Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 Sjónvarpsstjórnmál í Bandaríkjunum: Gestrisni Gary Hart skyggði á upphaf þingrannsóknar Washington, frá ívari Guðmundssyni fréttaritara Moiyunblaðsins. FRUMSÝNING rannsóknar- nefndar beggja deilda Banda- ríkjaþings í íranmálinu, sem hófst á þriðjudagsmorgun, hvarf að mestu í skugga annars at- burðar. Athyglin beindist ekki síður að fréttinni um að Gary Noregur: Tekið fyrir fall- hlífarstökk í Trollveggen Osló, Reuter. NORSKA ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu um að bann verði lagt við fallhlífarstökki í Troll- veggen-fjalli en þangað hafa fífldjarfir menn flykkst á und- anförnum árum til að iðka þessa íþrótt. Trollveggen, sem er suður af suður af Þrándheimi, er 1.788 metra hátt fjall og hafa rúmlega 200 ofurhugar kastað sér fram af því á undanfömum sjö árum. Fjórir fallhlífarstökkvarar hafa farist og átta sinnum hafa björgunarsveitir tekið sér á hendur stórhættulegar ferðir til að bjarga slösuðum mönn- um. Samkvæmt lagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær verður með öllu bannað að iðka þessa íþrótt í Trollveggen og verða þeir sem brjóta bannið að greiða háar sektir. Búist er við að lagafrum- varpið hljóti staðfestingu þingsins. Hart hefði dvalist einn með ungri blómarós og fegurðardís nætur- langt í húsi sínu í Washington, á meðan eiginkona hans var víðs- fjarri í Denver-borg. Fundur rannsóknamefndarinnar var einkar vel undirbúinn. Nefndin er að störfum í sal, sem er einn hinn skrautlegasti í þinghöllinni, skreyttur marmarasúlum og þykk- um silkitjöldum. Hann er auk þess sögufrægur. Það var í þessum sal, sem Water- gate-yfírheyrslumar fóru fram fyrir 14 ámm og „tehvelfíngarmálið" svokallaða, sem setti blett á forseta- feril Warrens G. Harding 1923. Það var og í þessum sal að McCharty öldungadeildarþingmaður var kveð- inn niður 1954 í herferð sinni gegn kommúnistum í áhrifamiklum emb- ættum. Þau réttarhöld voru þau fyrstu, sem sjónvarpað var frá þing- fundum. Fjölmiðlar, einkum sjónvarps- stöðvar, hafa gert mikið til að rannsóknarstörf þingnefndarinnar komist sem best til skila. Mikið er í húfí. Spumingamar snúast um störf sjálfs forsetans. Frægustu sjónvarpsþulir eins og Dan Rather og Peter Jennings, sem tók sér stöðu á Austurvelli er Höfðafundur- inn var haldinn í fyrrahaust, komu til Washington frá aðalstöðvum sínum í New York, til að sjá um fréttaflutninginn frá fundi nefndar- innar. Helstu sjónvarpsstöðvar landsins gerðu ráð fyrir að minnsta kosti klukkustundar útsendingu frá fundinum. Ein stöð, kapalstöðin CNN, ætlaði að hafa stöðuga út- Skora á de Cuellar að birta skjöl um Kurt Waldheim Belgrað. Reuter. ÓOPINBER félagsskapur — Al- þjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn — sem breski heimspekingurinn Bertrand Russel stofnaði, hefur skorað á Javier Perez de Cuell- ar, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að birta skjöl samtakanna um fyrrum framkvæmdastjóra S.þ., Kurt Waldheim. Félagsskapurinn, sem nú lýtur sendingu allan þriðjudaginn. Formaður nefndarinnar, öld- ungadeildarmaðurinn Daniel K. Inouye frá Hawaii, setti fundinn á mínútunni kl. 10. Hann sagði, að nefndinni væri falið, að rannsaka mál, sem væri í senn „sorglegt og soralegt". Að ræðu hans lokinni fluttu allir nefndarmenn, hver á fætur öðrum hugnæmar ræður um lýðræði, þingræði og vilja almenn- ings í landinu. Og þá fóru blaða- menn að týnast úr salnum, enda hafði verið þröngt um þá, því myndasmiðir tóku mikið rúm en urðu samt sumir þeirra að sitja á hækjum sér á gólfínu. Frægu sjón- varpsþulimir komu hinsvegar aldrei inn í sjálfan salinn heldur útvörpuðu frá einkaskrifstofu með þinghöllina í baksýn á skjánum. Hætt að sjónvarpa Um þetta leyti fór að færast fjör í fréttina um næturgest Gary Hart. Það var von á honum á fund hjá ritstjórasambandinu í New York. Sjónvarpsnotendur voru famir að hringja hundruðum saman til fasta- Áður en rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings hóf störf sin á þriðjudag myndaðist biðröð fyrír utan fundarsalinn, sem náði út á götu eins og hér sést. stöðva sinna og heimta að sýnd yrði framhaldssagan, sem þeir eru vanir að fá að morgni dags. Reagan forseti var í Rósagarði Hvíta hússins með sjónvarpsmenn á vakt að vanda. Forsetinn virtist sprækur, hljóp við fót á milli beð- anna og er kallað var til hans hvort hann vildi segja eitthvað um nefnd- ina svarði hann: „Já, ég vonast nú til að frétta eitthvað, sem ég vissi ekki um áður.“ Fréttamaður birtist aftur á skjánum og fullyrti, að for- setinn hefði ekki svo mikið sem „kíkt“ á sjónvarpið allan daginn. Fréttin um næturgest Gary Hart hélt áfram að vaxa og skyggja á fréttir frá rannsóknamefndinni. Blaðamaður, sem stóð við hlið mér sagði: „Reagan forseti hefði ekki getað óskað sér betri fréttar í dag.“ Þegar leið á kvöldið sýndu sjón- varpsstöðvamar sitt hefðbundna efni. Að sjálfsögðu fékk Gary Hart sitt hjá grínistunum. Einn þeirra sagði: „Hingað til hefír það verið aðalspumingin: „Hvað vissi Reagan forseti og hvenær." En nú er spumingin: „Hvað vissi Hart og hvenær fór hún?“ Nýja Sjáland: KGB neyddist til að láta í minni pokann foiystu júgóslavneska sagnfræð- ingsins Vlacdimir Dedijer, hefur sent Perez de Cuellar bréf, þar sem farið er fram á, að skjöl S.þ. um Waldheim verði gerð opinber í því skyni að varpa ljósi á athafnir hans I stríðinu. í bréfínu er tekið fram, að banda- rískum, austurrískum og júgóslav- neskum stjómvöldum hafí verið send sams konar bréf. - segir David Lange Wellington, Reuter. DAVID Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, kvaðst í gær ráða það af brottrekstri eftirlits- manns í nýsjálenska sendiráðinu í Moskvu að sovéska leyniþjón- ustan KGB hefði orðið undir i deilu við stjórnina. Lange sagði við blaðamenn að David Nicol hefði verið sendur til Moskvu fyrir ellefu mánuðum og hann væri ekki njósnari. Sovétmenn lýstu yfír því á fímmtudag að Nicol væri óvelkom- inn eða „Persona non grata" eins og það var orðað og var honum skipað að hafa sig á brott frá Sov- étríkjunum innan einnar viku. Sagði að hann hefði „gert sig sekan um athæfí, sem ekki samræmist stöðu stjómarerindreka". Brottreksturinn siglir í kjölfarið á því að Sergei Budnik, háttsettum ráðgjafa í sovéska sendiráðinu í Wellington, var vísað úr landi. Lange segir að vitað hafí verið fyr- ir víst að Budnik var yfírmaður í KGB. „Ég tel nokkuð augljóst að það kom til deilna [í Moskvu] og þetta var barið í gegn,“ sagði Lange. „Budnik fór alltént ekki í launkofa með hvemig hann teldi að bregðast ætti við. Svo fór að þeir héldu að þeir yrðu að gera eitthvað til þess að ekki liti út fyrir að þeir játuðu á sig njósnir. þannig að þeir völdu einhvem úr, sem ekki nokkrum manni hefði dottið í hug að væna um njósnir, í þeirri von að málinu væri þar með lokið." Lange kvaðst telja að háttsettari starfsmanni í sendiráðinu í Moskvu hefði verið vísað úr landi ef KGB hefði fengið að ráða einhveiju. Frakkland: Mikill viðbúnaður vegna réttarhaldanna yfir Barbie Lyon, Reuter. SVEITIR þungvopnaðra lög- regluþjóna gæta nú dómshall- arinnar í borginni Lyon í Frakklandi, þar sem réttar- höldin yfir Klaus Barbie hefjast á mánudag. Barbie var fluttur frá Bólivíu til Frakklands fyrir fjórum árum og er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Iðnaðarmenn voru f gær að leggja lokahönd á breyt- ingar á salnum, þar sem níu manna kviðdómur mun kveða upp úrskurð yfír Barbie. Einnig voru leyniskyttur lögreglunnar að koma sér fyrir á húsþökum í grennd við dómshöllina og famar voru eftirlitsferðir um götur. Allur þessi viðbúnaður er til þess að gæta öryggis Barbies, sem kallaður er „Slátrarinn frá Lyon“ vegna þeirra grimmilegu ódæðis- verka, sem hann er sakaður um að hafa framið þegar hann var yfírmaður lögreglunnar í Lyon á árunum 1942 til 1944. Dómara og lögfræðinga er einnig vandlega gætt eftir að hótanir bárust frá lítt þekktum samtökum nýnasista. Búist er við að þetta verði mestu stríðsglæparéttarhöld, sem haldin hafa verið í Frakklandi, og munu þau taka tvo mánuði. Sjón- varpað verður frá upphafí þeirra og er það fyrsta sinn, sem kvik- myndatökuvélar fá aðgöngu í franskan réttarsal. Margar vikur eru síðan hafíst var handa til að breyta hinu risa- stóra anddyri dómshallarinnar til þess að 700 blaðamenn, 100 vitni og ákærendur og 40 lögfræðingar kæmust fyrir. Barbie er ætlað að sitja í gler- búri, sem verður opið að ofan, við hlið dómara. En lögfræðingar ákærenda segja að þeir óttist að Barbie neiti jafnvel að bera vitni eins og honum er ætlað að gera frá 14. til 16. maí. Jacques Verges, hinn umdeildi lögfræðingur Barbies, hefur sagt að skjólstæðingur sinn eigi ekki að fá réttláta dómsmeðferð og réttarhöldunum megi líkja við af- töku án dóms og laga. Barbie sagði í skriflegu viðtali við franska vikuritið Paris-Match: „Finnst ykkur réttlátt að hafa áhrif á kviðdóminn með því að sýna heimildarmyndir í sjónvarpi fyrir réttarhöldin, þar sem bæði eru sýndar fílmur úr skjalasöfnum eða leikarar sýndir í hlutverki mínu?“ Franskur herréttur dæmdi Barbie tvisvar til dauða að honum fjarverandi. Samkvæmt frönskum lögum fymast dómar um tríðsglæpi á tuttugu árum og enn fremur er ekki hægt að ákæra mann tvisvar fyrir sama glæpinn. Barbie hefur nú verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og er hann sagður hafa verið með- sekur í brottflutningi og morðum á 400 gyðingum og 300 félögum úr frönsku andspymuhreyfíng- unni. Leyniskyttur lögreglu koma sér fyrir á húsþaki í grennd við dómshúsið, þar sem réttar- höldin yfir Klaus Barbie fara fram. Verges, sem hefur róttækar skoðanir, hefur hótað að draga alla frönsku þjóðina á táknrænan hátt fyrir dómstóla fyrir framferði hennar þegar Frakkland var her- tekið af nasistum. Hann segir að Barbie ætli að fletta ofan af mönnum, sem sviku andspymuna og segja að hve miklu leyti Frakk- ar störfuðu með andstæðingnum. Reuter Málskjöl ákæruvaldsins á hend- ur Klaus Barbie losa rúmlega eitt hundrað kílógrömm og er þar að finna yfir tvö þúsund og fimm hundruð skjöl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.