Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 Tískudrotln- ingar fyrr ognú Mynt Ragnar Borg Það má vel vera að mörgum þyki peningur þessi ljótur og illa sleginn. Samt er hann skrautsmíð síns tíma. Sýnir Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu, árin 1558— 1603, í sínu fínasta pússi. Þær tengdadætur Elísabetar annarrar drottningar Bretaveldis, Díana og Fergie eru tískudrottning- ar á sama hátt og Elísabet fyrsta mótaði tísku síns tíma. Peningurinn er verulega stækkaður og sýnir því smáatriði í klæðnaði drottningar. Sérfræðingar í klæðaburði fyrri tíma líta á peninginn, sem væri hann tískumynd í nýjasta hefti Vogue í dag. Svo mörg smáatriði skráir þessi gullpeningur. Myntsöfnun er í rauninni ekkert annað en mannkynssaga. Saga heimsvelda, einstakra atburða inn- an þeirra, saga tímabila í mann- kynssögunni, svo sem Sasanska- heimsveldisins, Baktríu, Alexanders mikla, Rómaveldis, Karlamagnúsar, Hansaverslunar á íslandi, brauðpeninga á íslandi, eða vörupeninga einstakra verslana á íslandi. Allir þessir þættir myntsöfnunar eru sýndir af sérfræðingum á Mynt- safni Þjóðminjasafnsins og Seðla- bankans við Einholt 4 kl. 14—18 á sunnudögum. Þar er að fá ítarlegri upplýsingar. En til að ljúka greininni vil ég benda á að þar er að finna hálfan gullnóbíl. Þið sjáið að Elísabet drottning stendur á skipsijöl á pen- ingnum. Svona skipamyndir á mynt voru undirstaðan að verslun Breta frá því um 1350. Gullnóbílarnir, en því nafni gengu ensku gullpening- amir undir, voru peningar, sem menn tóku sem ekta. Stuðluðu þeir að trausti manna á að versla við Englendinga. Eg minni á fundinn hjá Mynt- safnarafélagi íslands í Templara- höllinni á morgun, sunnudag, klukkan 14.30. A uppboðinu eru margir merkir gripir, sem hafa bor- ist uppboðsnefnd félagsins. Gull, silfur og brons, innlent sem erlent. Áhugamenn um myntsöfnun eru velkomnir. Bóndarós (Paeonia officinalis) Meira en öld er liðin síðan fyrstu bóndarósimar vom fluttar hingað til lands. Ekki er þó hægt að segja að þær séu meðal þeirra garð- plantna sem algengar geta talist og misjafnar sögur fara af ræktun þeirra. Margar tegundir em til af bóndarósum en það em aðallega tvær þeirra, eða öllu heldur af- brigði, sem hér em ræktaðar að einhverju ráði. Sú sem betur hefur reynst heitir Paeonia officinalis á fræðimáli og er þetta sú tegund sem við getum með réttu nefnt bóndarós vegna þess að ræktun hennar hefur um aldaraðir verið áberandi mikil við bændabýli í hinum ýmsu löndum Evrópu. Áður fyrr var mikill fjöldi afbrigða til af þessari tegund en í seinni tíð em það aðallega 3 eða 4 sem vel em þekkt. Þau em öll með þéttfylltum blómum og heita: Pae- onia offícinalis „Rubra Plena", sem er með dökkrauðum blómum, „Alba Plena" með blómum, sem í fyrstu em bleik, en lýsast og verða að lokum hvít, „Rosea Plena“ með bleikum blómum og „Rosea Sup- erba Plena", sem líka er með bleikum blómum. Til em afbrigði með einföldum blómum og em þau nú ræktuð hér til reynslu. Villtar plöntur af tegundinni em sjaldan ræktaðar nema í grasagörðum. Þær em nú líka til hér í nokkmm görð- um til reynslu. Heimkynni Paeonia offícinalis em: Sviss, Týról, Frakkland, norð- urhluti Ítalíu og Albanía. Hún vex oft þó nokkuð hátt til fjalla. í Alpa- fjöllunum hefur hún fundist í 1700 BLÓM VIKUNNAR 49 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir m hæð. Þessi tegund á sér mjög langa ræktunarsögu. Vitað er að farið var að rækta hana fyrir meira en 1000 ámm. Um miðja 19. öld fór ræktun hennar að dragast sam- an vegna annarrar tegundar sem þá var nýbúið að flytja inn frá Kína. Þessi nýja tegund var Paeonia lacti- flora (P. Sinensis og P. albiflora), sem oftast er nefnd Kinversk bóndarós. Ræktun hennar var æfa- fom í Kína og var hún til í ýmsum afbrigðum sem þóttu bera af hinum CITROÉN AX FRANSKA BYLTINGIN í HÖNNUN SMÁBÍLA CITROÉN AX CITROÉN < w Undirbúningur aö franskri byltingu í hönnun smábíla hófst fyrir 5 árum. Þá fékk hönnunardeild Citroén það verkefni aö hanna bíl sem átti aö vera stuttur en þó rúmgóöur. Hann varö að vera glæsilegur og aflmikill en þó sérlega sparneytinn og hafa frábæra aksturseiginleika og síðast en ekki síst varð hann að vera ódýr. Með algerri uppstokkun í framleiðsluaðferðum tókst að uppfylla allar þessar mótsagnakenndu kröfur. Franska byltingin heitir CITROEN AX. JAFNVEL VERÐIÐ ER FREISTANDI/frá kr.329,900.- Vegna sérlega hagstæðra samninga við Citroén verk- smiðjurnar getum við boðið viðskiptavinum okkar afar freistandi verð og greiðsluskilmála á CITROÉN AX. BÍLASÝNING UM HELGINA Opið frá kl. 10-6 laugardag og 1-5 sunnudag. Komdu og sjáðu bílinn sem fékk Gullna stýrið, smábílinn CITROÉN AX ásamt riddara götunnar, CITROÉN BX sem verður tjóðraður niður á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.