Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
31
Unglingnr skotinn
til bana í Belfast
Sá sjötti úr fjölskyldunni,
sem f ellur fyrir byssukúlu
Belfast, Reuter.
KAÞÓLSKUR unglingur var skot-
inn til bana á heimili sínu og þrír
slösuðust í óeirðum, sem blossuðu
upp í Belfast á Norður-írlandi i
fyrrinótt.
Gary McCartan, sá sjötti í fjöl-
skyldunni, sem fellur fyrir byssukúlu
í þau 18 ár, sem óöldin hefur staðið
á Norðurírlandi, var drepinn af þrem-
ur mönnum, sem ruddust inn á
Noregur:
Laxeldi
í rörum
Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara
Morgunblaðsins.
FYRIRTÆKIÐ Oppdretsrör hef-
ur búið til nýtt fiskeldiskerfi í
samvinnu við háskólann i
Tromsö. Felst það i því, að fiskur-
inn er alinn upp í stórum plast-
rörum með streymandi vatni.
Fyrirtækið hefur varið um 2,4
milljónum norskra króna í gerð
þessa kerfis. Er tilraunakerfið gert
úr 60 metra löngu plaströri, 1,6 m
að þvermáli. Rörinu er komið fyrir
á hafsbotni og lokað í báða enda
með rafstraumi, sem kemur í veg
fyrir, að laxinn leiti út — og einnig
að rándýr eins og selir og otrar
sleppi inn.
Tilraunimar hafa leitt í ljós, að
fískurinn vex 20% hraðar í straum-
vatninu. Einnig verður vöðva- og
fítusamsetning hans líkari því, sem
gerist hjá villtum laxi.
heimili hans. Þá rændi einhver óald-
arflokkurinn bíl af manni, sem þeir
skildu þó ekki við fyrr en þeir höfðu
ausið hann bensíni og kveikt í. Hon-
um tókst þó að koma til bjargar illa
brunnum. Loks var brotist inn á
heimili og húsráðanda misþyrmt og
unglingur særðist á fæti þegar hann
lenti í skothríð milli lögreglunnar og
skæruliða írska lýðveldishersins.
Alla nóttina var bensínsprengjum
kastað að lögreglunni, sem reyndi
að dreifa óeirðaseggjunum með því
að skjóta á þá plastkúlum. 30 fólks-
bílum og strætisvögnum var rænt
um nóttina. Fýrir nokkrum dögum
var borinn til grafar skæruliði úr
IRA, sem lét lífíð þegar sprengja
sprakk í höndum hans. I átökum, sem
þá urðu milli lögreglunnar og þeirra,
sem fylgdu honum, slösuðust 16
manns og hefur síðan ríkt mikil
spenna í Belfast.
Starfsmenn kjörstjóma flylja kjörkassa á kjörstað.
Reuter.
Kjörgögn berast seint á kjörstaði
Danao, Manila,. Reuter.
ÞÚSUNDIR manna fögnuðu
Corazon Aquino, forseta Filipps-
eyja, er hún lauk kosningaferð
sinni um landið í Danao á Cebu-
eyju. Þar fékk hún ekki að tala
er hún bauð sig fram til forseta
árið 1986. Þingkosningaraar
fara fram á mánudag, eins og
komið hefur fram í fréttum.
Kosningabaráttan hefur verið
hörð og hafa a.m.k. 40 manns látið
lífið í henni, þegar þetta er skrifað.
Heyrst hefur að kjörgögn vanti á
ýmsa kjörstaði, en stjómvöld segja
að því verði kippt í lag fyrir kjör-
dag. Herinn hefur mikinn viðbúnað
og hefur verið gripið til sérstakra
aðgerða vegna sögusagna um að
tilraun til valdaráns sé yfirvofandi.
Bandaríska sendiráðið í Manila hef-
ur varað Bandaríkjamenn við að
ferðast um viss svæði á eyjunum
þar sem búast má við átökum.
Óstaðfestar fregnir herma að her-
menn í Negroshéraði hafí orðið
Bandaríkjamanni að bana.
Forstöðumenn Rauða krossins
hafa beðið herinn um að grípa ekki
til aðgerða til að frelsa Svisslend-
ingana tvo sem rænt var sl. þriðju-
dag á Mindanaoeyju. Krefjast
mannræningjamir 25.000 dollara
lausnargjalds fyrir þá.
Stuðningsmenn forsetans ljúka
kosningabaráttunni formlega í
kvöld með miklum útifundi.
BÍLASÝNING
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
laugardag
og sunnudag
Bestu
bílakaupin
ídag!
Og auk bílanna verða til sýnis og sölu
mikið úrval aukahluta á allartegundir
Lada bílanna.
Bíla- og vélsleðasalan verður opin. VÉÍife^nl
Komið, þiggið veitingar og njótið dags-
ins með okkur. iVJ
Opið alla helgina frá kl. 10—17.