Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 64
■Hróóleikur og JL skemmtun 1 nrrtntilil ífeirt RLLT sem l vnA ■ ép fyrir háa sem lága! ptnrjpmM&foifo LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 VERÐ I LAUSASÖLU 50 KR. Vestmannaeyjar: Kunnings- skapur á ijarnar- bakka ÞESSIR kunningjar hittast og stinga saman nefjum við Tjörnina á hveijum morgni. Morg- unblaðsmenn rákust á þá í gærmorgun þegar miðborgin skartaði sinu fegursta í morgunsól. Svanurinn lét sér athyg- lina vel Hka. Viðmæl- andi sagði þá hafa þekkst síðan í haust, þégar þessi ársgamli steggur fór að þiggja brauð úr lófa hans. Þeg- ar á veturinn leið varð hann gæfari og leyfir nú að sér sé klappað og strokið. Sjá frásögn á blaðsíðu 34. Rúmur helmingur þorskaflans í gáma ' ^hetta er hálfgert volæði hjá okkur, það sárvantar fisk, segir Guðjón Olafsson, skrifstofustjóri Fiskiðjunnar hf. MEIRA en heimingur af lönduðum þorski i Vestmannaeyjum í apríl- mánuði var fluttur utan ísaður í gámum. Af öllum bolfiski, sem þar var landað, fór rétt tæpur helmingur óunninn utan. Vinnsla á þorski í aprilmánuði i Vestmannaeyjum hefur líklega ekki verið jafnlitil í áratugi. Alls var landað 7.063 lestum af botnfiski i Eyjum í mánuðin- um og þar af fóru 3.416 óunnar utan. 2.367 lestum af þorski var landað og af þvi fóru 1.052 lestir i vinnslu en 1.315 i gáma. „Þetta er hálfgert volæði' hjá okkur. Það sárvantar fisk til vinnslu, en við ráðum lítið yfir hrá- efnisöfluninni," sagði Guðjón *—Ólafsson, skrifstofustjóri Fiskiðj- unnar hf. í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. „Við er- um í Samfrosti, sem gerir þijá togara út, en í vetur hefur einhver einn togaranna stöðugt verið frá veiðum vegna breytinga eða við- gerða. Það hefur haft slæm áhrif á okkur, þar sem við höfum aðeins verið með fjóra netabáta í viðskipt- um og vertíðin hefur verið slök ofan á allt annað. Það hjálpast allt að. I upphafí vertíðar var samið við -^jjessa fjóra netabáta þess efnis, að við tækjum að okkur að gera að og ganga frá afla þeirra í tvo gáma til útflutnings af hveijum bát. Af- ganginn af aflanum áttum við síðan að fá til vinnslu. Afgangurinn hefur Borgarráð: Minnisvarði umThor Jensen BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila áhugasamtökum að reisa minnisvarða um Thor Jensen í garði Fríkirkjuvegar 11 í . pgeykjavík. Samtökin voru stofnuð til að hafa forgöngu um þetta mál og hefur verið gert samkomulag við Helga Gíslason myndhöggvara um að hann geri tillögu að væntanlegum minnis- varða. Óskað er eftir að borgarstjóri láti gera stöpul undir styttuna þar sem hún yrði reist. *«« **. Fundum forseta lokið: hins vegar nánast enginn verið, svo við höfum staðið í því að ganga frá ísfiski í gáma til útflutnings meðan okkur sárvantar físk til vinnslu. Ljósi punkturinn í þessu er þó sá, að með þessu móti fáum við gotu og lifur í land. Þeim verðmætum er þá allavega ekki hent í sjóinn, þó fiskurinn fari í gámana," sagði Guðjón Ólafsson. Áhugi á stjómarsamstarfi við Alþýðuflokk er takmarkaður í röð- um framsóknarmanna, samkvæmt sömu heimildum. Margir framsókn- armenn telja að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, hafí ítrekað sent Fram- sóknarflokknum tóninn, og slíkt sé ekki fýrirboði um að gott samstarf geti tekist með þessum tveimur flokkum í ríkisstjóm. Vilja því margir framsóknarmenn kanna alla aðra samstarfsmöguleika fremur. Aðrir framsóknarmenn telja þó að þriggja flokka ríkisstjóm með aðild Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks sé ef til vill líklegasta stjómarmynstrið, en það sé alveg ljóst að slík stjóm verði ekki mynduð á næstu dögum eða vikum. Sjá samtöl á bls. 36 og 37. Morgunblaðið/Ól.K.M. Kristín Karlsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir, fulltrúar Samtaka um kvennalista, komu á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta ísiands, kl. 15 í gær og stóð fundur þeirra með forsetanum í 51 mínútu. FUNDUM Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, með forsvars- mönnum flokkanna lauk í gær. Ekki er vitað hvenær forsetinn tekur ákvörðun um hveijum hún fær umboð til stjórnarmyndunar, en frem- ur er gert ráð fyrir, að það verði um eða upp úr helginni. Meðal framsóknarmanna er talið líklegt, að forsetinn feli Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, að gera fyrstu tilraun til stjórnarmyndunar, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Steingrímur Hermannsson ekki ýkja áfjáður í að fá umboðið fyrstur manna, þótt í því felist ekki, að hann biðjist undan því. Ástæðan fyrir takmörkuðum áhuga forsætisráðherra á að fá umboð til stjórn- armyndunar er skv. heimildum Morgunblaðsins sú, að allt frá lokum Viðreisnartímabils hefur aðeins einu sinni tekist að mynda ríkis- stjóm í fyrstu umferð en það var sumarið 1971, þegar Ólafur Jóhannesson myndaði fyrri vinstri stjórn sína. Jafnan síðan hefur fyrsta tilraun til stjórnarmyndunar misheppnast. Verði niðurstaðan sú að 1 hafa í hyggju að ræða við formenn Steingrímur fái umboðið mun hann | allra flokka og fulltrúa Kvennalista. Heimildir Morgunblaðsins herma að Steingrímur muni fremur skila af sér umboðinu eftir skamman tíma en reyna myndun flögurra flokka ríkisstjómar, ef í Ijós kemur að Sjálfstæðisflokkur viíji fremur reyna samstarf við aðra flokka en Framsóknarfiokk áður en farið verður út í alvarlegar stjórnarmynd- unarviðræður við framsóknarmenn. Steingrímur mun því, fái hann umboðið, byija á því að ræða við Þorstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, til þess að ganga úr skugga um það hvort sjálfstæðis- menn vilji samstarf við Framsókn- arflokkinn og leita þriðja samstarfsaðila. Að viðræðum við Þorstein loknum, hefur Morgun- blaðið heimildir fyrir því að Steingrímur myndi snúa sér til full- trúa Kvennalista. Þóttist vera læknir og þuklaði á sjúklingum MAÐUR nokkur klæddi sig fyrir skömmu sem læknir og fór á stofugang á Borgarspítala. Hann sagði konum, sem þar voru sjúkl- ingar, að hann þyrfti að skoða þær. Skoðunin fór fram með því að hann þuklaði konurnar. Málið kom upp fyrir um þremur vikum. Svo virðist sem maðurinn hafi gengið rakleitt inn á sjúkrahús- ið og með einhveijum hætti orðið sér úti um hvít læknafot. Síðan gekk hann inn á sjúkrastofur, gaf sig á tal við sjúklingana og kvaðst vera á stofugangi. Hann spurði sjúklingana að líðan og þreifaði á þeim. Ekki hafði hann þó stundað athæfi sitt lengi er hann hvarf á braut, en lögreglan hafði hendur í hári hans eftir lýsingum sjúklinga. Málið er nú til rannsóknar hjá rann- sóknarlögreglu ríkisins og hefur manninum verið gert að sæta geð- rannsókn. Að sögn Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Borgarspítal- ans, er erfitt að koma í veg fyrir atburð sem þennan. „Sjúkrahúsin eru opnar stofnanir og auðvelt fyr- ir fólk að fara ferða sinna innan þeirra. Við höfum þó hug á að bæta þar úr og hefur þessi at- burður orðið til þess að ýta undir hugmyndir manna um að starfsfólk sjúkrahúsanna verði auðkennt með einhveijum hætti,“ sagði Jóhannes. „Þetta hefur verið til umræðu í vetur og líklega verður það ofan á að öllum starfsmönnum verður gert að ganga um með spjald í barmin- um, þar sem á er nafn viðkomandi og mynd af honum“. Steingrímur ekki áfjáður í að fá umboðið fyrstur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.