Morgunblaðið - 09.05.1987, Side 19

Morgunblaðið - 09.05.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 19 Reykjayíkur- ganga Utivistar Sunnudaginn 10. maí efnir ferðafélagið Útivist til Reykjavík- urgöngu sinnar þriðja árið í röð. Gönguferðin er hugsuð sem hvatning til almennings um að stunda gönguferðir og útivist og til að kynna náttúrulega göngu- leið í gegnum höfuðborgina sem margir hafa eflaust ekki gert sér grein fyrir að væri til. Gangan hefst kl. 13 á Grófar- torgi, sem er bílastæðið á milli Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4, en skrifstofa Útivistar er í Gróf- inni 1. Þaðan verður gengið út í Aðalstræti, elstu götu landsins. Grófin sjálf dregur nafn sitt af uppsátri eða útróðrarstað sem var á þessum slóðum, ef til vill frá upphafi byggðar. Bærinn Vík hef- ur líklega staðið syðst í Aðal- stræti. Þá liggur leiðin meðfram Tjöminni, um Hljómskálagarðinn að BSÍ. Við Tjömina verður hugað að fuglalífi, en um 40—50 tegund- ir fugla sjást þar árlega. Við hefðbundinn brottfararstað Útivistar við bensínsölu BSÍ geta nýir þátttakendur slegist í hópinn kl. 13.30 pg liggur leiðin upp í Öskjuhlíð. Öskjuhlíðin er grágrýt- ishæð austur af Vatnsmýrinni. Þar má sjá lábarið gijót, fjöru- mörk frá ísaldarlokum í 43 m hæð yfir sjó, en Öskjuhlíðin er þó sann- arlega meira en urð og gijót. Því áfram er haldið um fallega skóg- argötu þar sem gróðursett vom innlend og erlend tré fyrir um 30 áram. Skógurinn hefur skapað þama ákjósanleg skilyrði til úti- vistar. í Háuklettum í Öskjuhlíð er hægt að skoða landamerkja- stein jarðarinnar Skildinganess með ártalinu 1839 og á þeim slóð- um á einnig að vera hið fræga Beneventum. Nafnið Beneventum er komið frá skólapiltum Hóla- vallaskóla er héldu þar fundi. Af skógargötunni er komið niður að Heita læknum í Nauthólsvík. Nauthólsvík var áður vinsæll sjóbaðsstaður, en nú baða menn sig í heita læknum margfræga, en hann er yfirfallsvatn frá hita- veitugeymunum í Öskjuhlíð. Þar er hægt að koma í gönguna kl. 14. Ekki gefst tími til baðferðar i Nauthólsvík og er gengið áfram með Fossvoginum yfir í Skóg- ræktarstöðina í Fossvogi. Við Fossvog era 4—5 m háir hamrar er hafa að geyma sjávarsetlög, líklega frá síðasta hlýskeiði ísald- ar fyrir um 100 þúsundum ára. í Skógræktarstöðinni verður aðal- áning í göngunnni og þar getur fólk tekið upp nesti og slegið verð- ur á létta strengi með góðum Útivistarsöngvum. Þeir sem era seinir fyrir geta komið í gönguna þarna kl. 15, en frá Skógræktar- stöðinni er gengið eftir góðum göngustíg inn Fossvogsdalinn og síðan um undirgang hjá Fáks- heimilinu yfir í Elliðaárdal og gengið yfir Elliðaámar að gömlu Elliðaárstöðinni. Þaðan aka rútur Vestfjarðaleiðar fólki til baka. Áætlaður heildartími göngunn- ar með hvfldum er þrjár og hálf klukkustund. Sérfróðir menn koma inn í gönguna á nokkram stöðum og fræða t.d. um jarð- fræði, fugla, skógrækt o.fl. Með í för verða einnig fararstjórar Útivistar. Þátttökugjald er ekkert. (Frá ferdafélaginu Útívist.) Ungir norrænir einleikarar: Fulltrúi Noregs leik- ur í Norræna húsinu ÞRIÐJU tónleikarnir í tónleika- röð Norræna hússins, Ungir norrænir einleikarar, verða sunnudaginn 10. maí kl. 16.00. Þá kemur fram fulltrúi Noregs, Hávard Gimse, og leikur á píanó verk eftir Scarlatti, Debussy, Hoibergsvitu eftir Grieg og són- ötu í h-moll eftir Liszt. Hávard Gimse er 21 árs gamall en hefur þegar unnið sér sess með- al efnilegustu píanópleikara Noregs. Hann hóf píanónám sjö ára gamall og lýkur námi frá Tónlistar- háskólanum í Osló nú í vor. Hárvard Gimse hefur leikið með stærstu hljómsveitum Noregs allt frá 1981 og komið fram f sjónvarpi og útvarpi. Fyrstu einleikstónleik- ana hélt hann árið 1984. Hann hefúr tekið þátt í píanókeppnum og unnið til verðlauna, t.d. tónlistar- verðlaun sem kennd era við Ástríði prinsessu og hátíðarverðlaun Ro- berts Levin. í febrúar sl. vann hann fyrstu verðlaun í keppni, sem haldin var í Frankfurt, en í henni tóku þátt Hávard Gimse píanóleikari. 33 píanóleikarar á aldrinum 18—21 árs ftá 17 Evrópulöndum. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Utboð norðlenskra minkabænda á byggingarefni: Spamaður 200-250 þúsund kr. á hvern minkaskála LOÐDÝRABÆNDUR á Norður- landi hafa ákveðið að taka tilboði Sambands íslenskra samvinnufé- laga og kaupfélaganna á Sauðár- króki og Blönduósi í efni í 33 minkaskála sem þeir ætlað að byggja í sumar. Bændumir buðu efnið út og fengu nokkur tilboð, sum þeirra mjög hagstæð, að sögn Gisla Pálssonar á Hofi í Vatnsdal. Bændurnir spara 200—250 þúsund krónur við byggingu hvers minkaskála. Gísli sagði að tilboð SÍS og kaup- félaganna hefði verið lægst, og hefði verið ákveðið að taka því eft- ir að lægstu tilboðin vora athuguð. Minkaskálamir era flestir fyrir 300 læður, og meðalstærð þeirra 60,95 x 12,30 metrar. Tilboðin miðast við allt efni fyrir ofan grann, eins og Gísli orðar það. Kostnaðurinn verð- ur nálægt 600 þúsund á hús, sem er 25—30% lægra en þetta efni kostar á almennum markaði, að sögn Gísla. Það þýðir að bændumir spara 200—250 þúsund krónur við byggingu hvers minkahúss. CITROÉN AXEL ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR, Á AÐEINS KR. 259.500,- Lágmúla 5, sími 681555 Umboöiö á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.