Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 17 rannsóknastofu á jarðhæð „Húss- ins sem þjóðin gaf“ í Þjóðarátak- inu 1982 en það stendur við Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Nú er um 200 fermetra húsnæði fullfrá- gengið en í desember sl. barst félaginu höfðingleg gjöf frá ís- lenskum aðalverktökum, en það var allur nauðsynlegur tækjabún- aður fyrir rannsóknastofuna að andvirði hálfrar sjöttu milljónar króna. Forstöðumaður Rann- sóknastofu í sameinda- og frumulíffræði Krabbameins- félagsins er dr. Helga M. Ögmundsdóttir læknir. Ætlunin er að bæði innlendir og erlendir vísindamenn geti haft aðstöðu á rannsóknastofunni fyrir ýmsar rannsóknir í baráttunni við krabbameinið og jafnframt er það von félagsins að með þessu megi skapa nýja vídd í starfsemi fé- lagsins. Hluti söfnunarfjárins var notaður til að stofna Rannsókna- sjóð Krabbameinsfélagsins. í júní 1987 verður auglýst eftir umsóknum um styrki til krabba- meinsrannsókna í fyrsta sinn. Er það von félagsins að styrkveiting- ar í þessum tilgangi geti orðið árviss hefð. Krabbameinsfélagið hefur beitt sér fyrir kynningu á gildi röntgenmyndatöku af bijóstum til þess að unnt sé að greina þetta langalgengasta krabbamein íslenskra kvenna á byijunarstigi. Mikill áhugi ríkir hjá konum fyr- ir að komið verði á fót skipulegri leit að brjóstakrabbameini með röntgen-greiningu. Samtök kvenna og einstaklingar víðsveg- ar um landið hafa gefíð fé til kaupa á nauðsynlegum tækja- búnaði svo að flýta megi fyrir að þessi þjónusta geti hafíst. Þó svo að veruleg fjárupphæð hafí nú þegar safnast er ljóst að félag- ið mun leggja rúmar fímm millj- ónir króna til viðbótar til að það hafí yfír að ráða þeim útbúnaði sem til þarf svo að konum búsett- um úti á landi verði tryggð sambærileg þjónusta og veitt verður á höfuðborgarsvæðinu. Þjóðarátakið mun því tryggja að skipuleg leit að btjóstakrabba- meini með röntgen-greiningu hefjist nú í haust. Viðbótar tækja- búnaður hefur verið pantaður. Gerð hefur verið framkvæmdaá- ætlun sem miðar að því að allar konur á skoðunaraldri eigi kost á þessari rannsókn á næstu tveimur árum. Það fé sem safn- aðist í Þjóðarátaki 1986 hefur þannig valdið kaflaskilum í leitar- starfí Krabbameinsfélagsins. Sumar myndanna sem prýða þessa frétt af Þjóðarátaki 1986 eru unnar af nemum úr auglýs- ingadeild Myndlista- og handí- ðaskóla íslands undir handleiðslu kennara síns, Sigurðar Amar Brynjólfssonar. Krabbameins- félagið fékk þetta unga og hæfileikaríka fólk til samstarfs við Fræðsluviku 1986 sem haldin var á Kjarvalsstöðum. Hluti sýn- ingarinnar hefur síðan verið sendur víða um land og er enn góðfúslega lánaður til þeirra sem kunna að hafa áhuga. Að lokum vil ég fyrir hönd Krabbameinsfélagsins þakka þjóðinni fyrir þann geysilega stuðning sem hún hefur veitt fé- laginu fyrr og síðar. Það er von mín að þetta greinarkom gefi nokkra hugmynd um það sem þegar hefur verið framkvæmt fyrir stuðning þjóðarinnar frá Þjóðarátaki 1986. Reykjavík í maí 1987. Höfundur er dr. med. og er for- stjóri Krabbameinsfélagsins. Við klófestum nokkur eintök af þessum glæsilega draumabíl: ALFA 33 GIARDINETTA 4x4 árg.'87 í staðlaðri útfærslu á undraverði: AÐEINS KR.518.300.- INNIFALIÐ í VERÐI: Rafdrifnar rúður og læsingar, litað gler, fjar- stilltir útispeglar, þokuljós framan og aftan, þurrkur og sprautur á afturrúðu, þrýstisprautur á framljósum, digital klukka, veltistýri o.m.fl. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Sýning í dag kl. 1-5. u JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 ^■FJORHJOLADRIFINN SKUTRÍLL FRÁ ALFA R0ME0 A UNDRAVERÐI Btóm a . skal gleója með fallegum blómum. Eigum mjög go« ÚWl af faliegum ogPbreytíegum Blómum interflora VÍðaVCrOld blómvandar. --------- i^1óma^siáiðóvenju<a»egtbl6mahaf Fagleg þekking, - fagleg þiónusU blíófiíiöUCi Komið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.