Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
27
Séð frá Axlarsteini á Heimaey, Heimaklettur framundan.
Þorsteinn í Laufási skirði báta sína Unnar-nafni hvern af öðrum.
Hér sést Unnur III, sem hann keypti 1922 og stjórnaði í fjölda ára.
og heiðskírt, vegna frostmóðu og
frostharðs.
Frostharður er lítt þekktur með
yngri kynslóðinni. Ætla ég því að
lýsa honum og orsökum hans. Flest-
ir hafa séð, að þegar vatn er komð
að suðu fer að rjúka úr því, vegna
hinnar öru uppgufunar, sem hitinn
veldur. Sama gildir um sjávarflöt-
inn, þegar loftið verður mjög kalt,
þá fer að rjúka upp úr sjónum.
Uppgufunin getur orðið svo mikil,
að hún líkist helzt þéttum reyk, en
sjaldan nær hún þó langt upp í loft-
ið. Þannig getur skipsskrokkur
verið hulinn móðunni, en siglutrén
staðið upp úr.
Einkennilegt er, að það virðist
breytingum háð, við hve mörg
kuldastig sjórinn fer að ijúka. Oft
rýkur sjórinn misjafnlega á stórum
svæðum án þess að kuldabreyting
hafi átt sér stað. Hlýtur það að
orsakast af hinni sífelldu hreyfingu,
sem á sjónum er og straumar valda.
Víst má telja, að frostharðar gæti
meira við suðurströnd landsins en
norðurströndina, sökum meiri sjáv-
arhita.
Um nóttina, þegar kominn var
tími til að róa var norðanstormur
og brunagaddur. Var þá ekkert við-
lit að fara á sjó vegna kuldans.
Með sólaruppkomu blálygndi.
Fannst mér þá ekki mjög kalt, svo
að ég hvarf að því að róa. Þegar
við komum á léttbátnum út að
mótorbátnum á höfninni sáum við
að breið ísbrynja var allt í kringum
hann. Hún losnaði fljótt, þegar
hreyfing kom á bátinn.
Farið var á næstu mið. Fiskivon
var lítil, vegna þess hve beitan var
gödduð. Ýmist slitnuðu taumamir
eða önglarnir réttust upp, áður en
beitan losnaði. Varð að pjakka upp
beituna með hnífum úr bjóðunum,
svo að hún færi ekki öll af krókun-
um. Tók þetta langan tíma og var
kaldsamt verk, sem mæddi mest á
Sveini (Runólfssyni síðar bónda í
Fjósum í Mýrdal).
Til allra heilla hafði verið smíðað
gott stýrishús á Unni fyrir þessa
vertíð og sett í hásetaklefa smá-
kolavél til að hlýja upp. Var því
alltaf heitt kaffi á katlinum. Mér
var fært kaffí í stýrishúsið, en ef
ég dró svolitla stund að drekka,
botnfraus það, svo var kuldinn mik-
ill.
Ekkert gerðist sögulegt meðan
lognið hélzt. En þegar langt var
komið að draga lóðina hvessti af
norðri. Fór nú að vandast málið.
Geir (Guðmundsson vélstjóra á
Geirlandi), sem stóð áveðurs við
rúlluna, tók strax að kala. Hinir
hásetamir veittu því athygli, að
hann fór að hvítna í framan. Varð
þá að hætta lóðardrættinum og
halda sjókrapi við andlitið á Geir.
Urðum við að endurtaka þetta.
Ég var því ekki vanur að fara
frá lóðinni fyrr en í fulla hnefana
á hveiju sem gekk á þessum árum
og sízt að ég væri hvattur til þess
af hásetum mínum. En þó mundi
ég hafa farið frá lóðinni í þetta
skipti, ef mikið hefði verið ódregið
þegar hvessti.
Erfitt reyndist að innbyrða enda-
duflið, sem var holdufl, því það var
orðið að stóru ísbjargi. Okkur kól
alla lítilsháttar. Þó hef ég að líkind-
um borið merki eftir þennan róður
fram að þessu."
Undirritaður vonar að þessi lesn-
ing hafi glöggvað skilning manna
á því, að í Vestmannaeyjum hefur
verið lifað hörðu og manndómsm-
iklu athafnalífi um langan aldur og
þar var einnig að finna mikil menn-
ingarheimili eins og Laufásheimilið
bar vitni um. Heimilin eru sá kjör-
viður, sem þjóðfélagið byggist á,
og gott er að hafa í huga orðtækið:
í kili skal kjörviður.
Höfundur er tæknifræðingur og
fyrrum framkvæmdastjóri A. Jó-
hannsson ogSmith hf. Hann er
varamaður ískólanefnd Iðnskól-
ans og hefur kennt við þann skóla.
Nýr ritstjóri Lög-
bergs - Heimskringlu
Winnipeg. Frá Margpréti Björgvinsdóttur fréttaritara Morgunbladsins.
stöðvaðir við landamærin vegna
þess að þeir höfðu ekki tilskilda
vegabréfsáritun. Yfirleitt hefur ver-
ið hægt að bjarga málum þessa
fólks en ekki alltaf. Því er ekki úr
vegi að hvetja alla sem ætla sér til
Frakklands á næstunni að verða sér
úti um vegabréfsáritun, og það með
nægum fyrirvara, þar sem vafalítið
er mikið að gera í franska sendiráð-
inu.
Að lokum er vert að íhuga að
óstaðfestar fregnir herma að frönsk
stjórnvöld séu langt frá því að vera
að íhuga að afnema í framtíðinni
vegabréfsáritunarskylduna, þau
hafa verið að ýja að því við banda-
lagsríki sín í EB að þau tækju upp
sömu reglur. í ljósi þess að EB-
löndin eru að samræma aðgerðir
sínar á sífellt fleiri sviðum er ekki
alveg útilokað að Frökkum tækist
að knýja þetta fram. Slíkt gæti
komið sér illa fyrir íslendinga sem
þyrftu þá að fá vegabréfsáritun til
að ferðast til Danmerkur!
JÓNAS Þór, sagnfræðingur,
sem verið hefnr ritstjóri vest-
ur- íslenska vikublaðsins
Lögbergs-Heimskringlu
síðastliðin fimm ár, hefur sagt
starfi sínu lausu frá og með
júlímánuði nk. Jónas tók við
ritstjórn blaðsins að loknu
MA-námi í sagnfræði við Man-
itoba-háskóla. Hann heldur nú
aftur heim til íslands.
Vestur-íslendingurinn Einar
Amason, sem verið hefur fulltrúi
blaðstjórnar um nokkurt skeið,
mun taka við starfi Jónasar fyrst
um sinn. Hann hefur verið virkur
stuðningsmaður blaðsins og
skrifað ótal greinar sem þar
hafa birst. Auk þess hefur hann
starfað í flestum þeim ráðum og
nefndum sem vinna að fram-
gangi íslenskrar menningar í
Kanada og styrkja vilja samband
og samskipti íslands og Kanada
á öllum sviðum.
Rafsuðuvélasýning hjá
Iselco sf.
Skeifunni 11D,
laugardaginn frá kl. 10.00-16.00 og
sunnudaginn frá kl. 13.00-16.00.
HJÓLASKAUTAR
m/skóm
Stærðir 33-39
kr. 2.950.-
Stillanlegir
f. skóstærðir 29-39
kr. 1.950.-
áK ■T
úwJf
Glæsibæ, simi 82922.
LAUGARAS= =
Ný, eldfjörug, bandarísk gamanmynd
um ungan, hvítan laganema.
Það kemur babb í bátinn þegar karl faðir hans neitar
að borga skólagjöldin og eini
skólastyrkurinn sem hann geturfengið er ætlaður
svörtum illa stæðum nemendum.
Aðalhlutverk:
C. Thomas Howell, Rae Dawn Chong
og Arye Gross.
Leikstjóri:
Steve Miner.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
LITAÐUR LAGAIMEMI
Fréttirfráfyrstu hendi!