Morgunblaðið - 08.04.1987, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
Handbolti:
Landsliðið
tekurþáttí
móti í S-Kóreu
Lokaumferðin í kvöld
Úrslit fást í kvennablakinu
SÍÐASTA umferðin í 1. deildinni
í handbolta verður í kvöld og
verða þá tveir leikir í Digranesi,
tveir í Hafnarfirði og einn í Laug-
ardalshöll.
íslandsmeistararnir, Víkingur,
leika í Höllinni við KA og hefst leik-
urinn klukkan 19. í Digranesi leika
Breiðablik og Ármann klukkan 20
og strax á eftir, eða kiukkan 21.30,
leika Stjarnan og Valur. í Hafnar-
firði leika fyrst Haukar og KR og
hefst leikur þeirra klukkan 20 og
strax á eftir FH og Fram.
Þessir leikir skipta litlu máli um
sigur, fall eða Evrópusæti því það
er svo til allt Ijóst í því sambandi.
Víkingar eru Islandsmeistarar og
lið Hauka og Ármanns falla í 2.
deild. Víkingur tekur þátt i Evrópu-
keppni meistaraliða á næsta ári
og Breiðablik leikur líklega í IHF-
keppninni. FH getur að vísu náð
því sæti með sigri í kvöld -ef
Breiðablik tapar fyrir Ármanni.
ÍS eða Víkingur?
Þriðji og síðasti úrslitaleikurinn
í blaki kvenna á milli ÍS, íþrótta-
félags stúdenta, og Víkings verður
í kvöld í Hagaskóla og hefst hann
klukkan 18.30. ÍS vann fyrri leikinn
en Víkingar þann síðari og í kvöld
verður Ijóst hvaða stúlkur verða
íslandsmeistarar.
Spurs í þriðja sæti
TOTTENHAM vann Sheffield
Wednesday 1:0 í ensku deildinni
í gær og skaust þar með f þriðja
sætið. Clive Allen skoraði eina
mark Spurs og hefur hann nú
gert 44 mörk.
Charlton og Chelsea gerðu
markalaust jafntefli í leik þar sem
mikið gekk á og sjö leikmenn voru
bókaðir.
Southampton og Wimbledon
skildu einnig jöfn en hvoru liði tókst
að skora tvö mörk.
I 2. deild gerðu Brighton og
Plymouth 1:1 jafntefli.
í Þýskalandi gerðu Homburg og
Dortmund 2:2 jafntefli í gær.
Jafntefli
LEIKNIR og Þróttur gerðu jafntefli
í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi.
Lokatölur 4:4 eftir að Leiknir hafði
haft 3:1 yfir í leikhléi. Bæði liðin
fengu því tvö stig.
Fjórartólfur í
sprengivikunni
FJÓRAR tólfur komu fram með
tólf réttum leikjum hjá íslenskum
getraunum um helgina og 30 rað-
ir voru með 11 réttum leikjum.
Potturinn var 1.959.110 krónur í
þessari sprengiviku og gaf hver
tólfa 342.845 krónur, en 19.591
króna fékkst fyrir 11 rétta.
Tvær konur voru með tólf rétta.
Önnur fékk vinnninginn á hvítan
seðil, en hin var með gulan og þar
voru einnig fjórar raðir með 11
réttum. Selfyssingur var með eins
seðil, en sá, sem fékk hæsta vinn-
inginn að þessu sinni, fyllti út
kerfisseðil, sem kostaði 1.260
krónur.
Hann er úr Vesturbænum í
Reykjavík, hefur tippað grimmt frá
því getraunir voru endurvaktar,
aldrei sleppt úr viku og fengið vinn-
ing af og til, en aldrei eins háan
og nú. Ein tólfa og átta raðir með
11 réttum gaf 499.573 krónur. „Ég
rétt gaf mér tíma til að renna yfir
leikina á seðlinum, byrjaði á því
að festa Derby úti, en hin merkin
voru meira eða minna út f loftið.
Þegar ég kom að fyrsta leiknum
átti ég tvítryggingu eftir, setti einn
og tvo, hélt með Liverpool, en
fagnaði þegar Arsenal skoraði sig-
urmarkið," sagði sá heppni við
Morgunblaðið í gær.
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Meistararnirfá Daihatsu
Daihatsuumboðið á íslandi hefur ákveðið að
gefa Handknattleikssambandi íslands Daihatsu
Charade bifreið að verðmæti um 320.000 krónur
til að keppa um sem sigurlaun i úrslitaleik bikar-
keppni HSÍ á sunnudaginn.
Hilmir Elísson, sölustjóri hjá Daihatsu, greindi
frá þessu á blaðamannafundi í gær. Forstjórar
umboðsins, Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur
Helgason, vildu minnast 10 ára afmælis fyrirtækis-
ins og 80 ára afmælis verksmiðjunnar með
veglegum hætti. Fyrirtækið hefur ávallt stutt vel
við bakið á íþróttum í landinu og vildi veita HSÍ
verðskuldaða viðurkenningu á þessum tímamót-
um.
Fram og Stjarnan leika til úrslita í bikarkeppni
karla að þessu sinni og er til mikils að vinna. Sigur-
vegararnir vinna sér rétt til þátttöku í Evrópu-
keppni bikarhafa í haust og fá auk þess glæsilega
bifreið í verðlaun auk annarra viðúrkenninga.
Á myndinni eru nokkrir leikmenn Stjörnunnar
og Fram ásamt þjálfurum og Jóni Hjaltalín Magn-
ússyni formanni HSÍ við Daihatsu Charade bílinn
sem bikarmeistararnir hljóta á sunnudaginn.
HSÍ hefur þegið boð um að taka
þátt í sterku móti, sem haldið
verður í Suður-Kóreu 28. - 31.
ágúst nk. Auk heimamanna og
íslands taka þátt Japan Spánn
og Svíþjóð. Sérstök fjáröfiun
verður vegna þessarar kostnað-
arsömu en nauðsynlegu ferðar,
en hún kostar HSI tæplega tvær
milljónir krónur.
Stjórnarmenn HSÍ ræddu við
Suður-Kóreumenn í úrslitakeppni
HM í Sviss í fyrra, buðu þeim til
íslands og lögðu drög að þátttöku
í móti í Suður-Kóreu fyrir Olympíu-
leikana. „Við tókum þátt í móti í
Sviss fyrir HM, sem var mjög mikil-
væg reynsla fyrir úrslitakeppnina.
Enn mikilvægara er að fá tækifæri
til að keppa í Suður-Kóreu fyrir
ÓL til að kynnast breyttum að-
stæðum, loftslaginu, matnum,1
tímanum og íþróttahöllunum,"
sagði Jón Hjaltalín, formaður HSÍ,
við Morgunblaðið í gær.
í lok ágúst eru liðin að undirbúa
sig fyrir íslandsmótiö og þá fer
þýska bundesligan í gang, en að
sögn Jóns, vonast HSI til að fá þá
leikmenn lausa, sem valdir verða.
Nýr bikar
í kvöld
Víkingur og KA leika í 1. deild
íslandsmótsins í handknatt-
leik í Laugardalshöll í kvöld
og hefst leikurinn klukkan 19.
Að leik loknum fá nýbakaðir
íslandsmeistarar Víkings af-
hent sigurlaun sín. Hinn nýi og
glæsilegi íslandsbikar, sem
Davíð Oddsson bogarstjóri gaf
til keppninnar, verður nú af-
hentur í fyrsta sinn. Hefur HSÍ
óskað eftir því við borgarstjóra,
að hann afhendi bikarinn.
Davíð Oddsson ákvað að
gefa bikar til keppninnar í fyrra,
þegar Víkingar fólu honum
gamla bikarinn til varðveizlu á
200 ára afmæli Reykjavíkur.
Varð borgarstjóri mjög undr-
andi yfir hrörlegu ásigkomulagi
bikarsins og tilkynnti á stund-
inni að Reykjavíkurborg myndi
gefa nýjan bikar og svo
skemmtilega vill til að Víking-
arnir vinna til hans í fyrsta sinn.
Að leik loknum verður upp-
skeruhátíö í félagsheimili
Víkings við Hæðargarð og eru
allir Víkingar og velunnarar fé-
lagsins velkomnir.
Morgunblaðið/Einar Falur
• HSÞ-maður reynir hægri fótar klofbragð á HSK-mann.
HSK sigraði í
sveitaglímu íslands
UNGLINGASVEIT HSK sigraði í
sveitaglímu íslands sem fram fór
í íþróttahúsi Kennaraháskólans á
laugardaginn.
HSK sigraði HSÞ með 14,5 vinn-
inga gegn 10,5. Aðeins var keppt
í unglingaflokki. Keppni ífullorðins-
flokki varð að fresta þar sem sveit
HSÞ mætti ekki til leiks. KR-ingar
fóru því heim án keppni.
í sigursveit HSK voru: Jóhannes
Sveinbjörnsson, Gunnar Gunnars-
son, Hörður Óli Guðmundsson,
Jón G. Friðgeirsson og Kjartan
Ásmundsson.
1X2 1 0) 2 c 3 s > o Tíminn c c ! ja Dagur s & n i K c (B 0Q Sunday Mirror Sunday People News of the Worid Sjnday Expresa Sunday Talegraph SAMTALS
1 X 2
Leeds — Coventry 1 2 1 1 1 1 1 1 — — 2 — 7 0 2
Watford — Tottenham X 2 2 2 2 2 2 2 2 X 1 1 2 8
Everton — West Ham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
Leicester — Aston Villa 2 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 __ 9 1 1
Man.C. — Southampton X 1 1 1 1 1 X 2 1 2 X _ 6 3 2
Norwich — Liverpool 2 X X 2 2 1 2 2 X X 2 1 4 6 2
Oxford — Newcastle 1 X 1 1 1 1 1 1 1 2 X 8 . 2 2
QPR-Luton x L 2 2L X 1 ? X ? x X 1 7 3
C. Palace —Plvmouth X 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 g 2 0
Dnrhy — Stnkn 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 n n
Hnddnrsflnlri — Ipawlrh 1 1 9 1 9 1 9 Y 9 Y 9
Pnrtsmnuth — Oldham 1 1 X 1 x . X 1 -i X 1 1 Q