Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 61

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 61 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva: „Væri ekki hægt að nota pen- ingana á skynsamlegri hátt?“ Til Velvakanda V.G. og Þ.E.G skrifa: Við erum algjörlega mótfallnar þátttöku íslendinga í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Kostnað- urinn við að senda þátttakendur í keppni sem þessa er of mikill fyrir smáþjóð eins og okkur íslendinga. Væri ekki ráð að nota peningana á annan og skynsmlegri hátt? Undirbúningur keppninnar er mikill og tímafrekur. Fólk úr öllum áttum tekur sig til og sest niður til þess að semja lag sem ætlað er að falla í kramið hjá almenningi. Allir eiga sér þann draum heitastan að slá í gegn og verða frægir. Kemur það berlega í ljós í þessari keppni. En er þetta rétta leiðin? Við Islendingar eigum til mikið af efnilegum lagasmiðum og söngv- urum sem hafa árum saman sent frá sér mörg gullfalleg iög. Lög sem hafa fengið að þróast og endurbæt- ast áður en þeim er skellt út á markaðinn. Þau lög eru ekki samin í einu hendingskasti af þeirri ástæðu einni að þau verði tilbúin fyrir einhvem ákveðinn skiladag. Leyfum þeim sem eru þeirri náð- argáfu gæddir að geta samið góð lög að nota hana á réttan hátt. Við þurfum ekki á neinni söngvakeppni að halda, séu lögin nógu góð koma vinsældimar af sjálfu sér. Er ekki betra að safna perlum hægt og hljótt heldur en að tína upp gorkúl- ur til þess að henda í þessa keppni. Lögin sem send em inn í keppn- ina fela hvorki í sér boðskap né sögu sem nær til fólksins. Hver er eiginlega tilgangurinn? Stykkishólmur: Vegagerð- inhlýturað fá hiksta Stykkishólmi. FORIN á vegunum, herra minn trúr. Þegar bílarnir hafa skreiðst yfir Kerlingarskarð em þeir eigi fagrir á að líta. Sést varla í þá fyr- ir leðju og annað eftir því. Efamál að nokkur geti lesið bílnúmerin. Menn láta álit sitt í ljós á hressileg- an og háværan hátt og blessuð vegagerðin hlýtur stundum að fá hiksta, eins og við sögðum í gamla daga. Sú stund sem varanlegir veg- ir koma alla leið til Reykjavíkur er þráð, því þótt vorin séu erfíðust með bleytuna og slarkið, geta líka haustrigningamar gert sitt. Ekki mun að fullu gengið frá því hvar aðalvegurinn skuli liggja yfir skarðið, en menn em að mæla og athuga sinn gang. Verði veginum breytt eins og til stendur verður lækkar hann gagnvart snjó og er það ekki til bóta. En þetta gengur allt, menn fara yfír, festast og em dregnir á flot aftur, festast aftur o.s.frv. og má jafnvel tala um ævintýralegar ferð- ir og einhvem tímann var talað um að ekki væri gaman að guðspjöllun- um ef enginn væri í þeim bardaginn og kannski er heldur ekki gaman að ferðum nema þær einstöku sinn- um slagi upp í svaðilferðir. En Vegagerðin hefír sitt að hugsa og auðvitað vildi hún setja meiri ferð á framkvæmdimar, en það er nú svo eins og með annað að byr verð- ur að ráða. — Arni Þessir hringdu .. . Of mikið um endursýningar á Stöð 2 Óhress áskrfandi hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi mikilli óánægju í sambandi við endursýningar á myndum á Stöð 2 en þær em alltof tíðar. Maður getur séð sömu myndina allt af 3-4 sinnum á 30 dögum en það ætti að vera nóg að end- ursýna myndir einu sinni kl. 5. Ríkissjónvarpið endursýnir margt efni, en þeir endursýna ekki sama efnið trekk í trekk. Svo þessir hundleiðinlegu ítölsku og þýsku þættir sem þeir em famir að sýna á Stöð 2. Hvað em þeir að hugsa? Ef við hefðum vitað að þetta yrði svona þá hefðum við aldrei keypt okkur afmgara, heldur bara horft áfram á Ríkissjónvarpið.“ Gull- og silfur- skip Sigurðar - einstök sýning Óli H. Þórðarson hringdi: „Mig langar til að vekja athygli á sýningu á gull- og silfurskipum Sigurðar H. Þórólfssonar sem nú stendur yfir í Hlégarði í Mosfellssveit. Þetta er alveg ein- stök sýning og sérstök upplifun að skoða hana. Ég vil hvetja fólk til að sjá þessa sýningu. Stöð 2 - endurvarps- stöð fyrir Grindavík? Mæja hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri fyrirspum til Stöðvar 2 þess efnis hvort þeir ætli ekki að koma upp end- urvarpsstöð hér í Grindavík svo við Grindvíkingar getum séð stöðina. Stöð 2 sést mjög illa héma. Stöð 2 er að koma upp endurvarpsstöðvum úti á landi og ég skil ekki hvers vegna við í Grindavík ættum að verða út- undan.“ Hvar er hægt að læra köfun? Áhugamaður um köfun hringdi og spurðist fyrir um hvar væri hægt að læra köfun. Þessari fyrirspurn er hér með komið á framfæri. Gullna hindin - eitt af skipunum á sýningu Sigurðar H. Þórólfsson- ar i Hlégarði. Vorið/Sumarið 1987 frá Hennes & Mauritz við Eidistorg Sími 611811. Fatnaður fyrir smáfólk, ungt fólk, fullorðið fó Bolirfrákr. 368.,- Gallabuxurfrákr. 1.295., Barna gallabuxur frá kr. 998.,- Góðar vörur á góðu verði. Opið laugardag kl. 1-4. Sunnudag kl. 1-5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.