Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 3

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 3 Pattaya — Thailand 8 dagar Veljið „Silkileiðina" með Heimsreisuklúbbi Útsýnar á slóðir Marco Polo í Kína 2.-27. nóvember 1987. Ekki hafa allir ráð á heimsreisu, en í Kínaferð hefur enginn ráð á að nota annað en það besta til að tryggja fullan árangurferðalagsins. í Kína býr fjórðungur mannkyns, 1000 milljónir manna. Þú veist ekki hvað veröldin er, fyrr en þú hefur séð Kína. 3000 ára samfelld saga og listir og einstök náttúrufeg- urðblasa viðaugum. Þú sérð allt það markverðasta og býrð á bestu gististöðum: Peking (Bejing) — 4 dagar: Great Wall Sheraton Hotel Heimsókn í hallir keisaranna, „hina lokuðu borg“, „torg hins him- neska friðar" Himnamusterið, sumarhallir keisaranna, dagsferð á Kínamúrinn, mesta mannvirki jarðarinnar enn í dag og hið eina, sem sést berum augum frá tunglinu o.m.fl. Shanghai — 2 dagar: Hua Ting Sheraton—Splunkunýtt - Eitt glæsilegasta hótelneimsins. Stærsta borg Kína, 12 millj., á bökkum Gulár. Kynnisferðir um sögufræga miðstöð verslunar og viðskipta að fornu og nýju. Xian — 2 dagar Golden Flower- besta hótelið. Ein sögufrægasta og merkasta borg Kína með minjum allt frá stein- öld. Einn merkastiforpleifafundursögunnarerTerracotta-herinn, hestar og hermenn í fullri líkamsstærð úr brenndum leir. Guilin — 2 dagar: Holiday Inn Sigling á Li-ánni með útsýni yfir einhverja sérstæðustu náttúrufeg- urð í heimi í línum og litum furðulandslags. Guangzhow (Kanton) — 2 dagar Hotel Garden Ævintýri að búa á þessu glæsilega hóteli, mitt í einni mestu versl- unarborg Kína. Kynnisferð. — Kínverska heimsreisuveislan verður haldin hér. Hong Kong — 2 dagar: Splunkunýtt Holiday Inn eða Nikko —í hinu glæsilega hótelhverfi Kowloon. Kynnisferð um mestu verslunar- og viðskiptaborg Austurlanda „Paradise of the Shoppers". Verðið er ótrúlegt, þótt ekki sé jafn ódýrt og í vináttubúðum" (Friendshipsstores) í Kína. mv Hver ný heimsreisa Útsýnar er stórviðburður HEIMSREISA VIII Sannkölluð undur veraldar í Að lokinni hálfsmánaðar heimsókn til Kína og dvöl í Hong Kong býðst svo sæluvika til hvíldar og vellystinga á Royal Cliff hótelinu á Pattaya í Thailandi, frægustu baðströnd Aust- urlanda. Hægt er að framlengja dvöl í Hong Kong eða Thailandi, áður en haldið er heim með viðkomu í London. Heimsreisur Útsýnar —ódýrustu ferðalögin miðað við lengd og gæði. Ferdaskrifstofan Austurstræti 17, sími 26611. lim 60 sæti voru pöntuð í síðustu viku — aðeins fáum sætum óráðstafað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.