Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 28

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 Úrslit sveitarstjórnakosninga í Bretlandi: Thatcher treystir enn stöðu sína London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttritara Morgunblaðsins. ÚRSLIT bæjar- og sveitarstjórnakosninganna, sem fram fóru hér í landi á fimmtudag, hafa aukið líkumar á því að boðað verði til þing- kosninga hinn 11. júní næstkomandi. íhaldsmenn mega vel una við úrslit nýafstaðinna kosninga og sama má raunar segja um annað stjórnarandstöðuaflið, Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna. Ur- slit kosninganna urðu Verkamannaflokknum hins vegar mikil vonbrigði. Á sunnudaginn hittir Margaret Thatcher forsætisráðherra helstu ráðgjafa sína á sveitasetri sínu, Chequers, í Buckinghamshire. Er fastlega búist við að þar verði endanlega tekin ákvörðun um að boða til þingkosninga hinn 11. júní næstkomandi. í bæjar- og sveitarstjómakosn- Allt þetta brást, íhaldsflokkurinn ingunum tókst íhaldsflokknum að hélt sínum hlut að mestu og saman mestu að halda því fylgi er hann hlaut í sambærilegum kosningum árið 1983, en þær kosningar voru einmitt undanfari frækilegs sigurs flokksins í þingkosningum sama ár. Telja íhaldsmenn sér ekkert að van- búnaði að endurtaka sama leikinn nú. Norman Tebbit, formaður íhaldsflokksins, lék á alls oddi í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær, kvað flokk sinn mega vel við nýafstaðnar kosningar una og úrslit þeirra drægju svo sannarlega ekki úr líkum á því að boðað yrði til þing- kosninga í júní. Það eru mörg góð teikn á lofti í efnahagslífinu, gróska á ýmsum sviðum og horfur góðar, atvinnulausum fer fækkandi og þar fram eftir götunum. Ef til vill væri það efnahagslífmu fyrir bestu að við boðuðum til kosninga sem fyrst, fengjum ótvírætt umboð kjósenda til áframhaldandi stjómarsetu. Margaret Thatcher hefur nú lagst undir feld til að kveða upp um það hvort hún eigi að ganga á fund Bretadrottningar á mánudaginn til að fara fram á þingrof og nýjar kosningar. Hún hefur ekki viljað láta neitt uppi um hug sinn en ætl- ar að gefa sér tíma eins og aðrir íhaldsmenn til að gaumgæfa úrslit bæjar- og sveitarstjórnakosning- anna, kanna ofan í kjölinn hvar landið liggur í hinum ýmsu kjör- dæmum. Fylgisaukning Bandalagsins Þótt íhaldsmenn séu upplitsdjarf- ir og ánægðir með úrslit kosning- anna er það Bandalag fijálslyndra og jafnaðarmanna sem helst getur státað af raunverulegum sigri og fylgisaukningu miðað við síðustu kosningar. Fylgisaukning Banda- lagsins varð ekki eins mikil og bjartsýnustu bandalagsmenn höfðu gert sér vonir um. Talsmenn fijáls- lyndra og sósíaldemókrata, David Steele og David Owen, hafa borið sig vel og hrósað sigri. Segja þeir að úrslitin séu enn eitt sanninda- merki þess að Bandalagið sé mjög að styrkja stöðu sína í breskum stjómmálum og sé til alls líklegt í komandi þingkosningum. Segja þeir að æ fleirum verði nú ljós nauðsyn þess að Bandalagið treysti sig í sessi og ijúfi skarð í það tveggja- flokkakerfí sem hafi í raun verið við lýði undanfama áratugi. David Steele sagði í BBC, að Bandalagið ætlaði að breyta hlut- föllunum í komandi þingkosningum, komast til raunverulegra áhrifa. Það ætlaði að skjóta Verkamanna- flokknum ref fyrir rass og helst íhaldsflokknum líka. Vonbrigði Verka- mannaflokksins Það er Verkamannaflokkurinn sem þarf að sleikja sárin að loknum kosningunum í fyrradag. Flokkur- inn reið ekki feitum hesti frá þessum kosningum, náði engan veginn þeim árangri sem hann hafði gert sér vonir um. Engum gat dulist fyrir kosning- amar að Verkamannaflokkurinn þurfti á veglegum sigri að halda, ekki aðeins til að styrkja stöðu sína gagnvart Ihaldsflokknum heldur einnig til að treysta sig í sessi sem forystuafl stjómarandstöðunnar. dró með Verkamannaflokknum og Bandalagi fijálslyndra og jafnaðar- manna. Einkum olli Verkamannaflokkn- um vonbrigðum bágborin frammi- staða í Mið-Englandi þar sem flokkurinn hefur gert sér vonir um að hrifsa sæti af íhaldsmönnum. í komandi þingkosningum. Er ljóst að Verkamannaflokkurinn á nú mikið verk fyrir höndum eigi honum að takast það, sem virðist næsta borin von nú, að vinna meirihluta í komandi þingkosningum. Tals- menn flokksins segjast þó ekki bera neinn ugg í bijósti vegna þeirra kosninga. „Því fyrr því betra,“ svar- aði Niel Kinnock er hann var spurður að því í BBC hvenær hann vildi að þingkosningar yrðu haldn- ar. Og hann bætti við: „Þegar á hólminn er komið munum við standa uppi sem sigurvegarar. Þeg- ar við höfum komið málstað okkar til skila munu kjósendur fylkja sér um flokk okkar. Við höfum mikið fram að færa — um baráttuna gegn atvinnuleysinu, um umbætur í fé- lagsmálum ýmsum — skólakerfinu, heilbrigðiskerfínu — og öðru því sem snertir svo mjög daglegt líf fólks í þessu landi. Deilur innan Verkamannaflokksins hafa verið mjög í sviðsljósinu um nokkurt skeið og eiga þær vafalaust sinn þátt í því hvemig fór í kosningunum í gær. Reuter EKKERT ER NYTT UNDIR SÓLINNI Varðskýli eru allajafna fremur einföld í sniðum, en í Guatemala finnst mönnum greinilega ástæða til þess að lífga örlítið upp á tilver- una hjá varðmönnum. Á myndinni er verið að leggja síðustu hönd á varðskýli í herstöð í Solola í Guatemala. Gary Hart hættir kosningabaráttunni: Nýjar ásakanír um hjú- skaparbrot réðu úrslitum Washington, Reuter. GARY Hart hefur ákveðið að hætta við að sækjast eftir útnefningu Demokrataflokksins til forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. Mestu réði að fulltrúi stórblaðsins Washington Post tilkynnti að- stoðarmönnum hans að blaðið hefði undir höndum frekari upplýsingar um að Hart hefði gerst helst til fjölþreifinn til kvenna. Svo sem kunnugt er af fréttum birti dagblaðið Miami Herald frétt þess efnis á sunnudag að Hart hefði varið stórum hluta helgarinnar með 29 ára gamalli þokkadís. Hart neit- aði því harðlega að hann hefði gerst sekur um hjúskaparbrot en hann hefur verið kvæntur í 28 ár þótt fregnir að vestan hermi að ýmislegt hafi gengið á í því hjónabandi. Hart viðurkenndi hins vegar að honum hefðu orðið á mistök með því að gefa Gróu á Leiti tækifæri til að iðka sína uppáhalds íþrótt. Donna Rice, en svo nefnist þokkadísin, þvertók fyrir að hafa iðkað syndsam- legt athæfí með Hart og kvaðst harma það að þessi misskilningur skyldi hafa skapast. Miami Herald lýsti henni í gær sem „glæsikvendi" sem sæktist eftir félagsskap auð- ugra og frægra manna. Til sönnunar þessu kvað blaðið hana hafa átt vingott við ekki ófrægari menn en vopnasalann Adnan Khasoggi, Al- bert prins af Mónakó og rökkstjöm- una Don Henley. Skoðanakannanir sýndu að almenningur í Banda- ríkjunum lagði almennt ekki trúnað á framburð þeirra og fylgið hrundi af Hart en hann hafði haft öruggt forskot á aðra frambjóðendur demó- krataflokksins. „Þessu er lokið,“ sagði einn nánasti samstarfsmaður Hart en þá sýndu skoðanakannanir að Hart naut minna fylgis en George Bush, sem talinn er líklegasti fram- bjóðandi Repúblikanaflokksins. Þar til hneykslismálið kom upp hafði þessu verið öfugt farið. Reuter Frétt Miami Herald um samband leikkonunnar Donnu Rice og Garys Hart varð honum að falli. Miami: „Loks eru andstöðuöflm í Nicaragua sameinuð“ - segir Chamorro, leiðtogi UNO, um sameiningii skæruliðahreyfinganna Hið virta dagblað The Washington Post skýrði frá því í gær að Hart hefði ákveðið að draga sig út úr kosningabaráttunni fáeinum klukkustundum eftir að blaðið hefði tjáð aðstoðarmönnum hans að það hefði undir höndum óyggjandi upp- lýsingar um samband Harts við konu eina í Washington. Blaðið lét nafns konunnar ekki getið en kvaðst hafa óyggjandi heimildir fyrir því að Hart hefði lengi átt vingott við hana. Kvaðst blaðið ekki ætla að birt frétt þessa og lét þess getið að beðið hefði verið með að skýra frá þessum upp- lýsingum til þess að Hart fengi greiddan 750.000 dollara styrk frá ríkinu, sem ætlað er að jafna að- stöðu þeirra sem bjóða sig fram í forsetakosningum. Hann skuldar enn stórfé frá því hann bauð sig fram til forsetakjörs fyrir Demó- krataflokkinn árið 1984 en þá beið hann lægri hlut fyrir Walter Mond- ale. „Ég hef aldrei litið á stjórnmál sem mitt ævistarf," sagði Gary Hart eitt sinn í viðtali við dagblaðið The Wall Street Journal. „Ég hef frekar litið svo á að um ákveðið tímabil sé að ræða í lífi mínu.“ Miami, fr& Steinjfrími SigrirgeirBsyni, blaðamanm MorgunblaðsinB. „LOKS ríkir traust milli and- stöðuaflanna í Nicaragua," sagði Pedro Joacquin Chamorro, yfir- maður UNO, stærstu skæruliða- samtakanna, í viðtali við Morgunblaðið um samkomulag- ið, sem tókst sl. miðvikudag eftir tveggja mánaða viðræður milli skæruliðahreyfinganna UNO, BOS og FDN. Samkvæmt því verða hreyfingarnar sameinaðar og komið á fót einum þjóðarher. I samkomulaginu felst, að- sett verður á fót sjö manna borgaraleg stjóm yfír heraflanum stjórnmála- ráð, sem skipað verður 54 mönnum. Vonast skæruliðar til, að þetta auki líkur á, að þeir fái meiri stuðning frá stjóminni í Washington. „Nú er ekki lengur hægt að ásaka okkur um, að við séum óvirkir vegna inn- byrðis ágreinings og sundurlyndis," sagði Chamorro, sem kvaðst binda vonir við, að þetta yrði til að breyta ímynd skæmliðanna í Nicaragua, Bandaríkjunum og Evrópu. „Við höfum lengi verið ásakaðir um, að yfirmenn okkar væru aðeins útsendarar frá Washington en nú geta Nicaraguamenn litið á okkur sem sína fulltrúa," sagði Chamorro. „í stjómmálaráðinu munu verða útlægir fulltrúar frá öllum stjóm- málaflokkum og hlutverk okkar nú verður að tala við okkar eigin þjóð og fara fram á stuðning hennar.“ Chamorro sagði, að samninga- viðræðumar hefðu verið mjög erfíðar en lausnin hefði fundist þeg- ar engin virtist í sjónmáli. „Þetta er ekki lausn, sem fékkst fyrir utan- aðkomandi afskipti, heldur nigarag- uísk lausn. Miðvikudagurinn var stór dagur í sögu nicaraguísku þjóð- arinnar." Gengi gjaldmiðla London, Reuter. GENGI helstu gjaldmiðla gagnvart dollara í kauphöll- inni í London var sem hér segir á hádegi í gærr 1,3350 kan. dollarar. 1,7840 v-þýsk mörk. 2,0115 holl. gyllini. 1,4670 sv. frankar. 36,90 belg. frankar. 5,9550 fr. frankar. 1.239,00 ít. lírur. 139,40 japönsk jen. 6,2300 sænskar kr. 6,6550 norskar kr. 6,6925 danskar kr. Ifyrir breska pundið fengust þá 1,6790 dollarar og fyrir gull- únsuna 455,80 dollarar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.