- mála, segja það ágætis tilbreyt- ingu að taka þátt í fjöldakeppni í stað einstaklingskeppni. Á sama máli er Gísli Þorsteins- son, júdóþjálfari, en hann kemur til með að velja íslenska keppnis- hópinn bráðlega. „Ég vel í liðið menn sem eru í góðri þjálfun og verða mikið að keppa í sumar. Uppistaðan verða lyftingamenn, júdómenn og menn úr glímunni," segir Gísli, en eitt þeirra atriða sem hann mun láta hópinn æfa sérstak-^- lega er svonefnd, „Cumberland glíma". „Ég býst við að hópurinn þurfi að koma svona fjórum sinnum saman á æfingar, þá sérstaklega fyrir bændaglímuna, en svo keppa þeir líka í meira sérhæfðum þraut- um og verða valdir sérstaklega til þess. Ég get ekki sagt endanlega hverjir skipa hópinn, en líklega verða þar á meðal þeir Jón Páll Sigmarsson, Bjarni Friðriksson, Hjalti Árnason, Torfi Ólafsson, Sig-ifc^. urður Hauksson, Magnús Hauks- son, Arnar Marteinsson og ég sjálfur," segir Gísli. Víkingar ætla sér stóra hluti undir Youri Sedov stjórn ÞEIM var lótt Víkingunum er þeir loks síðasta föstudag fengu stað- festingu í rússneska sendiróðinu á komutfma þjálfarans Youri Sedov. Maðurinn, sem gerði Vfking að Islandsmelsturum í knattspyrnu árin 1981 og 1982, kemur til landsins föstudaginn 10. aprfl. Undir hans stjórn ætla Víkingar sór sigur f 2. deiid í sum- ar og síðan að taka stefnuna á íslandsmeistaratitil innan þriggja ára. Youri Sedov var í þrjú ár með Víkingsliðið, 1980-1982. Óhætt er að segja að þau séu mesti blóma- tími í knattspyrnusögu félagsins. Fram að titlinum árið 1981 hafði Víkingur ekki orðið íslandsmeistari í rúmlega hálfa öld eða frá árinu 1924. Sedov tók við af landa sínum Youri llytchev, sem einnig hafði gert góða hluti með Víkingsliðið. Víkingar hafa nú hleypt af stokkun- um mikilli herferð meðal yngri og eldri stuðningsmanna sinna undir slagorðunum „Víkingar í vígahug" og er takmarkið að stuðningur þessa hóps fjármagni kostnaðinn við þjálfarann næstu tvö árin. Youri Sedov er 57 ára gamall, hámenntaður í íþrótta- og knatt- spyrnufræðum. Hann lék á sínum tíma sem bakvörður með landsliði Sovétríkjanna og spannar ferill hans þar 13 ár. Frá því að Sedov hélt til síns heima árið 1982 hefur hann starfað við ráðgjöf og þjálfun hjá Knattspyrnusambandi Sovét- • Youri Sedov ríkjanna. Meðal annars hefur hann haft yfirumsjón með landsliði 21 árs og yngri á þessu tímabili. Á síðasta ári þjálfdði Magnús Jónatansson lið Víkings í 2. deild- inni. Herzlumuninn vantaði til að liðið kæmist upp í 1. deild, en Vfkingar voru þó mjög ánægðir með störf Magnúsar. Róðurinn verður eflaust þungur hjá Víking- um í 2. deildinni í sumar. Lið þeirra er að mestu skipað ungum leik- mönnum, en Víkingar hafa ofurtrú á Youri Sedov. Af þeim leikmönn- um, sem spiluðu með Víkingi meistaraárin 1981 og 1982 eru aðeins þeir Jóhann Þorvarðarson og Þórður Marelsson eftir í hópn- um. Nokkrir hafa lagt skóna á hilluna. Menn eins og Heimir Karls- son og Aðalsteinn Aðalsteinsson leika nú með ÍR og verða því and- stæðingar Víkings í 2. deild. Helgi Helgason leikur með Völsungum á*- Húsavík, Lárus Guðmundsson í V-Þýzkalandi og Ómar Torfason í Sviss svo nokkrir séu nefndir. „Það er annað hvort eða hjá okkur" segir Jóhannes Tryggva- son, einn forystumanna knatt- spyrnunnar í Víkingi um keppn- istímabilið, sem senn fer í hönd. „Meistaraflokkurinn hefur verið í lægð hjá okkur undanfarin ár og því ætlum við að breyta. Víkingur verður 80 ára á næsta ári og þá er takmarkið að eiga lið í 1. deild í knattspyrnu. Yngri flokkar Víkings eru hins vegar mjög sterkir og hugmyndin er að nýta þekkingu og reynslu Youri Sedovs fyrir aðra flokka í félaginu og jafnvel að hann haldi þjálfaranámskeið. Við erum sannfærðir um ágæti þessa rúss- neska þjálfara og ferill hans innan knattspyrnuhreyfingarinnar í Sov- étríkjunum segir allt sem þarf. Hér á landi vöktu vinnubrögð hans athygli og árangurinn var frá- bær - tveir meistaratitlar Víkings á þremur árum. Það var meira en að segja það þvi Víkingur hafði ekki orðið meistari í 57 ár og hafði því ekki hefð á bak við sig eins og til dæmis Valur og Akranes, sem nánast árlega höfðu verið á* meistarapalli. Við erum með ungt lið núna, nýtt lið, sem Youri Sedov fær að móta og með þessum mannskap ætlum við okkur meist- aratitil innan fárra ára," segir Jóhannes Tryggvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.