Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
41
í ÞINGHLÉI
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Beðið eftir ríkisstjórn:
Er verðbólgan
í viðbragðsstöðu?
„Tveggja flokka kerfi“ gefið hornauga.
Utanþingsstj órn „svipa“ á stj órnmálamenn
„Sé litið á heildarþróun efna-
hagsmála hér á landi á undan-
förnu ári, blasir við hagstæðari
mynd en sést hefur um árarað-
ir. Saman fór mikill hagvöxtur,
jákvæður viðskiptajöfnuður og
lækkandi hlutfall erlendra
skulda. Jafnframt tóks með
betri samræmingu kjarasamn-
inga og opinberrar efnahags-
stefnu að ná fram hvoru
tveggja í senn: verulegri hjöðn-
un verðbólgu og mikilli hækkun
ráðstöfunartekna. “
Þetta var kafli úr ræðu Jó-
hannesar Nordals, seðlabanka-
stjóra, á ársfundi bankans 5.
mai sl.
Hvað hefur á unnizt?
Hvað er í hættu?
Þegar gluggað er í ræðu Jó-
hannesar Nordals, seðlabanka-
stjóra, á ársfundi bankans, kemur
glöggíega í ljós, að liðið ár hefur
verið hagstætt íslenzkum þjóðar-
búskap.
Sá efnahagsbati, sem varð,
stendur öðrum fæti í hagstæðum
ytri skilyrðum en hinum í stefnu-
festu stjómvalda í efnahagsmál-
um. En hvað hefur unnizt? Hvað
þurfum við að standa vörð um?
Hér verða tínd til nokkur atriði:
* Minnsta verðbólga í 15 ár:
Á mælikvarða framfærsluvísitölu
varð verðbólga frá upphafi til loka
árs 1986 13% (var 130% á fyrsta
ársfjórðungi 1983)
* Hagstæður viðskiptajöfn-
uður: Viðskiptajöfnuður varð
hagstæður á liðnu ári í fyrsta
skipti síðan 1978.
* Erlend skuldabyrði lækk-
ar: Nettóskuldastaða þjóðarbús-
ins gagnvart umheiminum var
56,6% af landsframleiðslu við upp-
haf líðandi árs en 48,6% við lok
þess.
* Aukinn innlendur sparnað-
ur:Frjáls spamaður, þ.e. innlán í
lánastofnanir og kaup spariskír-
teina ríkissjóðs, jókst úr 27,1% í
41,3% af landsframleiðslu, sem
samsvarar 52% raunaukningu.
* Aukinn hagvöxtur:Lands-
framleiðsla jókst um 6,3% 1986,
tvöfalt meira en árið áður.
* Meiri kaupmáttur: „Kaup-
máttur tekna heimilanna er talinn
hafa verið rúmlega 11% hærri
árið 1986 en 1985, eða hærri en
nokkm sinni fyrr“ (Ágrip úr þjóð-
arbúskapnum/Þjóðhagsstofnun/
febrúar 1987).
Blikur á lofti
Það em gömul sannindi og ný
að erfíðara er að gæta fengis fjár
en afla. Sama máli gegnir um
efnahagsbatann. Verðbólgan er
eins og falinn eldur í þjóðarbú-
skapnum, sem getur orðið að
stóm báli á skammri stund, ef
„slökkviliðið" heldur ekki vöku
sinni.
Seðlabankastjóri bendir á
hættuboða í efnahagsmálum okk-
ar, sem bryddað hefur á síðustu
mánuði.
1) Þjóðarútgjöld vaxa hraðar
en þjóðartekjur, sem leitt getur á
nýjan leik til viðskiptahalla við
umheiminn.
2) Átök um launahlutföll milli
starfsstétta, sem sagt hafa heldur
betur til sín 1987, geta grafið
undan þeirri samræmingu í launa-
stefnu, sem náðist 1986.
3) Þjóðhagsstofnun telur við-
skiptahalla og verðbólgu 1987
vaxa umfram fyrri spár, ef fer
sem horfír.
4) Greiðsluhalli ríkissjóðs leiðir
til aukinnar þenslu.
5) Ójafnvægi í þjóðarbúskapn-
um getur á skömmum tíma
eyðilagt þann árangur, sem náðst
hefur á næstliðnum ámm og að
framan er rakinn.
Það er ríkuleg ástæða til að
bera ugg í bijóst vegna þeirrar
óvissu, sem ríkir, bæði í stjóm-
málum almennt, þ.e. varðandi
myndun ríkisstjómar mótun og
stjómarstefnu, og í vinnumark-
aðsmálum. Það er hætta á ferðum
ef ekki tekst að „marka að nýju
sterka og samræmda stefnu í
efnahagsmálum", eins og Seðla-
bankastjóri sagði í ræðu sinni.
Stjórnarmyndun:
hvernig - hvenær?
Þá emm við komin enn og aft-
ur að því atriði, sem allir tala um
en enginn getur, á þessari stundu,
sagt fyrir um: hverskonar lands-
stjóm verður við stjómvöl þjóðar-
skútunnar næstu árin? Verður það
verðbólgustjóm? Eða stjóm festu
og stöðugleika, sem fráfarandi
ríkisstjóm var?
Á lýðveldistímanum (frá 1944)
hafa 13 ríkisstjómir setið að völd-
um: fímm tveggja flokka stjómir,
sex fjolflokkastjómir og tvær
minnihlutastjómir. Tveggja
flokka stjómir hafa setið fjögur
ár skemmst en ellefu lengst (við-
Einn þingflokkur, Bandalag jafnaðarmanna, heyrir nú sögunni
til, eins og Bændaflokkur, Fijálslyndir og vinstri menn og Þjóð-
varnarflokkur. Annar, Borgaraflokkur, hefur skotið upp kolli.
Þingflokkar eru nú sex (sjö ef Stefán Valgeirsson er talinn sér-
stakur þingflokkur) en þrír framboðsflokkar fengu ekki þing-
menn kjörna. Myndin sýnir tvo af fjórum þingmönnum Bandalags
Jafnaðarmanna, kjörnum 1983: Guðmund Einarsson og Stefán
Benediktsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
reisn). Engin fjölflokkastjóm
hefur setið út heilt kjörtmabil.
Meðal starfsaldur þeirra er u.þ.b.
tvö ár. Minnihlutastjómir hafa
tjaldað til fárra mánaða. Eftir
kosningar í síðasta mánuði er
myndun tveggja flokka ríkis-
stjómar útilokuð, því miður.
Eins og fram kemur í „Innlend-
um vettvangi" hér í blaðinu sl.
fímmtudag er skemmsti tími frá
kosningum til stjómarmyndunar
á tímabilinu 1971-83 (fímm kosn-
ingar) sléttur mánuður, sá lengsti
rúmir tveir. Staðan nú er að því
leyti til verri en nokkm sinni fyrr
sem þingflokkar em fleiri og
smærri. Þess er því ekki að vænta
að ný ríkisstjóm verði til í snar-
heitum. Biðin getur orðið bæði
löng og ströng. Og endar máske
í nýjum kosningum.
Þriggja flokka meirihlutastjóm
er því aðeins möguleg að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi aðild að
henni. Vinstri meirihlutastjóm
næst aðeins með samstarfi §ög-
urra þingflokka. Minnihlutastjóm,
sem situr til skamms tíma, er og
hugsanlegur möguleiki. Einnig
utanþingsstjóm. Slík stjóm sat
hér er lýðveldið var stofnað 1944.
Sá kostur er þó fjarlægur. Til
hans er aðeins gripið þegar þing-
flokkar rísa ekki undir því verk-
efni að koma saman ríkisstjóm.
Utanþingsstjóm er hinsvegar
einskonar „svipa", sem forseti
hefur á þingflokkana.
Við kringumstæður, sem nú
ríkja, verður sjálfsagt ýmsum
hugsað til tveggja flokka þjóð-
félaga, þ.e.landa þar sem tveir
flokkar hafa afgerandi mest fylgi.
Þar hafa menn í raun og vem
valkosti í kosningum milli ríkis-
stjóma, þ.e. val um megmlíur í
stjómarstefnu. Slíka stöðu geta
kjósendur tryggt sér, ef vilji
stendur til, en á hann hefur greini-
lega skort. Eins og mál standa
nú getur niðurstaðan orðið ríkis-
stjóm og stjómarstefna, sem fáir
greiddu atkvæði, ef boðin yrði
fram sem kostur í kosningum!
hjálpartækjasýning
Fötfun 87
Laugardagur 9. maí kl. 11 - 20
11.00: Erindi: Vöðvagigt, ný viðhorf í verkjameðferð.
Magnús Ólason orku- og endurhæfingalæknir.
13.00: Erindi: MBD-börn.
Sveinn Már Gunnarsson, barnalæknir.
14.00: Frásögn og upplestur:
Márta Tikkanen, rithöfundur og foreldri MBD-barns.
1 5.00: Erindi: Álag á fjölskyIdur fatlaðra.
Einar Hjörleifsson, sálfræöingur.
16.00: Skemmtidagskrá:
- tónlist
- tískusýning
- talkór
18.00: Erindi: Ákvarðanatekt foreldra vegna sérþarfa barns
síns, — Hvers konar skóli?
Keith Humphreys gestakennari við KHÍ.
19.00: Kvikmyndir: „Því fyrr, þeim mun betra"
og „Auðvitað getum við".
syniugiiK'r t
borgarleikhtlstmi
Aðstandendur: ÖB(, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband og Reykjavíkurfélag.
Landssamtökin Þroskahjálp, Hjálpartækjabankinn, Svæðisstjórnir um málefni fatlaðra, Reykjavík og Reykjanesi. AÖgáflglir GT ÓkcypiS